Morgunblaðið - 18.05.1973, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 1973
Otgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjóri og afgreiðsla
hf. Árvakur, Reykjavfk.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstraeti 6, sími 10-100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, slmi 22-4-80.
Askriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands.
I lausasðlu 18,00 kr. eintakið.
A tburðirnir á fiskimiðunum
kringum landið síðasta
sólarhringinn sýna, svo ekki
verður um vilizt, að taugar
brezku togaraskipstjóranna,
sem stunda veiðar innan 50
mílna lögsögu okkar, eru að
gefa sig. í fyrrinótt settu þeir
brezku ríkisstjóminni úrslita-
kosti, heimtuðu herskipa-
vemd þegar í stað, ella
mundu þeir halda á brott frá
íslandsmiðum. Við þessa hót-
un stóðu skipstjóramir og
síðdegis í gær voru allir
brezkir togarar farnir út fyr-
ir 50 mílurnar, sumir leituðu
á önnur mið, aðrir stefndu til
Bretlands.
í gærkvöldi bárust svo
fregnir um það frá Bretlandi,
að brezku togurunum hefðu
verið gefin fyrirmæli um að
snúa við. Fregnir um þetta
og viðbrögð brezku ríkis-
stjórnarinnar voru mjög ó-
ljósar. Þó virðist, sem togara-
skipstjóramir hafi fengið ein-
hver fyrirheit um herskipa-
vernd, við tilteknar aðstæð-
ur og í gærkvöldi skýrði sjáv
arútvegsráðherra Breta frá
því í viðtali við brezka út-
varpið, að brezka ríkisstjórn-
in hefði ákveðið að senda
þriðju freigátuna á íslands-
mið, sem hefði þyrlu eða
þyrlur innanborðs.
Þegar fregnir bárust um
það í gærmorgun, að brezku
togaramir hefðu hypjað sig á
brott, mun tæpast nokkur
hafa trúað því hérlendis, að
þeir væru farnir fyrir fullt
og allt, heldur væri brott-
sigling þeirra annars vegar
til marks um, að taugar skip-
stjóranna væru að gefa sig
vegna framgangs Landhelg-
isgæzlunnar og hins vegar
væri hér um að ræða þrýst-
ing af þeirra hálfu á brezk
stjómarvöld að senda her-
skip inn í landhelgi okkar
þeim til vamar.
Ástæða er til að vara ríkis-
stjórn Bretlands alvarlega
við því að auka enn ofbeldis-
aðgerðir gagnvart íslending-
um með því að senda herskip
inn í landhelgi okkar. Bret-
um ætti að vera ljóst af fyrri
reynslu í samskiptum við Is-
lendinga vegna landhelginn-
ar, að íslenzka þjóðin lætur
slíkar ofbeldisaðgerðir ekki
á sig fá. Brezk herskip í ís-
lenzkri landhelgi knýja ís-
lendinga ekki til undanhalds,
heldur efla þau enn samstöðu
þjóðarinnar og staðfestan
ásetning hennar að tryggja
lífshagsmuni sína með því
að helga sér landgrunnið allt.
Við höfum ekki bolmagn til
þess að berjast við brezka
sjóherinn á hafinu í kringum
ísland en við höfum þann
siðferðilega styrk, sem smá-
þjóð þarf að hafa til þess að
sigrast á ofbeldinu. Slíkan
sigur höfum við áður unnið.
Slíkan sigur munum við að
lokum vinna nú.
Brezkir togarasjómenn
hafa aldrei átt heima á fiski-
miðunum í kringum Island.
Þeir óttast hörku hins ís-
lenzka vetrar og þeir hafa
orðið fyrir þungum búsifjum
af hans völdum. Við skiljum,
að fiskveiðibæirnir í Bret-
landi byggja lífsafkomu sína
á fiskveiðum, en þær fisk-
veiðar verða Bretar að stunda
annars staðar en á miðunum
í kringum ísland. Það er öll-
um fyrir beztu, að brezka
SUNDRUNG I LIÐI
ANDSTÆÐINGA
stórveldið einbeiti kröftum
sínum að því að finna önn-
ur fiskimið fyrir togara sína,
með því að leggja aukna á-
herzlu á verndun fiskimið-
anna í kringum Bretland.
