Morgunblaðið - 25.03.1973, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1973
Filthattar
Angórahúfur og hattar.
Köflóttir jersey-hattar og húfur.
Síðbuxur, blússur og peysur.
HATTABÚÐ KEYKJAVÍKUR,
Laugavegi 10.
S afnaðarfund ur
verður haldinn í Laugarneskirkju miðvikudaginn
28. marz kl. 21:30 að lokinni föstumessu.
Afstaða tekin til kirkjugarðsgjalda.
Sóknarnefnd Laugarnessóknar.
BLAÐBURÐARFOLK:
Sími 16801.
AUSTURBÆR
Lindargata - Freyjugata 28-49 -
Miðbær - Baldursgata - Bragagata -
Meðalholt.
UTHVERFI
Laugarásvegur.
í baðherbergið
Teppi og
mottur í mjög
fjölbreyttu
úrvali.
J. ÞORLÁKSSON
& NORÐMANN HF.,
Bankastræti 11.
GETIÐ ÆTÍÐ
TREYST GÆÐUM
ROYAL LYFTIDUFTS
ÞÉR
Sænskt nútímaleikrit
sýnt í Þjóðleikhúsinu
„Sjö stelpur“ eftir Erik Torstens-
son frumsýnt umnæstu mánaðamót
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýnir
um næstu mánaðamót sænskt
nútímaleikrit, sem ber heitið
„Sjö stelpur“ og er eftir
sænskan höfund, sem skrifar
undir duinefninu Erik Xor-
stensson. Leikrit þetta var
frumflutt á iitla ieiksviðinu í
Dramaten, þjóðleikhúsi Svía
7. sept. 1971. Vakti leikrit
þetta þegar mikla athygii og
hrifningu hjá leikhúsgestum
og var flutt á aðalleiksvið
ieikhússins, þar sem það geng
ur enn. Um þessar mundir er
leikritið sýnt á leiksviðinu á
öilum Norðurlöndunum og
þegar eru byrjaðar æfingar á
leiknum í Þýzkalandi. Kom
þetta fram á fundi Sveins Ein
arssonar þjóðieikhússtjóra
með fréttamönnum í gær.
Sveinn Einarsson skýrði
svo frá, að þýðing leikritsins
væri gerð af Sigmundi Erni
Arngrímssyni, en Björn
Björnsson annaðist leikmynd
arteikningar og væri þetta
fyrsta verkefni hans hjá Þjóð
leikhúsinu, en Björn hefur
um árabil gert leikmyndir hjá
sjónvarpinu. Leikstjóri er
Bríet Héðinsdóttir og er þetta
fyrsta leikritið, sem hún
stjórnar hjá Þjóðleikhúsinu.
Leikritið „Sjö stelpur" er
þannig til orðið, að höfundur
inn réð sig sem gæzlumann á
upptökuheimili fyrir svonefnd
ar vandræðastúlkur, en upp-
tökuheimili þetta var staðsett
i sveit. Á heimilinu skrifaði
höfundurinn dagbók og eftir
henni skrifaði hann sögu, sem
gefin var út í Svíþjóð, en leik
ritið síðan gert eftir sögunni
og byggt á reynslu höfundar-
ins.
1 leikritinu eru 10 hlutverk,
öll veigamikil. Staðgengil höf
undar, nýja gæzlumanninn,
leikur Guðm. Magnússon,
en annað gæzlufólk á staðn-
um leika þessir leikarar: Æv-
ar Kvaran, Þóra Friðriksdótt-
ir og Baldvin Halldórsson. En
mest áberandi hlutverkin í
leiknum eru þó hlutverk
stúlknanna sex. Sú sjöunda
sést aldrei á sviðinu. Hlut-
verk þessi eru í höndum
ungra leikkvenna, sem út-
skrifazt hafa úr leikskól^num
hjá Þjóðleikhúsinu og Leikfé-
lagi Reykjavíkur á síðari ár-
um, en þær eru: Þórunn
Magnúsdóttir, Steinunn Jó-
hannesdóttir, Guðrún Alfreðs-
dóttir, Sólveig Hauksdóttir,
Helga Jónsdóttir og Helga
Stephensen. Þau Guðmundur,
Sólveig og Helga Stephensen
koma öll núna í fyrsta skipti
fram á sviði Þjóðleikhússins,
en áður hafa þau leikið hjá
Leikfélagi Reykjavíkur.
Á fundinum með frétta-
mönnum í gær gat þjóðleik-
hússtjóri þess m.a„ að einn
þekktasti leikflokkur Banda-
ríkjanna, „Open Theater",
væri væntanlegur hingað í
maí og myndi þá sýna „The
Mutation Show“ tvisvar sinn-
um.
Sparnað-
arvikan
NEFNDIN, sem húsmæðrafund-
urimn á Hótel Sögu kaus, hefur
beðið blaðið að vekja athygli á
því, að sparnaðarvikan hefst á
mánudag. Hvetur hún húsmæður
ti-1 þess að vera samtaka í að-
gerðum sínum.
Þá hvetur hún húsmæður til
þess að mæta við alþingishúsið á
mánudag kl. 2 e. h. og fjölmenna
á þingpalla.
Suharto
áfram
forseti
Djakarta, 22. marz. NTB.
SUHARTO hershöfðingi var í
dag endurkjörinn forseti Indó-
nesiu af þjóðþingi landsins. Á
næsta kjörtímabil hans að standa
í fimm ár. Engir mótframibjóð-
endur komu fram gegn Suharto
í kosningunum. Hann hefur nú
verið „hinn sterki maður Indó-
nesiu“ i sjö ár og var fyrst kos-
inn forseti landsins 1968.
Ný nómskeið í keromik að
Hulduhólum Mosfellssveit
eru að hefjast. — Upplýsingar í síma 66194 frá
kl. 1—2 í dag og næstu daga.
Steinunn Marteinsdóttir.
Söluskattur
Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir febrúarmánuð
1973, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi
26. þ.m.
Dráttarvextir eru 1V2% fyrir hvem byrjaðan mán-
uð frá gjalddaga, sem var 15. marz sl., og verða inn-
heimtir frá og með 27. þ.m.
Fjármálaráðuneytið, 22. marz 1973.
Vornámskeið
Vornámskeið barna í ensku hefst á morgun mánu-
dag 26. marz.
Síðdegis og kvöldtímar fyrir fullorðna.
Kennsla hefst mánudag 9. apríl.
ENSKA, Þ^ZKA, FRANSKA, SPÁNSKA
og (SLENZKA FYRIR ÚTLENDINGA.
Aðeins ein innritunarvika til föstudags 30. marz.
Sími 10004 kl. 1—7 e.h.
MÁLASKÓLINN MÍMIR.
Frá æfingu á leikritinu „Sjö steipur“ í Þjóðleikhúsinii. Bald
vin Halldórsson í hlutverki gæzluinanns og Steinunn -lóhann-
esdóttir seni ein af stnlknnum.