Alþýðublaðið - 07.08.1958, Síða 4

Alþýðublaðið - 07.08.1958, Síða 4
AH»ý8ubla8i8 Fimmtudagur 7. ágúst 1958 KONA NOKKUR í Engl- andi, frú Killick að nafni, sem er verkfræðingur að menntun, hefur undanfarin tíu ár staðið í mikium málaferlum vegna uppfinningar, sem hún gerði á stríðsárunum og fékk einkárétt á. Er þetta safír-grammófónnál, sem ekki strýkst við botn skor- unnar á plötunum, heldur við hliðar hennar. Nálin er notuð við hæggengar plötur. Frúin vann um daginn mál sitt gegn Pye, félagi, sem framleiðir grammófóna, útvarpstæki o. s. frv. Frúin heldur því fram, að fleiri félög hafi stoiið uppfinn- ingu sinni og hyggst nú fara í ferðalag um heiminn til að innheimta hundraðshluta sinn af ágóðanum. Er talið, að hún muni hafa um 5 milljónir sterlingspunda upp úr krafs- inu. — o — Það er talið öruggt, að Rúss- ar muni fara fram á, að alþjóðliega jarðeðlisfræðiárið verði fram-lengt til ársloka 1959. Allsherjarþing jarðeðlis- fræðiársins kemur saman í vik unni í Moskva og mun tillagan þá verða sett fram. •— O —r Árig 1957 var mesta verk- fallaár, sem komið hefur í Bretlandi í 32 ár, að því er ségir £ tilkynningu brezku stjórnarinnar. AHs töpuðust 8.412.000 vinnudagar vegna verkfalla. Segir ennfremur í skýrslu stjórnarinnar, að 80% af vinnutapinu hafi verið vegna vinnustöðvana um allt land í verksmiðjum, skipa- smíðastöðvum og við fólks- flutninga. — o — Öldungadeildarþingmaður- inn Jöhn L. McClellan er þekktur í Bandaríkjunum um þessar mundir sem formaður þingnefndar þeirrar, er rann- sakar glæpamennsku í verka- lýðsfélögum vestur þar. S'onur ‘hans, James, fórst um daginn í flugslysi ásamt þrem öðrum mönnum, og hefur öldunga- deildarmaðurinn þá misst alla syni sína, þrjá að tölu, með vofeiflegum hætti. Hinn elzti dó í stríðinu. Eftir stríð var lík hans flutt heim til greftrun- ar og þá fórst næst felzti bróð- irinn í bílslysi á leið til jarðar- fararinnar. Enn á þingmaður- inn tvær dætur. — o — Allnýstárlegt mál er komið fyrir hæstarétt New Ýorkríkis í Bandaríkjunum. Willíam nokkur Wacht hefur farið þess á leit við dómstólinn, að hann gefi út skipun til golfklúbbs- ins, sem hann er aðili að, um að forgjöf hans skuli hækkuð í 34 högg, en forgjafanefnd klúbbsins vill ákveða hana 29. Astæðan fyrir ákvörðun nefnd arinnar mun vera sú, að Wacht sem er sextugur að aldri, leik- ur ekki sérlega vel golf, en þó alltaf- betur í keppni en utan hennar. Þannig notar hann um 115 högg í venjulegum leik, en í keppni milli 90 og 100 högg. Hann hefur unnið marga keppn ina. — o — Bofors vopnaverksmiðjurn- ar sæns-ku hafa tekið mála- miðlunarboðí frá Bandaríkjun- um í sambandi við 66 milljón dollara kröfu, sem þær gerðu á hendur bandarísku stjórn- inni vegna þess, að hún hefur flut.t út byssur af Boforsgerð, sem hún hafði aðeins leyfi til að framieiða fyrir sjálfa sig. Upphaflega krafan var sem sagt 66 milljónír dollara, en samið hefur ver.