Morgunblaðið - 25.03.1973, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 25.03.1973, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1973 Otgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóri og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 300,00 kr. I lausasólu hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. á mánuðí innanlands. 18,00 kr. eintakið. Díkisstjórnin beitir sér fyr- ir lagasetningu til þess að leysa togaraverkfallið, en togararnir liggja. enn bundn- ir við bryggju og ekkert, sem bendir til, að þeir muni leysa landfestar á næstunni. Ástæð- an er sú, að ríkisstjórnin hefur ekki enn gert ráðstaf- anir til að tryggja rekstrar- grundvöll togaranna, enda þótt fulltrúar togaraeig- enda hafi átt viðræður við ríkisstjórnina um þetta mál frá því á sl. ári. Þessi furðu- legu vinnubrögð ríkisstjórn- ar Ólafs Jóhannessonar eru í fullu samræmi við allt ann- að, sem frá stjórninni hefur komið, háfkák og aðgerðar- leysi frammi fyrir vandanum einkennir starfsferil hennar. En nú er einnig komið í Ijós, að ráðherrarnir hafa svikið gefin loforð í sam- bandi við lausn togaraverk- fallsins. í sérstakri sam- þykkt, sem Félag ísl. botn- vörpuskipaeigenda hefur gert er nefnilega upplýst, að ráð- herrarnir höfðu lofað því að setja deilu yfirmanna og út- gerðar í gerðardóm, ef samn- ingar tækjust við undirmenn. Þannig segja útgerðarmenn: „Þegar ríkisstjórnin fór þess á leit við fulltrúa Félags ísl. botnvörpuskipaeigenda á sér- stökum fundi, sem haldinn var í stjórnarráðinu 8. marz sl., að þeir gengju til samn- inga við aðildarfélög Sjó- mannasambands íslands, há- setafélögin, og féllust þar með á tilgreindar hækkanir á launum frá því sem fram kom í miðlunartillögu sátta- nefndar 2. marz sl. var m. a. bent á þann óleysta vanda, að hluti yfirmanna á togara- flotanum (vélstjórar, 2. stýri- menn og loftskeytamenn) ættu í vinnudeilu við Fél. ísl. botnvörpuskipaeigenda og hefðu þá nýlega hafið verk- fall. Var því svarað til af þeim ráðherrum, sem fund- inn sátu, að hér væri ekki um neitt vandamál að ræða, sú deila yrði sett í gerðardóm með lögum, þegar hin deilan væri leyst. í framhaldi af þessu kváðu ráðherrarnir til- mæli um samþykki aðila að yfirmannadeilunni um að hún yrði lögð fyrir gerðar- dóm mundu bera að höndum á næsta sáttafundi, sem hald- inn yrði í þeirri deilu, ef samningar þá ekki næðust. Jafnframt óskuðu ráðherr- arnir þess, að Félag ísl. botn- vörpuskipaeigenda sam- þykkti fvrir sitt leyti, að mál- ið fengi þá meðferð, þ. e. að það færi í gerð. Efnt var til félagsfundar í Félagi ísl. botnvörpuskipaeigenda 8. marz, þegar að loknum fund- inum með ráðherrunum, og var þar samþykkt að verða við ósk ríkisstjórnarinnar. Á sáttafundi 10. marz í yfir- mannadeilunni náðist ekki samkomulag og bar sátta- nefnd fram tillögu til beggja aðila um gerðardóm. Fulltrú- ar Félags ísl. botnvörpuskipa- eigenda samþykktu hana en gagnaðilar felldu hana. Með tilliti til framanritaðs mót- mælir fundurinn harðlega, að ríkisstjórnin skyldi síðan víkja frá því, sem fastmælum var bundið og beita sér í stað þess fyrir lögfestingu á kröf- um yfirmannafélaga.