Morgunblaðið - 25.03.1973, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1973
17
OSKALANDIÐ
Kristmann Guðmundsson
BROSIÐ. 203 bls.
Prentsm. J. H. 1972.
BROSIÐ minnir um margt á
eldri skáldsögur Kristmanns
Guðmundssonar. Ástir ungs
fólks hafa jafnan verið kjörsvið
hans. Svo er enn. „Djarfur“ hef
ur Kristmann á hinn bóg-
inn sjaldan gerzt í ástalífslýs-
ingum sínum. Söguhetjur hans
unnast hugástum mestan part.
Elskendurnir spekúlera þetta
hver í öðrum, reyna fyrir sér
um hug hver annars, talast við,
glettast, senda hver öðrum am-
orsörvar með augnaráði eða
annars konar látbragði; eru þó
feimnir hver við annan og bæla
tilfinningar sínar fremur en æsa
þær upp svo lengi sem þeir hafa
sjálfráða stjórn á þeim. Ást
þeii ra er líkast til í ætt við þann
„guðs loga“, sem Jónas orti um;
það er að segja sú tegund ást-
ar, sem til var á undan þróunar-
kenning og sænskum myndum;
ást, sem leitar ekki svo brátt til
líffæra neðan þindar og
brýzt því nokkuð seint út í
„grófum" aðförum, en lýsingar á
þvílíku tilstandi mun óvíða að
finna í verkum Kristmanns. Þar
er farið að með gát. Og marg-
ur má una við hugrenningam-
ar einar saman. Af því leiðir, að
„ástin“ er gjarnan fegruð, upp-
hafin og sett fyrir sjónir sem
unaðslegt og göfgandi sál-
arástand, hafið yfir búksorg og
hversdagsleika:
,,. . . og hvert sinn er hann
leit til hennar mættust augu
þeirra. Þá var sem bylgja af
birtu færi um huga hans, og
leiftur af gleði, sem minnti á
regnboga i skúrum og skini
vorsins. Hann skynjaði yf-
iirþyrmandi unað lífsins, eitthvað
nafnlaust og óumræðilegt, er
beið hans í fjarlægð og var þó
innra með honum sjálfum.“
Kannski er þetta ekki beint í
takt við gráan veruleik nútím-
ans. En það má þá koma þeim
mun betur heim við tímana, þeg-
ar Kristmann var sjálfur ungur
maður’og byrjandi rithöfundur.
í Rrosinu hverfur Kristmann
aftur til sinna gömlu góðu daga
og dregur upp geðþekka — ef
ekki beinlínis hugljúfa mynd af
einu smásamfélagi þeirrar tiðar.
Og raunar er líka skyggnzt yfir
á vettvang stóra samfélagsins,
með því að sýndur er þverskurð
ur af lífinu í einu þess konar
sjávarþorpi, sem mátti ein-
mitt heita svo dæmigert fyrir þá
tíð. Hita og þunga dagsins bera
munaðarlaus systkini á barns-
og unglingsaldri, er streitast við
að halda sameiginlegt heim-
ili, vera sjálfra sín.
Umhverfis þau togast á tvenns
konar öfl: ill og góð. Illu öflin
vilja sundra þeim, góðu öflin
Kristmann Guðmundsson
vilja hjálpa þeim til samheldni
og sjálfsbjargar. Og þau sigra.
Illu öflin eru persónugerð
í ófrómum búðarmanni, en góðu
öflin í húsbónda hans, sjálfum
kaupmanninum.
Um systkinin er það annars að
segja, að hin yngstu eru tæpast
af holdi og blóði, heldur nánast
andar, svipir, er hverfa
sporlaust til upphafs síns. Eiga
það kannski að vera táknmynd-
ir? Hin elztu eru þá að sama
skapi mennsk; og eru að vakna
til ástar, piltur og stúlka.
