Morgunblaðið - 05.09.1973, Síða 28
28 MOR&UNBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1973
velvakandi
Velvakandi svarar í síma
10100 frá mánudegi til
föstudags kl. 14—15.
0 Steinninn yfir séra
Gunnlaugi Oddssyni
„Gamall Keykvíkingur“
skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Fyrir allnokkru skrifaði ég
þér bréf, þar sem ég kvartaði
yfir þvi, að enn væri verið
að róta í gamla bæjarfógeta-
garðinum á horni Kirkjustræt-
is og Aðlastrætis. Grafarró
forfeðra okkar væri raskað og
legsteinum rutt í burtu. í>á
var aðeins einn legsteinn eft-
ir, steinninn á gröf Gunnlaugs
Oddssonar, dómkirkjuprests í
Reykjavík og consistorial-ass-
essors, en margt mætra og
þekktra manna hér í Reykja-
vík og víðar getur rakið ætt
sína til hans.
Aldrei var bréfi mínu svar-
að, en mig minnir, að ég hafi
meðal annars skorað á dóm-
kirkjuprestana í Reykjavik að
standa vörð um leiði forvera
síns, sem hafði hlotið leg í
elzta kirkjugarði Reykvíkinga
alveg við hið forna kirkju-
stæði.
1 sumar sá ég mér svo til
sárrar hrellingar, að grafið
var í kringum steininn, hon-
um lyft og ekið á brott. Mér
var öllum lokið, er ég sá þetta
virðingarleysi Reykvikinga við
minningu forfeðra sinna, (að
þvl er ég taldi þá), og hafði
ekki einu sinni þrek í mér til
þess að senda forráðamönnum
borgarinnar tóninn í dálkum
þínum. Alveg var ég hlessa á
Lárusi Sigurbjörnssyni að
grípa ekki í taumana, en hann
er einn af afkomendum Gunn-
laugs Oddssonar.
0 Gamli bæjarfógeta-
garðurinn færður í lag
En viti menn!
Mánudaginn 3. september
átti ég leið þarna um homið
og sá þá mér tii gleði, að steinn
séra Gunnlaugs var aftur kom
inn á sinn stað, og auk hans
höfðu nokkrir aðrir legstein-
ar eða legskildir verið settir
niður; vonandi á sinum réttu
stöðum.
Þetta er verk, sem ég kann
að meta og betur en hina ólög-
legu málningu á kofunum í
Bakarabrekkunni. En fleiri
steinar munu vera til, a.m.k.
plötur af leiðum, sem á sinum
tíma voru múreðar inn í vegg
á bak við Landsímahúsið. Þeim
ætti öllum að koma fyrir á
sínum gamla stað.
0 Látum gamla
kirkjugarðinn í friði
Þetta leiðir hugann að því,
að sumir hafa haft orð á því
á prenti, að breyta eigi gamla
kirkjugarðinum við Suðurgötu
í skrúðgarð. Er hann það ekki
nú þegar? Og hverju þarf eig-
inlega að breyta? Taka leg-
steinana og minnisvarðana í
burtu? Þetta tal um að „breyta
í skrúðgarð" sýnist mér varla
geta bent til annars. En slíkt
má aldrei verða. (Tekið skal
fram, að þessi hugmynd, sem
ég skil varla, er alls ekki kom
in frá neinum aðilja á vegum
Reykjavikurborgar). Þama
hvíla forfeður okkar, og minn-
ingu þeirra eigum við að auð-
sýna virðingu. Steinarnir eru
líka skraut út af fyrir sig, og
úr þeim má lesa mikið og
margt: persónusögu, harmsög-
ur, Islandssögu og breytileg-
an smekk syrgjenda. Margir
legsteinarnir eru líka hrein-
ustu listaverk. Fyrir allamuni
látið gamla kirkjugarðinn í
friði; hann er ágætur eins og
hann er.
Elzti kirkjugarðurinn, bæj-
arfógetagarðurinn, er nú orð-
inn snotur yfir að lita og
skemmtileg vin í miðbænum.
Þó finnst mér fyrir minn
smekk fullmikið um steinlagð-
ar stéttir. Það mætti vera
meira af grasi og gróðri. Sama
verð ég að segja um nýskip-
an Austurvallar; stéttirnar eru
alltof rúmfrekar á kostnað
grasvallarins.
0 Þökk sé
borgaryfirvöldum
Hvað sem því líður, ber að
þakka borgaryfirvöldum fyrir
það, sem þau hafa svo sann-
arlega vel gert á þessum
tveimur stöðum i elzta hluta
Reykjavíkur. Austurvöllur
hlýtur að vera eitt al-elzta ör-
nefni á Islandi; þ.e. völlurinn
austur frá bæ Ingólfs land-
námsmanns; og í hinum forna
kirkjugarði hafa Reykvíkingar
hlotið hinzta leg sitt allt frá
kristnitöku eða Mklega lengur
og ailt fram á seinustu öld eða
í næstum þúsund ár.