íð um 4 millj- ónir í skaðabætur. I samkomu laginu er auk þess gert ráð fyr- ir, að Bandaríkjamenn megi. eftirleiðis flyja byssur af þess- ari gerð til bandamanna sinna. Er hér um að ræða hina frægu 44 mm loftvarnabyssu Befors. Ferðafélag fsiands í Eimreiðiii, 1. hefti 1958 FYRSTA hefti 64. árgangs Eimreiðarinnar er nýkomið út. Sú breyting hefur orðið á nt- stjórn tímaritsins, að nú eru ritstjórár þrír, í stað eins rit- stjóra og tveggja manna rit- nefndar áður. Guðmunduf Gísiason Hagalín er áfram rit- stjóri, en með honum eru Helgi Sæmundsson, sem áður var í ritnefnd, og Indriði G. Þor- steinsson. Þorsteinn Jónssou hverfur nú fró ritstjórn, en hann var í ritnefndinni. Þetta Eimreiðarhefti er fjöl- breytt að efni. Guðmundur Ingi á þar fimm kvæði. Gylfi Gröndal fjögur og Páll H. Jóns- son eitt. Smásögur eru eftir Gunnar Gunnrsson og Ernest Hemingway, í þýðingu Indriða G. Þórsteinssonar. Greinar rita Indriði G. Þorsteinsson, um Hemingway, og G. G. Hagalín: Höfum vér efni á að. bíða? Þá er í heftinu frásöguþáttu.r eft- ir Sigurð Jónsson frá Brún, Ein leið til embættis, ritdómar og fleira. 'Frá Ferðafélagi íslands 5 ferðir um uæstu helgi. I Þórsmörk. í Landmannalaugar. Kjalvegur og Kerlingarfjöll. Að Hagavatni. Fimm daga ferð tij Kerlingar fjalla, Hveravalía, norður Auð kúluheiðj að Blönduósi, suður byggðir til Reykjavíkur. Upplýsingar í skrifstofu fé lagsins, Túngötu 5. sími 19533. Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja 1958 ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ Vest mannaeyja 1958 er komið út. Þar segir frá Þjóðhátiðinni í Herjólfsdal frá fornu farx; Sjó- menn til sjós og lands, greinar um Svein Björnsson málara og Svein Tómasson vélstjóra; Ur dagbókum Austurbúðar; Minn- ingarorð um tvo glímumenn úr Eyjum; Aflakóngar og fleira fólk; Frá Vestmannaeyjum 1912; íþróttir; Gluggað í bækur og blöð o. fl. Margar myndir prýða blaðið, sem er hið vand- aðasta. Ritstjóri ,er Árnj Guð- muþdsson...... ,.;V . . VERKAMAÐUR skrifar mér: „Mig minnir að þu hafir cinu sinní eða jafnvel oftar miimzt á það hvað erfitt þaó er fyrir alla þá, sem vinna ákveðinn tíma dag hvern, aS feomast í skrifstofur til þess að afgreiða nauðsynleg mál, sem hver mað- ur þarf að ráða til lykta. Þetta er líka mín reynsla. Árlega tapa ég allmörgum vinnutímum á þennan hátt. _____ FYRIR NOKKRU tók ég mér frí úr vinnunni klukkan hálf fjögur til þess að greiða eftir- stöðvarnar af skattinum mínum. Ég þurfti í leiðinni að komast í búð við Laugaveginn til þess að kaupa litla skrá, en þar var ös svo að þetta tafði mig. Varð það til þess, að ég kom að dyrum tollstj óraskrifstofunnar þremur mínútum of seint eða þrjár mín- útur yfir fjögur. MÉR ÞÓTTI þetta súrt í broti og hringsnerist við dyrnar, en í sama bili opnuðust þær og mað ur snaraðist út. Ég notaði tæki- færið og smeygði mér inn og þótti sem vel hefði til tekizt. — Færði ég mig að borðinu, en þá stóðu við það þrír eða fjórir menn og var verið að afgreiða þá.-Allt í einu sagði einn skrif- stofumannanna við mig, að ég hefði komið inn eftir lokunar- tíma, en það væri. þýðingarlaust því að ég yrði ekki afgreiddur. Lokað á mínútunni fjögur. Vandræði hjá verka- inönnum Óskiljanleg reglusemi í tollstjóraskrifstofunni Hugmynd handa kaup- Billinn Sími 18 8 33. Höfum til sölu: • Volvo station ’54 Wolksvaagen ’56 Dodge, tveggja dyra ‘52 Póntiac, tvéggja dyra ;; ‘52 ■ Billinn Garðastræti 6 fyrir ofan skóbúðina Sími 18 8 33. 