Morgunblaðið - 16.02.1973, Side 17

Morgunblaðið - 16.02.1973, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1973 17 HAFNARHRIP v________S Kaupmannahöfn. — 1 einu þessara hrafnasparka minna, eða Hafnar- hripa, minnist ég á danska skáldið Jens August Schade og sjötugsaf- mæli hans — ég man ekki hvort það var í greininni um Rikislistasafnið, Statens Museum for Kunst, sem Inga Björnsson, alkunn hjálparhella fjölda íslendinga hér um árabil, kali ar stundum „Satans Museum for Kluns" (drasl eða úrgangur), vegna sumra þeirra listsýninga sem þar hafa verið. Inga kann að koma fyrir sig orði. Einhverju sinni í handritadeilunni, það hefur verið um miðjan sjötta ára tuginn, því að Erik Eriksen var for- sætisráðherra, sat hún á Frascati við Ráðhústorgið, þar sem hékk mynd- in eftir Jón Stefánsson sem Þorvald ur í Sild og fisk keypti heim, og drakk kaffi með vinkonu sinni ís- lenzkri. Þá sér hún að Eriksen situr við næsta borð, ásamt fínum mönn- um sem flykkjast gjama um völd og titla. Hún skrifaði á bréfkort: „Herra forsætisráðherra. Viljið þér vera svo vænn að sjá um að handritunum okkar verði skilað heim til íslands.“ Svo kallaði hún á þjón sem kom með silfurdisk og bað hann afhenda for- sætisráðherranum kortið. Þjónn- inn gerði það með pomp og prakt. Eriksen las það sem á kortinu stóð, gleymdi fína fólkinu í kringum sig, leit upp og brosti, stóð svo upp, gekk til Ingu, heilsaði henni og sagði: „Ég geri það sem ég get.“ Settist svo aftur í sæti sitt. En þegar hann fór kvaddi hann Ingu aftur með handabandi, sann- færðari en nokkru sinni um almenn- an og ástriðufullan áhuga Islendinga á handritunum og Árnasafni: enda fengum við handritin á silfurdiski. Það er Poul Hartling, fvrrum ut- anríkisráðherra, sem segir í grein í nýútkominni bók um Eriksen að af Norðurlöndum hafi ísland staðið hjarta hans næst. Hartling veit hvað hann syngur. Það segi ég m.a. af því að hann svaraði, þegar hann var spurður í miðjum loftárásunum á Hanoi, hvort Danir ættu ekki að ganga úr NATO. „Nei,“ svaraði hann hiklaust. „Við erum ekki í Atlants- hafsbandalaginu fyrir Bandarík- in, heldur fyrir Danmörku." Og svo gagnrýndi hann Bandaríkin eins og vera ber. XXX En það var Schade. I „Weekendavisen", helgarblaði sem Berlingur gefur út til að láta ekki kaffæra sig alveg í blaðamenn- ingunni hér, skrifar sonur hans ný- lega skemmtilega grein um föður sinn. Svoleiðis greinar mætti skrifa um fleiri feður. Sonurinn, Virtus er starfsmaður á þessu ágæta vikublaði, sem ber af dönskum blöðum eins og gull af eir, enda stjóma þvi menn eins og Henning Fonsmark, sem skrif ar betur og af hærri sjónarhóli um bókmenntir og menningu en almennt gerist um slíka blaðamenn. 1 greininni um Schade fer sonur- inn ekki í launkofa með knæpulíf föður síns og reynir ekki að berja í bresti hans. Þess vegna trúir maður þvi sem hann segir fallegt um hann. Hann getur þess að stundum hafi ver ið erfitt að una við hann og þær kon- ur sem bjuggu með honum í það og það skiptið. Af siðustu bók skálds- ins að dæma má sjá þetta allt að því sjúklega stref eftir samfélagi við alls kyns konur sem skáldið yrkir svo um með ótal tilbrigðum og tákn- um: sól og máni, ef ekki stjörnur líka, skína „mellem benene“ sem kem ur fyrir a.m.k. fimm sinnum í einni Ijóðabóka hans og er það a.m.k. fimm sinnum of oft. En þetta þylcir vist einhverjum sniðugt. Síðasta ljóðabók Schades er að mínum dómi fremur óskemmtileg og þar kemur ekkert nýtt fram. Nú er víst áratugur lið- inn frá því Sehade sendi frá sér ljóðabók og það merkilegasta við nýju bókina er þetta: að karlinn hef ur ekkert breytzt. Bókin er enginn áfangi. Og enn eru himintunglin á sínum fyrrnefndu vafasömu stöðum. Einhver mundi víst segja að þetta væri: að eldast illa. Aðrir: að Schade ætli að eldast vel. Látum það liggja milli hluta. Hitt er mikilvægara að í nýju bókinni „Overjordisk", er reynsla skáldsins ekki lengur fersk og óvænt, tákn hans talsvert