Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1973næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Morgunblaðið - 26.06.1973, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.06.1973, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNl 19T3 ÍSLANDSMÓTIÐ 3.DEILD Sindri - Leiknir 1:5 Mörk Leiknis, Fáskrúðsfirði: Guðmundur Gunnþórsson 3, Stefán Garðarsson 1, Eirikur Stefánsson 1. Mark Sindra, Hornafirði: Jón Gunnar Gunnarsson. Leiknismenn léku undan vindinum í fyrri hálfleiknum og skor- uðu þá þrjú mörk og máttu teljast heppnir með það. I siðari hálf- leiknum var úthald Hornfirðinganna greinilega orðið lítið og gekk hvorki né rak hjá þeim. Leiknir skoraði tvisvar sinnum á móti einu marki Sindra, sem var skorað út vítaspyrnu. Víðir - Njarðvík 2:0 Mörk Víðis, Garði: Guðmundur Knútsson 1, Gísli Eyjólfsson 1. Sigur Víðis hefði getað orðið stærri, en þeir léku á tíðum mjög góða knattspyrnu miðað við það sem gerist í þriðju deildinni. 1 hál'fleik var staðan 1:0. Það óhapp varð í leiknum að Friðrik Karls- son, einn af leikmönnum Víðis, fékk slæmt höfuðhögg og liggur nú á-sjúkrahúsi í Keflavík, en ekki er vitað hve meiðslin eru alvar- leg. ÍBÍ - Bolungarvík 10:0 Mörk ÍBÍ: Gunnar Pétursson 4, Þórður Ólafsson 3, Páll Ólafs- son 3. Það var nánast eitt lið á vellinum í þessum leik, ísfirðingarnir réðu lögum og lofum í leiknum. „Minir menn léku alveg eins og englar,“ sagði heimi'ldamaður okkar á Isafirði er við ræddum við hann í gær og ánægjan leyndi sér ekki í röddinni. Það var ekki aðeins að vel gengi í sókninni heldur varði Hreiðar Sigtryggsson, markvörður iBÍ, snilldarlega vítaspyrnu sem dæmd var í lok leiks- ins. Stefnir-HSS 3:0 Mörk Stefnis, Súgandafirði: Magnús Jónasson, Elvar Friðberts- son og Grétar Smith. Stefnismenn áttu mun meira í fyrri hálfleiknum og skoruðu þá þau mörk sem skoruð voru í leiknum. I siðari hálfleiknum sóttu Strandamennirnir í sig veðrið og náðu tökum á miðjunni með Svein Teitsson, fyrverandi leikmann IA, í broddi fylkingar. Strandamenn voru þó ekki á skotskónum í þessum leik og misnotuðu nokkur ágæt marktækifæri. Fylkir - USVS 7:1 Mörk Fylkis: Guðmundur Sigurðsson 5, Baldur Rafnsson 1, Ómar Egilsson 1. Mark USVS: Þorkell Ingimarsson. Eins og markatalan sýnir áttl Fylkir allan leikinn og hefði sigurimn getað verið stærri. Fyrstu þrjú mörkin komu á þremur mínútum þegar um 20 mínútur voru til leiksloka. Nokkur forföll voru I liði Fylkis og var Guðmundur Sigurðsson því settur í stöðu miðherja, sú ráðstöfun borgaði sig greinilega fyrir Fylki, þvi Guð- mundur skoraði 5 mörk í leiknum. Eitt markið skoraði Guðmundur beint úr innkasti, þ.e.a.s. knötturinn snerti markvörðinn á leið sinni í netið. Reynir - Stjarnan 2:1 Mörk Reynis, Sandgerði: John Hiii 1, Jónharður Jakobsson 1. Mark Stjömunnar: Ingólfur Magnússon. Með þessum sigri sinum tók Reynir forystu í riðlinum og er með fullt hús stiga eftir fyrri umferðina, en Stjaman tapaði nú sínum fyrsta leik. Það var athyglisvert í þessum leik hve Reynismenn léku mun fastari knattspyrnu, þeir komust upp með að spila fast og sigur þeirra í leiknum byggðist á hörkunni á móti hinum létt- Leikandi Stjörnumönnum. Af turelding - Hrönn 4:2 Mörk Aftureldingar: Þorsteinn Pétursson 2, Sveinn Sigvaldason 1 og Lárus Jónsson 1. Mörk Hrannar: Alfreð Harðarson 1 og Einar Sigurðsson 1. Afturelding hafði alltaf undirtökin í leiknum, sem fram fór á grasvellinum við Varmá. 1 hálfleik var staðan 2:1 fyrir heimamenn. Hrannarar hafa orðið fyrir miklum skakkaföllum í vor og margir þeirra beztu menn eru meiddir. Hrönn skoraði eigi að síður sín fyrstu rnörk í mótinu í þessum leik og ef til vill fylgja fleiri á eftir. Skallagr.