Morgunblaðið - 24.01.1973, Síða 32

Morgunblaðið - 24.01.1973, Síða 32
Offsetprentun tímaritaprentun í* litprentun Freyjugötu 14* Sími 17667 MIÐVIKUDAGUK 24. JANUAR 1973 2Hot0tml>Iítí>tí> nucLvsmcnR <£U-*224&a .farðe1da.g:irðingin í sjó fram á Heimaey. (Ljósm. Mbl.: Kr. Ben.) Eyjasjómenn ætla ekki að láta gosið hindra veiðar 2000 lestir af frystum flökum og 200 tonn af þurrfiski sótt til Eyja Vestmannaeyjum, 23. jan. Frá Árna Johnsen, blm. Mbl. ELDGOSIÐ í austurjaðri Helga- fells var talsvert minna í dae en í nótt. Gossprungan lokaðist á nokkur hundruð metra kafla syðst og einnig dró úr hraun- pusinu nyrzt. Gm miðjan dag virtist sem sérstakur gigur ætl- aði að myndast skammt fyrir austan og ofan Kirkjubæ; ösku- sprengingar urðu, en þau tilþrif hjöðnuðu fljótt. Engin aska féli á kaiipstaðinn í dag og engar jarðhræringar fimdust, en tals- verðan hvin mátti lieyra frá gos- stöðvunum. Sumir, sem hingað komu í dag, töldu, að gosið væri að aukast með kvöldinu, en svo er alls ekki. Það virðist hins veg- ar stórfelldara í myrkrinu. Hraunrennsli virðist einnig hafa minnkað frá i nót)t, en aftur á móti slettist talsvert af þunn- fljótandi gosefni úr gígsprung- unni í ioft upp. Þetta gos er mjög svipað og síðasta gos, sem hófst í Surtsey í ágúst 1966. Ég fylgdist með því gosi frá byrjnn, þar sem ég dvaldi þá í eynni, og ef þetta gos heldur sama hátt- erni og síðasta Surtseyjargos, þá horfir ekki illa. Enginn veit að vísu, hvað náttúruöflin kunna að gera, en ekki er ástæða til að gera of mikið úr hættunni, eins og sakir standa. Enginn Vest- mannaeyjarbátur var i höfninni í morgun, en síðdegis i dag voru liðlega 30 bátar við bryggjur og voru sjómenn að vinna við báta sina; taka veiðarfæri um borð og gera klárt fyrir veiðar. Virðast þeir þvi ckki ætla að láta þcssa, vonandi tima- biindnu ei-fiðleika stöðva velðar, Framhald á bls. 31 Slíkt hefur aldrei gerzt áður í sögu almannavarna — segir Will H. Perry, almannavarnasérfræðingur frá Sameinuðu þjóðunum BANDABÍK.IAMAÐLBINN Will H. Perry, er almanna- varnasérfræðingur frá Sam- einiiðu þjóðunum, sem kom hingað til lands fyrir um tveim árum til að aðstnða við gerð neyðaráætiana, m. a.. fyr ir Húsavik og Vík i Mýrdal og Isafjörð. Hann var staddur hér þegar gosið hófst og sat með Almannavarnaráði í höf- uðstöðvum þess í nýju lög- reglustöðinni við Hverfisgötu, en þaðan var aðgerðum stjórn að. Morgunblaðið spurði hann áíits á framkvæmd björgunar starfsins. Framhald á bls. 31 Gosið á 800 m Vestmannaeyjuim í gær- k/völdi. Frá Árna Johnsen, blm. Mbl. ELDGOSID nær nú klukkan 22.30 yfir um 800 metra lang- a.n kafla i gossprungunni. Það hefur enn frekar rýrnað til beggja enda með kvöldinn, en hins vegar hefur það auk- izt nokkuð á þessum 800 metrum. Mestur kraftur er í gosinu um það bil 400 metra austur at' bænum Einland og virðist svo sem þar sé að myndast gigur, sem kraumar talsvert í, með niiklum dynkj- um. Þarna er hraunkajnbnr- inn lægstur. Þar sem hraumið ramm i sjó fram í átt að vatnsleiðslunni, sést nú engin glæta. Svo virðist sem gosið sé nú nokk- uð í rénum, og hraumkambur- inm hefur lítið breytzt, þrátt fyrir mikið hraumpus.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.