Morgunblaðið - 16.02.1973, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1973
13
Snjófióð og
mjólkurleysi
ísafirði, 15. febrúar.
Síðan á laugardag hefur
kyngt hér niður snjó, meiri en
hér hefur komið í áraraðir.
Snjóflóð féll á Súðavíkurleið
og hreif með sér tvo mann-
lausa bíla og annað snjóflóð
eyðilagði sumarbústað í
Tunguskógi. í dag er ágætis
veður, götur eru ruddar inn-
anbæjar. Mjólkurlaust er hér
i dag. — Fréttaritari.
Einkaleyfi
í USA
EINAR Einarsson liefur feng
ið einkaleyfi í Bandaríkjun-
um á snjónöglum sínmn, sem
hægt er að stjórna úr mæla-
borði bílsins.
Einar hefur lengi unnið að
þessari uppfinningu sinni og
notið opinberra styrkja, auk
þess sem fyrirtæki víða um
heim hafa sýnt henni áhuga.
Snjónagla þessa á að vera
hægt að draga inn í dekkin,
þegar þeirra er ekki þörf, og
síðan má skjóta þeim út, þeg
ar færð krefur.
íslandssöfnun
yfir Biafra
VESTMANNAEYJASÖFNUN
sænska dagblaðsins Göteborg
Posten nemur nú 435 þús.
krónum sænskum, sem gera
röskar 9 millj. íslenzkra
króna, og er það að sögn blaðs
ins met, hvað snertir safnan-
ir þess. Áður söfnuðust mest
411 þús. krónur sænskar til
Biafra-söfnunar blaðsins. í
blaðinu er þess getið, að flest-
um framlögum í Vestmanna-
eyjasöfnunina fylgi miði, þar
sem gefendur skrifa, að pen-
Ingarnir séu handa „okkar
norrænu bræðrum". Það er
Axel Miltander, ritstjóri, sem
sér um Vestmannaeyjasöfn-
un sænska blaðsins, en hann
er mikill Islandsvinur, hefur
sex sinnum heimsótt Island
og var aðalhvatamaðurinn að
stofnun Islandsfélagsins i
Gautaborg.
Það var yfirálag
MBL. barst í gær eftirfarandi
frá Landsvirkjun:
„1 sumum fréttum um bil-
anirnar á kerfi Landsvirkjun-
ar, sem urðu i gær, miðviku-
dag, segir, að önnur véla-
samstæðan í gasaflstöðinni í
Straumsvík hafi verið biluð,
þegar til átti að taka, og að
spennir hafi brunnið austur
við Sog. Þetta er á misskiln-
ingi byggt. Ástæðan fyrir því,
að gasaflstöðin leysti út og
einnig spennatengingin við
Irafoss, var yfirálag.
Hér er rétt að geta þess til
viðbótar, að gallar hafa kom-
ið fram í sambandi við deyf-
ara á línum til Straumsvík-
ur og er nú unnið við viðgerð
á þeim. Straumsvikurlínan er
tvirása og þvi hægt að vinna
við rásirnar til skiptis án þess
að taka straum af álbræðsl-
unni.“
Víet Cong foringi (fyrir miðju) og suður-víetnamskir lierforingj ar undirrita hér skjöl um gagn-
kvæm fangaskipti í Loc Ninh, sem er 75 km frá Saigon. Skipti fóru fram á hundruðum fanga. —
N or ðurlandar áðsf und-
ur hefst á morgun
Osló, 15. febi úai' — NTB
og einkaskeyti ti’l Mbl.
FUNDUR Norðurlandaráðs hefst
í Osló á laugardag og niunu 78
kjörnir fulltriiar frá aðildarlönd-
iinum fimm sækja þingið og auk
Jiess 48 fullt.riiar ríkisstjórna
Sjónvarpsmynd
mánaðarins
SÉRSTÖK dómnefnd v-þýzkra
blaðamanna hefur valið sjón-
varpskvikmyndina, sem gerð
var eftir Brekkukotsannáli
Halldórs Laxness, sjónvarps-
mynd mánaðarins, en myndin
var sýnd þar 28. og 30. janú-
ar sl.
landanna. Þingið verður form-
lega sett á laugardag og þá
verða almennar umræður, en síð-
an verða nefndastörf. Áður en
þinghald hefst munu forsætis-
nefnd og forsætisráðherrar land-
anna koma saman til sérstaks
fundar, svo sem venja er, og
verður þá meðal annars rætt um
Vestmannaeyjamálið og sameig-
inlegar ráðstafanir Norðurlanda
í þvi sambandi.
