Morgunblaðið - 05.09.1973, Page 21

Morgunblaðið - 05.09.1973, Page 21
MORGUNIBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBKR 1973 21 Nú endast skórn- ir ekki lengur en tízkan — segir elzti skósmiður á landinu, Ferdínand E. Eiríksson Ferdínand og kona lians Magnea Guðný. ÞEIR ERU orðnir fáir skósmið- irnir í Reykjavík, og ekki þyk- ir arðvænlegt fyrir unga menn í dag að leggja fyrir sig skó- smíði. En öðruvísi var það fyrir rúmri hálfri öld. I»á gegndu skó- smiðirnir mikiivægu hlutverki fyrir almenning á meðan inn- flutningur á skóm hingað var lítili sem enginn. Þegar ungur maður komst í læri hjá skósmið, var sagt: Honum er borgið. Framtíðin er örugg hjá honum. En nú eru aðeins reknar 8 skósmíðavinnustofur á Reykja- vikursvæðinu, otg ekki er sýni- legt, að þeirn fari fjölgandi. Á Grettisgötu býr og starfar elzti Skósmiður á landinu, Ferdínand E. Eiriksson, 82 ára að aldri. í 56 ár rak hann skósmiíðavinnu- stofu á Hverfisgötu 43, en hef- ur nú flutt hana á Grettisgöt- una, þar sem hann hefur búið ásamt konu sinni, Magneu Guð- nýju Ólafsdóttur, frá því að þau byrjuðu búskap og alið þar upp sjö börn. Gömlu hjónin búa nú aðeins tvö í vinalegri íbúðinni, sem í sénn er ldtii og heimilis- leg, og þangað heimsótti ég þau einn daginn, og bað Ferdínand að segja mér frá starfi sínu. Ferdínand er fæddur og upp- alinn á Álftanesinu og er einn af átta systkinum. Ég spyr hann, hvers vegna hann hafi gerzt skósmiður. — Eiginlega var það ekki ég, sem réð þvi. Ég fæddist með húðsjúkdóm, og þurfti þess vegna að hlifa mér við erfiðis- vinnu. Eimhvern tíma sagði lækn irinn við pabba, að hann skyldi senda mig í iðnnám, þvi að ég væri enginn maður til að vas- ast mikið. Annað hvort hentar honum að vera skósmiður eða skraddari, sagði hann. En hið fyrrnefnda varð fyrir valinu. 1906 hélt ég ti’l Reykjavíkur og komst í nám hjá Matthíasi Matt híassyni, skósmíðameistara, og vorum við sex piltarnir í læri. Fyrsta verkefni mitt var að hreinsa hrákadállana og ollu- lampana, og þótti mér það held- ur ógeðfellt. En maður kvart- aði ekki, og þóttist heppinn að vera kominn i gott nám. Ég lærði í fjögur ár kauplaust, en skósmiðir fengu þá 3.50 krónur í daglaun, sem þótti ekki slæmt. Ég varð mér þó úti um smá- pening fyrir að gæta bama Matthíasar og gat skroppið í bíó fyrir. — Var þetta ekki erfitt starf, Ferdlínand? — Jú, það var vissulega erfitt, því við þurftum að vinna allt í höndunum. Skósmiðir unnu mikið að nýsmiði og þá voru allir skór úr leðri, sem var oft erfitt viðureignar. Við vorum alltaf biksvartir af tjöru á hönd- unuin, og fengum sár á fing- urna af nálunum. Mest var að gera fyr-ir jólin við að botna skó og bæta undir prjónasokkana, og þá unnið langt fram á nætur. Fyri.r vertíðina var líka mikið að gera, og þá gerði maður um 70—80 pör fyrir hverja verttð. Auk þess þurfti ^nikið að bæta leðursjóstígvélin, sem voru eng- an veginn eins sterk og gúmmí- stígvélin eru. En eftir að innflutningur á skóm hófst hér fyrir alvöru, hættu flestir skósmiðirnir að smíða skó, og unnu aðeins að viðgerðum. Eftir því sem tim- amir liðu, varð starfið auðveld- ara. Þetta getur varla talizt handavinna lengur, eftir að vél- amar komu til sögunnar. Og svo hefur tsízkan gert það að verkum, að færri láta gera við skóna sína en áður fyrr. 1 gamla daga var fólkið ánægt með að fá sterka og góða skó, og þeir voru notaðir, þar til þeir voru gatslitnir orðnir. í dag end ast skórnir ekki lengur en tízk- an. — Er ánægjulegra að starfa að skósmíði í dag en áður? — Nei, ekk.i segi ég það, en það er auðveidara. Og ég spái þvi að skósmiðir verði starfandi eins lengi og menningin lifir. Það verða alltaf til forsjálir menn, sem láta gera við skóna sSna. HEpolÍTE Stimplar- Slífar og stimpilhringir Bxlskuif eða geymsluhúsnæði óskast til leigu í Garðahreppi. EKKÓ, sími M845. Skólu- og skjulotöskur Heildsölubirgðir. DAVÍÐ S. JÓNSSON & CO. HF. Sími 24-333. Austin, lestar gerðir Chevrolet, 4, 6, 8 strokka Dodge frá '55—’70 Ford, 6—8 strokka Cortina 60—70 Taunus, allar gerðir Zephyr, 4—6 str., ’56—'70 Transit V-4 '65—’70 Fiat, ailar gerðir Thamas Trader, 4—6 strokka Ford DS00 ’65 Ford K300 ’65 Benz, flestar gerðir, bensín- og disilhreyflar Rover Singer Hillman Skcda Moskvitch Perkins. 3—4 strokka Vauxhail Viva og Victor Bedford 300, 330, 456 cc Volvo, flestar gerðir, bensín- og dísilhreyflar Volkswagen Simca Peugeot Willys. Þ. smm & CO Skeifan 17, Símar: 84515-16. onciEcii Ljósnstillingar Tökum að okkur Ijósastillingar á öllum gerðum bifreiða. Opið frá kl. 7:30—6. BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ KAMBUR, Hafnarbraut 10, Kópavogi. Sími 43922. challenger ÓDÝRU, VINSÆLU HAND- VERKFÆRIN, FÁST HJÁ FLESTUM HELZTU VERK- FÆRAVERZLUNUM LANDSINS. P ÞÖRHF Jkskorun til kaupgreiöenda í Reykjavík og Reykjanesumdæmi Með tilvísun til reglugerðar nr. 162, 16. maí 1973, er hér með skorað á alla kaupgreiðendur í Reykja- vík og Reykjanesumdæmi að senda nú þegar hingað til embættisins skýrslur eða upplýsingar um alla starfsmenn sína, sem skatta eiga að greiða í Vest- mannaeyjum. Jafnframt er þess krafist með tilvísun til sömu reglugerðar, að baupgreiðendur haldi eftir af kaupi nefndra starfsmanna sinna til greiðslu á sköttum þeirra, og geri síðan skil hingað til embættisins. Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum, 3. september 1973. Fr. Þorsteinsson. Félagsfundur Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur félags- fund að Hótel Esju fimmtudaginn 6. september 1973 kl. 20: 30. DAGSKRÁ: Kjaramál. Verið virk í VR. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.