Morgunblaðið - 05.09.1973, Page 16
16
MORGUNBLAÐrÐ — MIÐVIKUDAGOR 5. SEPTEMBER 1973
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík,
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson,
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80.
Askriftargjlad 300,00 kr. á mánuði innanlands.
I lausasölu 18,00 kr. eintakið.
Ý'tnsir hafa velt því fyrir
sér, hvort ekki mundi
auðveldlega nást samstaða
um 200 mílna fiskveiðilög-
sögu, nú þegar stærsti flokk-
ur þjóðarinnar hefur í sam-
ræmi við þróun alþjóðamála
gert hana að höfuðstefnu
sinni í landhelgismálum, enda
standa vonir til að stefnu-
skráryfirlýsing um stuðning
við 200 mílna landhelgi verði
samþykkt í upphafi Hafrétt-
arráðstefnunnar, sem hefst á
næsta ári. En það hefur því
miður komið í ljós, að ein-
hver misbrestur virðist vera
á, að mál þetta verði tekið
föstum tökum og leitt farsæl-
lega til lykta, a.m.k. hefur
Þjóðviljinn ekki við að gera
200 mílurnar tortryggilegar.
í hvert skipti, sem blaðið
minnist á þennan næsta á-
fanga okkar í landhelgismál-
inu, skín ógleðin út úr því.
200 mílurnar eru í fullu
samræmi við upphaflega
stefnu íslendinga í landhelg-
ismálinu, þegar lýst var yfir
með landgrunnslögunum frá
1948, að íslendingar helguðu
sér landgrunnið allt. Land-
í
VIÐ
grunnsstefnan á erfitt upp-
'dráttar á alþjóðavettvangi af
ýmsum ástæðum, m.a. vegna
þess hve landgrunn margra
landa er geysivíðáttumikið.
En 200 mílna efnahagslög-
saga er sú niðurstaða, sem
bezt hentar fyrrnefndri, upp-
haflegri landgrunnsstefnu ís-
lenzku þjóðarinnar, eins og
nú háttar. Þegar það liggur
fyrir, er auðvitað ekkert
sjálfsagðara en að lýst sé yf-
ir stuðningi við þá stefnu,
sem gert er ráð fyrir að njóti
nauðsynlegs stuðnings á Haf-
réttarráðstefnunni og næst
stendur hagsmunum íslend-
inga, þ.e. 200 mílna stefnuna.
Það er því bæði rétt og tíma-
bært að leggja höfuðáherzlu á
hana nú, svo að enginn sé í
vafa um, hvert sé næsta spor
íslendinga í þessari sjálfstæð-
irbaráttu okkar.
benti m. a. á, að allar tillög-
ur sjálfstæðismanna um
fjölgun varðskipa og eflingu
landhelgisgæzlunnar, sem nú
hefðu getað verið komnar til
framkvæmda, hefðu verið
felldar af núverandi stjórn-
arsinnum á Alþingi. En Geir
hélt áfram: „En við skulum
hú víkja ágreiningi um
framkvæmd og liðna tíð til
hliðar. Við skulum fyrst og
fremst líta fram á veg. Ör
þróun hefur orðið á alþjóða-
vettvangi okkur í vil. í undir-
búningsnefndum Hafréttar-
ráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna hefur komið í ljós, að
fylgi við 200 mílna efnahags-
lögsögu hefur stóraukizt.“
SAMRÆMI
UPPHAFLEGA
STEFNU
\
Geir Hallgrímsson, vara-
formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, ræddi um landhelgismál-
ið að kvöldi laugardagsins 1.