Hingað hafa þeir ekkert að
gera. Viðbrögð brezku tog-
araskipstjóranna nú benda til
þess, að þeir séu að byrja að
gera sér þetta ljóst.
Það liggur í augum uppi, að
Bretar munu tapa þessari
deilu við okkur íslendinga.
Svo margar þjóðir víðs veg-
ar um heim hafa lýst yfir út-
færslu fiskveiðilögsögu eða
áformum um slíka útfærslu,
að telja verður víst, að mun
stærri fiskveiðilögsaga en 12
mílur hljóti yfirgnæfandí
stuðning á haffréttarráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna
síðar á þessu ári. Bretum
sjálfum er fyrir beztu að
horfast í augu við þessa
staðreynd og snúa sér frem-
ur að því verkefni að leita
annarra fanga fyrir sína fiski
menn.
Nú eru innbyrðis deilur
hafnar í herbúðum andstæð-
inga okkar í landhelgisdeil-
unni. Sú sundrung, sem þar
er að koma upp styrkir okk-
ar stöðu. Vel má vera, að til
tíðinda og harðari átaka
dragi á fiskimiðunum kring-
um land okkar. Við munum
taka því með ró og festu.
Herskip eða engin herskip
— málstaður okkar mun
sigra og íslenzka þjóðin mun
ein varðveita og hagnýta
þær auðlindir, sem búseta
okkar í þessu landi byggist á.
Embættisglöp
í Finnlandi
I DAG, föstudag, hefst í Hels-
inki réttarrannsókn í máli,
sem varðar tvo fyrrverandi
ráðherra og forstöðumann for
setaskrifstofunnar. A réttur-
inn að kanna á hvem hátt
fundargerð frá viðrseðum
Kekkonens forseta við sov-
ézka leiðtoga um afstöðu Finn
lands tii Kfnahagsbandalags
Evrópu komst í hendur blaða
manna.
Aðallega eru það tveir
menn, sem ákærðir eru í
þessu sambandi, Antero Jyr-
anki skrifstofustjóri forsetans,
og Seppo Lindblom, fyrrum
iðnaðarráðherra. Þriðji mað-
urinn, sem á að hafa rofið
þagnarskyldu sína, er Jussi
Linnamo, sem nýlega sagði af
sér sem utanríkisverzlunarráð
herra. Ætlunin var að stefna
honum fyrir trúnaðarbrot, en
Kekkonen kom í veg fyrir
það.
Forsaga málsins er á þessa
leið: í fyrrahaust skýrðu þrjú
dagblöC á Norðurlöndum itar-
lega frá viðræðum Kekkonens
við sovézka leiðtoga í Zavi-
dovo, en viðræðurnar fóru
fram í ágúst. 1 þessum við-
ræðum varaði Leonid Brez-
hnev fiokksleiðtogi, Finna við
þvi að undirrita viðskipta-
samninga við Efnahagsbanda
iagið, en bæði hann og Alexei
Kosygin forsætisráðherra
tóku það skýrt fram að þeir
virtu sjálfstæði Finnlands og
.ætluðu sér ekki að leggja
finnsku stjórninni neinar lln-
ur 'i málinu. Á hinn bóginn
hét Kekkonen þvi að engin
breyting yrði á sambúð Finn-
lands og Sovétríkjanna jafn-
vei þótt Finnar gerðu við-
skiptasamning við EBE.
Blöðin þrjú höfðu frétt
þessa eftir fréttaritara sinum
i Helsinki, Tor Högnas. Vakti
hún mikla athygli þar sem
hún var bersýnilega byggð á
leynilegri fundargerð frá við-
ræðunum. Upp úr sauð þó
fyrst sex vikum siðar þegar
Kekkonen lýsti því yfir öllum
á óvart að aðaMega vegna
þess að frétt þessi hefði Lek-
ið út teldi hann sig ekki bund
inn af fyrri fyrirheitum um
að gegna áfram forsetaemb-
ættinu eftir að kjörtiminn
rennur út á næsta ári. Kvaðst
hann óttast að mál þetta hefði
spiHt góðu sambandi hans við
sovézka leiðtoga.