þvæld, myndirnar orðn ar að kæk, og það sem verst er: at- liugasemdirnar hvorki skemmtilegar né frumlegar. En þrátt fyrir allt þetta tóku gagnrýnendur bók þessa farandsöngvara með riddaralegri gleði og ósviknum fögnuði. Töluðu ekki meira um bókina en ástæða var til og allt lofsamlega, fannst engin ástæða til að vera að amast við þess- um Ijóðum, eða hafa einhverj- ar áhyggjur út af þeim. Þeir fögnuðu bara að Jens August eins og hann ávarpar sjálfan sig gjarna í ljóðum sínum skuli enn vera meðal þeirra. Og okkar. Yfirskrift afmælisins hefði getað verið: Skaði ef Schade væri ekki til! Og veizlur voru haldnar og sól og máni og stjörnur allar á sinum stað á himni og jörð og skinu í þokunni til dýrðar náttúruskáldi sínu. Og Venus var skærust allra. XXX Sonur Schades segir að skáld- ið hafi aldrei verið orðum prýddur eða öðru veraldarglysi. En þeim mun meiri ánægju hefur hann sjálfur haft af orðum Jens August og þeirra sem hafa sótzt eftir að heyra þau — og tala við hann. Hann hefur ekki feng- ið neina stórriddarakrossa með stjörnum. En hann á margar stjörn- ur á himni þessa myrkvaða mannlifs, þótt ekki hafi hann alltaf farið vel með þær. Meðan aðrir bera krossa sina á brjóstinu ber hann kross sam- tíðar sinnar til Golgata án þess að mögla. Kannski án þess neinn taki eftir. Ber hann krossinn til Golgata eins og önnur skáld. XXX Schade hefur gætt þess vandlega að lenda ekki í neinum nefndum og er hvergi formaður fyrir einu né neinu. Hann á því enga öfundar- menn og er tiltölulega vinsæll. Hann stendur ekki í nokkurs manns vegi. Þess vegna gerir hann það sem hon- um sýnist og hefur alltaf gert. Flýgur milli búllanna, syngjandi og suðandi eins og hunangsfluga af einu blómi á annað, og getur stungið, ef út í það fer. Hann hef- ur engar úlfstennur eins og Heine segir um sjálfan sig í „Vetrarferð". Schade situr á krám og knæpum og hefur gert þær að umræðuefni í ljóðinu um Odysseif og viðar. Stund- um lætur hann bjóða sér glas af víni — rauðvíni ef út í það fer — og fíaska með dýrum veigum er eina viðurkenningin sem hann kann að meta, segir sonur hans. Hann upplif- ir annað fólk eins og flugan blómið, borar sig inn i augnablikið eins og skálda er siður, og sækir þangað örvun og innblástur. Hann virðist iðjuleysingi og lassaróni á yfirborð- inu, en er sívinnandi eins og allir sem hafa gaman af að lifa og — ekki síður taka þátt í lífi annarra. Hann hefur skrifað næstum því eins margar bækur og Hagalíri, ljóð, leik- rit, sögur, frásagnir og ritgerð- ir. Hvenær hefúr hann haft tíma til þess ama? Ég svara með annarri spurningu: Hvenær hafa menn ekki tíma, þegar þeim liggur eitthvað á hjarta? XXX Schade þykir svo gaman að lifa að hann hefur ekki enn haft tíma til að deyja — ekki einu sinni á Mine- feltet. Þangað hefur fólk komið, ekki vegna þess hann er frægur, heldur vegna þess það hefur gaman af að hlusta á hann, segir sonur hans. Hann er ólikur guðunum i leikriti Brechts „Der gute Mensch von Sezu- an“ sem Volksbúhne í Austur-Berlín hefur sýnt hér nokkur skipti eins og til að minna okkur á, hve margt við eigum ólært í uppsetningu og leik- stjórn, ekki síður en leikritun. Á sýningunni var þræddur gullinn með alvegur milli gamals leikhúss í stil Darío Fó og nýs eftir kokkabókum Brechts sjálfs, sem er að verða eins og Ibsen: skurðgoð. Og hvi ekki? Trúðarnir í „Der gute Mensch“ eru einhverjar harmsögulegustu og eftir- minnilegustu fígúrur sem ég hef séð í leikhúsi og guðirnir að sama skapi: algjörar andstæður skáldsins sem er umræðuefni þessarar greinar, Jens August. Guðirnir þrir hafa fengið nóg af jörðinni eftir 40 daga og stinga af til himins, hvað sem hver segir: mennirnir verða að sjá um sig sjálfir. En Jens August Schade hefur ekki fengið nóg eftir sjötíu ár: einn heldur Odvsseifur áfram ferð sinni, ekki vegna þess hann þurfi að komast til íþöku, held- ur vegna þess hann langar til að lifa. Sjúga hunangið úr sínum Penelóp- um, segir jafnvel á einum