Morgunblaðið - 15.05.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.05.1973, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MAl 1973 23 Elín Jakobsdóttir — Minningarorð ímgrid drottnlngu, clnnlg fyrsta fonseta íslenzka lýðvoldisins, svo og á móti ráðherrum erlendum og inmlendum og mörgum fleiri embættismönnum. Voru jafnain irómaðar möttökur allar á því heimili. Hér væri ekki hálfsögð saga, ef ekki væri þvi bætt við, að auk framangreindra „tignar- ge®ta“ eins og sagt er, bar þar að garði fjölmarga aðra gesti — iTmanbæjaæ og utan, böm og gamalmenni og allt þar á miHi og aUir fengu „konunglegar við tökur". FVú Friðgerður var lengst af heiisuhraust, og átti auk þess margs konar öðru láni að fagna í lifinu, fyrst af öllu vil ég minn ast eiginmannsins. Það er ekki ofmælt, þó að ég fuliyrði, að aldr ei hefi ég þekkt betri eiginmann. TiEitssemi hans og umhyggja var sérstök. Gagnkvæm virðing ag kærieiikur milli hjónanna skip uðu öndvegi dag hvern. Barna- lán fylgdi þeim og sú hugulsemi og aðhlynning, sem Jórunn dótt- ir þeiirra sýndi þeim öldruðum, á vart sinn líka. Hér má við bæta, þau eignuðust góðar tengdadætur og sonardætur. Frú Friðgerður var mikill dýravinur og hélt sérlega af hestum sín- um, hún reið jafnan í söðli og setti svip á bæinn sinn þegar hún hélt til fjalla á fák sínum í fylgd vina og kunningja. Frú Friðgerður vann að þvi að rækta upp fagran skrúðgarð við heim- ili sitt, þrátt fyrir margvíslegar erfiðar aðstæður, slæman jarð- veg, snjðþyngsli með meiru, tókst sú ræktun með prýði. Það kost- aði að vísu mikla natni, en sú vinna sem í það fór var ekki tal in eftir. Frú Friðgerður vann að því með öðrum siglfirzkum kon- um að safna fé til byggingar sjúkrahúss Siglufjarðar og búa það tækjum. Þar sem annars staðar, gekk hún heil að verki, en vettvangur starfs hennar var sem fyrr segir fyrst og fremst heimilið. Ég, sem þessar línur rita, á þvl frú Friðgerði Guðmundsdótt ur mikið að þakka. Nú við leið- airlok skulu allar þakkir endur- teknar. Hún auðgaði mig, sem lítinn dreng, með umhyggju sinni og kærleika og sýndi mér til sins hinzta dags vináttu og vimsemd, fyrir það allt hafi hun innilegustu þakkir mínar, konu minnar og barna. Ég harma það, að löngu fyrir frarrugerð ferðaáætlun til fjar- lægs lands veldur þvi að við hjónin verðum ekki við útför hennar, sem gerð verður frá Dónrkirkjunni í dag. Yfir hafið sendum við hjónin börnum henn- ar, tengdadætrum og sonardætr- um innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hennar. Jón Kjartansson. Friðgerður Guðmundsdóttir fyrrverandi bæjarfógetafrú á Siglufirði andaðist á sjúkrahúsi hér í Reykjavík 9. maí sl. og hafði átt við vanheilsu að búa síðustu æviárin. Hún varð 85 ára gömui. Frú Friðgerður var Vestfirðimigur að ætt, fædd 19. oktober 1887 og voru foreldrar hennar hjónin Salóme Gunn- laugsdóttir og Guðmundur Bjarnason bóndi á Kirkjubóli i Korpudal. Sem ung stúlka var Friðgerður í Kvennaskóla Reykjavíkur og lærði þar allt sem að hússtjórn laut. Árið 1915 þann 15. ágúst gift- ist hún Guðmundi Hannessyni yfirréttarmálafærslumanni á Isa firði, en hann hafði lokið emb- ættisprófi í lögfræði árið 1909 við háskóla Kaupmannahafnar. Hann var sonur hjónamna Jór- unnar Einarsdóttur prests Si- veirtsens og Hannesar Sigurðs- sonar bónda á Látrum i Aðal- vík. Ungu brúðhjónin bjuggu á Isafirðl og þar fæddist elzta bam þeirra, Hannes. Guðmundur var settur sýslu- maður Barðastrandarsýslu um hálfs árs skeið árið 1918, en 9. maS 1919 var harnn Skipaður lög reglustjóri á Siglufirði og skip- aður bæjarfógeti þar frá 1. jan. 1920. Siglufjörður hafði hlotið kaupstaðarréttindi 20. mal 1918 og