Nokkrum dögum eftir þessa
yfirlýsingu forsetans hófst
umfangsmikil rannsókn á því
hvaðan Högnas fréttaritari
hefði fengið upplýsingar sín-
ar. Alls voru rúmlega 80
manns yfirhéyrðir, sumir
þeirra hvað eftir annað, og
þessar yfirheyrslur leiddu ti'l
þess að ríkissaksóknarinn hef-
ur nú ákveðið að höfða mál
gegr. þeian Jyranki og Lind-
blom. Athyglisvert er að ekk-
ert hefur verið fundið athuga-
vert við framkomu Högnás,
og ekkert mál höfðað gegn
honum.
Ekki er enn Ijóst hver
þeirra þriggja, sem aðallega
hafa verið nefndir í sambandi
við málið, hefur komið upp-
lýsingum um viðræðurnar í
Zavidavo til Högnás, ef ein-
hver þeitrra er þá sekur. Auk
þeirra er nefnilega fjöldi ann
arra, sem hefur haft aðgang
að fundargerðinni eða séð
hana.
Allir þrír hafa lýst yfir sak-
leysi sínu, og enginn verið
ákveðnari 1 því en Jussi
Linnamo. Hann hefur tekið
þátt í sammingaviðræðum
Finna bæði við EBE og efna-
hagsbandalag kommúnista-
ríkjanna, Comecon, og er að
sjálfsögðu einn þeirra, sem að
gang höfðu að fundargerðimni.
En hann harðneifar að hafa
rofið þagnarskylduna. fyrstu
lýsti hann því yfir að hann
hygðist ekki segja af sér ráð
herraembættinu. Þó fór svo
að hann sagði af sér nú í
byrjun mánaðarins, og sagð-
ist hann gera það vegna þess
áð grunsemdir i hans garð
gérðu honum erfitt að vinna
embættiisstörf sín sem skyldi.
Ekki er vitað hvort leiðtogar
Jafnaðarmanmaflokksims hafa
átt nokkurn þátt í ákvörðun
hans um að segja elí sér.
Þeir Linnamo, Jyránki og
Lindblom eru allir jafmaðar-
menn, og innan flokksins hafa
heyrzt raddir um að málaferl
in séu liður í fyrirhuguðum
hreinsunum i flokknum. Hafa
ýmsir látið í ljós ótta við að
flokkurinn fái á ný orð á sig
fyrir að vera óábyrgur í utan-
ríkismálum, eins og gerðist
fyrir tiu árum.
Grunsamlegust þykir fram-
koma Jyránki skrifstofu-
stjóra. Hann á í fyrstu að
hafa harðneitað allri vitneskju
um málið. En eftir nokkrar
yfirheyrslur kom í ljós að
þótt hann hefði ekki átt rétt
á að fá afrit af fundargerð-
inni, hafði honum tekizt að
útvega sér ljósrit af henni, og
jafnvel lánað óviðkomandi
mönnum útdrátt úr henni.
Þegar svo rannsókn hófst í
málinu eyðilagði hann ljósrit-
ið.
Þegar Kekkonen á sínum
tima skipaði Jyránki í emb-
ætti skrifstofustjóra, olli það
nokkrum kurr innan flokks-
ins, því Jyránki þótti helzt
til róttækur í skoðunum. Er
því talið að fáir muni gráta
það ef honum verður vikið úr
embættinu.
Ekki er ljóst hvaða ttlgangi
það þjónaði aðláta birta fund
argerðina frá Zavidovo. Sum-
ir telja að á bak við birting-
una hafi staðið andstæðingar
þess að Finnar semdu við
EBE, en aðrir benda á að sam
hengi geti verið milli birting-
arinnar og þess að töf varð
á því að ákvörðun yrði tekin
um endurkjör Kekkonens þeg
ar kjörtímabilið rennur út á
næsta ári. Hvort heldur er
ætti að útskýrast við máls-
rannsóknina, sem hefst í dag.
(Aðallega úr Aftenposten).