stað: „Ej se, dér har vi jo den kjendte máne, som Hansen digter om i vor avis — og dér en kro — en har det godt som os. H0r Mutter, Danmark er et paradis." Þetta er úr bókinni „Fra sjov i Danmark", 1928. Þessi tónn komst síðar inn i islenzka ljóðlist. Ég veit ekki hvort Schade sótti hann til Parísar, en þar var hann lengi — eins og Heine. Steinn minnir eitthvað á Sehade, nema hvað Steinn var aldrei grófur. Samtöl þeirra virðasf eiga eitthvað sameiginlegt líka. Mig minnir þeir hafi hitzt, en það skiptir engu. Kannski verður einhver yfirtýsing gefin út vegna þessara óábyrgu orða. En það væri ólíkt Steini, ef hún yrði leiðinleg. XXX Schade er ekkert blávatn, þegar honum tekst bezt upp í ljóðum sín- um eins og sjá má af úrvalinu, „Ud- valgte Digfe“, 1962, sem Torben Brostrþm, einn þekktasti bókmennta fræðingur Dana nú um stund- ir, gagnrýnandi Information og að ég held háskólakennari, valdi með skáldinu. Þar er m.a. þessi setning: . . . „og sálir okkar kyssast sterkar eins og ljón(‘ og ljóðið „Kommun- ismen kommer til Danmark“ frá 1928: „Man ser et tog af mænd — en sytten, atten stykker pá march ad Vimmelskaftet med musik — og borgermanden kikker: hvad er det nu for nykker? det stopper jo den daglige trafik. Pá pladsen standser toget, og deler sedler ud: „REVOLUTION I DANMARK ER BRUDT UD“. Sá gár de hver til sit, ad hver sin gadedþr — og alt er atter roligt her, som f0r.“ Eins og í dag. XXX Af fyrrnefndum upplýsingum má sjá að Jens August fórnar ekki vin- sældum sínum fyrir titla og þátttöku Jens August Sohade. í veraldarvafstri. Engir rifast meir en þeir sem hafa einhverra hagsmuna að gæta. Og það hefur Schade ekki, svo vitað sé. Og hann er ekki fyrir neinum. Oehlenschlæger var próf- essor, Baggesen jústitsráð. Engir hafa rifizt meira en þeir. Og enn ríf- ast þeir löngu dauðir í Bakkehuset, þar sem Hans Hartvig Seedorff býr á efri hæð, ásamt konu sinni. Hann er heiðursskáld þessa húss „og þótt þeir hafi rifizt í gamla daga í stof- unum niðri, gæta þeir sín alltaf á því að rífast nú uppi, svo ég geti heyrt það. Þeir vilja hafa einhvern til að hlusta á rifrildið". Og þeir ríf- ast Hans Hartvig til mikillar gleði og ánægju. Stundum taka þeir góð- ar rispur. Ég sagði Hans Hartvig hvað Þórbergur hefði sagt mér eftir áreiðanlegum heimildum: að þeir gengju helzt aftur sem hötuðu og svo þeir, sem gætu ekki dáið frá peningunum sinum. „Já, víst hötuðust þeir,“ sagði heiðursskáldið í Bakka- húsinu, en var fljótur að bæta við í varúðarskyni: „En hvað má maður eiga mikla peninga til að ganga ekki aftur?“ Hann þekkir rifrildi fyrr- nefndra skáldbræðra of vel til að vilja feta i fótspor þeirra. XXX Schade er ekki hjátrúarfull- ur. Hann trúir ekki að yfirnáttúr- legir hlutir svokallaðir séu blákald- ur veruleiki, hann veit það. Nafnið á síðustu bók hans er engin tilvilj- un. Sumir mundu segja að hann sé „overtroisk“, hjátrúarfullur. En hann er miklu fremur „overjordisk". Hann mundi vera síðastur manna að viðurkenna að hann sé hjátrúarfull- ur. Sonur hans segir: „Hann (Sehade) er maðurinn sem getur gengið gegnum múra (ég meina það alveg bókstaflega). Hann er maður- inn sem hræddi næstum þvi líftóruna úr sínum litla syni, þegar hann spurði hvort draugar væru til og skáldið svaraði: „Draugar eru ekki til. Það er bara til dautt fólk: fólk sem kemur til baka.“ Og hann trúir ekki á tilviljanir," segir sonurinn. Bætir svo við: „Hann er ekki sér- lega elskuleg manneskja. Hann get- ur bókstaflega verið andstyggileg- ur. En hann er kærieiksrtk- asta manneskja sem ég hef fyrir hitt. Hann getur sært, en ekki móðgað." Og sonurinn segist aldrei hafa vitað til að neinn hafi staðið upp frá borði Jens August Schades á bjórstofu vegna orða hans. En tunguna notar hann viðstöðulaust alla nóttina og fram undir morgun og þolir ekki að hann sé ónáðaður Framhald á bls. 21 Ekki draugar, heldur f ólk sem kemur til baka

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.