Morgunblaðið - 25.03.1973, Side 23

Morgunblaðið - 25.03.1973, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1973 23 t'lytja Alþingis- hátíðarkantötu Emils Thoroddsen SINFÓNÍUHLJÓMSVEIX ís- lands, Kartakórinn Fcstbræður og Óratóríukórlnn, ásamt ein- söngrvurunum Elísabetu Erlings- dóttur, Kristni Hallssyni og Magrnúsi Jónssyni, flytja Alþing- ishátíðarkantötu Emils Thorodd- sen og Ðaviðs Stefánssonar frá F'agraskógi í Háskólabíói fimmtu daginn 29. marz klukkan 20.30. Þulur verður Óskar Halldórsson lektor, en Ragnar Björnsson stjórnar flutningi. Óratoríukór nn var stofnaður 1. maí 1971 af Ragnari Bjöms- syni og þátttakendum námskeiðs í nótnalestri og söng, sem Dóm- kirkjan efndi til ári fyrr. Eru í honum um 60 manns. Hóf kórinn æfingar á kantöt- unni sl. haust og hefur æft fleiri verk, sem síðar verða flutt, svo sem Stabat Mater á föstudaginn langa. Alþinigishátíðarkantötu sina lauk Emil Thoroddsen ekki við, en hann lézt árið 1944. Verkið er, eins og nafnið gefur til kynna samið til flutnings fyr- ir Alþingishátíð na 1930, en af þvi varð ekki, þar sem það hlaut önnur verðlaun. Formað- ur dómnefndar, Carl Nielsen, lauk sérstöku lofsorði á hana, og kvað margt i henni bæði fagurt og frumlegt. Dr. Victor Urbancic fullgerði hana eftir uppkasti höfundar er hann var allur, en þeir voru nán- ir samstarfsmenn, og vissi hann meira um verkið, að sögn fram- kvæmdastjóra Sinfóníuhljóm- sveitarinnar, en aðrir. Var kantatan frumflutt í þeim búningi árið 1954, á 10 ára ártíð tónskáidsins, fyrst i Þjóðleikhús- inu og síðan á Austurvelli 17. júní sama ár. Ófulikom'n upp- - Allar á Austurvöll Framh. af bls. 31 Húsmæður tilheyra öllum stéttum og stjórnmálaflokk- um, og mótmæli okkar eru á engan hátt tengd pólitík. Við viljum aðeins vernda heimili okkar og bæta kjör hins al- menna neytenda, það er allt og sumt. Húsmæður hefðu átt að láta til skarar skriða löngu fyrr, og það gleður mig, að sam- staða hefur loksins náðst á meðal okkar. Það ætti ekki að vera vand- kvæðum bundið að hafa mjólkurlaus heimili nokkra daga í senn, mjólkurþamb ís- lendinga hefur hingað til ver ið allt of mikið og er í raun- inni óhollt. Og kartöflurnar, sem nú fást í verzlunum eru skemmdar og illa nýtanlegar, og þess vegna alveg tilvalið að nota annað grænmeti i þeirra stað. Ásthildi fannst einnig, að nú væri tími til kominn að húsmæður hættu að skamm- ast sin fyrir að vera „bara“ húsmæður, og þær finni að þær hafi rétt til að gagnrýna það sem miður fer, eins og hver önnur þjóðfélagsstétt. — Við verðum að vernda hag heimilanna og binda enda á áralanga þögn okkar. taka er til frá þessum tíma, en sú upptaka, sem nú verðu.r gerð samtimis flutningi í Háskólabíói, er ætluð til flutnings og varð- veizlu. Á þessu ári hefði Emil Thor- oddsen orðið 75 ára. Raignar Björnsson skýrði fréttamönnum frá því, að verkið hefði hertekið sig, og tónskáldið hefði haft ótrúlega dirfsku í tónum til að bera, i verkinu væri ógnarkraft- ur fólginn, sem hann voaaðist til að kæmi fram í flutningi. Kantatan er 12 þættir alls, — og er það mín skoðun, sagði Ragnar, að Urbancic hafi bjarg- að verkinu frá glötun, en þetta hafi verið eitt af mörgu, sem hann afrekaði hér á landi. Hann hefði orðið sjötugur á þessu ári. 3610 til lands- ins í febrúar 1 MÁN AÐ AR YFIRLITI útlend- ingaeftirlitsins fyrir febrúar- miánuð kemur fram, að alls komu 3610 manns til landsins í mánuðinum. Af þe'm voru 1202 íslendingar og 2408 útlendingar. 3597 komu með flugvélum, en 13 með skipum. Af útlendingum voru Bandaríkjamenn i mikluim meirihluta, en þeir voru samtals 1156, flestir svokallaðir viðdval- arfarþegar Loftleiða Óskar Halldórsson, Elísabet Erlingsdóttir, Ragnar Björnsson, Kristinn Hallsson og Magnús Jóns- son. — Ljósm. Ól. K. Mag. • • FLUGFELOG KEYPTU ENN 47 TRISTAR ÁRIÐ 1972 Það dregur úr hávaða í 3 álfum - Sigurganga TriStar hélt áfram árið 1972. All Nippon Airways í Japan pantaði 21 þotu. ANA er níunda stærsta flugfélag í heimi og f.yrsta Asíuflugfélagið sem pantar 3ja hreyfla breiðþotu. British European Air- ways (BEA) pantaði 18. Delta Airlines bætti sex þotum við pöntun sína. Þýzka leiguflugfélagið LTU pantaði tvær. (Það er önnur pöntunin frá slíku flugfélagi. ■Brezka leigufIugfélagið Court Line pantaði fimm TriStar þotur 1971). Nú hafa verið keyptar hjá okkur 199 þot- ur af þessari gerð. Þá hafa sex af stærstu flugfélögum heims valið TriStar: Air Can- ada, ANA, BEA, Delta, Eastern og TWA. '''' ' - - PSA, leiguflugfélag í Kaliforníu, hefur einnig kosið L-1011. Pantanir 1972 voru fyrir meira en 850 milljón dollara. Mest er þó um vert hversu TriStar dregur úr hávaða, hljóðmengun. Áðuren L-1011 kom inn í flugsamgöng- urnar í fyrra hafði Sameiginlegt flugráð Bandaríkjanna, FAA, staðfest að TriStar ér hljóðlátasta risaþota í heimi. Til þessa hafa 20 þotur verið afhentar Eastern, TWA og Air Canada. Við afhendum 34 í viðbót á þessu ári. Þetta þýðir allt annað líf fyrir fólk sem lifir og starfar í nánd Lockheed L-1011 við flugvelli. Hljóðlátasta risaþotan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.