Morgunblaðið - 25.03.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.03.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1973 Eliszabet Ferrars: Samfds i daurianra Rakel með daufum afsökunar- svip. — En ég er hrædd um, að ég sé afskaplega heimsk. Það segja líka allir. — Rakel, sem botnaði ekki i neinu, sagði: — Þú held- ur kannski, að Roderick hafi komið hingað og gert þetta. — Nei, alls ekki, sagði Jane steinhissa. — Það hafði mér ekki einu sinni dottið í hug. Bless- unin hann Roderick. Hann mundi ekki gera flugu mein. Auk þess tilbiður hann Margot. — Hvað áttirðu þá við? Jane leit niður í glasið og reyndi að dylja hræðsluna i aug unum. — 1 rauninni alls ekki neitt, sagði hún. Ég er bara ringluð, það er allt og sumt. — Ertu hrædd um, að ungfrú Dalziel hafi ekki verið eins hrif in af þessari giftingu og hún virtist vera? Nú, enda þótt svo hefði verið, þá sé ég ekki, að það komi neitl við þvi, sem hefur gerzt í húsinu hennar. — Nei, sagði Jane lágt. — Það sé ég heldur ekki. — Ég held þú sért hrædd um, að hún hafi ekki verið sérlega hrifin af giftingunni, sagði Rak- el. Jane leit snöggt upp. — Nei, það er ég ekki — alls ekki. En það er Roderick, sem ég er að hugsa um. Af einhverjum ástseð um var hann svo handviss um, að Margot yrði bálvond, ef við giftum okkur, enda þótt ég væri að reyna að segja honum, að hún og ég værum beztu vinir. Svo að mér datt í hug, hvort hann hefði beinlínis viljað, að hún yrði vond, og þess vegna hafi hann heimtað, að við giftum okk ur án þess að láta hana vita af því. Heldurðu að þetta sé hugs- anlegt ? — Áttu við, að hann hafi gert það til þess að stríða henni? — Nei, nei, einmitt þvert á móti! Til þess að sannfærast um, að henni þætti svo vænt um hann, að hún þyldi varla að skiljast við hann. — Ég veit nú ekki, sagði Rakel, sem var hætt að botna neitt í þessu. — Ég þekki nú ekki mikið inn á svona hluti. — Hann er henni mjög háður, skilurðu, sagði Jane. — Pabbi hans féll í stríðinu í Malaya, og enda þótt móðir Rodericks slyppi heim með hann, þá fékk hún lungnabólgu skömmu seinna og dó, og því ól Margot Roder- ick upp. Og foreldrar hans létu ekkert eftir sig, svo að hann hef ur alltaf verið á hennar snær- um, og stundum er eins og hann fái einhver hatursköst gegn henni, enda þótt hann tilbiðji hana í raun og veru. Hún tæmdi glasið og það var mikil hreykni í röddinni, er hún sagði: — Hann er afskaplega margslung- inn maður. Rakel sagði ekkert, en velti því fyrir sér, hvort þessi skritna stúlka héldi raunverulega, að maðurinn hennar hefði kál- að frænku sinni, vegna þess að hún hefði ekki orðið eins reið vegna giftingar hans og hann haíði vonað. Eftir andartak hélt Jane áfram: — Þegar við vorum búin að gifta okkur, var hann svo hræddur við það, sem Margot kynni að segja, að hann vildi, að við færum eitthvað burt og létum hana ekkert vita af því. Ég varð að heimta, að hann hitti hana á flugvellinum á föstudag og segði henni hreinlega frá þvi — því að mér fannst annað vera rangt. Og þá sagði hún honum, að þetta hefði hún lengi verið búin að þirá, og bauð honum næstum samstundis gömlu hlöð- una handa okkur að búa í, og hringdi svo í bróður sinn og bað hann að koma hingað og hitta okkur og fá að vita, hvað við vildum láta gera við hlöðuna. Og hún minntist meira að segja eitt- hvað á erfðaskrána sína . , . Jane lokaði aftur augunum, rétt eins og hún sæi eitthvað ljótt. — Nei, ég get ekki talað um þetta