1 fyrstunni keppa tvær stúlk-
ur um ástir piltsins. Önnur skír-
skotar til frumstæðs karleðlis
hans, meðan hin vinnur hug
hans og hjarta. Fyrrnefnda
stúlkan er borin til auðs, hin
ekki. Þannig leiðir heimurinn
hann á vegamót, setur honum
kosti, hann skal velja og hafna.
1 því er að vísu fólgin lífsspeki,
sem snertir ótaldan mannlegan j
vanda annan en ástina, en ást- j
in verður meira og meira afl í j
þessari sögu eftir því sem !
á hana líður, svo ekki er að j
furða, þó hún sé gerð að þeim j
almenna mælikvarða, sem allt
annað miðast við. Kristmann hef
ur áður lýst, hvernig hún get-
ur lagt undir sig ungar sálir,
undirokað dómgreindina, lamað
viljann.
Að minu viti tekst honum það
hér eins og honum hefur bezt
tekizt áður. Ástarsaga þeirra
Berglindar og Valintinusaír er
hvorki yfirdrifin né ótrúleg —
innan sinna takmarka.
Pilturinn Valintínus afgreiðir
í búð Sigursteins kaupmanns, og
eru þar dregnar upp svipmynd-
ir af slíkum viðskiptaháttum, sem
munu hafa tíðkazt hér fyr-
ir hálfri öld eða svo. I þeirri
lýsing er margt skemmtilegt og
fátt með ólíkindum. Og sem
heild er sögusviðið — þorpið
ekki viðsfjarri raunveruleikan-
um, þó það sé bæði séð og heyrt
gegnum upptendruð skilningar-
vit næmgeðja unglinga. Að
sönnu er það hvergi margbrot-
ið. Höfundur tekur mið frá einu
sjónarhorni. Söguhetjur eru fá-
brotnar að gerð, annaðhvort
eindregið góðar eða illar. En
gerð þeirra ber að sama brunni
og heildina: i sögunni opinbera
þær einungis þá fleti, sem að
systkinunum vita; í skiptum sin-
um við þau auglýsa þær inn-
raíti sitt, annað er ekki látið
skipta máli. Fyrir þá, sem hafa
mætur á eldri skáldsögum Krist-
manns, getur Brosið verið kær-
komin lesning, þó það að vísu
jafnist ekki á við hans mestu
verk eins og Ármann og Vildísi
og Morgun lífsins. Allt um það
er Kristmann hér kominn heim,
ef svo má segja: aftur tekinn til
við sín gömlu efni; og á aðskota-
efnum, sem mjög hafa blandazt
við sumar sögur hans á seinni
árum (yfirnáttúrulegir hlutir,
stríð við gagnrýnendur o. s.
frv.), ber hér ekki mikið. Yfir-
náttúrlegum hlutum er i hóf
stillt, og andstreymi á líðandi
stund sækir nú hvergi að höf-
undinum. Til samanburðar koma
mér í hug sögur eins og Góu-
vróður og Ströndin blá, báðar
fremur stuttar, báðar einfaldar í
sniðum, andheitar. Og ekk-
ert látið skyggja á aðalkjam-
ann. Þannig er Brosið.
Kristmann er í eðli sínu róm-
antískur höfundur, snýst jafnan
ófimlega við samtíðinni, en sér
hið fjarlæga i hillingum, og er
þar með einkar lagið að segja
sögu af því, sem er rækilega lið-
ið. Sannast það kannski hvað
gerst á annsögu hans sjálfs, sem
er langbezt fyrst, en daprast eft-
ir því sem nær dregur litverp-
um hversdagsleika liðandi
stundar og endar í fjasi.
í Brosinu hefur Krist-
manni aftur tekizt að endur-
vekja hið liðna, aftur tekizt að
skapa söguhetjur, sem lifa, finna
tiil, elska og skynja heiminn með
ástföngnum augum sínum — sjá
hann þá náttúrlega ýmist i rós-
rauðum bjarma eða koldimmum
skugga — eða með öðrum orð-
um: honum hefur aftur tekizt að
senda frá sér nokkum veginn
ósvikinn Ki istmannsróman,
viðmiðunarástæðan — og er hún
ekki hættuminnst.