— Gamall Beykvíkingur."
0 Um fóstureyðingar
Maður, sem er ekki hrifinn
af hinu svokallaða fóstureyð-
ingarfrumvarpi, hefur sent
Velvakanda eftirfarandi klausu,
sem tekin er upp úr ritstjóm-
argrein i Bjarma. — Bjarmi
er gefinn út af Sambandi ís-
íenzkra kriistniboðsfélaga, og
ritstjórnargreinin ber fyrir-
sögnina „Bamaútburður —
fóstureyðingsir".
„1 Morgunblaðinu 10. júlí sl.
er sagt frá nefndaráliti, grein-
argerð og frumvarpi til nýrra
laga, sem Magnús Kjartansson,
heilbrigðismálaráðherra, lagði
fram á blaðamannafundi dag-
inn áður. Verður frumvarp
þetta væntanlega lagt fram fyr
ir Alþingi áður en langt um
Mður. Fjallar það m.a. um rétt
til þess að drepa börn í móð-
uriífi. Gert er ráð fyrir, að
konan hafi sjálf úrslitavald um
það, hvort hún lætur fram-
kvæma fóstureyðingu. Einnig
er gert ráð fyrir, að félags-
legar ástæður skuii vega
þyngra á metunum en hingað
til. Lögð er áherzla á, að að-
gerðina skuM fremkvæma, áð-
ur en konan er gengin 12 vik-
ur með og mjög brýnar ástæð-
ur skuli liggja til grundvallar,
ef beðið er lengúr en til 16.
viku.
Fóstureyðingu er aðeins unnt
að verja siðferðilega, ef Mf og
heiilsa móðurinnar er i alvar-
legri hættu. Kristni var lög-
tekin á Islandi árið 1000, og
einn af fyrstu ávöxtum krist-
ins siðgæðis var vemd barns-
ins, einnig meðan það er að-
eins fóstur í móðurlifi.
Hvaða munur er á bamaút-
burði og fóstureyðingu ? Öðl-
ast fóstrið ekki mannréttindi
fyrr en það er 12 vikna gam-
alt?
Út frá kristnu sjónarmiði er
fóstrið sjálfstætt Mf frá getn-
aðaraugnablikinu og á sama
rétt á vernd og aliir aðrir í
þjóðfélaginu.
Fóstrið er ekki hluti af liik-
ama konunnar, eins og sumir
hafa viljað vera láta, heldur
isjálfstæður einstaklinigur, og
þarf ekki einu sinn að vera
af sama blóðflokki og móðirin.
1 nágrannalöndum okkar,
Danmörku og Svíþjóð, hafa
frjálsar fóstureyðingar verið
lögleiddar. Ófyrirsjáanlegt er,
hvaða afleiðingar slíkt getur
haft. Hvenær koma kröfur um,
að lögleitt verði að stytta megi
aldur ýmsum óþörfum þjóðfé-
lagsiþegnum, fávifcum, farlama
gamalmennum o.s.frv.?
Skemmst er að minnast stefnu
nazista í Þýzkalandi á striðs-
árumum.
Kristnir menn hljóta að berj-
ast gegn því, að heiðin sjónar-
mið nái yfirhöndinni í löggjöí
þjóðarinnar um þessi mál.“
2ja herb. íbúð ó 3. hæð við
Sléttahraun í Hafnarfirði
Ibúðin er í fjölbýlishúsi, um 7 ára gömul með fallegu
útsýni. Suðursvalir. Þvottahús á hæðinni með 2
öðrum íbúðum.
ARNI GUNNLAUGSSON, HRL.,
Austurgötu 10, Hafnarfirði.
Sími 50764.
H afnarfjöröur
Til sölu 4ra herb. íbúð á efri hæð við Lækjarkinn
með 2 herb. í kjallara og sérinngangi fyrir þau.
Bílgeymsla fylgir. Verð um kr. 3 millj.
ÁRNI GUNNLAUGSSON, HRL.,
Austurgötu 10, Hafnarfirði.
Sími 50764.
Ekkert er jafn gott í hlýjan fatnað
og ullin okkar
Grettisgarníð frá Gefjun er
framleitt úr 100% íslenzkri ull.
Ekkert innflutt garn hentar eins
vel í hlý föt og þetta undraefni,
ullin okkar.
Grettisgarnið, eins og lopinn
og loðbandiö, er til í íslenzku
sauðalitunum, en auk þess fæst
það í fjölbreyttu úrvali tízkulita,
sem ávallt eru fáanlegir.
Gefjun framleiðir auk þess nokkrar
tegundir dralon og grilon garns
í miklu úrvali.
Dralon Baby (100% dralon) í barnaföt.
Dralon Sport (gróft dralon) í handprjón
Grilon Merino (80% ull- 20% grilon)
fínt í vélprjón og flos, gróft í handprjón.
Grilon garn (80% ull -20% grilon)
notað m.a. í sokka og peysur.
GEFJUN AKUREYRI
Þadertil
Gefjunar
s gam/
í hverja flík