- Víkingur 2:4 Mör kVíkings, Ólafsvík: Hreinn Jónasson 2, Guðmundur Gunn- arsson 1, Birgir Þorsteinsson 1. Mörk Skallagrims, Borgarnesi: Steinar Ragnarsson 1, Þórður Bachmann 1. Mikil barátta einkenndi þennan teik. Eftir skamma stund hafði SkaHagrímur náð tveggja marka forystu. Er leið á kom betra út- hald Ólafsvíkinganna 1 ljós og þeir tóku leikinn í sínar hendur og sigu fram úr. Sigur Víkings var verðskuldaður, iiðið lék betur og barðist af meiri áhuga. Spyrnir - Austri 0:4 Mörk Austra, Eskifirði: Guðmundur Ólafsson 2, Benedikt Sveins- son 1, Gisli Stefánsson 1. Austri hafði yfirburði í leiknum og sigur liðsins var fyllitega sanngjarn, liðið virðist vera að ná saman eftir slæma byrjun í vor. Spyrnisliðið er alls ekki sterkt um þessar mundir og virðist sem leikmenn liðsins séu ekki í góðri æfingu. Valur - Huginn 1:3 Mörk Hugins, Seyðisfirði: Björn Júlíusson 1, Ólafur Már Sigurðs- son 1, Guðlaugur Nilsen 1. Mark Vais, Reyðarfirði: Sigurbjörn Marinósson. Leikur Seyðfirðinga og Reyðfirðinga var mjög harður og á tið- um lá við handalögmálum. Seyðfirðingamir voru heppnir með nokkur marka sinna og jafntefti hefði gefið réttari mynd af gangi leiksins. Þess má geta að þjálfari Seyðfirðinga brenndi af í víta- spyrnu í síðari hálfleik. N or ður landamet I LANDSKEPPNI Svía og Eist- lendinga í tugþraut sem fram fór í Sollentuna í Sviþjóð fyrir skömmu setti Lennart Hedmark nýtt sænskt met og Norðurlanda met í tugþraut. Hlaut hann 8,188 stig. Afrek hans í einstökum greinum voru þessi: 10,8 — 7,16 — 15,43 — 1,90 — 49,4 — 14,4 — 49,08 — 4,30 — 78,88 — 4:54,6. Hedmark sigraði í keppn- inni en annar varð Pavel Rem- bak, Eistlandi sem hlaut 7,853 stig. Þriðji varð Jaan Lember, Eistlandi með 7,682 stig. Eist- .Jendingar sigruðu i landskeppn- inni, hlutu 30,606 stig, gegn 23, 164 stigum Svía. Kahma 65,64 m Finnski kringlukastarmn Pentti Kahma setti nýtt finnskt met í kringlukasti á móti sem fram fór í Nivala fyrir skörnmu. Kastaði hann 65,64 metna og bætti þar með eigið met frá 1971 sem var 63,50 metrar. Afrek Kahma er sjötta bezta kringlu- kastsafrekið í heiminum í ár. Stefnt að þátttöku — í alþjóðlegri knattspyrnu sagði Poul Michaelsen Þar sem ekkí er sérstakt knattspyrnusamband í Fær- eyjum, er starfandi inn- an iþróttasambands Færeyja (ÍSF) þriggja manna knatt- spyrnunefnd, sem fer með málefni knattspyrnunnar, á svipaðan hátt og KSÍ gerir hjá okkur. Formaður knattspyrnu- nefndar ÍSF og jafn- franit ein-.aldur um val liðs- ins, er ungur maður, Poul Michelsen. Páll, eins og við kölium hann, er mörgum ís- lendingum að góðu kunniir. Hann hefur lengi verið fast- ur leikmaður í liði HB í Þórs höfn og leikið með landslið- inu, var t.d. með í fyrra á ís- landi, en hann er þó e.t.v. kunnastur hér á landi meðal badmintonmanna, þar sem hann hefur s.I. átta ár verið Færeyjameistarl I þeirri íþróttagrein. Hefur hann því leikið við íslenzka badminton menn, bæði í Færeyjum og eins á íslandi, þvi eins og kunnugt er, hafa tekizt góð samskipti milli þjóðanna í þeirri íþróttagrein og eiga vonandi eftir að aukast. Ég spjaliaði stutta stund við Pál í bátnum á leiðinni frá Kiakksvík til Þórshafnar, að loknum landsleiknum og þá fyrst og fremst um knatt- spyrntimál. — Það er sérstök nefnd, skipuð þrem mönnum, innan ÍSF, sem fer með málefni knattspyrnunnar, sagði hann. Ætlunin er að stofna sérstakt knattspyrnusamband, sem starfi á sama hátt og ykkar knattspyrnusamband. Það er þegar farið að vinna að því og vona ég að við getum stofn að það á næsta ári. Það er margt ógert í knatt- spyrnumálunum hjá okk- ur. Við eigum t.d. engan gras völl og þvl miður verð ég að segja það, að það eru okkur mikil vonbrigði, að