Þegar ein stétt knýr fram
kauphækkanir umfram aðra
í frjálsum samningum, leiðir það
venjulega til þess, að allir aðr-
ir miða við þessar hækkanir og
krefjast hins sama eða jafnvel
ívið meira, þvi að hlutfallið megi
ekki raskast.
Oft hafa stjórnvöld, ekki sízt
á tímum Viðreisnarstjórnarinn-
ar, leitazt við að breyta hlut-
falli launa hinum lægst launuðu
í hag. En venjulega hefur reynzt
vera við ramman reip að draga,
því að hinir betur stæðu hafa
komið í kjölfarið og stund-
um jafnvel náð lengra en þeir,
sem fyrst og fremst þurftu á
kjarabótum að halda.
(Ljósim. Mbl.: Ól. K. M.)
En aldrei fyrr hefur það gerzt,
að löggjafinn hafi raskað kjör-
um i þjóðfélaginu með þeim
hætti að lögbinda meiri hækkan
ir til þeirra, sem betur eru sett-
ir en hinir lægra launuðu hafa
fengið í frjálsum samning-
um. Þetta er einsdæmi, og vinstri
stjórnarinnar, „stjórnar hinna
vinnandi stétta“ mun lengi verða
minnzt vegna þessarar ráða-
breytni.
Hver verður
afleiðingin?
Von er að menn spyrji, hver
muni verða afleiðingin af því, að
Alþingi Islendinga ákveður með
valdboði að veita þeim, sem
hærri launin hafa á togaraflot-
anum, meiri kjarabætur en hin-
um, sem verr eru settir. Aug-
ljóst er, að til þessa mun verða
vitnað í samningum þeim, sem
framundan er að gera. Þar munu
og margir skella skollaeyrunum
við þeim röksemdum, að í þjóð-
félaginu séu láglaunastéttir, sem
fyrst og fremst þurfi að hugsa
um. Menn munu segja stutt og
laggott: Alþingi íslendinga og
ríkisstjórnin hafa ákveðið, að
launamismunurinn sé of lít-
ill. Þeir hærra launuðu þurfi að
fá meiri hækkanir en hinir, sem
við erfiðari kjör búa.
Ef launaröskunln hefði átt sér
stað í frjálsum samningum, hefði
mátt þrátta um það, að þessi eða
hinn hefði samið af sér
eða vinnuveitendur hefðu neyðzt
til að beygja sig. En þegar sjálft
ríkisvaldið hefur forustuna, er
ekki hægt að koma við þessum
rökum. Þá er það mörkuð stefna
af æðstu valdhöfum landsins að
mismuna mönnum með þessum
hætti. Engu er líkara en að það
séu álög á þessari vandræðarík-
isstjórn að þurfa að klúðra
hverju máli, seim húm fcemur ná-
lægt. Ráðherrunum átti að vera
ljóst, að togaradeilan var ekki
á milli togai asjómanna og útgerð
armanna, heldur ríkisvaldsins
annars vegar og allra beirra,
sem atvinnu hafa af togaraút-
gerðinni, hins vegar. Stjórninni
hefur ekki tekizt að tryggja
rekstrargrundvöll togaranna,
þrátt fyrir að útflutningsverð-
mæti afurða hefur tvöfaldazt á
stuttu árabili — og jafnvel meir.
Þessi atvinnuvegur er kominn í
strand, vegna rangrar stjórnar-
stefnu og mjög þrengir að
á flestum sviðum öðrum. Raunar
er engin vissa fyrir þvi, að þessi
löggjöf muni leiða til þess, að
togaraflotinn verði rekinn af
þrótti næstu mánuði. Þvert á
móti liggur fyrir, að nettórekstr-
artap togaranna var s.l. ár 99
milljónir, og hagrannsókna-
deild Framkvæmdastofnunarinn-
ar spáir, að hallinn verði 176
milljónir á þessu ári. Ríkisstjórn
in hefur engar ráðstafanir gert
til þess að greiða fram úr þess-
um vanda, og þess vegna er það
áreiðanlega rétt, sem Sverr-
ir Hermannsson vék að í um-
ræðunum á Alþingi, að viðskipta
bankarnir muni hugsa sig um
tvisvar, áður en þeir leyfa tog
urunum að leysa landfestar, þeg
ar ekkert liggur fyrir um það,
hvernig þeir eiga að standa und
ir þessum halla.
