Morgunblaðið - 25.03.1973, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SU'NNUDAGUR 25. MARZ 1973
® 22 022-
RAUDARÁRSTÍG 31
V______________/
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
21190 21188
14444*2*25555
14444 ** 25555
VINNINGUR
2.0
Saab 99 L
IWIIIIKSSS332P'
AL. FISKERNES
REDSKAPSFABRIKK
Noregi.
Heildsölubirgðir:
Þ. Skaftason hf., Reykjavík,
sími 15750,
Netagerð Suðurnesja, Kefla-
vík, sími 2270,
Veiðarfæragerð Hornafjarðar,
sími 8293,
Seifur hf.,
Kirkjhvoli, Reykjavík,
sími 21915.
Sparifjárcigendur
Ávaxta sparifé á vinsælan og
öruggan hátt.
Uppl. kl. 11—12 f. h.
og kl. 8—9 e. h.
Margeir J. Magnússon,
Miðstræti 3A,
sími 22714 og 15385.
Tveir ungir menn
sem ætla að heimsækja ísland
í hátfan mánuð til máouð óska
eftir sambandi við 2 konur til
leiðsagnar u<n landið. Verða að
tala þýzku eða ensku. TiHboð á
ensku eða þýzku sendist afgr.
Mbl. ásamt mynd og kaupkröf-
um sem fyrst merkt „ísland
168“.
Séra Páll Pálsson:
HUGVEKJA
BARA...
SÁ löstur að skopast að vangefnu eða
vansköpuðu fólki og „spila með“ það,
var lengi vél ótrulega lífseigur hér á
landi, en er nú sem betur fer á und-
anhaldi. Þann flótta þarf að reka vel
og dyggilega.
Hins vegar virðist önnur árátta vera
komin í staðinn. Oft heyrist það í dag-
legu tali, að gert sé litið úr störfum
ýmissa aðila og margir eiga það jafn-
vel til að viðhafa slikt gagnvart sjálf-
um sér. Við höfum sjálfsagt öll heyrt
setningar eins og þessar: „Hann er
bara verkamaður." „Ég er bara hús-
móðir.“
Svona tal er bæði hvimleitt og með
öllu ástæðulaust. Eða hvað segði fólk
um þá þjóðfélagsmynd, sem mundi
blasa við okkur, ef bara verkamenn
og bara húsmæður væru einn góðan
veðurdag ekki til?
Stéttaskipting þykir lítil á íslandi
miðað við ýmsar aðrar þjóðir. Þó ger-
ist það stundum, að vissar manngerð-
ir grobba heil ósköp af því, að þær
séu eitthvað tiltakanlega mikið í þjóð-
lífinu. Þegar við verðum vör við slikt
sjálfsálit, er þar venjulega um að
ræða einhvers konar greindarstíflu.
Það hefur Verið aðalsmerki krist-
innar trúar að fara þann gullna með-
alveg, þar sem ekki er sífellt verið
að upphefja eða niðurlægja náung-
ann. Og sannkristið fólk hefur vissu-
lega ekki þörf fyrir iðjuna þá. Það
leitar sér heldur unaðar í að rækja
kærleikssambúðina við alla menn. Við
vitum líka vel um afstöðu Jesú Krists
til þessara mála. Hann elskaði hvern
einstakling, hvort sem hann bar
skrautlega og langa titla eða titilinn
bara. Og vel mættum við minnast
þess, hversu „voldug" við erum eða
hvað við fökum mikið af fínheitum
með okkur, þegar við hverfum frá
jarðlífinu yfir til annars lífs. Júlíanus
keisari hvarf frá kristinni trú og hugs-
ist útrýma henni. Hann sópaði ekki
til sín öllum titlum sinum, þegar hann
yfirgaf þessa jörð, heldur er sagt að
hinztu orð hans hafi verið þessí: „Þú
hefur sigrað Galílei."
Arinárs er það mjög misjafnt, hveifn
ig mönnum ferst við samferðafólkið,
svo sem alkunnugt er. Um hinn heims-
fræga stjórnmálamann, Gladstone, hef
ur þessi saga verið sögð: Gamall götu
sópari starfaði í mörg ár fyrir fram-
an énska þinghúsið. En þar kom að
hann veiktist. Hann lá í fátæklegu
herbergi og svo gerðist það að prest-
ur varð til þess að heimsækja hann.
