Morgunblaðið - 06.04.1973, Side 1
32 SIÐUR
81. tbY 60. árg. FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1973 Prentsmiaja Morgunblaðsins.
Fyrir skönimu komst upp uin mikið vopnasmygi til Irska lýðveldishersins (IRA), er vest-
ur-þýzka skipið „Claudia" var tekið úti fyrir íriandsströndum með mikið magn af vopnum
um borð. Hér sést Giinter I.einháuser, maðurinn, sem skipulagði vopnasmyglið, niður við höfn
í Hamborg, þar sem Claudia liggur bundin við bryggju.
Kambódía:
Bólusótt
í Bretlandi
Þrír hafa veikzt - Umfangsmiklar
varúðarráðstafanir byrjaðar
London, 5. april NTB.
BREZKA heilbrigðismálaráðu-
neytið staðfestl í dag, að þrjú
bólusóttartilfelli hefðu komið
upp í London. Hóf ráðuneytið
þegar ýmsar ráðstafanir í því
skyni að koma í veg fyrir far-
aldur. í tilkynningu frá ráðuneyt
inu var hins vegar sagt, að eng-
in ástæða væri til ótta vegna
þessara tilfella. Unnt ætti að
vera að koma í veg fyrir meiri
háttar faraldur.
Bólusóttin nú á rót sína að
rekja til 23 ára gamallar konu,
sem sennilega komst í snertingu
við bólusóttarbakteríur á rann-
sóknastofu, þar sem hún starf-
aði. Síðar voru ung hjón lögð
inn á sjúkrahús með bólusótt.
Það er vitað, að þau höfðu kom-
ið á læknastofur þær, þar sem
konan starfaði.
Tilkynning brezka heilbrigðis-
málaráðuneytisins nú kann að
valda því, að önnur lönd í Evr-
ópu og víðar kunni að krefjast
bólusetningar á því fólki, sem
fer til Bretlands eða kemur það-
an. Mörg flugfélög hafa þegar
mælt með þvi við farþega sína,
að þeir láti bólusetja sig.
Bólusótt hefur ekki komið upp
í Bretíandi að neinu marki frá
árinu 1962, en þá létust 26 manns
í London og svæðinu umhverfis
úr bólusótt.
Leitinni að
Anitu hætt
Ákaft barizt á veg-
um við Phnom Penh
Kommúnistar herða umsátrið —
Skipalest á leiðinni með vopn
og vistir til stjórnarhersins
Phnom Penh og Saliigon,
5. apri'l. — NTB-AP
• MIKIL skipalest var í kvöld
á siglingu norður Mekong-
fljótið í því skyni að reyna að
rjúfa umsátur það, sem her-
sveitir kommúnista hafa byrjað
um Phnom Penh, höfuðborg
Kambódíu. I skipalestinni eru
12 skip, bæði vöruflutningaskip
og oliuskip og eiga þau að sjá
stjórnarhernum í Phnom Penh
fyrir eldsneyti, matvadum og
hergögnum.
9 Stjórnarherinn í Kambódiu
átti í dag í höggi við herlið komm
únista á öllum þeim vegum, sem
liggja inn í höfuðborgina. Stjórn
arhernum hafði orðið mest
ágengt meðfram Mekongfljót-
inu, en það hefur verið lokað
skipiim síðustu 9 daga. Þrátt
fyrir það að stjórnarhernnm
hafði tekizt að ná aftur á sitt
vald sex km löngu svæði með-
fram fljótinu, er mikili meiri
hluti Mekongfljótsins enn á
valdi kommúnista.
Bandarísk stjórnvöld skýrðu
svo frá í dag, að þau væru reiðu
búin til þess að koma upp um-
fangsmikilli loftbrú til Phnom
Penh í því skyni að flytja þang-
að birgðir hvers kyns nauðsynja,
ef kommúnistum tækist að loka
öllum aðflutningsleiðum til borg-
arinnar. Eldsneytisbirgðir og aðr
ar nauðsynjar hafa gengið mjög
til þurrðar síðustu daga í höfuð
borginni. Stjórn landsins hefur
lýst yfir neyðarástandi.
Skipalestin, sem greint var
frá að framan, var í kvöld
enn á þeim hluta Mekongfljóts-
ins, sem tilheyrir Víetnam og
kemur væntanlega ekki inn á
þann hluta, sem tilheyrir Kam-
Framh. á bls. 31
Stavanger, 5. apríl NTB.
ALLRI virkri leit að skipinn
„Anitn“ er nú hætt, en skip og
flugvélar í nálægð við það svæðl,
þar sem skipið hefði átt að vera,
hafa samt verið beðin um að
svipast um eftir skipinu.
