Alþýðublaðið - 30.08.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.08.1958, Blaðsíða 3
Laugardagur 30. ágúst 1958 1. Iþý8nbla#i8 Alþýöublaðiö Útgefandi: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Ritstjórnarsímar: Auglýsingasími: Afgreiðslusími: Aðsetuir: Alþýðuflokkurinn. Helgi Sæmundsson. Sigvaldi Hjálmarsson, Emilía Samúelsdóttir. 14901 og 14902. 1 4 9 0 6 !lHÍ 1 4 9 0 0 Alþýðuhúsið Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgötu 8—10. J Morgunblaðið fœr málið LOKSINS hefur Morgunblaðið fengið málið. í allt sum- ar hefur það leikið tveim, skjöldum í landhelgismálinu, slegið úr og í, -verið hrátt og soðið og reynt að skapa sem mestan glundroða í þessu örlagaríka máli. Enginn hefur efazt um tiiganginn, hann var fyrst og fremst pólitískur. Höfuðmarkmið blaðsins var að gera íslenzku ríkisstjórn- inni sem mestan óleik, um hagsmuni og málstað alþjóðar var minna hirt. ■ í gær er svo allt í einu snúið við blaðinu. Hvers vegna? Vegna þess að Morgunblaðið þorir ekki annað. Það finntir, að þjóðin er einhuga í þessu máli. Þá fyrst kemur það út úr skelinni og tekur- afstöðu gegn ofbeld- ishótunum Breta. Hingað til hefur Það aftur á móti gert mest að því að tína upp úr erlendum blöðum æsi- fregnir um þessar hótanir og birt þær athugasemda- Iaust. Má um þá Morgunblaðsmenn segja, að betra er seint en aldrei. Bréf miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins vitna um, sama hráskinnaleikinn. Þau eru aðeins skrifuð í pólitískum til- gangi, hafa ekkert málefnalegt markmið og harla litla vog. Seinna bréfið kom sannarlega á elleftu stundu, aðeins þrem dögum fyrir 1. september. Hvernig átti að kalla saman íund ráðherra frá mörgum þjóðum, á þeim tíma? Jafnvel þótt urn viku hefði verið að ræða, hefði það verið ófram- kvæmjanlegt. Bréfið er því aðeins skrifað til að sýnast, enda íjáanlegt, þar sem blaðið birtir dags daglega þær fregnir, að stöðugir fundir séu innan Atlantshafsbandalagsins út af landhelgismálinu. Refskákin verður stundum svo snilldar- leg hjá þessum herrum, að þeir króa sjálfa sig inni, þótt ætlunin sé að króa aðra. Var þá ekki tínii fil stefnu fyrir þá Sjálfsíæðisherr- ana, ef þeir meintu eitthvað og vildu eiíthvað annað en róta upp pólitísku moldviðri? Svo sannarlegá. Margir mánuðir eru liðnir síðan íslenzka ríkisstjórnin ákvað að víkka landhelgina 1. september. Þá strax hótuðu Bret- ar. Þá strax var tekið að ræða málið ytra. Hvers vcgna reis Sjálfstæðisflokkurinn ekki upp þá strax. og beitti sér eindregið og skorinort í þessu mesta sjáífstæðismáli íslenzku þjóðarinnar? Ilvers vegna öll hálfvelgjan í allt sumar? Svarið ,er augljóst. Sjálfstæðisflokkurinn taldi sig vinna flokkslega, pólitískt og einkahagSmunalega meira á því að grugga vatnið, reynla að koma sfjórninni í vanda og spilla samlcomulagi innan hennar en taka hreiná afstöðu strax. Þetta er saga stjórnarandstöðunnar á íslandi á því Iierrans ári 1958. En ennþá er forustugreinarhöfundur Morgunblaðsins þó yið sama heygarðshornið. Fyrirsögn forustugreinar blaðsins í gær er þannig: „Illa farið mlsð gott mál“, og er þar átt við landhelgismáiið. Verður