Morgunblaðið - 16.02.1973, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 197»
21
- HAFNARHRIP
Framhald af bls. 17.
„heima“ fyrir kl. 3 síðdegis: „Það
truflar morgunverðinn hans.“
Á sextugsafmæii skáldsins gerðist
undur, nei kraftaverk: Danska aka-
demían uppgötvaði Schade og afhenti
honum 50 þús. danskar krónur við
hátíðlega athöfn í veizlusal Krist-
jánsborgar, sem Sþlvhþj, þáverandi
menntamálaráðherra, efndi til. Þ«ann-
ig komast ráðherrar inn í söguna.
XXX
„Konkyliens sang“ í „Fra Kæll-
ingedigte", 1944, er að mínu viti mik-
ilvœgasta ljóð Schades. I þessu langa
og vel heppnaða ljóði njóta sín vel
beztu kostir hans: mjúkt og ljóð-
rænt tungutak, óvænt fersk skynj-
un, upplifun náttúrunnar, persónu-
leg og fagnandi. Skemmtilegheitin
eru ekki þama að visu, heldur ann-
að sem er mikilvægara: gleðin. Og
ljóðið fellur í breiðum farvegi, allt
að þvi fossandi mælskt, en þó klið-
mjúkt, og rennur með fljótinu inn í
höfn tímans.
Foss af orðum: fegurðin ofar
hverri kröfu. En hvað er skemmti-
legra en hún?
Sonur skáldsins segir um þetta ljóð
(og er táknrænt fyrir margt sem er
skrifað um bókmenntir fyrr og nú):
„Hann hefur ort löng ljóð. Ég man
að vel metinn bókmenntafræðingur
notaði heilar 4 blaðsiður í bók til
að fara í gegnum „Konkyliens sang“
og lýsa uppbyggingu þess. Og pabbi
hló og sagði: „Þetta ljóð orti ég á
10 mínútum án þess hugsa sérstak-
lega um það.“ Þegar andinn kemur
yfir hann, yrkir hann og ekki mín-
útu fyrr,“ segir Virtus Schade.
Þannig held ég öll markverð skáld
umgangist hörpu sína: að leika þeg-
ar andinn innblæs. Aldrei endranær.
Þá verður tónninn falskur. Hitt er
svo annað mál að góð regla er að
geyma ljóðin, eða eiigum við að segja
innblásturinn, í skrifborðsskúffunni
eins lengi og unnt er, og vinna að
þeim jafn varfærnislega og þegar
hestamenn kemba hrossum sinum. En
i þetta sinn breytti Schade ekki staf
krók í ljóðinu. Það er eins og nátt-
úran sjálf. Hún situr ekki og hugs-
ar um hvern stein, hvert blóm, hvert
hreiður. Samt er allt á sínum stað.
Eins og í þessu ljóði Schades.
XXX
Furðulegur og að því er virðist
óslökkvandi þorsti eftir alls kyns
kvenfólki — öllu kvenfólki skilst
manni helzt — er ekkert sérlega
skemmtilegur eða athyglisverður
eins og hann birtist í sumum ljóða
Jens August. Það er einhver hræði-
leg minnimáttarkennd í þessu: þeir
tala mest um Ólaf kóng sem hvorki
hafa heyrt hann né séð.
Ef skáldið hefði, þótt ekki væri
nema brot af þessari kynorku, væru
mörg ljóða hans betri en raun ber
vitni. En óneitanlega eru sum þessi
ljóð skemmtileg, jafnvel eftirminni-
leg: lítið ljóð lýsir t.a.m. vel þess-
um „eldmóði" öillum, ber þess órækt
vitni að hann er alltaf fyrir hendi,
þótt helzt sé að sjá að heilbrigð
skynsemi skáldsins sé blaktandi
skari líkust eftir nætursvallið: hann
sér (væntanlega á heimleið undir
morgun) eitt af þessum dönsku
trjám, sem öll eru eins, og sýnist það
vera kona. Vesalings tréð er auðvit-
að rótfast eins og tré eiga að vera,
þótt skáldið sé aftur á móti rót-
laust, eins og þangið, og tréð getur
með engu móti tekið til fótanna og
forðað sér undan þessum ástleitna
morgunhana. Skáldið segist hafa ver
ið að basla við að tína spjarirnar
af trénu og verið langt kominn að
því er virðist, þegar hann gerði sér
grein fyrir að Bakkus hefði villt
honum sýn. Vesalings tréð var þá
enn uppistandandi og skáldið fékk
ekkert sjokk, nema síður væri. Hann
hefur bara haldið áfram að leita ein-
hvers til að afklæða! En heiður á
hann skilið fyrir að hafa ver-
ið óhræddur að afhjúpa sjálfan sig,
opinbera sál sína. Það verða hvort
eð er allir að gena einhvern tíma.
Hræsni er eins fjarri Jens August
og hún er nálæg mörgum öðrum. Og
það sem hann segir um sjálfan sig
hafa margir miklu „fínni“ menn upp-
lifað án þess sögur fari af.
Og svo er Jens August alltaf
„fullur af góðu skapi“:
Ég nenni varla að lesa sjálfan mig,
samt er ég elskulegur rithöfundur,
segir hann á einum stað. Hvaða
skáld gæti ekki tekið undir þessi
orð?
Grófur, mistækur og . eftirminni-
legur, þau orð ættu að standa yfir
höfuðsvörðum hans:
„Vi má vel skilles, for man má
glemme
det er pá jorden at man har hjemme",
segir hann í ljóði og mætti orða það
svo i fljótheitum:
Við verðum að skiljast, verðum að
gleyma,
í veruleik jarðar þar eigum við
heima.
