Morgunblaðið - 29.05.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.05.1973, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAl 1973 Nýr Cassius Clay John Conteh er ótrúlega svip- aður Clay í látbragði og keppni Það «r mikill niunur á at- vinmi sem gefur 2500 krónur á viku og annarri sem g:efur hvorki meira né minna en tæpar sjö milljónir í aóra hönd — eða hver vikli ekki skipta? Hnefaleikarar eru vel launaðir ef þeir standa sig vel og það eyðileggur ekki fyrir þeim ef þeir ha.fa munninn fyrir neðan nefið og láta digurmæli og háð um andstæðinga sina heyrast annað siagið. Cassius Clay eða Muhamed AIi á frægð sína ekki sízt stóryrðum sin- um að þakka. Nú hafa Bret- ar eignazt sinn Cassius Clay, sá heitir John Conteh en gengur oftast undir nafninu Cassius Conteh vegna þess hversu mjög hann líkist Mu- hamed AIi. John Conteh 3ét hafa eft- irfarandi eftir sér í blaðavið- tiali: -— Maður getur orðið þreyttur á því að vera flutn- ingamaður i Liverpool íyrir 2500 krónur á viku og ég var svo sannarlega orðinn þreytt ur fyrir eimu ári. Nú hugsa ég einungis um að verða t>ezti hnefaleikari í heimi og ég veit að ég verð það. John Conteh ætlar sér stóran hlut i hnefaleikunum og hann hrópar bæði til hægri og vinstri um hæfi- lei-lta sina. Hann er meira að segja farinn að yi'kja eins og Ciay gerir svo gjaman; ,,He‘li fall inn nine beeause he‘s mine“ (Hann fellur i ní- undu lotu vegna þess að hann er minn) orti Contelh nýlega um andstæðing sinn, en íyrir að keppa við hann fékk Conteh 7 milljónir. John Conteíh varð Evrópu- meistari i sínum þymgdar flokki i marz síðasíiiðnum þegar hann rotaði Vestur- Þjóðverjann Rudiger Scmidtke í 12. lotu. John Cassius Conteh kann að aug- lýsa sig upp, en það sem þessi 22ja ára Eniglendinigur segir er ekki aðeins innan- tómt orðagjálfur. Hann hefur 19 sinnum tékið þáitt í opin- berri hnefaleikakeppni og 16 sinnum hafa andstæðingar hans legið i gólfinu. Conteh keppir í léttþungavigt, hann reyndi sig einu sinnd í þunga vigtánni en gekk ekki sérlega vel. Umboðsmaður hnefaleikar ans Conteh heitir George Francis og segist hann hafa látið Conteh hafa rúmlega 2(4 miílljón fyrir samninginn og segist Conteh ekki vera van ur að henda fé sínu á glæ. — Ég líki Conteh við heimsins beztu hnefaleikara fyrr og siðar, segir Francis. — John Conteh getur orðið heims- meistari og ég er viss um að sá dagur kemur að hann verð ur það. Fyrst sigrum við í Jéttþungavi gt inni, en siíðan tekur þungavigtin við. John getur þetta aJlt saman. John Conteh er einnig vinsæl fyrirsæta, en á þvi starfi hef ur hann þó ekki mikinn áhug a, hann ætlar sér að verða sá bezti í hnefaleikunum. ■y 4/ • ■ j/ ^ $»►:■ <:< w %:&**&> ■:. • ,» <* A ' .<,* v HJOLBARÐAR Höfóatúni 8 Símar 16740 og 38 900 HJÓLBÖRÐUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.