sú von okkar um að eignast grasvöll skuli ekki vera orðin að veru leika og því miður á ég ekki von á grasvelli á næstu ár- um. Við eigum að vlsu í Fær- eyjum lítinn grasvöll, sem ekki er hægt að leika á, vegna þess að hann er ekki nægjanlega stór, en harni hefur sýnt, að i Fær- eyjum geta verið grasvellir, Poul Micliaelsen. sem og annars staðar í heim- inum. Ert þú einvaldur um val landsliðsins? — Já, ég valdi liðið, sem lék í Klakksvík. Ég reyndi að velja leikmenn, sem leika góða knattspyrnu og þó ég segi sjálfur frá, þá tel ég að mér hafi tekizt valið vel. Þeir sýndu það sem ég bjóst við af þeim og reyndu allan ttm- ann að leika saman. Hvað viltu segja um úrslit leiksins? — Það er enginn vafi á því, að betra liðið sigraði. Mér fannst markatalan held- ur há. Ég held að 2:0 hefði verið sanngjarnt, þar se-m tvö mörkin, sem við fengum á okkur voru ódýr. Hvað er framundan hjá ykkur í sumar í sambandi við landsleiki? — Við teikum tvo lands- leiki á næstu dögum, gegn Hjaltlandi og Orkneyjum. Þá stendur til að við lei'kum landsleik í Þórshöfn 27. við Grænlendinga, en Græn- landsráðið kemur til Þórs- hafnar í sambandi við Ólafs- vökuna og verður leikurinn leikinn af þvi tllefni. Þetta verður í fyrsta skipti sem þessar þjóðir mætast í lands- leik og ég held að Grænlend- ingar hafi ekki áður leikið landsleik í knattspyrnu. Hyggið þið á frekari sam- skipti við Græntendinga á knattspyrnusviðinu? — Ég hygg að svo verði ekki og þá eingöngu vegna þess, að það hefur svo mikimi kostnað í för með sér. Við höfum hreinlega ekki efni á því. Við vonumst hins vegar til þess að geta orðið þátt- takendur í alþjóðlegri knatt- spyrnu innan fárra ára, á sama hátt og Islendingar. Við höfum þegar baldið fundi um slíkt með forráða- mönnum danskra knatt- spyrnumála. Færeyskir hand knattteiksmenn eru einnig að vinna að þvi, að verða hlut- gengir í alþjóðlegum sam- skiptum og þessa dagana er einmitt fundur norrænna handknattleiksforystumanna í Reykjavík, þar sem þetta mál er ti’l umræðu. Við fylgj- umst þvi spenntir með, hvernig málin skipast hjá handknattleiksmönnunum. — Nokkuð annað, sem er ofarlega á dagskrá hjá ykk- ur? Já, það er eitt og annað á döfinni, en mig langar að geta þess, að við höfum í sum ar hafið starf í sambandi við uppbyggingu unglingaknatt spyrnunnar, á sama hátt og þið gerið á Islandi. Er það von okkar, að við get- um strax í sumar hafið sam- band við Istendinga á þv: sviði, þar sem rætt hefur ver ið um unglingalandsleik milli Færeyinga og Islend- inga. Við vonum svo san-nar- tega að af slíkum leik geti orðið. Hefur þú lagt knattspyrnu skóna á hiliuna? — Þegar ég var beðinn um að taka að mér formennsku í nefnd þeirri, sem fer með málefni knattspyrnunnar, fannst mér ekki tilhlýðilegt, að ég léki með sjálfur. Ég af- réð því, að hætta að leika með félagi mínu HB og eins með landsliðinu, en ég hef leikið 6 landsleiki og var siðast með í fyrra. Hins vegar leik ég badminton ennþá, en í þeirri grein hef ég verið Færeyja- meistari s.l. 8 ár. Ég á marga góða vini á íslandi í þeirri iþróttagrein, enda hafa ís- lenzkir badmintonmenn kom- ið til keppni í Færeyjum og eins höfum við farið í keppn isferðir til Islands. Ég bið þig að skila kærri kveðju tit þeirra allra, sem og allra knattspyrnumanna. Ég vona að samstarf Fær- eyinga og Islendinga á íþrótta sviðinu eigi eftir að aukast til muna á næstu árum. Ég held að það verði báðum þjóð unum til góðs. Hdan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Íþróttafréttir Morgunblaðsins (26.06.1973)
https://timarit.is/issue/115582

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Íþróttafréttir Morgunblaðsins (26.06.1973)

Aðgerðir: