Morgunblaðið - 16.02.1973, Side 12

Morgunblaðið - 16.02.1973, Side 12
12 MORGUNHLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. FEBROAR 1973 Stúlkur leika „Útilegu- menmna u — á 90 ára afmæli Framtíðarinnar, málfundafélags MR „ÉG BJÓ til eða snllaði eða skrúfaði saman leikriti i jðlafriinu. I>að heitir Útiiegu- mennirnir og er í 4 þáttum með Ijóðmælarusli hér og þar. Mér leiddist þessi danska „kommindía“, sem griðkonur hérna segja, og tók mig þvi til, og Jió þetta rit mitt í raun og veru sé ómerkilegt, gjörði það J>ó hvínandi lukku; ég var æptur fram á senuna, og klappaði pöbullinn yfir mér, svo að ég varð áttavilltur.“ Þannig komst Matthías Jochumsson að orði i bréfi, sem hann ritaði i marz 1862, i mánuðinum eftir að það var frumsýnt af nemendum presta skólans, en sjálfur sat hann þá í 5. bekk hins lærða skóla, sem síðar varð Menntaskólinn í Reykjavík. Síðan hefur leik- ritið verið sýnt oft og þá eink um i nýrri búningi undir nafninu Skugga-Sveinn, og er óþarfi að fjölyrða um það nánar. En nú hefur málfunda félagið Framtíðin i Mennta- skólanum í Reykjavík tekið það til sýninga í tilefni af 90 ára afmæli félagsins, en um leið má líta á sýninguna sem afmælissýningu leikritsins sjálfs; það er nú 110 ára gam- alt. Framtiðarmenn hafa í þetta sinn breytt út af hefðbund- inni uppfærslu verksins, nú eru öll hlutverk í höndum námsmeyja við skólann og gefur það leikritinu að sjálf- sögðu nokkuð annan blæ en menn eiga almennt að venj- ast. Er leikritið var frumsýnt fyrir 110 árum, voru öll hlut- verk í höndum karlmanna — og sú hefð hefur með tíman- um skapazt, að Grasa-Gudda væri ieikin af karlmanni, en Gvendur smali af kvenmanni. En í þetta sinn er enginn karl- maður í neinu hlutverkanna — meira að segja Skugga- Sveinn sjálfur er leikinn aí stúlku. Leikritið var frumsýnt í gær kvöldi, á afmælisdegi Fram- tiðarinnar í iþróttahúsi Voga- skóla fyrir boðsgesti og nem- endur skólans. Önnur sýning fyrir nemendur verður á sunnudag, en viku síðar, sunnudaginn 25. febr. verður sýning fyrir almenning, og verða miðar á hana seldir i Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar og bókaverzlun Máls og menning'ar. Leik- stjóri var Baldvin Halldórs- son, dr. Hallgrímur Helgason bjó hljómlist til flutnings, og með helztu hlutverk fara: Þórdis Kristjánsdóttir (Lár- enzíus sýslumaður), Bera Nor dal (Sigurður lögréttumaður i Dal), Ágústa Stefánsdóttir (Ásta), María Þorleifsdóttir (Gvendur smali), Ragna Ól- afsdóttir (Grasa-Gudda), Inga Lára Baldvinsdóttir (Skugga- Sveinn) og Sigrún Hjálmtýs dóttir (Ketill). — Leikritið er stytt, því að í upphaflegu leik gerðinni var mikið um lang- ar einræður og löng samtöl, og tekur sýningin um tvo tima í heild sinni. Þessi leiksýning er, eins og áður sagði, hátíðarsýning vegna afmælis Framtíðarinn- ar, en hin hefðbundna Herra- nótt verður i marz — og er þar raunar einnig um afmæli að ræða, 250 ára afmæli Herranætur. Forseti Framtíð- arinnar er nú Mörður Árna- son. Efst: Skugga-Sveinn (Inga Lára Baldvinsdóttir) telur kjarkinn i Ketii (Sigrúnu Hjálnitýsdóttur). 1 ntiðið: Baldvin Haildórsson, leikstjóri kíkir á farða og skegg Ketils (Sigrúnar Hjálm týsdóttur, seni einnig leikur frk. Gúðmundsen í Brekku- kotsannál næsta sunnudag). Neðst: Gaidra-Héðinn yfir- heyrður. Frá vinstri: Grímur, stúdent frá Hólum (Helga Jónsdóttir), Galdra-Héðinn (Elín Ólaf sdóttir), Helgi, stúdent (Sigrún Eldjárn) og Lárenzíus, sýslumaður (Þór- dís Kristjánsdóttir). Tii hliðar: Lára, dóttir Sigurð- ar lögréttumanns í Dal (Ág- ústa Stefánsdóttir). Ljósmyndir Ól. K. M.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.