Þar kom tali þeirra, að líklega væru
þeir ekki margir, sem litu inn til
gamla mannsins. Hann sagði þá: „Jú,
Gladstone kemur hingað." „Sjálfur
forsætisráðherrann?" „Já, Gladstone
kemur til þess að lesa fyrir mig úr
Biblíunni. Hann situr þá alltaf á sama
stólnum og þér sitjið á núna.“
Stundum er tekið svo til orða, að
við séum bara manneskjur. Vonandi
erum við öll sannar manneskjur. Mér
finnst það hreint ekki svo lítið.
[ JILnumliInbifi
- -■::=-^=.t==-i—r-.- CCIDGE Ú JJmwZ
Bridgedeild Breiðfirðinga
spilaði áttundu og næstsíð-
ustu umferðina í barometer-
keppninni sl. fimmtudag.
Staða efstu paranna er nú
þessi:
Sígríður Pálsdóttir —
Jóhann Jóhannsson 505
Jón Þorleifsson —
Stefán Stefánsson 451
Ingibjörg Halldórsdóttir
— Sigvaldi Þorsteinsson 383
Guðjón Kristjánsson —
Þorvaldur Matthíasson 381
Ólafur Jónsson —
Halldór Jóhannesson 371
Björn Gíslason —
Jón Stefánsson 357
Bergsveinn Breiðfjörð —
Tómas Sigurðsson 355
Hans Nielsen —
Þorsteinn Laufdal 343
E ís R. Helgason —
Þorsteinn Kristjánsson 332
Ámundi ísfeld —
Óiafur Guttormsson 328
Siðasta umferðin verður
einni setu styttri en hinar,
þ.e. 3 setur (24 spil). Næsta
keppni verður sennilega hrað-
sveitakeppni. Þar eru allir vel
komnir á meðan húsrúm leyf-
ir.
★ ★ ★
Þegar ellefu umferðum er
lokið í barometerkeppni TBK
er staða efstu paranna þessi:
B rg r ísleifsson —
Gunnlaugur Þórðarson 293
Inga Nielsen —
Ólafía Jónsdóttir 285
Baldur Ásgeirsson —
Zophonias Benediktsson 269
Viðar Jónsson —
Sveinbjörn Guðmundss. 260
Garðar — Guðrmindur 211
Rafn Kristjánsson —
Þorsteinn Kristjánsson 205
Högni Torfason —
Þorvaldur Valdimarss. 177
Kristján Jónasson —
Þórhallur Þorsteinsson 175
Bernharður og Júlíus
Guðmundssynir 156
Gunnar Vagnsson —
Pétur Pálsson 138
Næsta umferð verður spiluð
n.k. fimmtudagskvöld kl. 20
stundvíslega.
★ ★ ★
Bridgeblaðið, annað tbl.
1973 er komið út. — Efni
blaðsins er fjölbreytt að
vanda og má þar nefna m.a.:
Sveit Hjalta Elíassonar á
Akureyri, sagnkerfi kynnt,
brotasilfur úr bridgeheimin-
um, Herman Filarski á Islandi
1962, varnarspil (köll), sagn-
tækni, fréttir frá félögum,
sagnkeppnin o.fl. o.fl.
R tstjóri Bridgeblaðsins er
Jón Ásbjörnsson.
★ ★ *r
Breiðfirðingar hafa ákveðið
að fara til Færeyja á vori
komanda. Um 20 spilarar
munu fara í ferð þessa, en eitt
hvað mun fara fleira af fólki,
t. a. m. munu nokkrir spil-
arana taka maka sína með
sér.
Farið verður til Þórshafnar
24. maí og komið heim 31.
maí. Færeyingar munu svo
endurgjalda heimsóknina að
ári.
A. G. R.
spurt og svarad Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið í síma 10100 Id. 10—II frá mánudegi til föstudags og biðjið um Lesendaþjónustu Morg- unblaðsins.
