Morgunblaðið - 17.07.1973, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGU'R 17. JÚLÍ 1973
Hin nýja tæknimiðstöð Volvo í Gautaborjf, sem kostar um 5000 miHj. ísl. krónur.
• •
Oryggi og aftur öryggi
— litið inn hjá Volvo í Gautaborg
og m.a. skoðuð tæknimiðstöð,
sem kostaði 5000 millj. ísl. kr.
— Volvo býr starfsmönnum sínum
tómstundaaðstöðu
FYRIR skömmu tók Volvo verk
smiðjan í Svíþ.jóð í notkun nýja
tæknimiðstöð i Gautaborg
og kostaði mannvirkið hvorki
meira né minna en 5000 millj.
isl. kr., eða 220 millj. sænskra
kr. Við ' skoðuðum hinar
feikilegu verksmiðjur Volvo
þe*:ar Voivo kynnti blaðamönn
um tækn'miðstöðina, en stuttii
eítir að blaðamenn höfðu skoð
að hana var hún lokuð öllum ut
anaðkomandi.
Yfir 600 þús. manns vinna hjá
Volvo í Sviþjóð hjá þessu
stærsta véliðnaðarfyrirtæki í
Skandinavíu og Volvo er
stærsti útfiytjandi Svíþjóðar
með varksmiðjur á yf r 20 stöð
um í iandinu og selur til 120
landa.
Á hverju ári framleiðir Volvo
nokkur hundruð þúsund b:f-
reiðar og t.d. árið 1971 liðlega
200 þús. fóiksbíla, 16000 flutn
ingabíla auk rútubra og ann-
ars.
Volvo ieggur ákaflega mikið
upp úr öryggi ásamt þægindum
og tæknimiðstöð n á að veia
f-ullkomnasta tilraunastöð í
heiminum til þess að kanna ör
ygigi bifre ða. Verksmiðjan er
með ýmsar tilraunir sem varða
öryggi og m.a. eru þeir nú að
prófa nýjan örygg'sbíl, sem á
að þoia feikileg högg án þess að
leggjast nokkuð saman. >á sá
um við t.d. Volvobiia sem hafði
ver ð ekið beint. á steinvegg á
fullri ferð og þrátt fyrir það
haggaðist ekkert inni í bíinum
þó að hann iegð'st svo að segja
saman að framrúðunni.
Hvar sem við komum í þessu
risafyrirtæki var áberand hvað
öll skipulagning var góð og allt
var hreiniegt. Þá hefur Volvo
lagt mikið uþp úr því að hafa
góða aðstöðu fyrir starfsmenn
siina, bæði vinnuaðstöðu og
einnig aðstöðu til tóm-
stundaiðkana utan vinnutíma.
Þeir byggja heii tómstundahús
og jafnvel sundlaugar.
Verksmiðjan skipt'r fram-
ieiðslunni niður í deildir. Sum-
ar deildir hafa t.d. aðeins vöru
bíia á sínum snærum og má
nefna að í Skove er ein af vöru
b íreiðaverksmiðjum Volvo sem
hefur um 4000 starfsmenn.
1 tæknimiðstöð'nni var okkur
leyft að skoða ýmsar deildir,
en aðrar ekki, því þar er fjall
að um „hernaðarleyndarmál"
Volvo-verksmiðjanna, atriði
sem þeir vilja halda leyndum
fyr r öðrum aðilum í bifreiða-
framleiðslunni.
Ein deildin t.d. kannar hæfni
hjóiaútbúnaðarins, önnur þol
hurðanna oig er þeim skellt þar
aftur allt upp í 100 þús. sinnum
t:i athugunar og þannig má
telja lengi lengi. Svo til allir
hiutir b freiðarinnar eru reynd
ir og ef eitthvað sýnir veik-
ieika eru sérfræðingar til þess
að leysa vandamálin.
Þá hefur Volvo lagt upp úr
ákaflega öruggri varahlutaþjcin
ustu og það eins og annað er
skipulagt t 1 hins ítrasta.
Endurnýjun á véium Volvo-
verksmiðar.na er mjög mikil
Frá einni af verksmiðjum Volvo í Svíþjóð.
og eru verksmiðjurnar taldar
búa við tæknilegasta útbúnað í
ailri Evrópu.
Nýverið hafa Volvo-verksmiðj
urnar tekið upp á því að byggja
ibúðarhús fyrir starfsmenn sína
og fjöl'býlshús, ein margir
starfsmenn þeirra koma frá
Balkanlöndunum.
Það er stórbrotið að skoða
verksmiðjur eins og Volvo . er
með og ekki nokkur le!ð að
líkja því saman við neitt í okk
ar iandi. Það væri þá helzt það
að ailir v nnufærir nienn í
Reykjavík myndu ekki duga til
þess að sinna þörfum verksmiðj
anna.
Framleiðsla hjá Volvo hefur
aukizt stöðugt ár írá ári og er
söluaukn'ng mjög rnikil um
alla Evrópu. Sama er að segja
um Island, en Gunnar Ásge rs
son hefur umboð á Islandi fyrir
verksmiðjurnar. —- áj.
Öryggisbíll, sem verið er að gera tilraunir meó
Volvo í einni af fjölmörgum prófunum.
Volvo leggur mikið upp úr góðri aðstöðu fyrir starfsmenn sína. Þeir byggja' sérstök tómstiindahús fyrir starfsmennina með margs konar aðstöðu fyrir íþróttir,
smíðar og sitthvað fleira. —