Morgunblaðið - 25.03.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.03.1973, Blaðsíða 10
\ 10 MORGUNBLAÐIÐ, SU'NNUDAGUR 25. MARZ 1973 ► — — meðan fiskifræðingar kanna áhrif veiðanna undanfarið á ansjósustofninn NC eru tveir mánuðir liðnir frá því að loðnuveiðin hófst hér við land og heildaraflinn nálgast óðum 400 þúsund lest ir. Auðvitað þykir okkur Is- lending-um þetta umtalsverð- ur árangur — þetta er mesta loðnuveiði sögunnar, sem fær ir þjóðarbúinu nokkuð á þriðja milljarð króna. í S-Ameríku er þó þjóð sem þykir vafalaust ekki mikið til um þessar veiðar okkar. 1 Perú hafa 1300 bátar og skip rótað upp um einni milljón lesta af ansjósu á rúmum hálfum rnánuði nú í marz, og þessar veiðar hafa valdið því, að heimsmarkaðsverð á fiski- mjöli hefur fallið töluvert. Að þessu sinni kemur það okkur Islendingum ekki í koll, eins og stundum áður, þar eð ís- lenzkir mjölframleiðendur höfðu náð hagstæðum fyrir- framsamningum, sem svarar nokkurn veginn til þess magns sem nú hefur veiðzt af loðnu. Auk þess ákváðu yf- irvöld í Perú, að í gær, laugar daginn 23. marz skyldi gert veiðihlé meðan sérfræðingar athuguðu hvaða áhrif síðústu veiðar hafa haft á ansjósu- stofninn. Reynist niðurstaða rannsóknanna neikvæð má gera ráð fyrir að yfirvöld í Perú setji algjört veiðibann á veiðarnar, og mun þá heims markaðsverð á mjöli vafa- laust stíga á nýjan leik. Að beiðni Morgunblaðsins tók AP-fréttamaðurinn Willi- am H. Heath sér á hendur 250 kilómetra ferð 7— frá Lima, höfuðborg Perú, suður til Pisco, þar sem höfuðstöðv ar ansjósuveiðanna og mjöl- framleiðslunnar eru. Fer frá- sögn hans hér á eftir: Pisco, Perú. — Þykkur, hvít ur reykur ásamt daunillri lykt af bræddum fislki stígur nú aftur til himins frá fiski- mjölsverksmiðjunum. Perú- menn láta sér þó ólyktina vel líka, því að þeir bera í brjósti þá von að hún tákni endalok mesta áfalls sem þessi veiga- mesti iðnaður þjóðarinnar hef ur nokikiru sinni komizt í kasit við. „Það er erfitt að ímynda sér, að þessir litlu fiskar standi undir efnahagslífi þjóð arinnar," sagði einn verk- fræðingurinn í Pisco um leið og hann horfði með ánægju á milljónir örsmárra ansjósu fiska berast eftir færibandinu að fiskimjölsverksmiðjunni. Um það bil 100 verksm. hófu starfrækslu á nýjan leik hinn 5. marz sl. eftir 10 mánaða lokun, sem stafaði af því að þessi litli fiskur hvarf að mestu af miðunum vegna heitra sjávarstrauma við strendur landsins. Herforingjastjórnin bannaði ansjósuveiðar 1. júlí sl. vegna minnkandi fiskgengdar. Hins vegar hefur stjórnin leyft veiðar að nýju inin,ain vissra takmanka og I tilrauina- skymi. Var þessi ákvörðun grundvölluð á vísiindalegum raninsóknuim, sem gáfu til kynna að anisjósan væri að ganga á miðin að nýju. Fyrsitu tiöliur um veiði vekj a góðar vonir, ein ýmsir úr röð- um sjómanna eru þó vantrú- aðir á að ansjósuveiðarnar færist í eðlilegt horf fyrr en 1974. Þannig segir ein,n skip- stjórinn í Pisco: „Ég hygg að viið getum haldið áfram veið- um í takmörfcuðum mæli, byggt upp fiisfcistofninn þang- að til næsta ár að ástandið ætti að verða orðið eðlilegt aftur.