Morgunblaðið - 06.04.1973, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1973
V estmannaey j ar:
Unnið að viðgerð
vatnsleiðslunnar
Deilt um brottflutning
tækja úr frystihúsum
Vestmartnaeyjum í gærkvöldi.
Frá Pétrá J. Eirikssyni.
GOS hefur verið með miunsta
móti tindanfarinn sólartiring og
hrannrennsli í hænum ekkert,
enda kælingu stöðugt haldið
áfram. Þá er unnið að því að
koma vatnsveitu bæjarins í
eðlilegt horf, en vatnsleiðslan
hefur verið slitin að undan-
förnu.
Herjólfur kom hingað til
Eyja í kvöld og með honiim um
70 rör, sem tengja á v.‘ð vatns-
leiðsluna úr landi, en hún lenti
undir hrauni við inntakið hjá
sundiauginni fyrir skönrrmu.
Vatn hefur því verið af skornum
skammti. Unnið, hefur verið í
allan dag að undirbúningi og
verður stöðugt haldið áfram, þar
tU tengingunni er lokið. Að sögn
•Páte Zóphaniassonar, bæjarverk-
fræðings, verður það þó ekki
fyrr en í fyrsta lagi síðdegis á
morgun. Leiðslan verður lögð
meðfram þróm Hraðfrystistöðv-
arinnar og tekin i land við Naust
hamarsbrygjgju, Þar verður hún
tengd bæjarkerfinu. Þegar þvi
er lok.ð á vatnsmagn í bænum
að vera orðið nægilegt.
Nokkur ágreiningur hefur ris-
ið vegna hugsanlegs brottflutn-
ings véla og tækja hraðfrystihús
anna Eyjabergs og Vinnsiustöðv
arinnar. Vilí stjórn Viðlagasjóðs,
að vélarnar verði fluttar í land,
en eigendur frystihúsanna telja
ekki ástæðu til þess, þar sem
þeir álíta þau ekki í bráðri hættu
þar sem þau standa, hvorki
vegna hrauns né öskufalls. Aft-
ur á móti teíja þeir að tækin
myndu liggja undir skemmdum,
þar sem þau yrðu geymd i
yöruskemmu í Reykjavík og
benda ennfremur á, að brott-
flutningur þeirra mundi tefja
fyrir því, að atvinnulíf í Vest-
mannaeyjum múni komast í eðli
legt horf eftir að gosinu lýkur.
Þetta mál verður væntanlega
leyst einhvern næstu daga.
Ný tillaga íslenzku
sendinefndarinnar
— á fundi undirbúningsnefndar
hafréttarráðstefnu S.Þ.
ÍSLENZKA sendinefndin á
fundi undirbúningsnefndar haf-
réttarráðstefnu Sameinuðu þjóð
anna bar í gær fram nýja tillögu
um heimild strandrikja til að
ákveða mörk lögsögu og yfir-
ráða yfir auðlindum á hafsvæð-
um utan landhelgi þeirra.
Tillagan hljóðar þannig:
„Strandríki er heimilt að
ákveða ytri mörk lögsögu og yf-
irráða yfir auðlindum á hafsvæð
um utan landhelgi þess. Ytri
ínörk svæðisins skulu ákveðin
tnnan sanngjamrar fjarlægðar
með hliðsjón af landfræðileg-
um, vistfræðilegum, efnahags-
legum og öðrum aðstæðum á
staðnum, sem máli skipta og
skulu ekki ná lengra en 200 sjó-
milur.“
Hans G. Andersen, sendiherra,
formaður íslenzku sendinefndar-
innar, sagði m.a. í ræðu sinni við
þetta tækifæri:
„Aðalatriði tillögunnar eru
annars vegar að sérstök lögsaga
yfir auðlindum strandsvæðisins
miðað við þarfir er nauðsynleg
og hins vegar að víðátta slíkrar
lögsögu ætti að miðast við allar
aðstæður á staðnum, sem máli
skipta og gæti hún þvi verið mis
munandi i ýmsum tilvikum. ís-
lenzka sendinefndin hefur áður
lýst stuðningi við svipaðar tál-
lögur, sem sendinefpd Kenýa
hefur lagt fram, og vill lýsa
stuðningi við meginstefnu þá,
sem fram kemur í tillögum sendi
nefnda Colombiu, Mexíko og
Venezuiela. Umræður í þessari
nefnd hafa til þessa sýnt vax-
andi stuðning við sérstaka lög-
sögu og yfirráð strandríkja yfir
auðlindum undan ströndum. Við
leggjum fram tillögu okkar til
að koma á framfæri sjónarmið-
um ríkisstjómar íslands í meg-
inatriðum og til að stuðla að end-
anlegri samræmingu sameágin-
legra höfuðmarkmiða."