“ Augljóst er, hvað hér hef- ur gerzt. Ráðherrarnir hafa ekki staðið við sín orð og sýnir það út af fyrir sig, að ekkert mark er takandi á orð- um þeirra manna, sem nú sitja í ríkisstjórn íslands. En enginn skyldi þó ætla þeim svo illt, að þeir hafi í raun og veru ætlað sér að svíkja lof- orð sín. Þeir voru einfaldlega ekki menn til þess að standa við Þau. Óhikað má fullyrða, að ýmsir forystumenn vérka- lýðshreyfingarinnar í þingliði stjórnarflokkanna hafi snúizt gegn gerðardómi í yfirmanna deilunni og þá hafi ríkisstjórn in séð fram á það enn einu sinni, að hún gæti ekki verið viss um þingmeirihluta í mik- ilvægu máli. Enn einu sinni hefur það komið í ljós, að ríkisstjórnin er ekki húsbóndi á sínu heimili. Svona stjórn er ekki stjórnhæf. Togararnir hafa engan rekstrargrundvöll. Þetta er staðreynd. Einn útgerðar- maður, Tryggvi Ófeigsson, hefur sent tvo togara sína á veiðar en vitnisburður hans er þessi: „Það er enginn starfs grundvöllur fyrir þessi skip og vantar mikið þar á.“ Togaraeigendur hafa rætt þetta vandamál við ríkis- stjórnina mánuðum saman, sjávarútvegsráðherra skipaði nefnd manna til þess að kanna málið í upphafi verk- fallsins. Viðræður við ríkis- stjórnina mánuðum saman hafa engan árangur borið, frá nefndinni hefur ekkert heyrzt. Þetta er ríkisstjórnin, sem hrósar sér af þeim verk- um annarra manna, að hafa beitt sér fyrir uppbyggingu togaraflotans. Stórir nýir skuttogarar eru komnir til landsins og fleiri á leiðinni, en stjórnin hefur engan á- huga á að tryggja þeim rekstrargrundvöll. Hvað á svona aumingjaskapur eigin- lega að þýða? RÁÐHERRARNIR SVÍKJA GEFIN L0F0RÐ Reykjavíkurbréf Laugardagur 24. marz_ þess eins að koma í veg fyrir áframhaldandi ágreining innan ríkisstjórnarinnar um afstöðuna tii Haag-dómstólsins, því að þá munu Bretar ganga á lagið og verða harðari í horn að táka varðandi efnisatriði bráðabirgða samkomulags. Þar flaug síðasta loforðið Viðræður yið Breta Viðræður hafa nú á ný ver- ið teknar upp við Breta og Vest- ur-Þjóðverja til að leitast við að finna bráðabirgðalausn á land- helgisdeilunni. Allir þing- flokkar hafa verið sammála um að leitast við að ná slíku samkomulagi, enda er það í sam- ræmi við einróma samþykkt Al- þingis frá 15. febrúar 1972. Við fslendingar færðum landhelg- ina ekki út til að fjandskapast við einn eða neinn heldur af lífs nauðsyn og í samræmi við þá öru þróun, sem orðið hefur á undanförnum árum á alþjóða- vettvangi, þar sem þau sjónar- mið, sem við höfðum fylgt í ald- arfjórðung, njóta æ ríkari stuðn ings. Þvi miður er ekki ólíklegt, að Bretar telji sig nú hafa sterka stöðu í samningaviðræðum við okkur, vegna þeirrar niðurlæg- ingar, sem stefna íslenzku ríkis- stjórnarinnar hefur beðið við málsmeðferðina i Haag. Bn svo er þó ekki, þegar betur er að gáð. Við íslendingar getum tekið upp sókn og vörn fyrir Alþjóða- dómnum, og meiri hluti mun nú vera fyrir því á Alþingi að fara þá leið. Þannig gefst okkur færi á að túlka okkar góða og rétt mæta málstað, samhliða því sem málið dregst á langinn, meðan af staða þjóðanna færist ört 1 átt til okkar sjónarmiða og um mál ið verður fjallað á alþjóðlegri hafréttarráðstefnu. Ef Bret- um verður gert fullljóst, að við munum fara þessa leið, verða þeir þægilegri í samningaviðræð um, því að þá vita þeir, að þeir hafa tapað málinu og við unnið okkur aukna samúð. v Raunar er ástæða til að ætla, að Bretar vildu helzt af öllu losna frá málarekstri í Haag, og munu þeir hafa ýjað að þvi í óformlegum viðyæðum, a m.k., og að vel gæti komið til álita, að þeir drægju málarekstur sinn til baka eða frestuðu honum fram yfir hafréttarráðstefnu. Það gera þeir að sjálf- sögðu vegna þess, að þeim er ljóst, að mál þeirra er tapað, ef við íslendingar bregðumst á rétt an hátt við. Fleiri þjóðir aðilar Áður en til úrsiita dregur í viðræðunum við Breta og Vest- ur-Þjóðverja, þarf að gera þeim fulla grein fyrir aðstöðu okkar. Þeim þarf að vera ljóst, að við munum ekki einungis halda fast á máli okkar fyrir