Morgunblaðið - 20.11.1973, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 20 NÓVEMBER 1973
ISLANDSMOTIÐ 2. DEILD
Þróttur — Völsungur 31:13|
(12:5)
LEIKURINN: Var næsta daufur og tilþrifalítill, enda um algjöra
yfirburði Þnittarliðsins að ræða. Þróttur náði aðgera út um leikinn
þegar á fyrstu mfnútunum og jók síðan bilið jafnt og þétt.
LIÐIN: Erfitt er að leggja nokkurn dóm á Þróttarliðið eftir þennan
leik. Til þess var leikurinn of léttur f>Tir það. Þrátt fyrir þennan
yfirburðasigur er ekki hægt að segja, að liðið hafi sýnt neitt
sérstakt. Þó er óhætt að segja. að Þróttarliðið er frfsklegt og á
örugglega eftir að láta að sér kveða. Lið Völsunga virðist vera
hálfgerður byrjandi í handknattleiksíþróttinni og mikið óöryggi f
leik þess. Það háði liðinu. að þjálfari þess, Þór Ottesen, fyrrum
leikmaður meðGróttu, meiddist snemma f leiknum og gat ekki beitt
sér eftir það.
BEZTU MENN: Bezti maður Þróttar var Þorsteinn Björnsson
markvörður. sem varði mjög vel og bezti maður Völsunga var
Guðmundur Jónsson.
IMÖRK ÞRÓTTAR: Jóhann Frímannsson 6, Ilalldór Bragason 5,
Sveinbjörn Kristjánsson 5. Trausti Þorgrimsson 4, Sigurður Pálsson
4. Björn Vilhjálmsson 3. Erling Sigurðsson 2. Gunnar Gunnarsson
og Helgi Þorvaldsson 1 hvor.
MÖRK VÖLSUNGA: Þór Ottesen 4. Sigurður Sigurðsson 4. Bjami
Bogason 2, Sveinn Pálsson, Sigurður Pétursson og Gfsli Haraldsson
1 hver.
DÓMARAR: Kristófer Magnússon og Birgir Björnsson.
GS
UBK - KA 22:23 (13:8)
Leikurinn: I upphafi var leikurinn jafn, en fyrir leikhlé hafði
Breiðabliksmönnum tekist að ná fimm marka forystu, 13:8. Síðari
hálfleikurinn var svo einstefna KA-liðsins, sem saxaði jafnt og þétt
á forvstu Blikanna, komstyfirog vann meðeinu marki 23:22.
Liöin: KA-liðið virðist ekki eins sterkt núna og á sama tíma f fyrra
og er það einkum slök ntarkvarzla sem háir liðinu. Utkoma liðsins
úr tveimur fyrstu leikjunum er þö góð, ef aðeins er litið á stigin,
tveir sigrar og fjögur mörk. en markatalan er hins vegar nokkuð
naum, liðið hefur aðeins tvö mörk til góða.
Breiðabliksliðið er skipað ungum og reynslulitlum leikmönnum
að mestu. þeir hafa sýnt miklar framfarir frá því í f.vrra, en skortir
þó enn talsvert til að teljast sterk heild.
Beztu menn: Brynjólfur Markússon, Halldór Rafnsson og Þor-
leifur Ananíasson voru beztir KA-manna að þessu sinni, en Diðrik
landsliðsmarkvörður í knattspyrnu var beztur hjá Blikunum. hann
sýndi oft lagleg tilþrif f leiknum, ásamt Daníel.
Mörk KA: Btynjólfur 10. Halldór 4, Ilörður 3. Þorleifur og Jóhann
2 hvor, Haraldur og Viðareitt hvor.
Mörk UBK: Ilörður 7. Daníel og Hörður Már 5 hvor, Bjarni 3, Árni
og Sveinn 1 hvor.
Dómarar: Ceir Thorsteinsson og Öm R. Pétursson dæmdu ekki
vel.
es. ,
Gróttf —Völsungur 23:17 (9:8) |
Leikurinn: Völsungar sýndu nú allt annan leik en gegn Þrótti á
Iaugardaginn og var leikur þeirra við Gróttu í járnum allt fram á
síðustu stundu. Er um 10 mfnútur voru eftir af leiktímanum, sigu
Seltirningar fram úr og sigruðu 23:17.
