Morgunblaðið - 17.07.1973, Page 16

Morgunblaðið - 17.07.1973, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 JÚLÍ 1973 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar hf. Arvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Kor.ráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Arni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10-100. Augtýsingar Aðalstræti 6, simi 22-4-80. Askriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanland*.. I lausasðiu 18,00 kr. eintakið. Ritstjórnarfulltrúl Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóri og afgreiðsla Pitt þýðingarmesta atriðið ^ í starfrækstu háskóla er sjálfstæði hans gagnvart stjórnvöldum um innri mál- efni sín. Nú hefur það hins vegar gerzt, að Magnús Torfi Ólafsson, menntamálaráð- herra, hefur leitað staðfest- ingar forseta íslands á breyt- ingum á háskólareglugerð, án samráðs við háskólaráð og raunar þvert gegn samþykkt- um ráðsins. Að undanförnu hefur stað- ið nokkur deila innan há- skólans um upphæð og skipt- ingu skrásetningargjalda stúdenta, sem ákveðin eru með reglugerð. Segja má, að ágreiningurinn hafi fyrst ris- ið upp vegna mismunandi skoðana á því, hvort Stúd- entaráð ætti að fá hluta skrá- setningargjaldanna. Allir eru sammála um, að mikilvægt er, að fjárhagsgrundvöllur stúdentaráðs á hverjum tíma sé traustur. En ágreining þar um ber háskólamönnum, stúdentum og kennurum að leysa í sameiningu. Af þessum sökum verður að átelja mjög hina einstæðu ákvörðun menntamálaráð- herra, þar eð hann leggur fram tillögur til reglugerðar- breytingar, sem í verulegum atriðum víkja frá tillögum háskólaráðs. Algengt er, að ráðherra sé veitt heimild til þess að setja reglugerð á grundvelli laga. En í háskóla- lögum er á hinn bóginn mælt svo fyrir, að menntamálaráð- herra leiti staðfestingar for- seta íslands á reglugerð fyrir háskólann, að fengnum til- lögum háskólaráðs. Að þessu leyti nýtur háskólinn veru- legrar sérstöðu, sem ber ótví- rætt vitni um það sjálfstæði, sem hann á að búa við. Þó að menntamálaráðherra hafi e.t.v. stjórnskipulega heimild til þess að víkja til- lögum háskólaráðs til hliðar, er hér óneitanlega um að ræða brot á langri hefð, er ríkt hefur í þessum efnum. Háskólaráð hefur gert sam- þykkt vegna þessa atviks, þar sem lýst er yfir undrun á þessari ákvörðun, og jafn- framt er sagt, að einsdæmi sé, að ráðherra víki frá til- lögum háskólaráðs um innri málefni skólans. Þá er menntamálaráðherra krafinn skýringa á því, hvers vegna ekki var haft samráð við há- skólayfirvöld, áður en svo óvenjuleg og umdeilanleg ákvörðun var tekin. Þessi samþykkt var gerð með sjö samhljóða atkvæðum. Og tveir þeirra, sem sátu hjá, töldu miður, að ráðherfa skyldi hafa tekið ákvörðun sína án samráðs við háskóla- ráð; annar þeirra var fulltrúi stúdenta. Af þessu má sjá, að kenn- arar og stúdentar í háskóla- ráði eru einhuga í mótmæl- um gegn vinnubrögðum af þessu tagi. Á síðustu háskóla- hátíð skýrði þáverandi vara- forseti háskólaráðs frá því, að skipuð hefði verið nefnd til þess að kanna stjórnskipu- lega stöðu háskólans og stjómsýslu innan hans. Þessi nefnd er nú um það bil að hefja starf sitt, en hún var sett á fót