Morgunblaðið - 02.06.1973, Síða 1

Morgunblaðið - 02.06.1973, Síða 1
32 SIÐUR v 125. tbl. 60. árg. LAUGARDAGUR 2. JUNÍ 1973 Prentsmiðja Morgunblaðsins. »__________ „Okkur tókst það, ætluðum okkur“ sem við titoiauin hafi veiið gerð til að ná samkomulagi um áþreifanlegar ály'ktanir í viðskiptum, gjaldeyir- ismálum og öðrum málum, að því er Kissinger sagði. Stefnt að fundi æðstu manna Norður-Ameríku og Evrópu ÞEGAR flugvél Nixons for- seta flaug vestur um haf í gær eftir fundina með Pompidou forseta í Reykja- vík kölluðu helztu ráðunaut- ar Bandaríkjaforseta í ferð- inni hlaöamenn á sinn fund til þess að skýra þeim frá því að góður árangur hefði náðst á fundum lciðtoganna. Pompidou forseti tók í sarna streng þegar hann sagði í lok fundanna í gær að þeir Nixon hefðu verið sammála í flestum málum, sem þeir hefðu rætt. Þessi ummæli leyna því þó ekki að ekkert áþreifanlegt samkomu lag var gert á fundunum og engin sameiginleg tilkynn- ing birt, en á hinn bóginn voru forsetarnir sammála um að stefna bæri að því að koma í kring fundi æðstu manna Norður-Ameríku og Evrópu. GEHK VEL Henry Kissinger öryggisráð- gjafá og WiUiam Rogers utanrik isráðherra sögðu blaðaimöninum í þotu forsetans eftir brottför- ina frá Isilamdi að fundir Nixons og Pompidous hefðu heppnazt vel. „Okkur tókst það sem við ætl uðurn okkur," sagði Kissinger. „Þetta gekk mjög vel,‘‘ sagði Rogers á öðrum fundi með blaða mönnuim í þotunni. Hann sagði að íundimir „hefðu uppfyllt þær vonir“ sem við þá voru tengd- ar. Ronald Ziegler blaðafulltrúi bætti því við að Nixon teldi að viðræðumar við Pompidou hefðu verið „mjög árangursrikar“. Stjórnmálafréttaritari AP bend ir á að þetta bjartsýna mat á viðræðunum stinigi í stúf við þá staðreynd að fundimir ieiddu ekki tid þesis að nokkur samning ur var gerður um tiltekin mál eftir viðræðumar og að þær leiddu ekki einu sinni til þess að verulega miðaðd áfram í átt til hugsanlegra samniniga. Hins vegar segja ráðunautar Nixons að ekki hafi verið sótzt eftir tiliteknum samningum. Mark miðið hafi verið að marka megin- linur að sögn Kissingers. Enigin TOPPFUNDUR Niðurstaða funda Nixons og Pompidous varð sú, að þeir urðu sammáia um að beita sér fyrir endurnýjun Atlantshafs- bandalagsins til þess að gera það færara um að mæta breytt- um þörfum þessa áratugar, segja stj órnmálafréttaritarar. Áþreifanlegt saimikomiuiag tókst etoki í aðlkallandi máluim Framhald á bls. 15. Norðmenn halda áfram sátta- tilraunum í landhelgismálinu Osló, 1. júní. — NTB „NORÐMENN vinna enn að því að miðla málum í deilu íslendinga og Breta. Noregur hefur ennþá sam- band við báða deiluað- ila,“ sagði norski utanríkis- ráðherrann, Dagfinn Vár- vik, í dag. Yfirlýsingu sína gaf V&r- vik utanrikisráðherra í Stór- þinginu í umræðum sem þar fóru fram um stefnu Noregs í málefnum S. Þ. Per Borten, foringi þing- flok ks Miðflolklksins, sagði í umræðum sem urðu eftir yfirlýsingu utan ríkisráðherr- ans að hann teldi að íslend- ingar væru grátt leiknir. „Það mdnnir á ldðna tíð þegar þjóðir í sama friðar- bandalagi beita henskipum hvor gegn annarri í efna- hagsdeilu" sagði Borten. Gunnar Garbo, foringi Vinstri flokksins, hvattá til þess að með hliðsjón af haf- réttarráðstefnunni ás'knldu Norðmenn eér rétt til ráð- stafana til þess að vemda fisikveið'ihagsmiuni sína, ef að- stæðumar krefðuist þess. „Við ættum ekki að binda okkur við hverja þá niður- stöðu sem verður af ráð- stefnunni," sagði Garbo. Ame Kielland, Sósdalis- tiska þjóðaflokknum, taldi að íslendinigar stæðu frammd fyrir sínum 9. apríi (það er degi þýzfku innrásarinnar í Noreg 1940). Ummæli Kiellands urðu til þess að Halfdan Hegtun, úr frjálslynda þjóðarflokkinum sagði að slílk ummæli þjón- uðu ekki málstað íslend- inga. Hegtun harmaði einnig ástandið. Tillaga frá Kielland var send rikisstjóminni án þess að Stórþingið tætei afstöðu til hennar. Þar er hvatt tál viðurkennimgar á fiskveiði- landhelgi Íslendihga, að boð- izt verði til þess að veita varðskipaaðstoð og áð ráð- stafanir verði gerðar gegn Bretum vegna landhelgisdeii- unnar innan NATO.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.