“ Núna hafa 1300 anisj ósuskip heimild til einnar veiðiferðar á daig — fimrn daga vi'kunnar — til að sjá verksmiðjunum fyrr hráefni. Verksmiðjurnar viruna siðan úr ainsjósunum fíngert, brúnleitt mjöl sem selt er úr landi sem fóður- vara. Hvarf ansjósunnar nú af miðunum hefur verið sett í samiband við suðrænan sjávar- straum, sem heimamenn nefna „E1 Nino“. Straumiur þessi á upptök sín við miðbaug en á tíu ára fresti leggur ha,nn leið sína suður með ströndum S-Ameríku og hitar þá veru- lega upp grunnsævi þar um Slóðir — með þeim afleiðing- um að svifið í sjónum drepst, en á því lifa risastórar an- sjósutorfumar undan strönd- um Perú. Ú fcflutningsverðmæ'ti fisiki- mjöls í Perú hetur numið allt að 300 miilljómum döllara á ári hin síðustu ár eða uim 30 milljöirðuim íisi. króna og er nú stærsti útlfiutniings'atvinnuveg ur Perúmanna — neest á unid- an fcopar. ÁirsafiHnn á ansjósu vertíðum Perúmanna heifiur orðið rúmlega 10 milljóin lest- ir og heíur ásiamit 200 þúsiund lesta ársafla a,f fæðuifisiki gert Parú að mestu fislkveiðiþjóð veraldar. Ansjósuveiðar Perúmanna eru mjög sjá’.ifvirfcar, sérstaik- lega hvað varðar löndun, þannig að afköstin verða mjög mikil. Þegar ansjósu- flotinn — um 1300 sfcip — kemiur inn t’il lömdumar — hvert rnieð 100 til 400 lestir af ansjósu, leggjast þau utan á pramm,a, sem liggja fyrir aikfcerum rétt utan við strönd- i,na. Prömmunum er siðan siglt upp að landi, og það'an er ansjósunni dælt upp úr þeim beinrt upp í verksmiðj- umar. Nú bíða 22 þúsund fiski- menn fullir eftirvæntingar eft ir jákvæðum niðurstöðum rannsókna á ansjósustofnin- um, og að veiðihléinu, sem hófst i gær, verði aflétt hið fyrsta. Heildaraflinn í dag hef ur verið 85-6 þúsund lestir, sem þykir lofa góðu. Fiski- mjölsverksmiðjurnar í Pisco hafa verið starfræktar með fullum afköstum undanfarið, en hins vegar verksmiðjur þær sem liggja norður af höf uðborginni aðeins með hálf- um afköstum. „Það er líka mjög óvenjulegt, að allar hafn ir nái 100% afköstum, jafn- vel við eðlilegar aðstæður," sagði framkvæmdastjóri einn ar fiskimjölsverksmiðjunnar, sem er í eigu bandarísks mjöl framleiðenda. Yfirvöld hafa enn ekki gef- ið út neinar upplýsingar sem geta gefið vísbendingu um hvort veiðar fái að hefjast að nýju eða hvort veiðibann taki gildi. Mikill þrýstingur er þó á yfirvöld að veiðar verði hafn ar hið fyrsta, enda hefur veiði bannið undanfarna mánuði leikið perúanska fiskimenn grátt, svo og efnahag þjóðar- innar. Að minnsta kosti hef- ur ekki fengizt staðfesting á því, að stór hluti aflans sé ungfiskur og rýr að fituinni- haldi, eins og orðrómur hef- ur gengið um. | Haukur Ingibergsson: HLJÓMPLÖTUR Ríó tríó: Bommfaderí. Stereo, LP. Fálkinn. ÞETTA er fjórða LP-plata Ríó triósins á rúmum tveim árum, og e.t.v. sú bezta. Kem- ur þar margt til. Flutningur- inn er góður, og er þá átt við, að söngurinn sé i