Morgunblaðið - 06.04.1973, Page 17
MQRGUN’BLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1973
17
Minnisvarðar
hrakfaranna
Eftir
C. L. Sulzberger
DENPASER, Indónesíu. — Sú stefna
sem Rússar hafa fylgt, að reyna að
kaupa sér drottnunaraðstöðu í hern-
aðarlegum mikilvægum löndum, hef-
ur verið þeim dýrkeypt, og hún hef-
ur mistekizt jafnherfilega hér í Indó-
nesíu, fimmta fjölmennasta landi
heimsins, og hún virðist hafa gert í
Egyptalandi, þar sem hergögn hafa
ekki nægt til þess að kaupa varan-
leg pólitísk áhrif.
Hér á þessuim víðfeðma eyjaklasa
125 milijóna manna, þar sem eftirlit
er hægt að hafa með slglingarleiðum
frá Japan í austri til Indlandshafs í
vestri og frá Asíu í norðri til Ástra-
líu í suðri, verður ekki þverfótað
fyrir brotnum og ryðguðum minnis-
merkjum gífurlega kostnaðarsamrar
og algerlega misheppnaðrar tilraun-
ar Rússa í þessa átt.
Afleiðingin hefur orðið sú, að
áhrif Rússa hafa stórlega dvínað hér
i Indónesíu, sem hefur orðið sífellt
vinveittari og háðari Bandarikjunum.
Kommúnistaflokkurinn er í molum
og stuðningsmenn Rússa i röðum
hans hafa neyðzt til þess að hafa
eins hægt um sig og stuðnmgsmenn
Kínverja.
Og miklu máli skiptir í ljósi al-
þjóðamála, að þótt það sé yfirlýst
stefna Indónesíu að gæta hlutleysis
og berjast gegn valdablokkum, er
eina meiriháttar skuldbinding lands-
ins í utanríkismálum aðild þess að
ASEAN (Samtökum Suðaustur-Asíu-
þjóða) því öll önnur aðildarríki þess
bandalags hafa gert áþreifanlega her
mállasamninga við vestræn ríki.
Stöan veldi Sukarnos, fyrsta lands-
föðurins, hnignaði og hrundi og valda
ránstilraun kommúnista var brotin á
bak aftur, hefur herinn verið við
stjórnvölinn. Helztu yfirmenn hans
eru útskrifaðir frá bandarískum her-
skólum og margir menntamenn, sem
þeir hafa sér til ráðuneytis við lausn
tæknilegra mála, voru menntaðir í
Bandarikjunum.
Afleiðingin hefur orðið sú, að aft-
ur hefur verið horfið til hugmynda
markaðshagfræðinnar og stefnu sem
samrýmist ekki vitund fyrri vonum
Moskvuvaldhafanna. Þótt mennirnir
í Kreml fylgi ekki eins glæfralegri
stefnu erlendis og Krúsjeff á sínum
tíma, er þeim I nöp við ASEAN, og
þeir hafa stundum gagnrýnt stjórn-
ina hér á þeirri forsendu að hún
lúti forystu „afturhaldsafla sem
stefni staðfastlega að því að endur-
vekja gömlu samskiptin við ríki
heimsvaldasinna."
En jafnvel varfærnislegar tilraun-
ir til þess að kanna áhuga Indónesa
á Brezhnevkenningunni, sem miðar
að þvi að umkringja Kína með þátt-
töku þjóða I Suður- og Suðaustur-
Asiu, hafa verið kveðnar í kútinn.
Suharto forseti sagði við mig: „Við
erum sjálfkrafa andvígir hugmynd-
um eins og BreZhnevkenningunni."
Aðrir embættismenn stjórnarinnar
kvarta undan því, að Rússar „skilji
ekki hugsunargang Asíumanna".
Þetta á áreiðanlega ekki við um þá
ágætlega hæfu stjórnarerindreka,
sem Rússar hafa hér i Indónesíu, en
breytingar á stefnu Sovétstjórnarinn-
ar hafa verið klaufalegar skýrðar.
I árslok 1966, þegar Rússar hættu
aðstoðinni við Indónesíu eftir stór-
Suharto.
felld fjöldamorð á kommúnistum,
námu fjárfestingar Sovétrikjanna og-
tryggra fylgiríkja þeirra rúmlega
einum og hálfum milljarð dollara.