september sl. í útvarpinu og
Og ennfremur sagði hann:
„Þótt Hafréttarráðstefnunni
ljúki ekki á næsta ári, þá er
búizt við samþykkt stefnu-
yfirlýsingar í byrjun ráð-
stefnunnar, er hafi 200 míl-
urnar að leiðarljósi. . . . Þar
sem 200 mílumar ná í raun-
inni alls staðar út fyrir land- '
grunn íslendinga og eru
þannig í samræmi við land-
grunnsstefnuna, þá fullnæg-
ir þessi þróun mála hags-
munum okkar mjög vel. Það
er því skoðun Sjálfstæðis-
flokksins, að við hljótum nú,
þegar Alþingi kemur saman,
að lýsa yfir, að við færum
fiskveiðilögsögu okkar út í
200 mílur fyrir lok næsta
árs.“
Geir Hallgrímsson benti á,
að með því mundum við
skipa okkur ákveðið í sveit
200 mílna þjóðanna „og hafa
áfram áhrif á þróun mála
okkur í vil“. Hann sagði x
lok máls síns, að það væri
von sjálfstæðismanna „að
þjóðareining takist um þenn-
an lokaáfanga okkar í land-
helgismálinu, sem hina fyrri“
— og er það áreiðanlega von
allra þeirra, sem hugsa um
leikslok og lokatakmark, en
ekki einungis dægurþras
og ríg út af einstökum áföng-
um eins og 50 mílunum nú.
Er þess að vænta, að þjóðin
sameinist 1 baráttunni fyrir
200 mílna fiskveiðilögsögu og
taki undir með þjóðskáldinu
og stjórnmálamanninum, sem
sagði: „Þagnið dægurþras og
rígur. . . .“
Þeir, sem hafa 50 mílurn-
ar einungis að yfirskini í
dægurbaráttu sinni og inn-
anlandserjum, verða að taka
afleiðingum af skammsýni
sinni og hentistefnu.
Tekst Kissinger að gera
Nixon starfhæfan á ný?
&KIPAN Henry Kissingers í
embaetti utanríkisráðherra
Bandaríkjanna kann vel að
vera skynsanileg'asta og kæn-
legasta ráðstöfun Richards
Nixons, forseta, frá þvi Wat-
ergatemálið komst í hámæli,
segir Michael Oavie, fréttamað
ur OBSERVER í grein, sem
hann skrifaði frá Washington
fyrir nokkrom dögum. Þar
fjaliaði hann um stöðu forset-
ans og árangursiitlar tilraun-
ir hans til að fá bandarisku
þjóðina til þess að leiða hug-
ann frá Watergate-málinu og
gefa honum frið tii að sinna
mikilvægari verkefnum, sömu
leiðis um feril og framtíðar-
verkefni Kissingers. Fara
helztu atriði þessarar greinar
hér á eftir endursögð.
Davie segir, að forsetinn
komi mörgum fyrir sjónir
þessa dagana sem sé hann ó-
rólegur, taugaspenntur og fari
undan í flæmingi — og honum
hafi, að því er virðist hvorki
tekízt að sannfæra bandaríska
kjósendur um sakleysi sitt
varðandi yfirhylmingar í Wat-
ergate-málinu né um, að hann
hafi myndugleika og mátt til
að leiða athygli manna frá
þessu leiðindamáli. Kissinger
hafi sjálfur, þegar hann hélt
blaðamannafund daginn eftir,
að Nixon skýrði frá skipan
hans í embætti, verið sýnu
sjálfsánægðari og öruggari
ásýndum en forsetinn.
„Ugluandlit hans og róleg
framkoma minnti menn helzt
á evrópskan geðlækni, sem hef
ur verið kallaður til að með-
höndla stressaðan sjúkling,"
segir greinarhöfundur og bæt-
ir því við, að svo virðist þó
sem Kissinger sé sammála for-
setanum í því, að nauðsynlegt
sé fyrir hann að fá frið fyrir
Watergate-málinu til þess að
sinna mikilvægari ríkismálum.
Röksemdir Kissinger eru þó
ekki endilega þær, að það þurfi
að bjarga forsetanum persónu
lega úr klemmunni, heldur að
bandarísku þjóðinni í heild
verði það til ills eins, ef sundr-
ungin út af Watergate-málinu
kemur í veg fyrir, að stjórn-
in geti haldið uppi sterkri og
markvissri utanríkisstefnu.
Kissinger hefur verið skip-
aður utanríkisráðherra í því
skyni að reyna að tryggja og
útfæra friðarstefnu þá, sem
tekin hefur verið upp í við-
skiptum við kínverska alþýðu-
lýðveldið og Sovétríkin. Sem
stendur telur hann ástandið í
samskiptum rikjanna við-
kvæmt og staðhæfir, að ann-
aðhvort verði Bandaríkjamenn
að setja samstundis annan
mann í forsetaembættið eða
leyfa Nixon að starfa í friði
ella geti Bandarikjamenn ekki
rekið utanrlkisstefnu, sem stór
veldin treysti. Afleiðingin verði
sú, að árangur sá, sem náðst
hafi i þá átt að bæta samskipt-
in við Sovétríkin, verði að
enigu orðinn eftir u.þ.b. tvö ár.