I „Konkyliens sang“ segir hann m.a.
„. . . þar sem ég er þar syngur líf-
ið . . .“
Schade er józkur eins og mörg
helztu skáld Dana: St. St. Blicher
(f.1782) sem hefur skrifað meistara-
verk, dagbókarbrot eða dagbókar-
skáldsögu, en virðist aldrei geta
fundið samtíð sína; Jeppe Aakjær
(f. 1866) í Skive eins og Schade og
íslendingar þekkja; Thorkild Bjþrn-
vig (f. 1916, í Árósum), sem ég hef
áður nefnt i þessum pistlum og, svo
að enn eitt dæmi sé tekið og það
ekki af lakara taginu: Johannes V.
Jensen, sem hefði orðið 100 ára 20.
jan. s.l. Jensen yrkir mikið um vind-
inn og hafið eins og Schade: engu
likara en þeir hafi alið allan sinn
aldur í borg vindanna og hafgolunn-
ar, Reykjavík. Og báðir horfa þeir
heim til æskustöðvanna með blöndn-
um tilfinningum. Samt eru þær rót-
in í skáldskap beggja: Jens August
segir að Jótland sé sér meira virði
en allt sódavatn og allt whisky. Ég
efast um að nokkurt skáld hafi kveð
ið svo sterkt að orði um föðurlands-
ást sína, með tilliti til allra að-
stæðna. En hann segir lika i „Himn-
esk sólin“, fyrsta ljóðinu í „Vers af
Jens August Schade", 1963:
Eins og himnesk sólin
raðaði skýjunum heima á Jótlandi
á kvöldin í hringi og þríhyrninga,
verða ljóð min til
um mig er sagt
að ég sé fæddur á stað
sem heitir Skive — ég man það ekki
ég horfi mót öðrum himni
ég hef gleymt aidri minum
vegna stjarna og storma um nætur.
Tvær síðustu Hnurnar má taka
bókstaflega. En þeir sem þekkja
skáldskap Jens August Schades held
ég leggi i þær táknræna merkingu
— sem gerir ljóðið skemmtilegt, eft-
irminnilegt og tvirætt.
Þetta ljóð á sér sem sagt vondar
forsendur. En þær eru þá nauðsyn-
legar, þrátt fyrir allt.
Ráðinn framkv.stjóri
STJÓRN Samtaka sveitarfélag-a
í Vesturlandskjördæmi hefur á
fundi nýlega ráðið Guðjón Ingva
Stefánsson, verkfræðing, sem
framkvæmdastjóra samtakanna.
Sex umsækjendur voru um starf-
ið.
Samtökm munu inniasn tíðar
opna sikrifstofu i Borgaimesi, þar
Framhald á bls. 3
Lúðvík Jósepsson viðislbipta-
ráðlheiTa gestur fundariins og
flutti ræðu, sem sagt er frá ainn-
ars staðar hér í blaðinu í dag.
Hann svaraði síðan nofckrum fyr-
iinspumum.
Þá fóir fram s'tjóoiiarkjör og
var Gunnar Snorraison kjörinn
sem ákveðið hefur verið að hafa
aðsetur samtakanna.
Guðjón Ingvi Stefánsson er 33
ára gaimail, starfar hjá Rann-
sóknasitofnun byggingiariðnaðar-
ins, en var sl. sumiar fram-
kvæmdastjóri Skáksambands ís-
lands. Hann er kvænitur Guðrúnu
Broddadóttur, hjúkrunarkonu.
formaður sam fyrr segir. Þaklk-
aði hann auðsýnt traust og færði
Hiirti Jónssyni þakkir fyrir frá-
bær störf í þágu samtakanna sl.
þrjú ár.
Ein ályktun var samþykkt á
fundinum og henni beint til Bún-
aðarþings, sem haldið er á Hótel
Sögu uim þessar mundir, þar
sem skorað er á þingfulltrúa að
þeir beitii sér fynir þvi að mjólk-
ursala verði gefin frjáls.
Guðjón Ingvi Stefánsson
GULLSMIÐUR
Jóhannes Leifsson
LaugavegiSO
TKÚLOFUNAJRRRINGAR
viðsmiðum pérveljið
— Gæ5in
Vélgœzlumenn
Okkur vantar nú þegar tvo menn
vana vélgæzlustörfum.
Upplýsingar hjá verkstjóra,
Sigurði Sveinssyni, Þverholti 22.
Upplýsingar ekki veittar í síma.
HF. ölgerðin Egill Skallagrimsson
Nám í rafvirkjun
Óskum að ráða nema í rafvirkjun á rafmagnsverk-
stæði vort i Straumsvík.
Þeim, sem eiga eldri misóknir hjá fyrirtækinu er bent á að
hafa samband við starfsmannastjóra.
Umsóknareyðublöð fást hjá bókaverzlun Sigfúsar Eymunds-
sonar, Austurstræti. Reykjavík og bókabúð Olivers Steins,
Hafnarfirði.
Umsóknir óskast sendar eigi síðar en 21. febrúar 1973 í póst-
hólf 244, Hafnarfirði.
ISLEIMZKA ÁLFÉLAGIÐ H.F.,
STRAUMSVÍK.
BARNA-
KLOSSAR
I MÖRGUM
GERÐUM
KOMNIR AFTUR.