Þimg mun standa fram á mdð-
vifcudag, en á sunnudagskvöldið
varða fimnska rit'höfuindinuim
Veijo Meri afhent bókmenmta-
verðlaun Norðurlandaráðs í ráð-
húsi Oslóborgar.
Fjölmörg mál iiggjia fyrir ráð-
iinu eins og vemjulega og þess er
að væmtia að fjallað verði ail-
rækilega um þau nýju viðhorf,
sem hafa skapazt vegrna breyt-
iin.ga á ýmsuim gjaldmiiðlum
heiims, þar á meðal á gjaildmiðl-
um sumra Norðurlandaþjóð-
anma.
1 eiinikasikeyti til Mbl. frá Osló
segir, að þá verði málefni Efna-
hagsibandailaigsins á dagskrá og
aðild Dama að því. Væntainlega
sæt'i Svíar gagnrýni fyrir nýtt
hjúskaparlagafrumvarp, sem
auðveldar hjónasikilnaði og búast
megi við að ísilendingar láti í ljós
vomibriigði sín, vegna þess að
þeim þyki sem bræðraiþjóðirnar
hafi ekki stutt þá sérstaklega
eft.ir útfærslu fisikveiðilögsög-
unmar sl. haust. Þá má búast
við þvi, að Svíar og Danir fari
fraim á við Norðmenn að þeir
staðfesti að þeir muni ekki
fyl'gja fordæmi Islendinga i
þessu máii. Sömuleiðis verða
rædd saanigönigumál, samvinma á
siviði umhverfis- og orkumála og
fleiri mikiivæg mál.
Loftbardagi yfir Sinaiskaga
Tel Aviv, Beirut, 15. febrúar
— AP-NTB
ÍSRAELSKAR flugvélar skutu
niður egypzka. orrustuvél af
gerðinni MIG-21 í loftbardaga yf-
ir suðurhluta Sinai-skaga í dag,
að því er talsmaður herstjórnar-
innar í Tel Aviv skýrði frá í
kvöld. Um svipað leyti sögðu
Egyptar frá því, að þeir hefðu
skotið niður ísraelska vél, en
viðurkenndii einnig, að þeir
hefðu misst eina MIG-véi í bar-
daganum. fsraelar þverneita
þessari staðhæfingu og segja, að
allar vélar þeirra hafi komið til
stöðva sinna.
Sa.mkvæmt frásögn fsraela
voru vélar þeirra á könnunar-
fliugi yfir Simai-sikaiga, er hinar
egypziku komu aðvifandi og átök
upphófust. Hvorugur aiðiii hefur
sagt, hversu marpar vélar hafi
tekið þátt í barda.gamium.
Talismiaður Israela sagði, að
þetta væru alvarlegustu átök
mi'lli Egypta og ísnaela um lamiga
hríð, og hefur ekki komið til
átaka í loftd sdðam í júní d fyrra
og þar áður ekkd sdðan vopna-
hléið gekk formlega i giddi árið
1970.
Israelar segjiast nú hafa skotið
n.iður 117 vélar fyri.r Egyptum
siðam í sex dag.a strdðimu 1967 og
misst sjálfir 17 véiar. Að sjálf-
sögðu greimir aðida á um þessar
tölur.
Augljóst er af fréttium, bæði
frá Kairó og Tetl Aviv, að þessi
atburður er litinm alvarlegum
augum.
— Lúðvík
Framhald af bls. 2
áfalls'ns, þá mætti búast við
góðri afkomu.
Ráðherrann sagði að samkomu
lagið við EBE yrði staðfest inn-
an tíðar og ef hægt yrð að nýta
samningdnn til fuilnustu mymdi
hann geta hjálpað til að bæta okk
ar stöðu.
Að lokum fjallaði ráðherrann
stuttlega um verðlagsmálin, sem
hann kvað mjög umdeiid og
myndoi á þessu ári verða mieiri í
brenn'depli em áður, en breyt-
imgar á verðlagskerfinu yrðu að
haldast í hend'Ur við nákvæma
endurskoðun á vísdtöluikerfinu í
samráði við launþegastéttirnar.
Þá svaraði ráðherra nokkrum
fyrirspurnum frá fundarmönm-
um, sem flestar snerust um verð
lagsmál og kvað ráðherrann þau
erfið vandamál, sem ekki yrðu
leyst í fOjótu bragði og ekki
nema í samhengi við önnur mál.
Þá sagði ráðherrann í svari við
fyr.'rspunn að þess vær. ekki að
vænta á næstunnl að slakað yrði
á reglum um stutt erlend vöru-
lán innflytjenda.