Þessar röksemdir Kissingers
eru Nixon forseta augljós
styrkur og enginn getur sett
þær fram af meiri sannfæring-
arkrafti, skynsemi og myndug-
leik en einmitt Kissinger. En
sú staðreynd, að málflutningur
hans vegur þungt á metaskál-
unum Nixon í hag, kann i
sjálfu sér að verða til þess að
fæla ýmsa frá stuðningi við
Kissinger, sérstaklega öldunga
deildarþingmenn úr flokki
demókrata, sem hafa bak við
eyrað kosningarnar 1974 og
1976. Sakir flokkspólitískra
sjónarmiða viija þeir, að repú-
blikanar verði sem aumastir,
þegar þar að kemur — þeir
hafa ekki gleymt því hver
áhrif stórviðburðirnir, sem
leiddu af utanríkisstefnu Nix-
ons, höfðu á kosningaúrslitin
1972 né því, að það var Kiss-
inger, sem lagði grundvöllinn
að þeim. Þar fyrir utan hafa
ýmsir aðilar fjölmiðla, einkan-
lega á austurströndinni, bæði
hlaða, sjónvarps og útvarps,
fullan hug á að sjá Nixon að
minnsta kosti auðmýktan og
vængstífðan og helzt losna al-
veg við hann, ef þeir gætu.
Kissinger mun á næstunni
leggja á það áherzlu við þessa
aðila, að þeir og þjóðin ÖU
verði að gera sér ljóst hverra
kosta er völ.
Þetta er óvenjuleg aðstaða
fyrir mann eins og Kissinger.
Þýzkur Gyðimgur, flóttamaður,
prófessor, hefur að boðí for-
seta Bandaríkjanna tekið yfir
stjórn utanríkisstefnunnar,
þegar bæði forsetaembættið er
í húfi og þáttaskil í mannkyns
sögunni. Kissinger er sagn-
fræðingur og honn er sann-
færður um, að nú séu meiri
líkur til þess en nokkru sinni
frá lokum heimsstyrjaldarinn-
ar fyrri að byggja upp stöðugt
aiþjóðlegt stjórnmálakerfi.
Utanrikismál hafa átt hug
hans árum saman. Hann heyrði
tii hópi hugsuða við Harvard-
háskóla, sem á árunum 1950—
1960 mynduðu nokkurs konar
hugmyndahreiður, þar sem
fjallað var um kjarnorkuvopn
og utanríkismál. Þar voru
gerðar flóknar athuganir, sem
gerðu miklar vitsmunakröfur
til þeirra, sem hlut áttu að
máli. Þegar hann kom til
starfa í Hvíta húsinu hafði
hann skrifað fjórar bækur og
fjölda greina, sem flestar voru
mjög svo gagnrýnar á utan-
ríkisstefnu Bandarikjanna.
Se litið yfir siðustu fjögur
árin má greina skýran, óslit-
in þráð milli hugmyndanna,
sem hann útfærði og þeirrar
stefnu, sem hann hefur hrund-
ið í framkvæmd. Það hlýtur
að gefa honum sterka aðstöðu,
að hugmyndir hans og stefna
njóta stuðnings og virðingar
víða um heim og meðal meiri-
hluta bandarisku þjóðarinnar.
Kannski er þar að finna grund
vöH sýnilegs sjálfstrausts hans
og þeirra.r ótrúlegu þolinmæði,
Nixon og Kissin
sem hann hefur sýnt í samn-
ingaviðræðum.
Um árabil hefur Kissinger
velt fyrir sér þeim hættum,
sem stafað gætu af ríkjandi
ástandi heimsmála, meðan
Bandaríkin og Sovétríkin
stóðu sem andstæðir pólar
hvarvetna í veröldinni. Og þeg
ar Ktnverjar sýndu áhuga á
því að brjótast út úr þeim