núna. Mér fannst þetta þá ekki hafa neina þýðingu, en ef eitthvað hefur komið fyrir hana, þá . . . — Já, ég skil, sagði Rakel, þótt hún skildi hvorki upp né niður, vegna þess að hún hafði ekki tekið eftir öðru en þvi, sem hlöð una snerti. Hún stóð upp og kastaði vindl ingsstúfnum í eldinn. Hún fann til einkennilegs léttis, að hlöðu- málið skyldi vera útkljáð, og að brottför Brians skyldi vera stað reynd. Það hlaut að þvi að koma, fyrr eða seinna. Hún hafði í þýáingu Ráls Skúlasonar. alltaf vitað, að einhvern daginn — og sennilega fyrirvaralaust — yrði hlaðan auð og Brian far- inn burt í kyrrþey. En þetta var nú samt sem áð- ur fantabragð við hann, hugsaði hún. — Hvað ætíar Roderick að gera, þegar hann fer að búa héma? Vinna, á ég við? sprði hún. — Við erum með alls konar hugmyndir, sagði Jane. Hann hefur enga vinnu eins og er, svo að það verður ekki erfitt. Og ég býst við, að Margot detti líka velvakandi Velvakandi svarar í síma 10100 frá mánudegi tii föstudags kl. 14—15. 0 Um undanþágur til skipstjórnar Hér er bréf frá Borgar- nesi: „1 Morgunblaðinu 20. marz er athugasemd frá ráðuneytinu vegna sjónvarpsviðtals við Loft Júlíusson um undanþáguveit- iingar. í þessari aithugasemd eru taldir upp 12 ski psskaðar frá áramótum. Þegar Msti þessi er skoðaður nánar kemur í ljós, að aðeins þrír þeirra eru þess eðlis að ætla mætti, að siglinga- fræðiieg mistök hefðu verið or- sök, þótt ekki sikuM um það daamt hér. í siaimbandi við Msta ráðuneytisims er getið um tvær undianþágur og eru þær einimitt í tveim af þeim þrem tilvikum, sem ég nefnd hér að framan. I Sjónauka í sjónvarpi 16. marz gaf ráðuineyt'issitjóri upp veitt- ar undanþágur. Ef ég man rétt voru undanþágur til skipstjórn- ar um 200. Þetta kemur mér dáMtið á óvart, vegna þess að auglýsinigar eftir skipstjórum eru frekar sjialdgæfar í blöðum og útvarpd. Yfirleitt mun auðveldasta leiðin tii að fá menn til vinnu til sjós og lands vera sú að auglýsa eftir þeim. Það er ekki von, að menn, sem ekki vita um laust starf, fáist í það. Nú væri gaman að vita í hversu rikum mæl ráðuneytið kynnir sér hvað gert hefur verið til að fá menn með fuM réttindi í umrædd störf áður en undan- þágur eru veittar. Það vita al'l- ir, að með hverju áriniu sem Mður minnka líkur til að menn sem undaniþágur fá ár eftir ár fari i skóia tdl að fulknennta sig. 1 einu mesta útgerðarplássi á Vestfjörðum hefur ekki farið einn einasti miaður í Stýri- maninaskólann sdðan 1964, þar til nú, að einn maður er nem- andi þar. Það er ekki von, að menn sieppi undanþáguplássi sinu til að fara í skólia. Vetr- arvertíðin er nú sá timi, sem helzt gefur eitthvað í aðra hönd. Þá yrðu þessir menn, sem flestir hafa fyrir heimili að sjá, að sleppa henni. Þessa menn mætti heidur styrkja fjárhagslega á meðam á námi stendur. Aðrir eins eru nú styrkimir og niðurgreiðslumar nú til dags. 0 Sérstök deild í skólanum , Mér segir svo hugur um að hægt verði að fá réttinda- menn, sem nóg er af í landinu til að vera með bátana þennan tíma, sem hinir eru á skóla- bekk, þótt „útfcomia“ bátsins yrði kannski eitthvað lakari þessa mánuðd. Þessu hefur áð- ur verið klppt í liðinn með sér- stakri deild í Stýrimannaskól- anum. Það nær ekki nokkurri áitt, að ungir menn sem hæfir eru til mannaforráða á fiski- skipunum fái endalausar und- anþágur. Það eru einmitt þeir, sem eiga að fara og aíla sér nauðsynlegna réttinda. Það er þetta, sem Loftur og félagar hans