„GUNNARSHÓLMI“
VIÐ TÓNLIST
Þorkell Hjaltason, Hverf-
isgötu 70, spyr:
„Hvers vegna hefur Ríkis-
útvarpið aldrei flutt kvæði
Jónasar Haligrímssonar,
Gunnarshólma, með tónlist?
Ég veit ekki betur en að til
sé ágætt lag við allt kvæðið
eftir Helga Helgason, tón-
skáld. Að visu mun það vera
milli 80 og 90 ára gamalt og
e.t.v. þykir það of langt til
söngs, en þá er hægt að út-
setja lagið fyrir hljómsveit
og gæti það orðið hin feg-
ursta hljómkviða."
Þorsteinn Hannesson, full
trúi í tónlistardeild hijóð-
varps, svarar:
„Vissulega kannast ég við
þetta lag, en mér er ekki
kunnugt um að það hafi
nokkurn tímann verið flutt.
Það er þvi miður með þetta
lag eins og svo mikið af ís-
lenzkri tónlist, að hún
er ekki til í upptökum hjá
útvarpinu og þar af leiðandi
ekki hægt að flytja hana.“
lAn til
HÓTELBYGGINGAR
Geir H. Gunnarsson,
Freyjugötu 36, spyr:
„Nýlega seldi formaður
Ferðamálaráðs stórhýsi sitt
við Rauðarárstíg, sem teikn-
að hafði verið og byggt sem
hótel, en verður nú notað
sem aðsetur stjórnmála-
flokks. Mikinn pening hefur
þurft til að gera húsið fok-
helt og væri því fróðlegt að
vita hve miklu af opinberum
lánum til eflingar ferðamál-
um var veitt í bygg-
ingu þessa, á þeim forsend-
um að hún mundi hýsa ferða
menn. Ef þau hafa verið veitt
kemur þá ekki til fullkomin
endurgreiðsla þeirra, svo að
unnt sé að veita þeim
til bygginga sem verða að
hótelum?"
Brynjólfur Ingólfsson,
ráðuneytisstjóri samgöngu-
málaráðuneytisins, svarar :
„1. Lánveitingar úr Ferða-
málasjóði til byggingarinnar
nema 5,5 millj. kr. Lánin eru
vísitölubundin til 15 ára með
7y2% ársvöxtum og 0,5% ár-
legu kostnaðartillagi.
2. Að sjálfsögðu eru lán
þessi, eins og önnur Ferða-
málasjóðslán, veitt til að
stuðla að byggingu gistihúss
á umræddum stað, samkvæmt
uppdráttum, sem fylgja um-
sókn, enda óheimilt að lána
úr sjóðnum til annarra hluta.
3. 1 10. gr. reglugerðar um
Ferðamálasjóð, nr. 272/1964,
er gert ráð fyrir að krefjast
megi greiðslu láns, ef hætt
er „rekstri þeim, sem skapað
hefur rétt til láns“ úr Ferða-
málasjóði.
1 kaupsamningi um eignina
er yfirtaka hins nýja
eiganda, að því er Ferðamála
sjóðslánið varðar, bundin
þeim skilmálum sem greindir
eru í veðskuldabréfi og
ákvæðum 10. gr. reglugerð-
ar nr. 272/1964.
Ekki er enn vitað, að hve
miklu leyti hinir nýju eig-
endur hyggjast taka húsnæð
ið tii annarra nota en gisti-
hússreksturs, en ef sú verð-
ur raunin á, að því verður
breytt í skrifstofuhúsnæði að
hluta eða öllu leyti, er heim-
ilt að krefjast greiðslu á
skuldinni, að hluta eða allri.
Ég er sammála fyrirspyrj-
anda um það, að ef breytt
er þannig tii, eru forsendur
lánveitingarinnar brostn-
ar og fortakslaust rétt áð
beita ákvæði 10. gr. reglu-
gerðar nr. 272/1964, enda
hefur slíkt jafnan verið gert,
er við átti.
Vart mun ijóst, hvort efni
standa til beitingar nefndrar
10. gr. fyrri en eigninni verð
ur afsalað, sem mun sam-
kvæmt kaupsamningi eiga að
gerast fyrir 1. júní 1973.“