Morgunblaðið - 02.06.1973, Síða 10
10
MORGUNBLAMÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNl 1973
Pompidou um fundinn:
Líkari getnaði en barns-
fæðingu
sem líka er skemmtilegra
TALSMAÐUR Pompidous for-
seta hafði í grærmorgun látið orð
að þvi ligrgja, að setmilega mundi
forsetinn koma og segja nokkur
orð við blaðamenn um leið og
ftindi forsetanna tveggja lyki um
liádegi. Mundi hann þá koma í
sal blaðamanna og ávarpa þá
áður en hann æki á flugrvöllinn.
Þetta olli miklu umstangi.
Þægiiegum stól var komið fyrir
á palli, strax og Frakkarnir kom
ust að pall!num, ræðustóll flutt-
ur burt, myndatökumenn og
fréttamenn frá sjónvarpsstöðv-
uim tókiu að trygigja sér rúm,
setja upp vélar sínar og hrúga
upp hljóðmemum á stöng. Frétta-
maður Mbl. náði sér m.a. í stól
og sat sem fastast í honum
í fremstu viígliínu í klukku-
tíma. En ekkert gerðist. Salur-
inn var orðinn troðfullur af
fréttamönnum.
Skyndilega birtist Pompidou í
dyrunum hinum megin í salin-
utn, staðnæmdist þar og ætlaði
ekki lengra. Mikið fjaðrafok
varð, allir fréttamennirnir þustu
að forsetanu.m og umkringdu
hann og reyndu að rétta hljóð-
nema sina að honum. Fréttamað
ur Mbl. hafði tekið undir sig
stökk og troðizt inn í þvöguna,
nokkum veginn i kallfæri.
Pompidou hóf máls á þvL að
segja að á fumdunum hefðu hann
og Nixon Bandaríkjaforseti talað
um ákaflega mörg máiefni. Þeir
hefðu m.a. rætt um komu Nix-
ons til Parísar í haust.
Og þagar hann heyrði óánægju
tónirnn í blaðamönnunum iengra
í burtu, sem ekki heyrðu til hans,
sagði hann: — Þið vinnið við erf-
iðar aðstæður. Það geri ég líka.
Ég kvarta ekki.
Síðan hélt Pompidou áfram:
— Á fundunum var sem sagt
rætt um alH. Það var ekki ætlum
in með þeim að taka neinar
ákvarðanir, heldur ræða málin.
Ég kom ekki til þessa fundar til
að tala fyrir Evrópu. Ég er hér
tii að tala fyrir hömd Frakklands.
Við höfum á þessum fundum
fumdið að mörg vandamál eru
fyrir hendi. Um mörg þeirra vor
um við sammála, önnur ósam-
mála. En í heild voru þau miklu
fleiri sem við erum sammála 'im
en ósammála. Hvers vegna?
Vegina þess að heildarskoðanir
okkar á lífi og friði eru hliðstæð-
ar.
— Ég held að grin, sem ég
leyfði mér að viðhafa iinni á
fuind'num með Nixon, spegli það,
sem þessi fundur hefur verið. Ég
leyfi mér að endurtaka þá litlu
sögu hér:
Funduirinn hefur fremur verið
í likingu við það að búa til barn
en að fæða það. Og getnaðurinn
er venjuíega miklu skemimtiiegri
en bamsfæðingin.
Ég held að þetta spegli í óeigim-
legri merkingu eðli þessa fund-
ar. Afleiðimgar eru kannski
ekki mjög sjáanlegar, en þær
verða það væntanlega í framtíð-
inni. Ég þakka ykkur fyrir þoiin
mæðina. Þið hafið eytt löngum
tíma í að bíða eftir litlu. En ég
hygg að þið fáið á næstu mánuð-
um og áruim meira að flytja frá
þessurn umræðum. Því óska ég
ykkur langra lífdaga í þessu
starfi.
— Þetta var allt og sumt,
Messieurs. Næst ferðumst við í
Concord-þotu (mun forsetinn þá
hafa átt við að næsta ferð hans
verður til Kína og ákveðið að
hann fari þá löngu vegalengd í
Concord-þotu).
Að svo búnu hvarf Pompidou
á braut og ók til Keflavikiurflug-
vallar.
FRAMHALD I SAMA
JÁKVÆÐA ANDA
Talsmaður Elyséehailar, Denis
Baudouin, ræddi önstutt við
fréttamenn eft r að forsetiinn var
fariinn, áður en hann flýtti sér á
flugvöliijin á eftir forsetanum.
Og hafði hann sama hátt á og
forsetinm, að standa á miðju gólfi
og tala við þá sem mæstir voru.