Leitin að Anitu hefur staðið
yfir frá 22. marz sl. Skipið var
með 32 manns um borð og hefur
ekkert til þeirra heyrzt eða
spurzt frá þeim tima. Systur-
skip Anitu, „Norse Variant"
fórst i síðasta mánuði á svipuð-
um slóðum og síðast spurðist til
Anitu. Á Norse Variant komst
aðeins einn maður af, en yfir 30
manns voru á skipinu.
Sigldu burt
af slysstað
Frönskum togara sökkt af
sovézku flutningaskipi
Ný aðferð við gláku:
Laser-geislum beitt
i stað uppskurðar
Washingtoni, 5. april AP.
FIMM mínútna meðferð með
Laser-geislum í stað áhættu-
sams uppskurðar má beita
með árangri gegn gláku, sem
er algengnst orsök blindu í
heiminum nú. Skýrði dr. Mic-
hal Krasnov, prófesisor við
augnlækningadeild læknahá-
skólans í Moskvu frá þessu á
heilbrigðisráðstefnu í Was-
hington í dag. Aðferð hans
byggist á keðjugeislun og eru
í hverju geislaskoti nokkur
milljón vött. Þessi geislaskot
gera örsmáar holur án þess
að orsaka bruna undir augn-
himnunni og losa þannig
þrýsting frá vökvnm innan
atigans, sem em helzta orsök
glákunnar.
Krasnov slkýrði svo frá, að
svo virtiist, sem tekizt hefði
að halda sjúkdómnum í
skefjum, þar sem sjúkling-
arnir hefðu elia staðið firammd
fyrir „síðasta tækifæri" sínu.
Þá sagði hanm ennfremur, að
þessari aðferð mætti beita, án
þess að .sjú'kliingarnir yrðu
lagðir á sjúkrahús, því að hún
tæki eMtí nema fitmm mínút-
ur í hvert sinn.
Dr. Carl Kupfer, fram-
kvæmdastjóri augnlækninga-
deiidar bandariska heilbrigð-
isráðuneytisiris sagði, er hon-
um vatr skýrt frá skýrslu
Krasnovs, að hún væri mjög
attiyglisverð, en að enn yrði
að líta á hana sem á tilrauna-
stiigi. Kvaðst hann myndu
fara til Moðkvu siíðar á þessu
ári í þvi slkyni að kynnast að-
ferð Krasnovs af eigin raun.
Um 750.000 manns þjást af
glálku á ýmsmm stigum
í Bandaríkjunum. Frumotr-
sakir sjúkdómsins eru enn
ókunnar, en hann lýsitr sér á
þann veg, að þrýstingurmn á
auigasteininium vex vegna sí-
vaxandi vökva, sem að öllu
sköpuðu leika um imnri hluta
augans.
Brest, 5. apríl. AP.
FRANSKUR tundurspillir stöðv-
aði í dag sovézkt flutningaskip
á Atlantshafi og sendi menn um
borð, seni skipurtu áhöfninni að
snúa skipinu við og sigla lil
franskrar hafnar. Ástæðan var
rökstuddur grunur um, að sov-
ézka skipið hefði siglt á fransk-
an togara og sökkt honum. Með
togaranum, sem bar nafnið
„Dany Gerard“, fórust sex
manns.
Frönsk flotayfirvöld skýrðu
svo frá, að sovézka skipið hefði
verið stöðvað, eftir að þyrla frá
franska flughernum hefði tekið
ljósmyndir af því, þar sem skýrt
komu fram merki á skips-
skrokkmum um árekstur. Þetta
sk'p, „Juzenny Burg“, hafði til-
kynmt gegnum útvarp, að togar-
inn hefði sokkið, án þess að
gefa nokkrar frekari upplýsing-
ar. Sovézka skipið var um kyrrt
á áreksturssvæðinu fram til kl.
9 í morgun, en hélt þá áfram
för sinni í norðvesturátt.
Þegar hér var komið, ákváðu
frömsk flotayfirvöld að grípa til
sinna ráða og stöðva sovézka
sk'pið. TundurspUlirinn „Le
Corse“ og varðskipið „Le
Cantho" voru send í veg fyrir
Juzenny Burg og er þau náðu
sovézka skipinu, semdu þau
menn um borð i það. Síðan var
sovézka skipinu snúið við og því
s:glt áleiðis til Brest.
Björgunarskip fundu síðan
brak og ýmsa hluti úr franska
togaranum en engan úr áhöfm-
inni, sem var sex manns sam-
kvæmt framamisogð'u.
*•••
Fréttir 1, 2, 3, 5, 10, 11, 31 32
Mismunun í skatta-
málum 1617
N.Y.T : Minnisvarðar
hrakfaranna 17
íþróttir 30