varð því Guðmundur Hann- esson fyrsti bæjarfógeti hins unga kaupstaðar. Fluttust þau til Siglufjarðar stirax um sumar- ið 1919, þar sem bæjarfógeti tðk við hinu nýja embætti. Brátt reistu þau sér stórt og veglegt hús við Hvanneyrarbraut, sem þau fluttu í 1921. Þar voru l’íka tii húsa skrifstofur embættisins. Þarna átti eftir að verða þeirra framtíðarheimili um langan ald ur. Ég átti þvi láni að fagna að vera heimilisföst hjá þessum mætu hjónum um árabil, kom þangað haustið 1925 ráðin til skrifstofustarfa með búsetu á heimili þeirra hjóna. Starfið á skrifstofu bæjarfógeta féll mér afar vel. Guðmumdur Hannes son var góður húsbóndi, og það var ómetanlegt fyrir mig, ungl inginn, að vera til heimilis þar og undir verndarvæng þeirrar góðu og göfugu konu Friðgerð- ar. Ég var þar í sjö ár og á ég báðum þeim hjónum miklar þakkir að gjalda fyrir það tíma- bil. Börn þeirra hjóna voru fjög- ur, 3 synir og ein dóttir, yndis- leg börn, greind, kát og ákaf- lega prúð í umgengni við alla. Heimilið var mannmargt; starfs- fólk á heimilinu, við af skrif- stofunni og kaupamenn á vorin, þvd þau hjón höfðu kúabú og svo var heyjað á stóru túni fyr- ir ofam bústaðinn. Frú Friðgerður var matmóðir alls þessa fólks. Gestakoma var mikil og gest risni þeirra hjóna var rómuð. Bændum úr Héðinsfirði og Úlfs- dölum og víðar að sem áttu er- indi við bæjarfógeta, öllum var veitt. Svo komu lika þjóðhöfð- ingjar i heimsókn og minnist ég þar komu dönsku konungshjón- anna til Siglufjarðar í júní 1926. Hin opinbera móttaka fór fram á heiimili bæjarfógetahjónanna og þótti mönnum það hafa far- ið fram með miklum glæsibrag og þann dag skartaði Siglufjörð ur sínu fegursta veðri. Vinir og frændfólk kom oig dvaldi lengri eða skemmri tíma. ÖBu stjórnaði frú Friðgerður með þeirri stillingu og geðprýði sem var henni eiginleg, Hún var mi’kilhæf húsmóðir, góð eig- inkona og móðir. Hún hafði milkið yndi af blómarækt. Trjá- garðurinn fyrir sunnan húsið bar þvi glöggt vitni að um hann var hirt. Sá garður var staðarprýði og hann var verk frú Friðgerðar. Að honum hlúði hún með sínum hlýju og mildu höndum, en tré, blóm og nytja- jurtir launuðu henni með því að vaxa og dafna. Hún lagði l'íka sinn skerf til styrktar sjúkrahúsi og kirkju- málum á Siglufirði og var kjör- inn formaður I félagsskap, sem mætar konur höfðu stofnað þar „Styrktarnefnd spítala og kirkju“. Félag þetta vann mik- ið og merkilegt starf fyrir gott málefni. Eftir nærri 30 ára óslitinn embættisferil sem bæjarfógeti Siglufjarðar sagði Guðmundur Hannesson embættinu lausu og fluttist fjölskyldan til Reykja- víkur og áttu þau ’heima þar að Blönduhlðíð 6. Þetta var árið 1948. Mér er óhætt :að segja að Siglufjörður var Friðgerði og Guðmundi hjartfólginn staður. Þau vildu bæði veg Siglufjarð- ar sem mestan, þess bæjar sem þau höfðu lifað og starfað fyr ir í nærfellt þrjá áratugi. Friðgerður missti mann sinn 14. sept. 1970. Hann dó á spít- ala í Reykjavík, vantaði hálft ár í nírætt. Þá höfðu þau lifað saman 55 ár í hjónabandi sam- hentar manneSkjur, bundnar órjúfandi tryggðaböndum. Þau höfðu orðið fyrir þeirri sáru sorg að missa yngsta soninn, Hallgrim, en meðan hann var við nám í háskðla kermdi hamn þess sjúkdóms sem ekki varð læknaður, en þessi umgi og efni legi maður hélt ótmuður áfram náml og lauk kandidatsprófi í læknisfræði við Háskóla íslands Stuttu síðar dó Hallgrímur að- eins 26 ára gamall, þann 10. febrúar 1950. Börnin sem eftir lifa eru: Hannes lögfræðingur, kvæntur Guðrúnu Kristjánsdótt ur, Siggeirssonar. Þau eiga 4 dætur. Garðar fulltrúi kvæntur Kristínu Bjarnadóttur og Jór- unn Ásta, fulltrúi hjá Öryggis- eftirliti ríkisins. Hún bjó með foreldrum sínum og annaðist þau á elliárum þeirra. Börnum Friðgerðar, barna- börnum og tengdabörnum send- um við hjónin innilegar samúð- arkveðjur. Ég kveð Friðgerði Guðmundsdóttur með hjartans þökk fyrir tryggðina sem aldrei brást og bið henni blessunar. Þórunn Sveinbjarnardóttir. „Blessuð von 1 brjósti mínu bú þú meðan hér ég dvel. Lát miig sjá i ljósi þínu Ijómann dýrðar bak við hel.