senn kraft- mikill, vel æfður og radd- setningar góðar auk þess sem framburðurinn er einstaklega skýr. Einnig er undirleikurinn í samræmi við sönginn og mæðir þar mest á Ríó tríóinu og Gunnari Þórðarsyni, en einnig koma við sögu norskir tónlistarmenn, aðallega blás- arar. Efnið er einnig vel valið utan eitt lag, „Dag einn“, sem er í litlu samræmi við annað á plötunni, þar sem það lag er rólegt og textinn ekki fyndinn. Að öðru leyti geislar platan af fjörugum lögum með fyndnum textum. Ríó hafa greinilega dálæti á írsk- um þjóðlögum, því að fjögur af níu lögum plötunnar eru einmitt írsk þjóðlög. Einnig er að finna þarna norsk þjóðlög auk langrar syrpu af gömlum rokklögum, sem voru vinsæl á árunum fyrir 1960. Eru þessi löig fléttuð saman í eina heild, og segir í textanum frá ball- för ungs manns. Er þetta hrein danslagatónlist, og komast Rói vel frá öllu sam- an. Þá skal þess getið, að Jón- as Friðrik hefur samið alla textana utan einn, og úir og grúir þar af alls konar persón- um og skemmtilegum sögum, þótt erfitt sé að gera sér grein fyrir, hvaða hugmyndir séu komnar beint frá Jónasi Friðriki og hverjar hann hafi staðfært eftir frumiexta. Ef nefna á einhver lög, sem séu öðrum betri, er það heizt Ástarsaga, Sigga litla, Vernd- aramir góðu og Flákkarinn káti, sem nýlega hefur verið gefið út á lítilli plötu i Noregi til styrktar fyrir Vestmanna- eyjar, og hafa borizt um það fréttir, að Ríó hafi „slegið í gegn“ hjá frændum vorum. Trúlega hafa Rió þó ekki tæki færi til að fylgja sigrinum eft ir, þar sem þeir eru nú að hefja nokkurra mánaða tón- leikaferðalag um Bandarikin. Og fylgja þeim beztu óskir uim velgengni. Geyslr: Refusing/Ont in the conntry Dawning. Þessi hljómsveit, Geysir, er íslenzk/kanadísk og heitir islenzki hluti hennar Gísli G'ssurarson og leikur sá á sótógítar. Eftir því, sem ég bezt veit, hefur þessi hljóm- siveit ekki leikið hér á landi, en tveir af meðlimum hljóm- sveitariinnar, Gísli og Gordon, komu eitthvað fram á ýmsum skemmtunum á sl. sumri, m.a. á Lauigarvatni um verzlunar- mannahelgina. Virðist svo á fylgiblaði með plötunni, sem hljómsveitin hafi aðaLlega starfað í ÞýzkalancS við all- góða blaðadóma. Grundvöllur hljómsveitar- innar er h n sameiginlega trú hljómsveitarmeðlimanna, en þeir eru allir Bahaiar, en grundvöilur þeirra trúar- bragða mun einhvers konar samræming á hinu bezta úr öðruim trúarbrögðum, og þeir leggja áherzlu á hið óspillta. Kemur þetta fram i laginu Out iin tha country, þar sem lögð er áherzla á hreina nátt- úru og það, að maðurinn fari að meta gersemar hennar. 1 laiginu Refusing er fjalliað um sameiningu mannkyns. Þessi plata er anzi hrá og gróf, virðist t.d. hafa verið hljóðrituð i lélegu stúdió, en boðskapurinn er jafn góður fyrir það, og vonandi hefur Geysir lært af reynslunni þannig að næsta plata hljóm- sveitarinnar verði ekki með þeim augljósu einkennum reynsiuleysisins, sem ein- kenna þessa plötu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.