Morgunblaðið - 10.05.1973, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1973
JHmogwstirlafrifr
Otgefandi hf. Árvakur, Reykjavlk.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjórl Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjóri og afgreiðsla Aðalstræti 6, sfmi 10-100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22-4-80.
Askriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands.
I lausasðlu 18,00 kr. eintakið.
T andsfundi Sjálfstæðis-
flokksins er lokið og þeir
Jóhann Hafstein og Geir
Hallgrímsson hafa verið end-
urkjörnir forystumenn flokks
ins með meginþorra atkvæða.
Ekki hefur farið fram hjá
neinum, að andstæðingar
Sjálfstæðisflokksins bundu
verulegar vonir við það, að
átök mundu verða um for-
ystu Sjálfstæðisflokksins á
þessum landsfundi. Fulltrúar
á 20. landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins hafa veitt þeim ósk-
kyggjumönnum verðugt svar.
Sú eining, sem fram kom í
kosningu formanns og vara-
formanns undirstrikar þann
samhug, sem ríkti á þessum
landsfundi.
Sjálfstæðisflokknum var
vissulega mikill vandi á
höndum er flokkurinn fór í
stjórnarandstöðu eftir u.þ.b.
13 ára forystu í ríkisstjórn.
Eðlilegt mátti telja, að það
tæki flokkinn nokkum tíma
að laga sig að hinum breyttu
aðstæðum og taka réttum
tökum þau verkefni, sem fyr-
ir hendi eru í stjómarand-
stöðu. Vafalaust hefur gætt
nokkurrar óþolinmæði hjá
mörgum stuðningsmönnum
flokksins vegna þessa, en slík
óþolinmæði á vart rétt á sér,
þegar haft er í huga að
stjórnarandstaða er ekki síð-
ur mikilvægt hlutverk í lýð-
ræðisþjóðfélagi en stjórnar-
forysta.
En 20. landsfundurinn
markaði nokkur þáttaskil í
þessum efnum. Þar var lagð-
ur fram árangurinn af starfi
hinna svonefndu málefna-
nefnda í rúmlega 12 mánuði,
en þær voru skipaðar til þess
að vera miðstjóm flokksins
og þingflokki til ráðuneytis
um stefnumótun á hinum
ýmsu sviðum. Álitsgerðir
þeirra leggja drög að nýrri
stefnuskrá Sjálfstæðisflokks-
ins, sem svo verður gmnd-
völlur að öflugra starfi hans
á næstu mánuðum. Eins og
Morgunblaðið vakti athygli
á í forystugrein sl. sunnudag
er nauðsynlegt að kjósendur
geri sér grein fyrir því, að
þeir eigi tveggja kosta völ,
að Sjálfstæðisflokkurinn hafi
skýrt mótaða og glögga
stefnu, sem höfði til fram-
tíðarinnar, að fólkið í landinu
viti að hverju það gengur
með því að veita Sjálfstæð-
isflokknum á ný forystu
sinna mála.
Þessi málefnalegi þáttur
í starfi Sjálfstæðisflokks-
ins verður aldrei ofmetinn.
Stjórnmálaflokkur, sem lengi
á aðild að ríkisstjórn, getur
átt það á hættu að vanrækja
slíka endurnýjun á stefnu
sinni í samræmi við kröfur
nýrra tíma. Einmitt þess
vegna hefur stjórnarandstaða
talsverða þýðingu fyrir
stjórnmálaflokk. Tímabil í
stjómarandstöðu gefur flokki
færi á að endurmeta fyrri
stefnumið í ljósi hagnýtrar
reynslu á undanfarandi
stjórnartímabili og leggja
grundvöll að þeim megin
stefnumálum, sem fyrirhugað
er að hrinda í framkvæmd,
þegar á ný er tekið við stjórn-
artaumunum. Astæða er til
að vona og vænta þess, að
20. landsfundur Sjálfstæðis-
flokksins hafi komið þessum
mikilvæga þætti í starfi
flokksins á verulega hreyf-
ingu.