525 manns dæmdir í
Sakadómi árið 1972
525 MANNS hlutu dóm í Saka-
dómi Reykjavíkur á árinu 1972,
þar af 111 óskilorðsbundinn
fangelsisdóm. Kom þetta fram í
erindi, sem Þórður Björnsson,
yfirsakadómari, flutti á fundi
Lögfræðingaielags íslands á mið-
vikudagskvöldið.
Erúndi Þórðar fjallaði um dóm-
Danskir frí-
múrarar gefa
ÁÐUR hefur verið greint frá
mörgum framlögum í Vest-
mannaeyjasöfnunina frá frí-
múrarafélögum hér á landi,
Norðurlöndum og Þýzkalandi.
Til viðbótar afhenti Gunnar
Möller, hil., Rauða krossinum
145.000,00 danskar krónur
(2.3 millj. kr.) í Vestmanna
eyjasöfnunina. Er framlagið
árangur söfnunar, sem danska
frímúrarareglan efndi til með
al félaga sinna.
(Frétt frá Rauða krossinum.)
stóla og fjölmiðla og kom hann
þar m.a. fram með hugmyndir
sínar um birtingu frétta af upp-
kveðnum dómum. Sagðkst hann
hallast að því, að dómstólarnir
hefðu frumkvæði að því að veita
fjölmiðlum fréttir af fitmm teg-
undum uppkveðinna dóma í opin-
berum málum: 1. Óskilorðs-
bundnum fangelsisdómum. 2.
Dómium vegna brota í atviinnu-
skyni, t.d. verðlagsbrota og stór-
fellds smygls. 3. Ævilangri svipt-
ingu ökuleyfis eða annars leyfis
eða réttar til að öðlast sifi'kt teyfi.
4. Sýknudómum. 5. Dómum, sem
hefðu almenna þýðingu, t.d. lög-
skýrin gardómum.
Sagðist Þórður hallast að því,
að birta ætti nöfn þeirra, sem
dæmdir væru í óskilorðsbundið
fangelsi, enda væri að jafnaði
ekki um fyrsta brot að ræða,
nema mjög alvarlegt brot væri;
allra þeirra, sem dæmdir væru
fyrir brot í atvinnuskyni, og
allra þeirra, sem sviptir væru
ævilangt ökuleyfi, smásöiuleyfi,
heildsöluleyfi, o.s.frv., eða rétti
til að öðlast slíkt leyfi.
Á blaðamannafundinuni í gær: Sitjandi frá vinstri: Svanbjörn Frímannsson, bankastjórl
Sefflabankans, Sigurffur Jóhannsson, vegamálastjóri, Helgi Hallgrímsson, deildarverkfræðingur
hjá Vegagerðinni og standandi frá vinstri eru: Björn Hermansson, Sveinbjörn Hafliðason og
Stefán Þórarinsson, aðaigjald keri Seðlabankans. Ljósmynd Mbl. Valdís.
130 millj. kr.
happdrættisskuldabréf
— vegna yegaframkvæmda á Skeið-
arársandi, sem eru í fullum gangi
ÞRIÐJUDAGINN 10. apríl n.k.
hefst sala á happdrættisskulda-
bréfum ríkissjóðs, flokki B, sam-
tals að upphæð 130 milljónir
króna. Andvirði þessa happdrætt-
teláns verður varið til að kosta
vegagerð á Skeiðarársandi, sem
nú stendur yfir og er vel á veg
komin.