að skilja þetta svo, að það sé illa farið með rnálið, að haldið er fast við þá ákvörðun að víkka landhelgina. Um annað er ekki að ræða f málinu núna. Samt fordæmir greinarhöfundur ofbeldishótanir Breta- og tekur réttilega fram, eins og segir í grein á for- síðu blaðsins, að aðalatriðið sé að koma vitinu fyrir þá. Enda er sýnilegt, að fundarhöld að undanförnui hafa að miklu leyti snúizt um það. Morgunblaðið er þvf ekki alls kostar feúið að kasta áróðurshamnum. Þegar íslendingar víkka landhelgi sína, gera Þeir það í fullum rétti. Þegar Bretar hóta út af þessari ákvörðun, ’stofna þeif samstarfi og samtökum frjálsra þjóða í hættu. Fremji þeir ofbeldisaðgerðir gegn vopnlausri smáþjóð í fullum rétti, auka þeir hættuna um allan helming. Ath.: í forustugrein blað'sins í gær varð allmeinleg prent villa. Þar stóð nálægt upphafi: . . • ákvörðunarrétt þjóðar til að gera á eigin spýtur“, en átti að vera: „ákvörðunarrétt þjóðar til aðgerða á eigin spýtur.“ S S S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s $ s s s s s S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s ■> s s s S s s s s s s S s s s s s s s s s s S A L T - EXPRES S" KAPRI -RÖi “ Ifalskur söngikeiinarl ftleyþur syngfasufí iim síWarplan. TONLEIKAR voru haldn- ir á Raufarhöfn um dag- inn. Það þótti tíðinduni sæta. Húsið var fullskipað og einsöngvaranum ágæt- lega tekið. Þetta voru fyrstu ‘ tónléikarnir, sem haldnir voru ó Raufarhöfn og fyrstu tónleikarnir, sem söngkennarinn Vincenzo Maria Demetz frá Suður- Tyrol á Ítalíu heldur á Is- landi. Undirleikari var ung- frú Marin Gísladóííir. Hún komi þarna í fyrsta skipti opinberlega fram á tónleik- um. Hún er nýkomin að uían f-á tónlistamámí. Við sjáum til Dametz þar sem hann hleypur syngj- andi um með saltið á p,lanj.nu. Ek,ð er ir^eð naumindum að við fáum stöðvað hann til þess að leggja fyrir hann nokkrar spurningar. — Eg vildi ráðleggja nemendum mínum að stúfa síldartunnum. Það veit ég bezt ráð til þess að styrkja brjóstkassann. Það víkkar andþolið, sagði hann. — Hefur þú unnið lengi á plani? — Eg hef unnið hér rúm- an mánuð. Mér lék hugur á að sjá hið mikla íslenzka happdrætti, síldina. Hér gefst líka gott tækifærj til að kynnast fólki. Mig lang- ar mest út með síldarbát. — Hvernig kanntu við starfið? — Það er skemmtilegt þegar síldin kemur. Hér eru góðir vinnufélagar. M'eð mér í herbergj eru tveir ] menntaskólanemendur. iSamkomu\agið er með á-[ gætum. Mér lízt líka vel á| íslenzku stúlkurnar. Þær salta stundum fáklæddar að ofan í sólskininu. Þá minnir staðurinn á Kapri, þegar himinninn er blár eins og þar .. Kapri — Róm — Raufarhöfn — salt — ex- press, — segir hann og hleypur af stað með salt í bjóðið hjá næstu stúlku. Skemmtilegar stúlkúr hér, segir hami, þegar hann kemur til baka úr ferðinni. Þær kunna að taka hæfi- legu glensi. — Ert þú ekki nýkom- inn frá Ítalíu? „ — Eg fór heim í fyrra- sumar. Eg á heima í Suð- ur-Tyrol í Ölpunum á Norður-ftalíu, skammt frá Cortina. Fjalía-fólkið á N,- Ítalíu hefur mikinn áhuga á íslandi. Það spurði oft og mikið um söguland- ið í norðri. Mörgum er það eins konar draumaland. Fólkið spyr um ísbirni, snjó og síld. Áhugj fólksins gaf mér tilefni til að flytja þar nokkur erindi um ísland. Líka þetta getur gerzt í Raufarhöfn. Eins og. áður var sagt, var þetta fyrsti konsert Demetz á íslandi, en hann hefur verið söingke'nnari í þrjú ár í Revkjavík. Hann tók við hlutverki Stefáns íslandi í óperunn; Tosca, sem flútt var í Þjóðleik- húsinu í fvrrahaust og er hann mörgum leikhúsgest- um kunnur þaðan. Blaðið hefur sannfrétt, að síðan Demetz stígur á stokk og greinllega má sjá á myndinni að blóm frá kvöldinu áður stendur undan húfunni. •— Hve langt er síðan þú komst fyrst til íslands? — Eg hef verið þrjú ár hér á landi og kennt söng í Reykjavík. Mér kom það á óvart, hve mörg og góð raddefni ég fékk hér í ó- peruskóla minn. Söngmönn unum vegnar' sumum svo vel, að trúað gæti ég því, að þeir gætu átt framtíð fyrir sér á erlendri grund. — Hvernig voru undir- tektir áheyrenda á Raufar- höfn? ■—; Undirtektir fólksins voru góðar og fullskipað hús. Undirleikari hjá mér var ungfrú Marin Gísla- dóttir frá Hafnarfirði, en hún er nýkomin heim frá Akademium Mozarteum eftir tvégja ára tónlistar- nám þar. Hún kom hér í fyrsta skiptj fram á kon- sert. Okkur var báðum vel fagnað og lítil stúlka rétti okkur fagran blómvönd. samtal okkar atti sér stað á Raufarhöfn, hafi Dem- efz haldið annan konsert í kirkjunni og eitnn á Húsa- vík og hinn fjórða í félag's heimilinu í Skjólbrekku í Mývatnssveit. Marin Gísla- dóttir annaðist undirleik á báðum stöðunum eins og á fyrstu tónleikúnum og þeim hefur hvarvetna verið vel tekið. — Það' var gaman að byrja á Raufarhöfn, segir Demetz, um leið og hann heldur af stað (með tijTl’- urnar. — Hér hefur enginn byrjað áður. — Hann er liðtækur starfsmaður þessi, sagði verkstjórinn á planinu, sem stóð við hlið mér og horfði á eft'r Ðemetz trilla tunnunum frá stúlkunum. Hið ítalska glaðlyndi hans verður starísfólkinu til míki)lar ánægju. — u. S S’ s s s s V s s s V s i s s s s1 s ‘ s s S' S". s" S s1 s s s' % i V s s s Reglugerðin Framhald af 8. síðu, alþingis var einnig leitað. í þeirri nefnd eiga sæti Guðmund ur í. Guðmundsson, utanríkis- ráðherra, af hálfu Alþýðuflokks ins, Gísli Guðmundsson frá Framsóknarflokknum, Karl Guðjónsson frá Alþýðubanda- laginu og Sigurður Bjarnason frá Sjálfsíæðisflokknum. — í forföllum utanríkisráoherra mætti Jón A. Pétursson í nefnd inni er málið var til meðferðar. ítrekaði Jón A. Pétursson. hið fyrra álit sitt en hinir nefndar mennirnir lýstu sig samþykka 9 manna álitinu í megin atrið- Um. ;J? ' VEIÐIST 20% INNAN 12 MÍLNA? Blaðamenn spurðu sjávarút- Dsnsaö í kvöfd kl» 9-1S,,3® Hin vinsæla hljómsveit Riha leikur. vegsmálaráðherra hvort nokkr ar athuganir hefðu verið gerð- ar á því hversu mikið aflamagn togararnir efngju ’innan 12 mílna marka. Ekki- kvað ráð- herrann slika rannsókn hafa farið fram. Hins vegar gizkuðu togaraeigendur sjálfir á, að þaö 'næmi um 20% alls afla togar- anna. Væri sú tala þó alger á- gizkun og ekki mundu íslenzk ir togarar missa þann afla aliau þar eð þeir fengju áfram aðv i veioa. viða á þesssu svæði. ^ . >

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.