Þegar aðrir erlendir lánadrottnar
féllust á að veita Indónesíu greiðslu-
frest, neitaði stjórnin í Moskvu að
taka þátt í þvi. Seinna náðist sam-
komulag um frest á vaxtagreiðslum,
en viðskipti landanna hafa dregizt
saman. Gremju vakti, að skilmálarn-
ir, sem Rússar buðu, báru vott um
heldur litið veglyndi og að þeirvoru
tregir til að útvega varahluti í vopn.
Samkvæmt upphaflegri áætlun
Krúsjeffs um aðstoðina við Indónesíu
var reist pólsk flugvélaverksmiðja í
Bandung, sem hætti starfsemi sinni
þegar sex flugvélar höfðu veriðfram
leiddar; pólsk sykurhreinsunarstöð í
Atjeh á Súmatra, sem bilaði tveim-
ur dögum eftir að hún tók til starfa;
sovézk stálverksmiðja I Tjiligon á
Jövu, sem hóf aldrei framleiðslu, en
er nú aftur að taka til starfa til
bráðabirgða með vestrænni fjárhags-
aðstoð; sovézk hafrannsóknarstöð í
Ambon, sem hætti starfsemi þegar
hluti hennar hafði verið reistur; sov-
ézkur kjarnakljúfur var settur sam-
an í Bandung en aldrei knúinn; sov-
ézkur þjóðvegur var lagður yfir Kal-
imantan en þurrkaðist út. Eina stóra
mannvirkið, sem er nothæft, er risa-
stór íþróttaleikvangur i Jakarta.
Aðstoð Rússa var að langmestu
leyti i vopnum. Rússar sendu Suk-
arnó gifurlegt samansafn, þar á með-
al 47 herskip, rúmlega 100 flugvélar,
að minnsta kosti þrjá eldflaugaskot-
palla, þyrlur, skriðdreka, stórskota-
vopn og skotfæiri. Þetta glæsilega
vopnasafn er nú að mestu ryðgað og
ónýtt vegna skorts á varahlutum.
Meðal meiriháttar herskipa, sem
voru send, voru 10 kafbátar, fjögur
beitiskip, sjö fylgdarskip, 14 varð-
skip og 12 Kowar eldflaugabátar. Inn
an við helmingur þeirra er nú not-
hæfur og varla það. Allir kafbátarnir
og öli beitiiskipin eru horfin. Satnn-
ingur hefur verið gerður við fyrir-
tæki í Taiwan, sem getur tekið að
sér 12 skip á ári, og nú er verið að
draga skipin til Hong Kong þar sem
þau verða seld í brotajárn.
1 mesta liaigi 20 rússneskar fiug-
vélar eru ennþá í notkun, og þar af
engin sprengjuflugvél og engin MIG-
21. Fjárfestingar Rússa í hermálum
Indónesiu eru í rústum. Þetta er
kannski ekki sambærilegt við áfall-
ið í Egyptalandi, sem lauk þannig
að sovézk hergögn höfnuðu sem
brotajárn i stórum haugum á Sinai-
eyðimörkinni eða voru endursend í
stórum stíl til Sovétrikjanna í fyrra.
En saant sem áður, þar sem þetfta má
telja stórfellda fjárfestingu i heims-
veldisstefnu i nýrri og marxistískri
mynd, eru þessir minnisvarðar hrak-
faranna áhrifaríkir.
f þátttakandi í samvinnufélagi
eða leggja fé i hlutafélag? Það
fer ekkert á milli mála, að sá
sem leggur fé i hlutafélagið
freistar þess að ávaxta sparifé
sitt á hagkvæman hátt. Gróða-
vonin er ótvírætt leiðarljós. En
hvað er sá, sem gengur í sam-
vinnufélag með i huga? Hann
finnur sér beinan eða óbeinan
hag af því.
Annaðhvort með því að fá af-
slátt, stuðla að lækkuðu vöru-
verði, bættri þjónustu með auk-
inni samkeppni o.s.frv. Hann hef
ur fyrr eða síðar fjárhagslegan
ávinning af þátttökunni. Og
hver er þá grundvallarmunurinn,
þegar á allt ei litið? Er það ekki
gróðasjónarmiðið, sem ræður —
nefnt misjöfnum nöfnum? Arð-
ur af hlutabréfum, afsláttur,
lækkað vöruverð eða beinn hag-
ur af viðskiptum. Stefnir þetta
ekki allt að því að bæta fjárhag
þess, sem í hlut á? Hver er þá
munurinn, mætti spyrja. Einhver
kynni að svara: „Hugsjón ræður
hjá samvinnumanninum." Að
hverju stefnir sú hugsjón nú á
tímum? Samvinnuhreyfingin á
Islandi upphófst sem ómenguð
bændahugsjón til þess að létta
ánauð og verzlunareinokun af
bændum landsins, sem þá báru
atvinnuvegi landsmanna uppi.