Landsfundur Sjálfstæðis-
flokksins veitti þeim forystu-
mönnum, er til forystu voru
kjömir eftir lát Bjama Bene-
diktssonar, þeim Jóhanni
Hafstein og Geir Hallgríms-
syni, ótvíræða traustsyfirlýs-
ingu. Á þeirra herðum öðrum
fremur hefur hvílt sá mikli
vandi að leiða Sjálfstæðis-
flokkinn eftir fráfall svo
mikilhæfs og sterks leiðtoga
sem Bjami Benediktsson var
og eftir þau umskipti, sem
urðu á stjórnmálasviðinu að
loknum þingkosningunum
1971. Það hefur ekki verið
vandalaust fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn að aðlaga sig þess-
um breyttu aðstæðum og í
þeim efnum hefur ekki sízt
reynt á þá Jóhann Hafstein
og Geir Hallgrímsson.
Með lokum 20. landsfundar
Sjálfstæðisflokksins er þetta
tímabil mikilla breytinga og
aðlögunar væntanlega að
baki. Framundan er tímabil
mikilla átaka. Ríkisstjórnin
er á fallanda fæti. Eindregn-
ustu stuðningsmenn hennar
þora engu að spá um það,
hversu langa lífdaga hún á
fyrir höndum. Með vaxandi
styrk verður það verkefni
Sjálfstæðisflokksins að veita
þessari stjóm sterkt aðhald.
En eftir eitt ár kemur að
sveitarstjórnakosningum. Þá
munu sjálfstæðismenn ganga
til kosninga í Reykjavík
undir forystu nýs borgar-
stjóra, sem þegar hefur með
starfi sínu áunnið sér traust
og virðingu allra þeirra, sem
til hans hafa leitað. í þeirri
hörðu orrahríð, sem fram-
undan er, er sú eining, sam-
hugur og styrkur, sem kom
í ljós á 20. landsfundinum,
sá bakhjall, sem byggja verð-
ur á.
AÐ LANDSFUNDI LOKNUM
u
/1
\ \ j '4
s Ví
v / '-r-------------
v/
forum
world features
Japanir og
„norðurhéruðin66
Eftir David Rees
LONDON — Nýtt tímabil hófst í
milliríkjasamskiptum í fjarlægari
Austurlöndum þegar Nixon forseti
hóf sáttaumleitanir sínar við Kin-
verja.
Þannig liðu aðeins örfáir mánuð-
ir frá þvi Nixon fór til Peking í
febrúar 1972 þar til Tanaka, forsæt-
isráðherra Japans, fór að dæmi hans
og færði samskipti Kínverja og Jap-
ana í eðlilegt horf. Vegna þess að
nýtt og óstöðugt ástand hefur skap-
azt í fjarlægari Austurlöndum, hafa
þessir atburðir vakið áhuga Rússa
á Japan, af því að þótt 30 ár séu
liðin frá sex daga stríði Rússa gegn
japanska keisararikinu, hafa stjóm-
irnar í Moskvu og Tokyo ekki und
irritað formlegan friðarsamning.
Það er því ljóst, að í þvi fjór-
veldatafli, sem Bandaríkin, Japan,
Kína og Rússiand þreyta um þess-
ar mundir i norðaustanverðri Asíu,
er Moskvuvaldhöfunum það geysi-
mikið hagsmunamál að bæta sam-
skiptin við stjómina í Tokyo. Slæm
samskipti Rússa og Kínverja undir-
strika kosti og jafnvel nauðsyn þess
að slikt skref verði stigið.
En samskipti Japana og Sovétríkj
anna hafa mótazt og mótast enn af
þrálátu, flóknu og að því er virðist
óleysanlegu deilumáli, sem Japanir
kalla með óljósu orðalagi deiluna
um „norðurhéruðin".
Kjarni þessa vandamáls er stöð-
ugt hernám Rússa á eyjunum Habo-
mai og Shikotan, sem liggja nærri
Hokkaido, nyrztu aðaleyju Japans,
og tilheyra henni landfræðilega.
Nokkrar smáeyjar, sem hevra tii
Habomai-eyjaklasanum, eru aðeins
fimrn kíiómetra frá Hokkaido, Hug-
takið „norðurhéruðin" nær einnig
til tveggja syðstu eyja Kúrileyja-
klasans, sem er í næsta nágrenni,
Eterofu og Kunashiri.