Alþjóðadómn um, heldur munum við og leita eftir því við aðrar þjóðir, sem hagsmuna eiga að gæta, að þær gerist aðilar að máiinu, Ef marg- ar þjóðir fengjust til þess, mundi málstaður okkar að sjálfsögðu mjög styrkjast, en auk þess mundi málið þá dragast svo á langinn, að augljóst er, að haf réttarráðstefnan hefði fjall- að um víðáttu fiskveiðitak- marka, áður en til nokkurrar dómsuppsögu gæti komið. Þótt sjálfsagt sé að ganga til heilbrigðra samninga við Breta og Vestur-Þjóðverja til bráða- birgða, má ekki standa að þeim samningaviðræðum þannig, að við séum í vörn, því að staða .okkar er vissulega góð, þrátt fyrir allt, en þó því aðeins, að nú verði horfið að því ráði að taka á landhelgismálinu með festu og hyggindum í stað þeirr- ar hörmulegu frammistöðu, sem íslenzka þjóðin hefur mátt horfa r á! Ef til þess kemur, að Bretar bjóðast formlega til þess að fella niður málarekstur fyrir Alþjóða- dómnum eða fresta honum fram yfir hafréttarráðstefnu, má ekki líta á það sem neina fórn af þeirra hálfu og slaka til af þeirri ástæðu. Þeir gera það, vegna þess að þeir vita, að mál þeirra er tapað, ef íslendingar neyta þeirra úrræða, sem þeir hafa i hendi sér. Hins vegar er sjálfsagt af okkar hálfu að skoða allan samningsgrundvöll, og lið- ur í samningunum getur auðvit- að verið að fella málareksturinn niður, meðan fjallað er um víð- áttu fiskveiðitakmarka á alþjóð- legum vettvangi, því að allt út- lit er fyrir, að við getum jafnt sigrað á hafréttarráðstefn- unni og fyrir Alþjóðadómnum. Sérstaklega ber að vara ráð- herrana við að ætla að hoppa inn á frestun málarekstrar til Þegar náttúruhamfarirnar dundu yfir i Vestmannaeyjum ætlaði ríkisstjórnin að nota sér það ástand til að knýja fram kjaraskerðingu, bann við verk- föllum og vísitölubindingu. Þetta átti að gera í skyndingu „á með- an stemningin er góð“, eins og forsætisráðherra komst svo smekklega að orði. Að því sinni tókst ríkisstjórninni ekki að svíkja með lagasetningu öll lof- orðin um samráð við verkalýðs- hreyfinguna, því að nokkrir af ,,stuðningsmönnum“ hennar brugðust gegn frumvarpinu og varð það þvi aldrei lagt fyrir Alþingi. Nú hefur , ríkisstjórnin hins vegar afrekað að brjóta flest „prinsip“ varðandi gerð launasamninga og launa- hlutfall i þjóðfélaginu. En í lög- unum um ákvörðun kjara yfir- manna á togurum felst í raun réttri verkfallsbann, og samn- ingafrelsið margumrædda er fok ið út í veður og vind. Þá er þess að gæta, að vinstri stjórnin gumaði mjög af þvi, að hún hygðist bæta kjör hinna lægst launuðu. En með þessari lagasetningu er bilið á milli há- seta og yfirmanna verulega breikkað frá því sem áður var. Þá er þess og að gæta, að und- irmenn voru í verkfalli í hálf- an annan mánuð og voru þá launalausir. Hins vegar höfðu yfirmennirnir þá laun, en hófu verkfallsaðgerðir sínar um það leyti, sem samningar tókust við undirmenn. Frá Reykjavíkurhöfn. Hér skal enginn dómur á það lagður, hvort kjör yfirmanna verða gerð of rífleg með þessari lagasetningu. Eitt er am.k. víst, að kjör togarasjó- manna almennt hafa ekki verið með þeim hætti, að þau löðuðu menn að þessari starfsgrein. En hvað sem því líður, þá er öruggt, að þessi aðgerð af ríkisvaldsins hálfu á eftir að draga dilk á eft- ir sér. Það er rétt, sem Pétur Sigurðs son vék að á Alþingi í umræð- unum um þetta mál, að megin- ástæður kaupkrafna og verk- falla, sem þeim fylgja, væru þrjár. í fyrsta lagi tilraun til að halda í við verðbólgu. 1 öðru lagi til að fá hlut í aukningu þjóðartekna, og í þriðja lagi er

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.