Liðin: Gróttuliðið verður án efa f baráttunni í 2. deild i vetur, en
þó var liðið alls ekki sannfærandi í þessum leik. Sigur sinn geta
Gróttumenn þakkað úthaldsleysi og reynsluskorti norðanmanna,
frekar en eigin snilli. Sennilegt er að Gróttumenn hafi vanmetið
andstæðinga sína og þvi ekki tekað á eins og þeir geta.
Völsungar hafa sterklegu liði á að skipa, en vantar meiri æfingu í
stórum íþróttasölum. Á Ilúsavík æfa þeir i mjög litlum sal. Þeir
sýndu þó f þessum leik, að ekkert lið er öruggt með sigur gegn þeim
og þeirra virðist bfða lengri vist í 2. deild en ætla mátti eftir leik
þeirra gegn Þrótti.
Beztu menn: ívar Gissurarson, Magnús Sigurðsson og Ómar
Kristjánsson voru beztir leikmanna Gróttu, en Þór Ottesen, Sveinn
Pálsson og Guðmundur Jónsson, markvörður, hjá Völsungum.
Dómarar: Geir Thorsteinsson og Öm Pétursson dæmdu Ieikinn,
er það alls óviðeigandi að dómari skuli mæta til leiks í búningi
merktumöðrum leikaðilanum.
Mörk Gróttu: Magnús 6. Björn, Ómar og Halldór 4 hver, Ámi og
Kristmundur 2 hvor, Grétar 1.
Mörk Völsunga: Sigurður 6, Þór, Sveinn og Magnús 3 hver, Gísli
og Bjarni 1 hvor.
Fylkir - KA 25:26 (13:12)
LEIKURINN: Var allan tímann mjög jafn og fremur skemmtilegur
á að horfa. Oftast munaði ekki nema 1—2 mörkum, en undir lokin
virtist svo sem Fylkir væri búinn að tryggja sér sigur, en þá var
staðan 23—20, þeim í vil. En þá breytti KA vörn sinni og tókst að
loka henni betur. Sigurmark sitt skoraði svo KA úr vítakasti að
leiktíma loknum.
LIDIN: Lið Fylkis er að mestu skipað kornungum og efnilegum
piltum. Liðið leikur hratt og vel fyrir utan, en spilið er þó nokkuð
þröngt og gengur mikið inn á miðjuna. Vörnin er ekki nógu góð til
þess að liðið geti vænst mikila árangurs, en hins vegar var mark-
varzlan ágæt f leiknum. KA liðið leikur einnig skemmtilegan
handknattleik og er mikill hreyfanleiki í spilí þess. Vörnin er
slakasti hluti liðsins, svo og markvarzlan, sem ekki var nógu góð í
þessum leik.
BEZTU MENN: Beztu menn Fylkis voru þeir Einar Ágústsson,
Guðmundur Sigurðsson og Guðmundur Ragnarsson. Beztu menn
KA voru Þorleifur Ananíasson, Ilalldór Rafnsson og Brynjólfur
M arkússon.
MÖRK FVLKIS: Einar Ágústsson 9, Einar Einarsson 5, Jón
Magnússon 5, Guðmundur Sigurðsson 4, Sigurður Símonarson 2.
MÖRK KA: Brynjólfur Markússon 9, Þorleifur Ananíasson 7,
Halldór Rafnsson 6, Guðmundur Lárusson 2, Hörður Ililmarsson 1,
Jóhann Jakobsson 1.
DÖMARAR: Kristján Örn Ingibergsson og Ólafur Steingrímsson.
Fjármálin aðal áhyggjuefnið
ÞAÐ leikur víst ekki á tveimur
tungum. að fjármálin eru mesta
vandamál Frjálsfþróttasambands-
ins. I þeim verður að vinna stór-
átak á næstu mánuðum, ef ekki á
illa að fara. Heildarskuldir sam-
handsins eru nú um 2 millj.
króna, og ef samhandinu tekst
ekki að grynna á þeim skuldum á
næstu mánuðuin mun það verða
að draga seglin santan, og það
þýðir stöðnun eða afturför. Slikt
má ekki henda, þvf að um
augljósar framfarir var að ra'ða
hjá frjálsíþróttafólki U þessu
starfsári . og tæplega 200 íslands-
met eru einn vottar þeirrar
grósku.
Þannig fórust Erni Eiðssyni,
formanni Frjálsíþróttasambands
Islands. orð á ársþingi sambands-
ins, sem háð var að Hótel Loftleið-
um á laugardag og sunnudag.
Kom greinilega frá á þinginu. að
fjármálin eru stærsti þrándur f
götu f rjálsíþróttasambandsins.
Þótt tekjur sambandsins hafi
aldrei verið meiri en á síðasta ári.
eða 1.6 millj. króna. þá varð
rekstrarhalli um 900 þúsund
krónur. Langstærsti kostnaðar-
liður sambandsins var utanferðir
frjálsíþróttafólks. en til þess var
varið rösklega 1,3 milljónum
króna. Kostnaður við mót hér-
lendis nam 761 þúsundi kr„
stjórnunarkostnaður var 128 þús.
kr„ og útbreiðslukostnaður 111
þús. kr. Dýrasta utanferð ársins
var ferð landsliðsins til þátttöku í
Evrópubikarkeppninni í Brussel,
en sú ferð kostaði 310 þúsund
krónur. Það mót, sem gaf FRl
mestar tekjur á s.I. ári voru
Reykjavíkurleikarnir, en tekjur
af þeim náinu unt 118 þúsund
krönum.
Það kom fram í skýrslu Arnar
Eiðssonar. að stjórn FRÍ er ákveð-
in í að sigrast á erfiðleikunum, og
hefur hún ýmis áform á prjónun-
um til fjáröflunar. Ma. mun
stjórnin reyna að koma á kerfi
styrktarmeðlima, en slíkt hafa
frjálsíþróttasambönd gert víða
erlendis með góðum árangri. FRl
hefur líka margt á prjónunum
f.vrir næsta keppnistímabil frjáls-
íþróttafólks, en hæst ber þar
landskeppni við íra. sem fram fer
f Re.vkjavík 5. — 6. ágúst. — írar
eru mjög svipaðir að styrkleika
og Islendingar, sagði Öm. — Ef
miðað er við bezta árangur þeirra
á s.l. keppnistimabiti og bezta
árangur islendinga. hefðu irar
sigrað f landskeppni með 3 stiga
mun. Iiápunkturinn næsta sumar
verður svo Evrópumeistaramótið
í Róm, en vonandi tekst ein-
hverjum islendingunt að ná það
góðum árangri, að þeir komist
þangað sem keppendur. Þá hefur
verið ákyeðin tugþrautarlands-
keppni við Frakka og Spánverja,
sem fram mun fara í París næsta
haust.
Örn Eiðsson fjallaði nokkuð um
þjálfaramáiin í ræðu sinni nteð
skýrslu stjörnarinnar. Taldi hann
orðið tímabært og reyndar aðkall-
andi, að reynt yrði að fá erlendan
þjálfara hingað til starfa, og
sagði, að h.vggilegast væri, ef sam-
starf gæti orðið um það milli FRÍ
og Reykjavíkurfélaganna að fá
slíkan mann til starfa. Öm sagði
þjálfaraskort vera mikið vanda-
mál frjálsfþróttastarfsins. Hér-
lendis væru fáir frjálsfþrótta-
þjálfarar starfandi og þeir, sem
störfuðu að þessum málum, væru
allir störfum hlaðnir og yfir-
keyrðir.
Örn Eiðsson var endurkjörinn
formaður FRÍ og f stjórn með
honum voru kjörnir þeir:
Sigurður Björnsson, Svavar
Markússon. Páll Ö. Pálsson. Þor-
valdur Jónasson. Magnús Jakobs-
son, Sigurður Helgason og Einar
Frímannsson.
Stjórn FRl: Fremri röð frá vinstri: Svavar Markússon, Öm Eiðsson og Sigurður Björnsson. Aftari röð
frá vinstri: Sigurður Ilelgason, Þorvaldur Jónasson, Páll Ö. Pálsson, Magnús Jakobsson og Eínar
Frfmannsson.
Camel-Winston
gaf 100 þús.
— Við teljum, að nauðsynlegt
sé að að safna að minnsta kosti 1,7
milljónum króna til þess að
standa straum af kostnaði, sem
leiðir af þátttöku fslenzka hand-
knattleikslandsliðsins f loka-
keppni heimsmeistarakeppninn-
ar í Austur-Þýzkalandi. sagði Sig-
urður Jónsson, formaður sér-
stakrar fjáröflunarnefndar IISl,
á fundi með fréttamönnum, er
haldinn var fyrir helgi. — Og við
gerum okkur vonir. um, að þetta
inegi takast. sagði Sigurður, —
víða höfum við orðið varir við
mikinn velvilja.
Sigurður sagði, að fyrstu að-
gerðir fjáröflunarnefndarinnar
hefðu verið merkjasala. en eftir
ósigurinn gegn Frökkum f Metz,
hefði nefndin haldið að sér hönd-
unum, enda óvíst, hvort islend-
ingar kæmust í lokakeppnina.
Eftir sigurinn gegn Frökkum hér
í Laugardalshöllinni, þar sem svo
gott sem tryggt var að lið okkar
kæmist áfram, hefði nefndin síð-
an farið ;if stað aftur af fullum
krafti.
— Við munum vera búnir að
selja merki fyrir um 170 þúsund
krönur, sagði Sigurður, — og það
er vissulega gott sem fyrsta skref.
Ef við komumst áfram. eins og
fullvíst má reyndar teljast. verða
útbúin ný merki. sem á mun
standa HSÍ IiM 1974. og vonumst
við til að fá göðar undirtektir við
sölu þeirra.
Þá sagði Sigurður, að fjár-
öflunarnefndin væri nú farin að
leita til fyrirtækja og óska eftir
stuðnigi frá þeim. Undirtektir
hafa víðast verið góðar, en
höfðinglegasta framlagið, sem
okkur hefur verið heitið hingað
til, er frá f.vrirtækinu Rolf
Johanssen h.f., en það er umboðs-
aðili fyrir WINSTON-CAMEL
tóbaksvörur. Þar var okkur heitið
100 þúsund krónum. Munar um
minna i söfnunina. Er það von
okkar. að við fáum góðar undir-
tektir hjá þeim fyririækjum, sem
við munum leita til í náinni fram-
tíð.
i fjáröflunarnefndinni eru auk
Sigurðar þeir Birgir Lúðvíksson
og Karl Benediktsson. Starf þess-
arar nefndar er geysilega mikil-
vægt, þar sem ekki er með nokk-
urri sanngirni hægt að krefjast
þess af landsliðsmönnunum í
handknattleik, að þeir verði allt
að tvo mánuði frá vinnu i ár, án
þess að fá það vinnutap bætt.
Danmörk vann
NORÐMENN og Danir léku ný-
lega tvo landsleiki í körfuknatt-
leik og fóru þeir fram í Noregi.
Danmörk vann báða leikina, þann
fyrri 59 — 56 og þann seinni 86 —
83 eftir framlengingu. Benda
þessi úrslit til þess, að Norðmönn-
um fari mikið fram í þessari
íþrótt, en til skamms tíma hafa
íslendingar jafnan unnið þá í
landsleikjum.
— Hörður
Framhald af bls. 3.
Kristjáns Stefánssonar, þjálf-
ara Hauka, og spurði, hvort
hann gæti ekki fengið nokkra
Haukastráka til að koma á
landsliðsæfingu, það vantaði í
lið.
Iiörður og nokkrir félagar
hans í Iiaukum fóru á æfingu
hjá landsliðinu og eftir æfing-
una kom Karl til Harðar og
spurði, hvers vegna hann hefði
hætt landsliðsæfingum í vor,
hvort hann hefði unnið svo
mikið, að hann hefði ekki get-
að æft, — Eg jánkaði því, þó að
það væri ekki satt, segir Hörð-
ur, síðan bað Karl mig að æfa
áfram með landsliöinu og ég sé
svo sannarlega ekki eftir því.
Ég átti ekki beinlínis von á að
komast í landsliðið, en er þeg-
ar kominn með fimm lands-
leiki.
i þessum landsleikjum sín-
urn hefur Hörður skorað 10
mörk og staðið sig með mikilli
prýði, sjötta leikinn sinn fær
Hörður í kvöld á móti Svíum.
Ástæðan fyrir þvi, að Hörður
hætti í FII og gekk í raðir
Ilauka er sú að eftir að hann
gerðist markvörður Ilauka í
knattspyrnu líkaði honum svo
vel við félagsandann í Hauk-
um, að hann ákvað að skipta
einnig í handknattleiknum. —
Ilaukar eiga stóran möguleika
á að verða islandsmeistarar f
meistaraflokki í vetur segir
Ilörður. — Valur og Fram eru
einnig mjög líklegir sigurveg-
arar, tæpast FH og ég er ekk-
ert hræddur við mfna gömlu
félaga, segir Hörður Sigmars-
son að lokum.