Morgunblaðið - 12.02.1974, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRUAR 1974
5
Bjartmar Guð-
mundsson skrifar:
Breyting
gerð til
batnaðar?
STEFÁN Jónsson varaþingmaður
og kennari á Laugum hefur látið
Þjóðviljann bera út ræðu sína, er
hann flutti í sameinuðu þingi 31.
janúar og snerist einum þræði um
lífið á Laugum 1972—1973.
Ekki leynir það sér, að með því
vill hann kveða niður með hóg-
værð og vitsmunum aðfinnslur
þeirra, sem ofbauð söguburður-
inn um skólann.
Samt hefur svo tiltekizt.að allt
sannar hann upp á sig, er að
fréttaburði hans hefur verið
fundið.
Eitt er þó.
Nú er það orðinn utanhéraðs-
maður, sem fræddi hann um
ósómann. Heimamenn þurfa því
ekki lengur að taka neitt af þeirri
frægð til sín. En eins og ræðan
fram gekk af munni mannsins,
var ekki annað að skilja en að
einhver héraðsbda hefði verið
fræðari kennarans og „leitt höld-
inn inn“tilsætis i embættinu.
Hvernig stendur þá á þvi, að
annað stendur nú svart á hvítu í
Þjóðvi ljanum?
Þannig að þingmenn mega leið-
rétta ræður sinar áður en þær eru
prentaðar í þingtíðindunum.
Mér er kunnugt um, að St. J.
hefur notað sér þennan rétt áður
en hann gaf Þjóðviljanum lista-
verkið til birtingar og skotið ein-
hverjum orðum inn í það til prýði
og umbóta. Þar á meðal nafnorð-
inu: utanhéraðsmaður.
Raunar má um það spyrja,
hvort það sé til bóta að klína
söguburði á einhvern og ein-
hvern, sem enginn getur vitað,
hvar er að finna eða hvort
nokkurn tíma hefur veriðtii.
Ennfremur hefur ræðumanni
tekizt að bæta inn í ræðu sína:
„Þetta er pip“. Ekki hef ég hirt
um að kanna* hvort fleiri breyt-
ingar hafa verið gerðar.
Já, vist má kalla þetta píp, ef
menn vilja nota svo ágæta is-
lenzku. En sú játning kem-
ur svo seint, að spyrja mætti: Eru
breytingarnar gerðar og ræðan
birt með það fyrir augum að
reyna að laga furðulegan ræðu-
stúf ögn i framán?
Kannski hefur ræðumarin verið
farið að svíða svo undan reiði
sumra Laugamanna vegna hróp-
yrða hans um skólann, að hann
hafi þess vegna leitað á náðir
Þjóðviljans eins og Káinn leitaði
eitt sinn til Lykla-Péturs og kvað:
Opnaðu, Pétur, þitt harðlæsta
hlið
að himinsins dýrðarsölum,
skáldið er nú að skilja við
skrokkinn fullan af kvölum.
MAHGFALDAR
GSHili
(ðí>
HINN MARGUMTALAÐI
ÚTSÖLUMARKAÐUR
OKKAR HELDUR ÁFRAM
AF FULLUM KRAFTIAÐ:
AUSTURSTRÆTI 22
I | Föt með vesti í miklu úrvali.
□ Stakirjakkar — margar gerðir
Q Stakar terelyne & ullarbuxur.
I | Mjög mikið úrval af kuldaflík-
um dömu- og herra, bæði síðu m
og stuttum.
Leðurjakkar.
n Peysur — blússur — pils.
Q Skyrtur — bolir — bindi
| | Kjólar — kápur — síð pils.
Q Rúskinnskuldajakkar.
(i^>
#
VIÐ GAFUM MIKINN AFSLATT A UTSOLUNNI.
EN NÓ GEFUM VIÐ ENN STÆRRI AFSLÁTT.
A0°/o-70°/o AFSLÁTTUR - ALLT NÝLEGAR VÖRUR.
Cö PIOIMEŒR
HLJÓMTÆKJAKYNMNG
VIU HÖFUM Á SAMA STAÐ PIONEER-HLJÓMTÆKJAKYNNINGU
ALLAR UPPLÝSINGAR ÁSAMT MYNDSKREYTTUM BÆKLINGUM
VEITTAR Á STAÐNUM. VIÐ EIGUM NÚ Á LAGER ALLAR GERÐIR
AF ÞESSUM FRÁBÆRU HLJÓMTÆKJUM. 3|a ÁRA ÁBYRGÐ -
FRÁBÆRIR GREIBSLUSKILMÁLAR
PIONEER - ÞEGAR ÞÉR VILJIfl EITTHVAÐ BETRA.
(@) KARNABÆR
AUSTURSTRÆTI 22
1='
###############