1 framihaldi af svörum sínum
kom ráðherrann inn á vísitölu-
kerfið og sagði að þagar rikis-
stjórniin hefði fyrir áramótin séð
fraim á nauðsymlega fjáröflun,
hefði hún haft um tvo kosti að
velja, að hækka tóbak og brenni
vín eins og hún hefði gert og afla
sér þannig 437 milljón króna
tekna með 1,8 stigs visitöluhækk
um eða hækka söluskatt um 2%
og afla sér 900 milljón kr. tekna
en með sömu vCsitöóuihækkun.
Sagði ráðherrann að ef stjómin
væri nægileiga hörð af sér ætti
hún að skila aftur tóbaks- og
brennivínshækkuninmi og hækka
í staðinn söluskattinn um 2%, og
hirða rúmar 40 imillj. aukalega en
með sömiu vísitöluhækkun. Sagði
ráðherrann það ljóst að um
svona visitölukerfi væri ekki
hægt að segja ainnað en að það
væri vitíaust.
Örn Ingólfsson spurði ráð-
herra að lokum hvort afstaða
hans t'l gengisbreytinga hefði
breytzt frá þvi að hann var í
stjórnarandstöðu, en þá hefði
hann lýst því yfir að gengisbreyt
ing væri engin lausn og algert
neyðarúrræði.
Ráðherra svaraði því til að sú
afstaða væri óbreytt, hann væri
mjög andsnúinn gengisfellingum.
Hins vegar játaði hann að þær
aðstæður gætu skapazt að gengis
felling væri óhjákvæmiteg. Hann
hefði verið andvígur gengisfeli-
ingunni í desmber sl. en orðið að
lát.a undan tii að samkomulag
gæti náðst. Hann hefði sjálfur
kosið aðra le'ð. Ráðherra sagði
að iokum sem fyrr segir, að geng
ð hefði aldrei verið fellt í des-
ember ef þá hefði verið vitað
um núgildandi afurðaverð.
fréttir
í stuttu máli
Bundestag ræöir
samninginn
Bonn, 15. febr. AP
Neðri deild vestur-þýzka
þingsins, Bundestag, hóf i dag
umræður um hinn söguiega
samning, sem koma á sam-
skiptum þýzku rikjanna í
eðlilegt horf. Þingmenn kristi
legra demókrata lýstu and-
stöðu við samninginn, þarsem
Vestur-Þjóðverjar næðu ekki
fram vilja sínum í samningi
þessum. Óvíst er, hversu lengi
viðræðurnar munu standa, en
Bundestag mun staðfesta
samninginn einhvern tima á
næstu vikum, að öðru ó-
breyttu.
Egypzkir stúdentar
ókyrrir
Kairó, 15. febr. AP
Vopnuð lögregla og hundr-
uð háskólastúdenta lentu í á-
tökum i Kairó, fimmta dag-
inn í röð. Stúdentar köstuðu
reyksprengjum að lögreglu-
þjónum, en slys urðu engin
og eftir að lögreglumenn
höfðu lokað af háskólahverf-
ið, drógu stúdentarnir sig
fljótlega í hlé og aðhöfðust
ekki meira að sinni.
Mótorhjólamenn
noti hjálma
London, 15. febr.. AP
Brezki samgönguráðherr-
ann, John Payton skýrði frá
því í dag, að tekin hefði ver-
ið upp sú skylda, að allir sem
ferðuðust um á mótorhjólum
skyldu bera öryggishjálma
frá og með 1. júní n.k. Verða
þeir sem óhlýðnast boðinu
sektaðir um allt að fimmtíu
sterlingspund.
IRA-menn gripnir
Belfast, 15. febr. AP
Brezkir hermenn handtóku
i dag fjóra valdamikla skæru
liða IRA — hins bannaða
írska lýðveldishers. Óstaðfest
ar fregnir herma, að einnig
hafi verið gripnir nokkrir
öfgasinnar úr röðum mótmæl
enda, sem mjög hafa látið að
sér kveða. IRA-mennirnir fjór
ir, sem teknir voru tilheyra
allir Provisionals-arminum.
Rogers svartsýnn
á fjárveitingar
til N-Víetnam
Washington, 15. febr. AP
William P. Rogers, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna,
sagði í dag, að hann byggist
við að erfitt yrði að fá þingið
til að samþykkja fjárveitingu
til endurreisnarstarfs í Norð
ur-Víetnam,' nú þegar styrj-
öldinni væri lokið. Hann
kvaðst þó vongóður um, að
ráðgjafar og sérfræðingar
mundu finna lausn, sem yrði
þjóðum Indókína fyrir beztu
í framtíðinni.
Rogers lét í Ijós von um,
að friður í Laos og Kambódíu
væri ekki langt undan og eng
an veginn væri ástæða til að
örvænta, enda þótt vitað væri
að vopnahléð í Víetnam væri
rofið einstöku sinnum.