Hann sagði að i upphafi fund-
anna i morgun hefði Nixon hafið
máls á þvi að hamn hefði alltaf
haft mikinm áhuga á að bæta
sambúð Frakka og Bandaríkja-
mainna. Samband þeirra hefði
verið mjög slæmt 1968, og hefðu
Bandaríkjamenn átt sina sök á
þvi. En þegar hann hitti de
Gaulles eftir að hann kom t'.l
valda 1969 hefði strax verið tek-
in upp bætt sambúð og vildi
hann stuðla að því að hún héldi
enn áfram að batna. Og frönsk-
um blaðamöinnum fannst það
auðheyrilega mikil uppörvun að
Bandarikjamenn viðurkenndu í
fyrsta simn að hin stirða sambúð
væri ekki öll Frökkum að kenna.
Forsetarnir ræddu mjög marg
vísleg málefni á mongunfundin-
utn, m.a. um Evrópumál, Viet-
nam, Kambodíu og fleira.
Léttar athugasemd'r komu
fram, eins og þegar Nixon sagði
við Pompidou að hanm væri stöð
ugt að verða eiginigjarnari. Og
Pompidou svaraði þvi til að sjálf
ur yrði hann alltaf minna og
miona eigingjarn. — Ekki get ég
nú fundið það, svaraði Nixon um
hæl.
I heild einkemndust umræðum
ar af því að ekki var ætlunin að
leysa vandamálið, heldur byrja
að vinna að þvi, eins ag kom
fram i umræðum forsetans i
hans ávarpi.
Þegar Pompidou Frakklandsfo rsefci kom að heimili Alberts
Guðmundssonar, þar som hann dvaldi meðan hann var hér,
tóku Albert og fjölskylda hans á móti honum. Hér tekur
Albert á móti forsetanum.
Að lokum sagði Pompidou við
Nixon að það yrði ánægjulegt að
hitta hann. — Þá höldum við
áfram þessum v ðræðum, sagði
hann. Og Nixon kvaðst mumdu
biðja alla niénn um að halda
áfram að vinna að máiunum í
þessum anda, sem hefði einkeinnt
þennan fund, þ.e. í jákvæðum
anda.
Pompidou Frakklandsforseti og NixO'n Bandaríkjaforseti voni hressir í bragði og broshýrir, þegar
framan við Kjarvalsstaði.
þeiir kvöddust í gær
Fundir forsetanna:
Yfir 400 blaðamenn
komu til íslands
— ÉG heyrði sagt, að 150 blaða-
menn hefðu komið frá Frakk-
landi og 250 frá Bandnríkjunum
og þessar tölur virðast mjög
sennilegar, miðað við það, að
rúmlega 440 blaðamenn voru á
skrá hjá Hannesi Jónssyni, blaða
fulltrúa rikisstjórnarinnar, sagði
Helgi Ágústsson, blaðafulltrúi ut
anrikisráðuneytisins, í viðtali við
Mbl. í gær.
Helgi taldi, að eriendu blaða-
meninimir hefðu verið ánægðir
með aðbúnaðinn og aðstöðuna,
sem þeim var veitt hér. — Mér
virtist simaþjónusitain ganga vel,
samskiptin við lögregiluna veira
með ágaetum og allur aðbúnað-
uir vera alveg til sóma. Að visiu
voru ýmiis smáatriði, sem betur
hefðu mátt fara, etas og alltaf
vill verða, en í heildtaa held ég
að þeir hafi verið mjög áinægðir.
Langflestir blaðamennimir
héddu utan í gær, um svipað
leyti og forsetamir, en nokkrlr
urðu þó eftir, flestir frá Evrópu.
Helgi sagði, að þeir hefðu sýnt
áhuga á því að skrifa um land-
helgisimálið og um áhrif eldgoisis-
ins í Eyj'um. Ekki yrði um að
ræða neina sérstaka kynntogar-
dagskrá fyrir þá hér, en reynt
yrði að veita þeim fyrirgreiðslu
eftiir megni.
Helgi vair að lokum spurður,
hvemig honum sjálfum hefði
þótt takaist framkvæmd funda-
haldstos og þá sérstaklega hvað
blaðajmieinin snerti:
— Alveg firamúrsíkarandi vel
og þar féll engirm skuggi á.
Ferming
Ferming í Stóra-Núpskirkju
sunnudaginn 3. júní. Prestur sr.
Guðjón Guðjónsson.
Elín Erlimgsdóttir, Sandlæk.
Sigríður Áslaug Guðmunds-
dóttir, Búrfelli.
Soffía Rósa Gestsdóttir, Skaft-
holti.
Guttormur Bjamason, Stöðul-
felli.
Ólafur Jökull Ólafsson, Búr-
felli.
Þórir Ólafsson, Búrfeili.