Morgunblaðið - 29.06.1973, Qupperneq 4
4
MORGUNiBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1973
® 22*0*22*
RAUÐARÁRSTÍG 31
V________--------■'
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
21190 21188
14444
25555
WMF/W
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
BORGIRTÚN 29
CAR RENTAl TpA|]CT|
BÍLALEIGA IKAU5II
ÞVERHOLT 15ATEL. 25780
AV/S
SIMI 24460
BÍLALEIGAN
EYSIR
CAR RENTAL
SKODA EYÐIR MINNA.
Shodh
LCIGAN
AUÐBREKKU 44-46.
SÍMI 42600.
MJÓR ER MIKILS
0 SAMVINNUBANKINN
R
Hjartans þakklæti og kveðja
bil a'llra vina og vandamanna,
sem heiðnuðu mig með gjöf-
um og skeytum á 80 ára af-
mæLi mími 19. júní Sl.
Guð gefi ykkur ölliurn góðar
stundir.
fú íana Jóhannesdótlir,
Hellissandi.
70 ána þakka ég mér sýndan
heiður, góðar gjafir, skeyti og
hlý harxltök.
Lrfið helL
Karl G. Pálsson,
Grettisgötti I8B
|Htirgtmhíaí)íÍ>
nucLVSinonR
^«-«22480
STAKSTEINAR
Hverjum olli
Ragnar
vonbrigðum?
Sjaldan hefur það komið
jafn berlega í ljós, hversu ein
angraðir kommúnistar og A1
þýðubandalagsmenn eru í af-
stöðu sinni til utanríksmál-
efna eins og i sjónvarpsþættin
um iim utanríkismál sl. þriðju
dagskvöld. Gremja þeirra
kemur glöggt fram í Þjóðvilj
anum i gær. Ritstjórar blaðs
ins hafa sennilega iagzt undir
feld að þætti loknnm og reyrit
að upphugsa ráð til þess að
bregðast við slikum óförum.
Lausnin var sú að fela
hetzta sljórnmálasérfræðingi
blaðsins að vélrita upp við-
ræðijj'áttinn og klippa svo nið
ur eina og eina setningu eftir
hvern þátttakanda og slíta úr
samhengi. Síðan var stjórn-
málasérfræðingnum falið að
snúa út úr og afbaka hverja
setningu, sem höfð var eftir
Einari Ágústssyni, Benedikt
Gröndal, Hannibal Valdimars
syni og Geir Hallgrimssyni,
með hefðbundnum dylgjum,
en fara lofsamlegum orðum
um „spakmæli“ Ragnars Arn-
alds.
Ekki virðist stjórnmálasér-
fræðingnr blaðsins þó hafa
verið hæst ánægður með verk
efnið, og gefur ritstjórum sin
um og lesendum það í skyn
með því að byrja grein sína
með þessum orðum:
„Fyrirfram héldu menn að
sjónvarps þáttur undir stjórn
Eiðs Guðnasonar um utanrik
ismái yrði harla merkilegur
þáttur. Jafnvel merkiiegt
framlag til umræðna um utan
ríkismál. Hverjum hann hefur
valdið vonbrigðum og hverj-
um ekki skal ósagt látið . .
Það þarf víst enginn eftir
þetta að fara í grafgötur um
það, hverjir urðu fyrir von-
brigðum með sjónvarpsþátt-
inn. Hann var að sínu leyti
merkilegt framlag tii um-
ræðna um utanríkismál; svo
augljóslega sýndi hann fram
á einangrun Alþýðubandalags
manna í utanríkismálum.
Vlta ekki vilja
Alþingis
I þessum sjónvarpsþætti
kom glöggt fram, að enn er
allt óvíst um, hvaða afstöðu
Alþingi tekur til varnarmái-
anna, uppsagnar eða endur-
skoðunar varnarsamningsins.
Einar Ágústsson, utancikisráð
herra, sagðist ekki vita hvort
meirihluti væri fyrir því að
segja upp varnarsamningn-
um. Þingmenn hugsuðu sjálf-
stætt og afstaða þeirra gæti
ráðizt af framvindu mála
næstu sex mánuði. Hannibal
Valdimarsson, félagsmálaráð-
herra, tók í sama streng og
utanríkisráðherra og sagði, að
enginn gæti spáð um það,
hvernig aiþingismenn myndi*
bregðast við, þegar þar að
kænii. Hann benti einnig á,
að hugsanlegt væri að gerá
nýjan varnarsamning, sem
ekki hefði í för með sér dvöl
erlendra hermanna.