Alla þessa fjóra eyjaklasa tóku
Rússar á sitt vald í ágúst 1945, þeg-
ar þeir æddu með leifturhraða yfir
Mansjúríu, Norður-Kóreu, Suður
Sakahalin og þann hluta Kúrileyja
klasans, sem var enn á valdi Jap-
ana. Árið 1946 voru þessar eyjar
innlimaðar í Sovétríkin, og þeim er
nú stjórnað frá Sakhalin. Með þess-
um atburðum í lok síðari heimsstyrj
aldarinnar var málið útrætt frá
sjónarmiði Rússa.
Var því ekki líka lýst yfir í hin-
um fræga Jalta-samningi í febrúar
1945, sem Roosevelt, Churchill og
Stalín undirrituðu, að „Kúrileyjar
skyldu afhentar Sovétríkj un um“ ?
Deilan um norðurhéruðin hefur
samt sem áður verið mikið mál í aug
um Japana allt frá því heimsstyrj-
öldinni lauk. Hér má þó gera grein-
armun á tveimur syðstu Kúrileyjun-
um, Etorofu og Kunashiri, annars
vegar og Habomai og Shikotan hins
vegar.
Þegar árið 1855 var Kúrileyjum
skipt samkvæmt Shimodasáttmála
japönsku keisarastjórnarinnar og
þeirrar rússnesku. Eterofu og Kuna
shiiri voru fengnar Japain, eyjam-
ar þar fyrir norðan Rússum. Síðan
létu Rússar afganginn af Kúrileyj-
um af hendi við Japani af fúsum
vilja 1875. Ástandið hélzt óbreytt
fram að Jaltaráðstefnunni 1945 þeg-
ar Roosevelt og Churehill hétu Stal-
ín Kúrileyjum að launum fyrir þátt-
töku í Kyrrahafsstríðinu. Eyjarnar
Etorofu og Kunashiri höfðu þannig
alla tíð verið japanskt yfirráða-
svæði.
8. ágúst 1945 sagði Stalin Japön-
um stríð á hendur og krafðist þess
síðan að staðið yrði við loforðið um
afhendingu Kúrileyja. Enginn
greinarmunur hafði verið gerður á
Jaltaráðstefnunni á nyrðri og syðri
Kúrileyjum. Japanir og Rússar kom-
ust síðan að samkomulagi 1956 um
að binda enda á styrjaldarástandið
í samskiptum ríkjanna. Bn enginn
formlegur friðarsamningur hefur
ennþá verið undirritaður, og deilan
um Etorofu og Kunashiri er þvi óút-
kljáð. Margir Japanir vona enn, að
þær komist aftur undir japanska
stjóm.
Habomai og Shikotan eru að dómi
stjórnarinnar í Tokyo hluti af jap-
önsku yfirráðasvæði sem Rússar
hafa hertekið. William Sebald,
stjómmálaráðunautur MacArthurs
hershöfðingja í Japan sagði í ævi-
minningum sinum, að umræddra
eyja „hefði ekki verið getið á nokkr
um þeirra funda, sem voru haldnir
í stríðinu, en sovézkt herlið hefði
hertekið þessar eyjar skömmu eftir
(japönsku) uppgjöfina og neitað að
fara á brott.“ Stjórnin í Tokyo telur
þetta því ólöglegt.
Auk þess hafa þessar kröfur Jap-
ana magnazt vegna lausnar deilunn
ar um Okinawa. Árum saman svör-
uðu kommúnistar og stuðningsmenn
þeirra í Japan kröfunum til „norður
Norðurhéruð Japana.
héraðanna" með því að benda á áfram
haldandi hernám Bandaríkjamanna
á Okinawa.
Talsverður munur er hins vegar á
þessum tveimur málum. Samkvæmt
friðarsamningunum við Japan í San
Francisco 1951 samþykktu Bandarik
in og bandalagsþjóðir þeirra að fram
tíðaryfirráð yfir Okinawa og yfir-
ráð önnur en hernaðarleg væru í
höndum Japana. Siðan skiluðu
Bandaríkin i raun og veru Okinawa
aftur í hendur japönsku stjórnarinn
ar í mai 1972. Lausn Oklnawa-
málsins hefur þannig orðið til þess
að beina athyglinni meir og meir að
norðurhéruðunum.
Rússar hafa því lítið svigrúm I
Framhaid á bls. 20