fyrst og fremst að frumkvæði stúdenta í há- skólaráði. Eitt af verkefnum nefndarinnar verður að setja fram hugmyndir, er treysti enn sjálfstæði háskólans gagnvart ríkisvaldinu um öll innri málefni sín. Af þessu má sjá, að stúdentar hafa jafnan lagt ríka áherzlu á, að sjálfstæði háskólans yrði virt. Og sú ákvörðun mennta- málaráðherra nú að snið- ganga með öllu tillögur há- skólaráðs ætti að leiða til þess, að settar verði ákveðn- ar reglur um þessi efni. Samhliða þessu er rétt að vekja athygli á, að áhrif stúdenta á stjórn háskólans hafa minnkað talsvert frá því að háskólalögunum var breytt 1969. Vegna fjölgunar kennara og deilda hafa þeir nú minni áhrif við rektors- kjör, á deildafundum og í há- skólaráði en áður var. Ef ráð- herra hefur í hyggju að styrkja málstað stúdenta væri kjörið verkefni að leið- rétta a.m.k. það, sem úrskeið- is hefur gengið í þessum efn- um. Það væri brýnna verk- efni en að virða að vettugi ákvörðunarvald háskólaráðs. Hugmyndin um sjálfstæði háskólans var skýrt mörkuð í fyrstu setningarræðu Björns M. Olsen 17. júní 1911, er hann sagði: „Landsstjórnin á því að láta sér nægja að hafa eftirlit með því, að háskóla skorti ekki fé til nauðsyn- legra útgjalda og að þeir fylgi þeim lögum, sem þeim eru sett, en láta þá að öðru leyti hafa sem frjálsastar hendur um starf þeirra og málefni.“ Að vísu fylgir auknu sjálfstæði mikil ábyrgð, sem háskólinn verð- ur að rísa undir á hverjum tíma. Þannig var það að vissu leyti áfall fyrir skólann, er stúdentar upplýstu, að nokkrir kennarar höfðu feng- ið löng lán úr sjóðum hans. En athyglisvert er, að menntamálaráðherra hefur ekki gert athugasemdir við þetta atriði. En hvað, sem slíkum áföll- um líður, hljóta menn að gera þær kröfur til stjórn- valda á hverjum tíma, að þau virði sjálfsákvörðunar- rétt skólans og reyni fremur að búa svo um hnútana að hann geti í sem flestum til- vikur.i tekið ákvarðanir um eigin málefni og leyst úr ágreiningi, er upp kann að koma. í þessu sambandi má nefna þær hugmyndir, sem fram hafa komið um að áætla háskólanum ákveðna fjár- hæð fyrir hvert starfsár, sem hann ákveður síðan sjálfur á grundvelli laga, hvemig nýta eigi. Tillögur af þessu tagi þarf að kanna rækilega. Mik- ilvægara væri fyrir mennta- málaráðherra að snúa sér að slíkum verkefnum, en að taka ákvarðanir eins og hann nú nýlega hefur gert. SJÁLFSTÆÐI HÁSKÓLANS Þýzku ríkin hlið við hlið RÁÐSXEFNAN um öryggi Evrópu í Helsinki á dögun- um var ekki sízt merkileg fyrir það að þá komu utan- ríkisráðherrar þýzku ríkjanna fram í fyrsta skipti á ai- þjóðavettvangi sem jafn rétt- háir aðilar. Þessi staðreynd var trúlega mer'kilegri en ræðumar, sem ráðherramir fluttu á ráð- stefinurani, hver á eftir öðr- um. Walter Scheel laigði í sinini ræðu áherzlu á að maninileg sajmskipti væru nauðsynleg forsenda tilrauma till þess að draga úr speon- urani í álfunmi. Wimzer emb- bættisbróðir hans hvatti í sinirai ræðu til alþjóðatrygg- iragar fyrir þjóðréttarlegri viðuPkenmiingu á þýzika al- þýðulýðveldimu (DDR). Haft var á orði að vei hefði farið á með þýzku ráð- herrunum á ráðstefnunmi og þeir sátu hl'ið við hlið. En ástæðam tiil þess var sú krafa Vestur-Þj óðve rj a