Ragnar Arnalds var sá eimi
af talsmönnum stjórnarflokk-
anna, sem sagðist treysta því,
að þingmenn stjórnarflokk-
anna stæðu við ákvæði mál-
efnasamningsins og segðu
varnarsamningnnm upp,
hvernig sem þróun máia yrði
og hvað sem niðurstaða endur
skoðunarinnar leiddi í ljós.
Haflidi Jonsson
LÓWIR
F.IÖLBÝLISHÚSA
Á undanfömum árum hefur
mikið verið byggt af fjölbýlis
húsum. Eftir að fóik hefur
flutzt inn í húsin hefur oft dreg
izt lengur en skyldi að rækta
lóðirnar, sem húsunum til-
heyra. Ibúar þessara húsa
kjósa jafnan húsráð, sem hefur
með höndum stjórn sameigin-
legra mála er húseigjnina
varða og tíðast er ræktun og
umhirða lóðar'nnar erfiðasta
viðfangsefnið. Sjaldnast hafa
allir íbúarnir jafna aðstöðu tU
að sinna þessu mi'kiivæga
verkefni og oft skortir ein-
staklinga í stórum féiagshóp,
áhuga fyrir framkvæmd verk
efna, sem þe!r bera ekki per-
sónulega ábyrgð á. Samvinnu-
búskapur virðist ekki henta
Islendingum, ef dæma má eft
ir reynsluimi, sem fengizt hef
ur af ræktun sambýlishúsa-
lóða. Þó hefur þróuntn orðið
sú, að horfið hefur verið frá
þe rri reglu, sem t. d. var tal-
in sjálfsögð við Verkamanna-
bústaðina, að hver íbúð fékk
sinn útmælda lóðarskika, sem
íbúamir undiirstrikuðu eignar-
rétt sinn á með öflugri girð-
ingu. Nú eru lóðimar látnar
haldast sem ein heild og eng-
inn getur helgað sér blett á
landareigninni, sem hægt er
að rækta eftir persónulegum
geðþótta. Árangur hinmar nýju
stefnu verður sá, að lítið er
vandað til ræktunar lóðamia
og umhirða þeirra í flestum
tiávikum fremur bágborin.
Frá þessu eru þó fáeimar und-
antekningar.
Með hvaða hætti væri hugs-
anlegt að bæta úr í þessum
efnum? Fyrir það fyrsta þarf
að haga skipulagi fjölbýlis-
húsahverfa með öðrum hætti
en nú er gert. Hyggilegast
væri að hafa það fyrst og
fremst að markmiði v:ð skipu
lagið, að umhverfið verði sem
notalegast fyrir manneskjum
ar er þar eiga að dveljast, en
raða ekki steinkössum eftir
regiubundnum línum, þannig
að hver íbúð hafi sem
skemmsta leið út á umferðar-
stræti, og að bíllirun geti verið
í þriggja skrefa fjarlægð frá
útidyrum. Að sjálfsögðu er
nauðsynlegt, ef mikið liggur
við, að flutningatæki geti ekið
inn á íbúðarhúsalóðir, en það
ætti þó helzt ekki að eiga sér
stað nema mikil þörf sé á.
í dag er það bíllinn, sem
ræður skipulaginu. Sú hugar-
farsbreyting hlýtur að verða
á næstu árum, að það verði
bömin sem skipulagssérfræð-
ingar hafa fyrst og fremst í
huga, þegar þeir raða niður
bygg'ngum. Bílliinn verður að
þokast út fyrir sjálfan byggð
arkjarnann, ef vel á að fara.
I*á, en ekki fyrr, getum við
farið að byggja hús við garð-
stíga í stað umferðarstræta.
Jafnframt getur það gerzt, að
fjölbýlishús hafi enga afmark-
aða lóð umfram grunn sinn,
en standi hins vegar í sameig
iniegum almennmgsgarði, sem
ibúamir borga viðhald á með
hiiðstæðum hætti og þeir
borga í dag löðarskatt. í>ar
með væru þeir lausir við allan
ama og amstur af ræktun og
viðhaldi lóða, sem þeiir koma
sjaldnast í svo viðunanlegt
lag, að þar sé ákjósanlegt að
dveljast, þegar hvíld gefst frá
daglegri önn.
t>að er tímabært að taka
skipulagsvandamál fjölbýlis-
húsanna til endurskoðunar og
ef áhugi og vilji eru fyrir hendi
má víða bæta stórlega um
ræktun og fegrun frá því sem
nú er. Slíkt verður þó aldrei
gert með tilskipunum í eimni
eða annarri mynd, heldur með
sameiginlegum vilja íbúa í
heilum borgarhverfuim.