“ ÞEGAR maðurinn er orðinn þreytbur lífdaga — þrekið horfið, og hin jarðn.eska lifslöngun að þrotum komin, er ljómi þessara orða sálmaskáldsins eins og kyndill v'.ð veginn. Svo mun og hafa verið hjá þér, elsku frænka miín. Þó sá maður þér aldrei bregða og aldrei heyrð- isit æðruorð af þínum vörum. Þolinimóð — í sátt við Guð og menn beiðstu þess, er koma skyldi. Það er fegurð falin í þvi að sjá göfugar sáiir, sem lifað hafa skeið sitt hér á þessari jörð, og eru viðbúnar, kveðja þennan heim. Það minnir á falfegan aft- anroða, sem sveipar himin, láð og lög þvíllikum dýrðarljóma, að hrifning og þakklæti fyilir hug- ann, og vitundin skynjar, að bjartur og fagur morgunn er framundan — morgun lifsins. Þó að ég sakni þin, frænka mín, það gera allir, sem þekktu þtg, þá samgleðst ég þér að vera laus við fjötra þessa jarðlifs — fjötra sem voru famir að verða þér erfiðir. Þú varst ein af þessum hæg- látu, hljóðu, en um leið traustu konum, sem mynda stóran kjarna þjóðfélagsins — einmitt þann kjarna, sem er kjölfestan i öUiu menningar- og mannúðar- starfi — það sem gefur lífinu gildi og er sú sterka taug, er liggiur frá einni kynslóð til ann- arrar. Þú varst fyrst og fremst eigin- kona og móðir, og hafðir allt það til að bera, svo að því hlutverki væri fyllilega ski’lað. Og áhuga- mál þin utan heimilis sýndu vel þinn innri mann — kirkja og sjúkrahús — þau orð tala sínu máli, segja sina sögu. Það var mikið lán fyrir mig, þegar ég ungmenni fór úr föður- húsum, og átti að fara að standa á eigin fótum, að ég skyldi eiga kost á því að koma til þin og manns þins, Guðmundar Hann- essonar, bæjarfógeta. Það varð mér á margan hátt dýrmætuir skóli — vinnan á skrifstofunni og dvölin á heimilinu. Ég man, að foreldrar mínir töldu það mik- ið öryggi oig happ hið mesta. Ég hygg, að þú hafir verið það sem kailað er lánsöm kona. — Fagurt heimiiili — góður og umhygigju- samur eiginmaður — vönduð og mannvænileg börn — og þá ekki sizt ber að minnast á ást og um- hygigju dótturinnar, sem annað- iisi ykkur foreddrana, þegar heittisan þvarr og árin færðust yfir — allt fram á síðasta dag. Það er leitun á öðru eins. Þetta eru einungis fátækfeg kveðjuorð, sem þó geta ekki túlkað þær tillfinningar, sem í brjósti búa, en hjarta skilur hjaa-ta án orða. Þú hefur nú eygt „ljómann dýrðar bak við hel“. Nýtt sumar er runnið upp. Ég bið þér og ást- vinuim þínum blessunar Drott- ins. Ég veiit að „Góður engill Guðs, leiðir þig áfram — og le'ð- in Mggiur i átt meira ljóss — meiri kærteika. Friður sé með þér. Hrefna Samúelsdóttir Tynes. F. 15. maí 1893 D. 5. maí 1973 I DAG er til moldar borin að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd El- ín Jakobsdóttir frá Syðri-Reykj- um i Biskupstungum. Hún var húnvetnskrar ættar, sem ég kann þó ekki skil á. Slitu foreldrar hennar samvistum og ólst Elin upp hjá vandalausum. Var henni sú minning ekki sársaukalaus, en vildi litt um það ræða. Ung að árum fluttist hún til Reykjavík- ur í atv.nnu- og menntunarleit. Fyrir 60 árum stóðu ekki mang- ar dyr opnar fátækum alþýðu- stúlkum til mennta. Eitt belzta úrræðið var að ráðast i vist á fyrirmyndarheimili og nema þar matreiðslu og annað, siem till gagns mætti verða með húsmóð- urstörf fyrir augum. Elin taldi siðar, að hún hefði verið mjög heppin að þessu leyti og kom það sér vel síðar. Árið 1926 urðu þau þáttaskil í lifi hennar, að hún giftist Einari Jónssyni á Ferstiklu og bjugigu þau þar i eitt ár. Þaðan fluttu þau til Akraness og bjuggu þar næsta árið. Einar stundaði bygg- ingavinnu og mátti segja að skipt hafi sköpum í lifi hans og þeirra hjóna er Einar slasaðist á höfði. Slysið varð orsök sjúkdóm®, sem síðan þjáði hann ævMangt. Lam- aðist hann og lá rúmfastur um tveggja mánaða skeið, en náði þá siðar verutegium bata og taldi s g færan til vinnu. En þar sem hugur þeirra EMn- ar og Einars stóð mjög til bú- skapar i sveit, réðust þaiu i að taka tiil ábúðar jörðina Miðhús í Biskupstunigum. Virtist þá bjart firamundan í b'.li, en í des- ember fékk Einar annað lömiun- artiifelli og nú meira en áður. Lá hann þá allan veturinn, en komst á fætur um vorið. Leið þar næst ár unz þriðja lömunar- áfallið kom; þá svo alvarlegt, að um algjöna iömun var að ræða. Hélzt hún að nokkru leyti ævi- langt, en þó styrktist Einar það fljótt, að hann var kominn með fótavist eftir árið. En vinnufær var hann ekki eftir það. Það lætxir að likum, hve þung byrði var lögð á Elinu á herðar að annast lamaðan mann og reka þar að auki búskap um þriggjia ára stoeið. En enginn heyrði hana mæla æðruorð, því hún hafði mik'ð jafiniaðargeð og sterkan persónufeika. En eftir þetta var sýnt, að ekki var unnt að halda búskapnum áfram. Varð að ráði, að þau færu að Torfastöðum ti'l þeirra góðkunnu prófastshjóna, frú Sigurlaugar og séra Eiríks. Á Torfastöðum dvöldu þau Elín og Einar um nokkurra ára skeið og síðar á SeMossi. En árið 1942 fluittu þau aftur i Biskupstung- urnar, nú að Syðri-Reykjum. Tóik Elín þar að sér forstöðu mötu- neytis, sem hinn stórhuga yl- ræktarbóndi, Stefán Ámason og kona hans, Áslaug Stefánsdóttir, ráku fyr.'r garðyrkju- og verka- fólk gróðrarstöðvarinnar. Mátti segja að þar væri ekki tjaldað tit einnar nætur, því sú dvöl stóð í 30 ár með gagnkvæmu trausti og vináttu. Mann sinn missti Elin 1966. Þeim varð ekki barna auðið, en eina dóttur eignaðist Einar áður er. hann kvongiaðist, Huldu, nú búsefita frú í Hafnarfirði. Voru góð kynni millM þeirra f jöl- skyldna beggja. Þó að Elín eignaðist ekki börn sjálf, naut hún mikils trúnaðar barna þeirra Syðra-Reykjahjóna; jafnvel svo að hún fylgdi elztu dótturinni, Ingveldi Björgu, þeg- ar hún stofmaði sitt eiigið heim- ili í Reykjavík. Dvaldi Elín hjá henni og manni hennar, Einari Þorsteinssyni, það sem eftir var ævinnar, utan fjóra siðustu mán- uðina, sem hún dvaldi á sjúkra- húsi. Elín var góðuim gáfum gædd. Hiédræg var hún fremur og gat virzt fáiát við fyrstu kynni. En í vinahópi var hún kát og átti símar sólskinsstundir. Hún var trygiglynd og vinföst og mundi þá vel, sem reyndust henni bezt. Ég hygg, að hún hefði af heilum hug tekið undir með Bóliu-Hjálm ari: „iað guð á margan gimstein þann, sem glóir i mannsorpáim." Allir sem höfðu kynni af Ellnu munu minnast hennar sem mjög merkrar konu og þvi er hún kvödd með virðingu og þökk. Sigurður Jónsson. Gamlir nemendur árgangur 1953 frá Gngnftædaskóla verknóms Við eigum 20 ára afmæli í vor. Hittumst öll á Hótel Esju fimmtudaginn 17. maí kl. 20:30. NOTAÐIR BÍLAR Seljum í dag Saab 99 árg. ’71. Saab 96 árg. ’71. Vauxhall Viva De Luxe árg. ’70. Cortina árg. ’68. Buich Skylark árg. ’68, V-8, sjálf -kiptur ekinn 44 mílur. Volkswagen 1600 árg. ’66, ný skiptivél. Saab 96 árg. ’67. Taunus 15 M árg. ’68, ekinn 50 þú km Volvo Amazon árg. ’68. Volvo 144 De Luxe árg. ’72, ekinn 17. þús. km. O BDÖRNSSONAÁO. SKEIFAN U SÍMI 81S30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.