Hannibal
„í forustuliði
stjórnarandstöðu-
flokkanna“
I tilefni af þeirri yfirlýsingu
Hannibals Valdimarssonar, að
hann væri því hlynntur, að við
sendum málflytjanda til að verja
og sækja mál okkar fyrir Haag-
dómstólnum, hélt framkvæmda-
stjórn Alþýðubandalagsins fund
um landhelgismálið og sam-
þykkti þar einróma ályktun, sem
hefst á þessum orðum:
„Að gefnu tilefni vekur Al-
þýðubandalagið athygli þjóðar-
innar á því, að í forustuliði
stjórnarandstöðuflokkanna eru
ýmsir, sem vinna nú að því af öll
um mætti að hvikað verði frá
þeirri stefnu í landhelgismálinu,
sem islenzka þjóðin mark-
aði sjálf í siðustu Alþingiskosn-
ingum og Alþingi féllst einróma
á þann 15. febrúar 1972, enda
ýmsir þeir sömu sem stóðu að
uppgjafarsamningnum árið
1961.“
Ekki er ofsögum af því sagt,
að skörin sé farin að færast upp
í bekkinn. Öllum er ljóst, að „til-
efni“ það, sem kommúnist-
ar víkja að í ályktun sinni, er
yfirlýsing Hannibals Valdi-
marssonar. Og kommúnistar
segja, að hann sé „í forustuliði
stj órnarandstöðuflokkanna“. Þar
með er því beinlínis slegið föstu,
að Samtök frjálslyndra og
vinstri manna séu stjórnarand-
stöðuflokkur, en ekki stjórnar-
flokkur. Og einn af ráðherrun-
um er orðinn andstæðingur
þeirrar stjórnar, sem hann á
sjálfur sæti i!
Segi menn svo, áð ekki sé lif
og fjör í stjórnarherbúðunum.
„Tvískinnungur
boðar feigð Fram-
sóknarflokksins“
Þessa fyrirsögn gaf að líta á
eftirfarandi klausu í Tímanum
s.l. þriðjudag, og birtist hún á
síðu Sambands ungra framsókn-
armanna:
„Ekki skulu stjórnendur
Framsóknarflokksins ala með
sér þann misskilning, að þeir
hæni að sér ungt fólk með því
að sviðsetja fyrir það glæsileg-
ar fjöldasamkomur, sem siðan
eru ekkert annað en blekking.
Ef þeir hins vegar halda, að sú
sé leiðin, þá vakna þeir upp við
vondan draum innan tiðar.“
Þarna er verið að fjalla um
varnarmálin og þá ákvörð-
un vissra þingmanna Framsókn-
arflokksins að standa gegn brott
rekstri varnarliðsins. Ungu
mennirnir halda þvi fram, að það
sé í andstöðu við yfirlýsta
stefnu flokksþings framsóknar
og eru hinir illvígustu. Þeir
vita, að þessir framsóknarmenn,
sem þeir eiga við, munu ekki
breyta um skoðun. Þeir hafa lýst
þvi afdráttarlaust yfir. Engu að
siður tala þeir um, að þetta boði
feigð flokksins.
Það eru hvorki Morgunblað-
ið né Sjálfstæðisflokksmenn, sem
nú segja, að Framsóknarflokk-
urinn sé feigur, nei það eru ung
ír framsóknarmenn, sem telja
daga hans talda. Raunar er nú
ekki ástæða til að taka svo djúpl
í árinni, en hitt er víst, að
hraustlega flísast nú utan úr
flokkshræinu dag hvern.