Morgunblaðið - 20.11.1973, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.11.1973, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1973 7 Brynjólfur Helgason skrifar um kappakstur Heimsmeislarinn leggur irá sér niálminn SKOTINN Jackie Stewart, nú- verandi nýkrýndur heimsmeistari í kappakstri í þriðja sinn, hefur tilkynnt, að hann sé hættur keppni. Jackie Stew'art er einn bezti ökumaður, sem uppi hefur verið í kappaksturssögunni. Keppnisferill hans er frábær. A niu árum tók hann þátt í 99 Grand Prix keppnum og sigraði þar af I 27, sem er meir en nokkur annar hefur gert. Skotinn Jim Clark heitinn sigraði 25 sinnum af 72 Sovétmenn sigruðu UM helgina léku sovézku heims- meistararnir í ishokkí tvo lands- leiki við Finna i Helsinki. Fyrri leikurinn varð jafntefli 4 — 4(1 — 2, 1 — 0, 2 — 2) en seinni leikinn unnu Sovétmenn 7 — 1(1 — 0,4— 1,2—0). Grand Prix keppnum og varð tvisvar heimsmeistari, áður en hann fórst. Astralíumaðuripn Jack Brabham vann heims- meistaratitilinn þrisvar, áður en hann hætti keppni 1970. Aðeins einn maður hefur oftar sigrað f heimsmeistarakeppni ökumanna, en það er Argentinumaðurinn Juan-Manuel Fagiro, sem varð heimsmeistari 1951 og síðan 1954 — 1957, fjögur ár í röð, fimm sinn um alls. Fangio sigraði 24 sinnum í Grand Prix af aðeins 51, er hann keppti í. Englendingurinn Stirling Moss sigraði 16 af 66 Grand Prix keppnum án þess að nokkurn tíma að sigra í heims- meistarakeppninni. Jackie Stewart, sem nú er 34 ára gamall og býr i Sviss með konu sinni Helen og tveim sonum, sagðist hafa ákveðið f april s.l. að hætta keppni að loknu keppnis- timabilinu í ár, þó enginn fengi að vita um ákvörðun hans fyrr en nú. Jackie Stewart Stewart byrjaði í kappakstri í ýmsum minni háttar keppnum, áður en hann byrjaði f Formúlu 3 Cooper liði, sem timburkaupmað- inn Ken Týrell stjórnaði. Stewart sigraði og sigraði, og heimurinn kynntist Jackie Stewart. Sama ár skrifaði hann undir samning hjá bæði Formúlu 2 og Formúlu 1 liðum. Stewart ók fyrir BRM, sem i þá daga voru með góða bila, frá 1965 til 1968, en þá fór hann aftur til Ken Tyrrell, nú i Formúlu 1 Matra-Týrrell Ford. Síðari hefur Stewart ávallt ekið fyrir TVrrell. Fyrsta heimsmeistaratitil sinn vann Stewart 1969 á Matra bfln- um. 1970 ók hann Tyrrell-March. í lok þess árs leit fyrsti Týrrell- Ford bilinn dagsins ljós og hefur síðan ásamt Lotus verið bezti bílinn i Ofrmúlu 1. A s.l. áravar Stewart í öðru sæti i heims- meistarakeppninni, á eftir Brasilíumanninum Emerson Fittipaldi, sem tryggði sér titilinn aðeins 25 ára gamall. 1970 sigraði Austurríkismaður- inn Jochen Rindt heitinn. Rindt, sem ók þá fyrir Lotus, var hrað- skreiðasti ökumaður síns tima þó að stfll hans væri ekki eins ffn- gerður og Stevarts. Rindt fórst á Italíu sama ár, en hafði fengið nógu mörg stig, eftir fimm Grand Prix sigra, þar af fjórar í röð, til að vinna titilinn. Jim Clark Piers Courage, Jochen Rindt, Jo Bonnier og hinn efnilegi franski liðsmaður Stewarts, Francois Cevert, voru allir nánir vinir Stewarts en þeir hafa allir farizt í kappakstri. Frá- föll félaganna gerðu Stewart vissulega erfitt fyrir, en Stewart hefur barizt harðar en nokkur annar fyrir auknu öryggi á kappakstursbrautunum og mun væntanlega halda þeirri baráttu sinni áfram þó ekki aki hann kappakstursbíl oftar. Sjálfur lenti Stewart i slysi 1966 og þótti hann heppinn að sleppa lifandi þaðan. Formúla 1 verður ekki söm og án Jackie Stewarts, en það er óhætt að segja, að hann hafi gert mikið fyrir iþróttina og keppnis- ferill hens hefur vissulega verið stórkostlegur. Knattspyrnan í Sovétríkjun- um stöðnuð SlÐAN 1950 hefur framþróunin í sovézkri knattspyrnu verið næsta IftiL