að sendi- neíndunum yrði raðað við borðið eftir fraraslka stafróf- irau en ekki hinu emiska, því að aranars hefðd verið lamgt milli þýzku sendiinefndanma. Það sem vakti fyrir Vestur- Þjóðverjum með þessu var að leggja áherzlu á þá afstöðu sína að þýzka þjóðin sé að- eiras eira en ekki tvær. Það hefðu þeir ekki getað sýnt eins vel fram á, ef þýzku sendiraiefindimar hefðu ekkl setiið saman.. Vegna kröfu Vestur-Þjóð- verja varð að breyta sætaröð- irand í flýti og raða eftir franska stafrófimu. Þetta mál vakti nok'kra kátírau og veitti kæhkomina tilbreytingu á ráð- stefnumná ásamt tilllögu Doms Miratoffs um að Alsír og Tún- is fenigju að fylgjast með ráðstefraunni. Athygli vakti að formenn þýzku sendinefndanna á ráð- stefnunni, Guido Brunner frá Bonn, og Siegfried Bock frá Austur-Berlin, virtust vera mjög samrýndir. Sovézki sendiherrann Val- erin Zorin var að minnsta kosti undrandi þegar þeir komu til veizliu í tékikn- eska sendiráðinu í Hels- iniki hlið við hlið. „Hvað komið þið ennþá saman hing- að?“ sagði hann undrandi. Fleiri voru undrandi því að flestir höfðu búizt við að full- trúar þýzku ríkjarana yrðu heldur kuldalegir hvor í aran- ars garð á ráðstefnunni, en því var ekki að heilsa. Raun- ar þekkjast Brunner og Bock vel frá Viðræðum, sem fóru fram um undirbúning ráðstefn unnar. Viirasamnileg kynni austur- og vestur-þýzikra ráðamarama auðvelda batnandi sambúð liandanna. 1 haust fá bæði þýzku ríkira aðild að Samein- uðu þjóðunum. Þar verður ríkjuraum raðað eftir enskri stafrófsröð en hvoru á eftir öðru, þar sem Þýzka alþýðu- lýðveldið fær sæti sanikvæmt heiti sínu á ensku og heiti Þýzkalands kemur á undan heitinu sambandslýðveldi við sæti Vestur-Þjóðverja. Þó er þetta túlkað sem sigur fyrir Austur-Þjóðverja, þar sem þeir eru á uradara Vestur- Þjóðverjum í stafrófsröðirani. Aðiildira a6 SÞ er Austur- Þjóðverjum líka meira virði en Vestur-Þjóðverjum, sem hafa haft áheyrnarfulltrúa hjá samtökunum síðan 1952. Aust- ur-Þjóðverjum hefur alla tíð gengið erfiðlega að hljóta al- þj óða vi ðu rke nniingu vegna miraniraga sem eru tengdar við gaddavír og skothríð á landa- mærunum. Vestur-Þjóðverjar gera sér vonir um að viss samstaða skapöist mieð þýzku sendinefnd uraum hjá SÞ, jafravel að þær virani saman öðru hverju. En hingað til hefur verið lítið samband miilli sendinefndanna anraað en það að fulltrúarnir hafa skýrt hver öðrum frá breytiragum í starfsliði sínu og hitzt í veizium. Austur-Þjóðverjar halda líka fast við það, að Vestur- Þjóðverjar hafi engan afdrátt- arlausan rétt til að gæta hags- muna Vestur-Berlínar hjá Sameirauðu þjóðunum og segja að þeir verði að viðurkenna veruleika skiptingar Þýzka lands. 1 þessu sambandi benda þeir á gerólíka þróura rikj- anna. Hvað sem þessu líður munu þýzku fastáfulltrúarnir, Walt- er Gehloff frá Vestur- Þýzkalandi og Honst Grunert frá Austur-Þýzkatondi setjast hlið við hlfð á Alllslherjar- þiraginu i haust á sarna hátt og utanríkisráðherrar þýzku ríkjanna í Helsinki á dögura- um. En samvirana miilli rikj- anna á enn þá langt í land. Vestur-þýzk skopteikning: Var lokaæfing í Helsinki með tvöfalda þýzka örninn?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.