5,90x13 fyrirliggjandi. Einnig sætaáklæði í flest- ar tegundir amerískra bif reiða. Kr. Kristjánsson hf. Laugavegi 168—170 Sími 2 44 66 (5 línur) monnum. ÉG BROSTI við þessu og sagði sem satt var, að erfitt væri fyrir mig að komast á réttum tíma en ég hefði líka tafizt og þess vegna hefði mér ekki tek- izt að komast fyrir kl. 4, hún hefði verið þrjár mínútur yfir. Mér datt sem sagt ekkj annað í hug en að ég mundi fá af- greiðslu, en svo varð ekki. Mér var algerlega neitað um af- greiðslu. Til þess væru reglur að þær væru haldnar! AFLEIÐINGIN af þessu er sú, að nú verð ég að taka mér frí aftur og missa af vinnu, en satt bezt ,að segja má ég ekki við því að missa neinn vinnutíma. Það kemur ónotalega við mig í vikulokin. — En út af þessu vil ég segja þetta: Hvers vegna er ekki hægt að hafa opið einu siiíni í viku t. d. hjá tollstjóra og sjúkrasamlaginu kl. 5—7? Á þeim tíma geta verkamenn kom ið og lokið afgreiðslu sinna mála. Mér finnst þetta ástand álveg óþolandi.“ ÉG ER sammála bréfritaran- um og satt bezt að segja skil ég ekki þessa dæmalausu ógreið- vikni að afgreiða ekki verka- manninn fyrst hann var kominn inn á annað borð. Annars er það rétt að það ætti að vera opið svo sem einu sinni í viku eftir venjulegan vinnutíma hjá toll- stjóra, Sjúkrasanilaginu og bæj- argjaldkera. Eða: Væri ekki reynandi að taka einn af hinum ómerkilegu en þó mörgu frídög- um til þess að afgreiða verka- fólk, sem ekki má við því að missa tvo vinnutíma til þess að afgreiða sín mál niðri í bæ? ANNARS er þetta bölvuð skriffinnska og hreint ekkert annað. Við köfnum bráðum í skriffinnsku. Ef ég væri kaup- maður þá myndi ég segja við mína föstu viðskiptavini: Ef þú þarft að borga sjúkrasamlags- gjald, koma greiðslum til tolí- stjóra eða bæjargjaldkera, þá skal ég gjarna sjá um þetta fyr- ir þig. Komdu bara með aurana og svo skal ég senda þér kvitt- unina með næstu matvörupönt- un.“ Lokaðí dag frá hádegi vegná útfarar dr. Helga Tómassonar yfirlæknis. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. íbúð fil sölu þriggja herbergja íbúð í 1 byggingaflokki er til sölu. — Umsóknir sendist skrifstofu félagsins Bræðraborgarstíg 47, fyrir kl. 12 á hádegi, mánudagiíin 25. ágúst 1958. Stjórn Byggingafélags alþýðu. Kaupið Alþýdubiaðið. Auglýsið í Aiþýðubiaðinu Til leigu 400 fermetrar í nýju húsi. fvrir skrifstofur. léttan iðnað eða hliðstæða starfsemi. Upþlýsingar gefur BJÖRGVIN FREDRIKSEN Lindarg’ötu 50. Sími 15522 og 17389. Föðursystir okkar GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR sem andaðist að heimili sínu Miðtúni 1. hinn 30. f. m. verður jarðsungin frá Fossvogskirkiu föstudagimi 8. ágúst kl. 10,30 fh. Guðbjörg Jóhannsdóttir Jóhann LíndaL Jóhannsson. Óskar Jóhannsson. Faðir okkar ÓLAFUR SÆMUNDSSON frá Breiðabólstað í Ölfusi -'"i'Hj'"•'mm andaðist að Sólvangi £ Hafnarfirði að kvöldi þann 5. ágúst. Jarðsétt verður að Hjalla í Ölfusi. , Guðmundur Ólafsson Haraldur Ólafsson, . i Sæmundur Ólai'sson.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.