Glöggt dæmi um það er Ár-
bæjarhverfið, þar sem allar
lóðir fjölbýliishúsanna tengj-
ast saman og eru eitt ræktun-
arsvæði. Þar er vísbending
um, hvað hægt er að gera og
að hverju á að stefna, ef við
viljum í framtíðinni búa utan
við ys og þys strætanna.
Popp-skýrslan
ROLLING STONES
FOBTÍÐ: Hljöms veitin var
stofnuð fyrir 10 árum síðan
á upphafsskeiði brezku Rythm
and Blues tónlistarinnar og
hún hélt alltaf velheppnaðrl,
stællegri stefnu á milli blues-
tónlistarinnar, sopans, há-
tizkufólksins og svívirðilegra
einkauppátækja. Hljómsveitin
lagði sérstaka rækt við að um
vefja sig andrúmslofti linign
unar og spillingar, en þetta
hafði hinar alvarlegustu af-
leiðingar fyrir hana á Alta-
mont-útihljómleikunum 1969
(misheppnuðum hljómleikum,
sem enduðu með því, að Helj-
arenglar börðu svertiugja í
hel með reiðhjólakeðjum, sbr.
kvikmyndina Gimme Shelter).
Eina popphljómsveitin, seni
nokkru sinni hefur verið gerð
að umtalsefni í leiðara Times
í London.
MlTffl: Með aldrinum hafa
þeir félagar róazt. Jagger er
nú alþjóðlegur glaumgosi, en
Keith Richard hefur færzt
meira í sviðsljósið sem tón-
listarmiðpunktur hljómsveitar
innar. Hljómsveitin er ennþá
af mörgum talin fremsti flytj
andi hinnar hráu popptónlist-
ar.
FRAMTfö: Sögusagnir eru
á kreilti um að hljómsveitin
sé í miklum vanda stödd
vegna bersýnilega lélegra
gæða næstu stóru plötunnar,
sem hljóðrituðu var á Jama-
íka. Jagger mun einbeita sér
enn meira að kvikmyndum,
en hljómleikaferðir um heim-
inn miinu halda áfram i nokk
ur ár enn — og óviðjafanleg-
ur stæll þeirra mun fylgja
þeim allt til grafarinnar. Það
væri ánægjulegt stð sjá þá
leika í litiu hljómleikasölun-
um á ný, þar sem hin sönnu
gæði þeirra myndu koma i
ljós.
★ Mættum við fá
meira að heyra?
Þá er lokið birtingu fyrstu
20 þátta poppskýrslunnar —
þ. e. þeim hluta hennar, sem
fjallar um brezkar hljómsveit
ir. Enn er þó liægt að halda
áfram í tvo mánuði eða leng-
ur, því að Melody Maker hef-
ur birt sams konar þátt um
20 bandarískar hljómsveitir
og 20 bandariskra einstaklinga
og líklega er ókomin popp-
skýrsla um. 20 brezka einstakl
inga. En einni spurningu er
ósvarað: Hafa lesendur
ánægju af þessu eða ekki?
Við höfum rætt við örfáar
hræður, sem hafa lýst ánægju
sinni með þetta efni, en það
er aldrei að vita nema þar sé
um að ræða eintóma sérvitr-
inga og furðufugla, sem ekk-
ert mark er takandi á. Því
hefðum við gaman af að fá
bréf eða upphringingu frá les
endum, sem vildu segja áiit
sitt á þessum skrifum — og
öðru efni Poppkornsins. —
Það skal tekið fram, að lögð
hefur verið áherzla á að þýða
orðrétt, eða því sem næst, það
sem Melody Maker skrifaðl
um hverja hljómsveit — og að
eins skotið inn skýringum, ef
þörf hefur krafið. Oft hafa
skoðanir M.M.-manna verið í
andstöðu við skoðanir Popp-
korns-ritara, og vafalaust einn
ig i andstöðu við skoðanir les
enda. M. a. hefur Poppkorni
borizt bréf frá Moody Blues-
aðdáanda á Akureyri, sem
hefur sitthvað við skrifin um
Moody Blues að athuga. Við
munum ræða efni þess á
næstunni, en bréf frá aðdá-
endum annarra hljómsveita,
sem viidu láta í ljós sitt álit,
væru einnig mjög vel þegin.