En árið 1973, þegar Islending-
ar búa við ströng verðlagsákvæði
og Kaupfélag Reykjavíkur og
nágrennis hefur innan sinna vé-
banda langflesta félagsmenn
allra samvinnufélaga landsins,
þá er varla rökrétt að nefna
hreyfinguna „bændahugsjón".
Eða hverjir eru rétthæstir I
hreyfingunni, framleiðendurnir,
neytendurnir eða starfsmenn fé-
laganna? Hljóta ekki að stang-
ast þarna á ólíkir hagsmunir?
Því ekki að viðurkenna stað-
reyndirnar og láta samvinnuhug
sjónina þróast í framtíðinni með
því fjármagni, sem samvinnu-
menn eru reiðubúnir að leggja
fram í von um arð?
HUGARFARSBREYTING
Á ráðstefnu Stjórnunarfélags
Islands, sem haldin var síðastlið
ið haust voru umræðuhópar m.
a. beðnir að svara spurningunni:
Hvaða aðferðir eru vænlegastar
til aukningar eigin fjármagns
fyrirtækja? Einn hópurinn komst
að þeirri niðurstöðu, að þessari
spurningu þýddi ekkert að svara,
því hér væri komið að „tabú-
inu“ í íslenzku þjóðfélagi. Á
meðan gróðinn væri litinn horn
auga og talinn voðalegur, væri
tilgangslaust að ræða í alvöru
um eiginfjáruppbyggingu fyrir-
tækja. Hér þyrfti að verða hug-
arfarsbreyting með íslenzku þjóð
inni, ef atvinnufyrirtækin ættu
að eiga nokkurn möguleika á að
byggja sig upp og ná að gegna
hlutverki sinu.
Við þessi orð þarf engu að
bæta; þau segja allt, sem segja
þarf.
FÖRNIR
Ef nú samvinnumenn opna fé-
lögin fyrir fjárframlögum fólks-
ins i von um ríflegan arð, viður-
kenna gróðavonina sem nauð-
synlegan hvata og álíta hana
samrýmast , hagsmunum fólks-
ins“ svo lengi, sem ekki væri
um að ræða stórgróða og brask
— hverju mundu þeir þá fórna?
Það að menn nytu arðs af við-
skiptum sínum mætti vernda að
einhverju leyti með afslætti
(eins og þegar er gert) og ætla
má, að með einhverjum hætti
mætti tryggja, að fjármagnið
héldist áfram á félagssvæðunum,
svo dæmi séu riefnd um tækni-
leg vandamái, sem hlytu að rísa
við umrædda breytingu og hlytu
jafnframt að verða leyst. Hins
vegár er viðbúið, að örðugra
reynist að sefa þá samvinnu-
menn, sem engu vilja aðlagast
og trúa blint á sömu hugsjón-
ina og uppi var í góðu gildi um
síðustu aldamót. Þeim finnst ef-
laust, að með slikum breyting-
um væri verið að traðka á lífs-
viðhorfi þeirra. En tíminn mun
væntanlega vinna með hinum
nýju viðhorfum.
En þá er að nefna a.m.k. eina
fjárhagslega fórn, sem færa
þyrfti. Með þvi að nálgast hluta-
félagsformið hlytu samvinnufé-
lögin líka að nálgast skattlagn-
ingu hlutafélaganna. Skattaíviln
unum og forréttindum hlyti að
létta við þessar breytingar og
er þarna vissulega um mikil-
vægt atriði að ræða. Eru sam-
vinnufélögin tilbúin að fórna
þessum forréttindum og greiða
meira til hinna sameiginlegu
þarfa? Ekki væri sanngjarnt að
þetta nýja réttarform ætti að
greiða sama og hlutafélög í
skatta. Þær hugmyndlr hafa ver
ið uppi, að almenningshlutafélög
eða svokölluð opin féiög ættu
að greiða minna en lokuð félög,
því að það er „fólkið", sem á
almenningshlutafélögin, en það
er einmitt sú röksemd, sem skatt
fríðindi samvinnufélaga eru
byggð á.
Samvinnuhreyfingin á Islandi
er fjöldahreyfing á okkar mæli-
kvarða með 33 þúsund félags-
mönnum — því skal hún njóta
skattaívilnana. En hvað þá um
opin hlutafélcg eins og Eimskipa
félag Islands h.f.? Það er líka
fjöldafélag með 11 þúsund hlut-
höfum, en nýtur engra ívilnana.
Þarna er um misræmi að ræða,
sem mundi leiðréttast með þess-
ari tvenns konar skiptingu fé-
laga til skattlagningar — í opin
og lokuð félög.
Samvinnufélögin ættu að vera
stolt af því að greiða meira í
hinar sameiginlegu þarfir fólks-
ins og ættu ekki að láta missi
skattaforréttinda hindra sig í að
opna félögin fyrir nútímanum og
viðurkenna staðreyndirnar. Með
því tryggðu þau framtíð sína
á heilbrigðum grundvelli og
mundu eftir sem áður halda
áfram. að gegna lykilhlutverki í
isienzku atvinnulífi.
LANDNÝTINGAR-
RÁÐSTEFNA
DAGANA 6. og 7. apríl n.k. verð-
ur haldin ráðstefna um skipulag
landnýtingar á íslandi. Hefst
ráðstefnan kl. 09 í Kristalsal
Loftleiðahótelrins. Landvemd, —
landgræðslu- og náttúruvemdar-
samtök íslands hafa boðið til
ráðstefnunniar í samstarfi vlð:
Búnaðarfélag íslands, Náttúra-
vemdarráð, Samband ísl. sveitar-
félaga, Skipulagsstjóm rikisins
og Landnýtingar- og land-
græðslunefnd.
Ráðstefnuna mamu sækja um
130 fulltrúar stofnana og félaga
úr öllum landshlutuim. Sam-
kvæmt dagskrá ráðstefnunnar er
ráðgert að flutt verði 25 fram-
söguerindi er á einn eða annan
hátt snerta nýtingu lands og
skipulag landnýtingar.
Tilgangur þessarar ráðstefnu
er, að leiða saman fulltrúa frá
sem flestum aðilum, sem á ein-
hvern hátt gera tilkall til liands-
ins og gæða þess, og mteð starf-
semi sinni hafa áhrif á eðli
landsins og framtíðarviðgang.
Reynt verðu.r að flá yfirlit um
hin ýmisu sjónarmíð varðandi
nýtingu lands, og ræða mögu-
ieika á samraemingu þeirra. Þá
verður einnig rætt um nauðsyn
skipulagstegra og félagslegra að-
gerða til að:
1) tryggja skymsamlega nýtingu
landsins,
2) fyrirbyggja spjöfl á landi
vegna mannlegrar starfsemi,
3) bæta þau sár er hlotizt hafa
af völdum óbiíðrar náttúru,
eða vegna búsetu í landinu.
Teknir verða til umræðu flest-
ir þeir þættir er snerta sam-
skipti þjóðarinnar og landsins,
bæði hinir hefðbundnu, svo sem
landbúnaður, svo og þeir þættir
nútíma þjóðféiags, sem fyrirsjá-
anlega þurfa á auknu landrými
að halda í framtíðinni. Má þar
til nefna aukna byggð á þétt-
býlissvæðum og mannvirkj agerð
utan þéttbýlis, svo sem byggingu
vega, hafna, orkuvera, svo og
einmig vaxandi þörf á landi til
útilífs, íþrótta, ferðalaga ferða-
mannaþjónustu o. fl. Þá verður
reynt að gera sér grein fyrir á
hvem hátt .skynsamieg landnýt-
ing og náttúruvernd geta bezt
farið saman.
I árslok 1971 skipaði landbún-
aðarráðherra sjö manna nefnd
till að vinna að gerð heiidaráætl-
unar um landgræðslu og gróður-
vernd, sivo og alhliöa skipulagn-
iingu ú notkun landgæða. Með
skipun þessarar nefndar var af
hálifu ríkisvaldsins tekin ákvörð-
un um að minnast 11 hundruð
ára byggðar í landinu með stór
átaki á þessu sviði.
Það verikefni sem hér um ræð-
ir er mjög viðamikið og mun
margbrotnara og vandasamara
en flestir gerðu sér grein fyrir.
Landvernd og þeir aðilar sem
að þessari ráðstefnu standa vilja
leggja sltt af mörkum til þess
að þetta starf verði sem árang-
ursríkast. Telja þessir aðilar að
ráðstefna sem fjallar um skipu-
lag landnýtingar á breiðum
grundvelli geti orðið gagnleg til
að samræma aðgerðir allra
þeirra sem að þessum málum
vinna.