viija láta breyta, ekki að þeir séu með dylgjur út atf hin- um hörmulegu sjóslysum und- amfarið. Þá fannst mér ráðu- neytisstjórinn bera í bakkafuM- an lækinn þegar hann beinlin- is gatf í skyn, að þeir félagar væru að oísækja útgerðar- menn. Það er fræg saga tM um hvemig þetta getur orðið. Fyr- ir um það bU 20 árum var varð skip að leita að báti, sem einn atf þessum duglegu undanþágu- mönnum var með í slæmfu véðrd. Varðskipsmenn ætíuðu að hjálpa tii við að gera stað- arákvörðun og báðu sikipstjór- ann að hafa kortin til taks. Það voru þá emgim nothæf kort tU, enida saigði skipstjórinn: „Hvað hef ég að gena við þau, ég hef aldrei þurft þeirra með og kamn ekki að riota þau.“ Skyldi ráðuneytið hafa kann- að hæfni þessa manns sem skyldi? Með þökk fyrir birtinguna. Stýrimaður." 0 Með sínu lagi Ingibjörg Jónsdóttir skrif ar á þessa leið: „Mig langar til að biðja Vel- vakanda að skilia beztu þökkum tU Svavars Gests fyrir hinn skemimtMega þátt hans „Með sínu Iagi“. Maður settist í góð- an stól og hvarf aftur í fortfíð- ima t!M margra ánægjulgera stunda, gleymdi erfiðleikum og aimstri og skemmti sér við ís- tenzkam söng og gamansögur Svavars. Bn í síðasta þætti, 16. marz, var allt i einu komið er- lenit garg og gól, þótt nóg væri nú af slíku fyrir. Fólk, sem ég hef átt tfai við, og er á öllum aildri, varð fyrir vonibrigðum með þátftinn. Ég vona, að Svavar haldi áfram að skemmta okkur á ís- lenzku; við erum fslendingar og vUjum fyrst og fremst það sem ístenzkt er. Ég heyrði, að eimhver hefði skritfað um, að Svavair væri að auglýsa útgáfufyrirtæki sitft í þessum þáttum. Það fannst mér heimskuleg fuUyrðing, vegna þess að margar atf þeim hljóm- plötum, sem hánn lék voru gamlar og sumiaæ varla fáanleg- ar. Eða hvað mætti þá segja um aiUar þær plötur, sem kynmtar eru á hverjum degi í poppþáttum útvarpsms? Það eru þá engar smáræðis auglýs- inigar. Ég skora á Svavar að hlusba ekki á svonia vitleysu. Þetta er ekki gagmrýni, heldur rökleysa, sem á sér emgam rétt. Reykjavik, 18 marz 1973. Ingibjörg .Iónsdóttir.“ 0 Hvort sést sólin eða sezt Benedlkt frá Hofteigi hringdi. Hann segir, að kyndil- messuvisunni, sem verið hefur á döfinnl umdaníarið, sé sama hvort sóiin hafi sézt eða sé setzt. Hins vegar hafi hann f jór um sinmum reynt, að setjist hún í heiði þá séu snjóamir eftir. Kannski hefur einhver reynt fimm sinnum eða otftar, að snjóþyngsUn væru eftir þegar sólin hefur ekki nema sézt í heiði á sjáltfa kyndilmessu. 0 Óhentugar undan- rennuumbúðir Velvakandia þykir sem húsmæðumar séu nú aldeilis að færast í aukana. Ein á Háaieit- isbriauitinni hringdi og bað um að þvi yrði komið á framtfæri við rétta aðila, að undanrenman yrði lafarlaust setft í ailmenni- legar umbúðir. Hún sagði, að hreinit hneyksli væri, að verð- mismunnr á Mtna atf nýmjólk og umdanrenmu væri ekki nema kr. 5.20. Fyrst rounurimn væri ekki meiri, væri ekki tU of mikils mælzt, aið utan um þessa dýru vöru væru hiatfðar betri umbúð- ir en himir hvimleiðu pliaist- pokar. Hún sagði, að poikarnir væaru léLegir og gjamir á að leka, auk þesis sem þeir væru óhentugir í meðförum. Niaiuðsynlegt að setja undanrennuna í annað ilát þegar einu sinni væri búið að opna plastpokann. Leikfélog Vestmnnnaeyja sýnir í kvöld kl. 8:30 sakamálagamanleikinm „MARGT BÝR í ÞOKUNNI.“ Leikstjóri: Ragnhildur Steingrímsdóttir: Miðasala í Félagsheimilinu frá kl. 6 í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.