Það er a.m.k. álit Mikaels Komans, þjálfara eins bezta knattspyrnul iðs Sovétmanna, Dynamo Kijev, sem bendireinnig á þá staðreynd, að siðan Sovét- mcnn unnu Olympíu- meistaratitilinn á leikunum í Melbourne 1956, hafa þeir ekki unnið sigur í einni einustu meiri háttar knattspyrnukeppni. Mega þetta undur heita, þar sem mikið fjármagn er lagt f sovézka knatt- spyrnu og áhugi almennings á íþróttinni mikill. Knattspyrna hefur löngum verið vinsælasta íþróttagreinin f Sovétríkjunum, en nú segir Moman, að aðrar íþróttagreinar, einkum hand- knattleikur sæki fast á. Nýlega birtist f einu dönsku dagblaðanna viðtal við Koman, sem er hið athyglisverðasta. Við- tal þetta var tekið í tilefni þess, að danska liðið B 1903 fór til Sovétríkjanna og lék þar við Dynamo Kijev í Evrópubikar- keppni. Sovétmennirnir sigruðu í leiknum 1—0. I nefndu viðtali segir Mikael Koman, að síðan 1960 hafi sovézk knattspyrna verið með öllu stöðnuð og reyndar öllu lengur. Á árunum kringum 1950 segir hann, að sovézka Iandsliðið hafi verið bezt. — Við leikum sennilega svipaða knattspyrnu og við gerð- um þá, segir þjálfarinn, en við eigum ekki lengur jafn hug- myndaríka og ákveðna knatt- spyrnumenn og þeir Jashin, Netto, Strelzov, Tatusjin og Iljen voru. Þeir þorðu að gera hlutina. Sovétmenn gera sér vandann ljósan, og hann hefur oft verið til umræðu, en aldrei hefur fengizt niðurstaða. Koman segir, að mörg sovézk lið hafi haft áhuga á því að fá til sín knattspyrnuþjálfara frá Vestur- löndum, en sovézka knattspyrnu- sambandið hafi lagt við því blátt bann. Röksemd sambandsins sé sú, að nóg sé af vel menntuðum þjálfurum i Sovétríkjunum og þá eigi að nýta. Telur sambandið vandamálið liggja fremur i því að knattspyrnumennirnir eyði of miklum tíma í kvenfólk, meðan þeir eru ókvæntir, og í fjölskylduna, eftir að þeir eru kvæntir. Þjálfarinn sagði lið sitt æfa a.m.k. einu sinni á dag. Leik- mennirnir hætta vinnu sinni á miðjum degi og halda þá til æfinganna, sem fara fram síð- degis. Þeir halda launum sínum hjá atvinnurekendunum, sem í flestum tilfellum eru ríkisrekin, án tillits til þess hversu miklum tíma þeir eyða i knattspyrnuna. Auk þess fá leikmennirnir svo aukagreiðslur, „bónus“, fyrir að vinna leiki. Fer það eftir áhorfendafjöldanum hverju sinni, hvað sú aukagreiðsla er há, en hámarkið er þó 70 rúblur, eða upphæð sem svarar til 5000 fsl. króna. Fyrir sigur sinn gegn B 1903, fengu leikmenn Dynamo Kijev t.d. 40 rúblur, en áhorfendur að leiknum voru 25.000. Hins vegar er mjög algengt að áhorfendur séu mun fleiri, allt upp í 100.000 að ein- stökum leikjum. Dynamo Kijev er nú forystu- liðið í sovézkri knattspyrnu. Það hefur unnið fjóra meistaratitla á tiu árum, og þau ár, sem liðið hefur ekki orðið meistari hefur það verið í einu af efstu sætunum. í ár stóð baráttan um sovézka meistaratitilinn milli þess og Ararat Erewan. Fimm af leik- mönnum liðsins þykja að jafnaði sjálfsagðir i landsliðið: Rudakov, Fumenko, Muntjan, Kolotov og Blochin. Koman segir, að síðastnefndi knattspyrnumaðurinn, Blochin, sé mesta efnið, sem fram hefur komið í sovézkri knattspyrnu um árabil, og hann sé örugglega fljótasti framherji í heimi. — Hann á heldur ekki langt að sækja það, segir þjálfarinn, — móðir hans var oftsinnis sovézkur meistari í 100 metra hlaupi. Blochin er nú 21 árs að aldri og nemur við fþróttakennaraskóla. Öttast Dynamo Kijev, að svo kunni að fara, að liðinu haldist ekki lengi á honum, þar sem margir hafa boðið honum starf að námi loknu. Sovézkir leikmenn eru bundnir liðum sínum þrjú ár í senn, en eru þá frjálsir ferða sinna og einnig frjálst að hætta knattspyrnuiðkunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.