Upphaf'ega var kostnaðaráætl-
unin á vegagerð yfir Skeiðarár-
sand 500 mi'IIj. kr. og var sú
áætlun gerð í janúar 1972, en
vegna verðhækkana síðan er
kostnaðaráætlunin komin upp í
700 miillj. kr. í ár er áformað að
vinna fyrir 390 millj. kr., en 90
manns vinna nú á söndunum við
framlkvæmadir. í sumar á m.a. að
leggja vegiran yfir sandana, um
25 km vegalengd. í þann veg
verður ekrð 100 þús. teniingsmetr-
um af grjóti, en þess má geta
að stálið í brýrnar yfir árnar
á söndunum vegur um 1600 tonn
og sementið i brýmar vegur
1000 tonn. Unnið hefur verið af
kappi í vetur við byggingu
brúnna yfir Gígju og Súlu og að
sögn vegamálastjóra, Sigurðar
Jóhaninssonar, hafa þær brýr,
sem lokið er við verið byggðar á
þurru. Brúin á Súlu er 420 metra
löng og brúin á Gígju er 380
metra löng. Verið er að byrja
á gólfinu á Súlubrúnmi.
Happdrættisbréfin eru verð-
tryggð og hægt er að fá þau í
sérstökum gjafabréfum.
Þeas má geta að enn eru ósótt-
ar í vinningum 1150 þús. kr. úr
síðasta útboði og þar af er 500
þús. kr. vinmingur á nr. 18872 og
fjórir 100 þús. kr vinningar á
nir 67624, 71005, 85501, og 96692
og auk þess eru 25 tíu þús kr.
vinningar ósóttir.
Á blaðamannafundi í gær kom|
það fram að áframhaldandi
framkvæmdir viS vegalagning-
una fara mikið eftir þvi hve vel
útboðinu verður tekið af al-
menningi.
Umfrædd happdrættisskulda-
bréf eru 1000 kr. hvert að upp-
hæð og eru þau tffl 10 ára. Skulda-
bréfi.n eru verðtryggð þanniig, að
af þeiim verða greiddar verð-
bætur við endurgreiðslu eftir
hækkun á vísitölu framfærslu-
kostnaðar á lánstímabihmu. Bréf-
in bera ekki vexti.
Hvert skuldabréf er jafnframt
happdrættismiði, en árlega verð-
ur dregið uim 344 vinmiinga í
happdrætti þessu, samtals að
upphæð 9,1 miillj. króna hverju
sinni. Fer fyrsti dráttur firam
þann 30. júní n.k.
Vinningarnir verða:
2 á 1.000.000 kr. hvor
2 - 500.000 — —
30 - 100.000 — hver
310 - 10.000 — —
Skuldabréf þessi eru undan-
þegin framtaluskyldu og eignar-
sköttum. Vimningar í happdrætt-
iniu svo og verðbætur eru undan-
þegnar tekjuskatti og tekjuút-
svari.
Á síðastliðnu ári var gefinn út
fyrsti flaktkur í happdrættisláini
ríkissjóðs, flokkur A, að upphæð
100 miilljónir króna. Seldust bréf-
in í þeiim flokki upp á nokkrum
dögum. Andvirði þeiirar skulda-
bréfaútgáfu var notað tffl fram-
kvæmda á og við Skeiðarársand.
Hvert bréf í þessum flökíki er
nú orðið 1.170 kr. að verðmæti
vegna vísitöluhækíkunar.
Á árinu 1972 var vegurinn frá
Kiihkjubæjatiklaustri að Lóma-
gnúpi að langmestu leyti byggð-
ur að nýju eða styrktur og end-
urbyggður. Alls voru byggðir 23
km af nýjum vegi, en 7 km voru
endurbyggðir. Á þessuim kafla
voru byggðar sex brýr svo og
Framh. á bls. 31
Kortiff sýnir áfangaskiptin á framkvæmdum við Skciffarársand. Þriðji áfangi er á mlnnstu
svæði, en þar er erfiðast nm vik.