Morgunblaðið - 12.02.1974, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRUAR 1974
Lfnan dregin. Ljósmynd Mbl.: Sigurgeir f Eyjum.
Um borð.
„ívinnu og
leikmeð
náunganum ”
Ahugasamur polli við bryggjupolla Sandgerði. Hann á ugglaust
eftir að sigla fleytu að landi þessi dugmikli snáði. Ljósmyndir
Mbl.: Arni Johnsen.
Þeir kváðust fremur ánægðir með
kjörin, en þó gætu þau verið betri
fyrir alla þá vinnu, sem ekki væri
hægt að komast hjá ef einhver
árangur ætti að nást.
Eftir stutt rabb á þilfarinu’ var
boðið f kaffi í lúkamum. Þar sátu
þeir að spjalli Steingrfmur
Nikulásson stýrimaður og
Benedikt Andrésson vélstjóri.
Við spurðum þá hvemig strák-
arnir stæðu sig í sjósókninni.
„Strákarnir eru alveg ágætir,"
svaraði Steingrfmur, „byrjendur
þurfa alltaf svolítinn tíma til að
læra á hlutina, en það vantar bara
fiskinn."
Þeir róa með fjörtfu stampa og
nú er að sjálfsögðu beitt mikið
með loðnu, en aflinn fram að
þessu hefur verið frá 1,5—4,5
tonn, mest þorskur og svo ýsa,
keila og tindabikkja.
Það var að sjálfsögðu farið að
ræða um kjaramálin og þá sér-
staklega sjómanna, en kauptrygg-
ing háseta er tæplega 50 þús. kr.
og vélstjóra og um 70 þús. kr.
„Ég held að það verði ekki verk-
fall,“ sagði Benedikt, „er þetta
ekki allt undir sama hatti nú,“
bætti hann við og glotti.
,J£ina hálmstráið, sem rfkis-
stjómin getur hengt hatt sinn á,
er loðnan," bætti Steingrfmur
við, „það á að bjarga öllu með
ioðnunni þótt það skipti nú vfst
líka einhverju máli hvort minni
bátarnir skili einhverju. Það er
Ifka óskaplegt vandamál hve erf-
itt er að manna minni bátana, 100
tonn og þar undir, eða flesta bát-
ana, sem stunda aðeins Ifnu og
net og troll. Samkvæmt upplýs-
ingum Landssambands fslenzkra
útvegsmanna vantar nú mann-
skap á 50—60 báta.“
„Það er því varla ráð að fjölga
bátunum," sagði Benedikt. „Eins
og horfir,“ hélt Steingrfmur
áfram, „finnst mér vera óráð að
byggja báta af þessari stærð þvf
það er varla hægt að láta sér detta
f hug að hægt sé að reka þá. Það
væri hins vegar gaman ef hægt
væri að leiða hug yngri manna að
þessum störfum.“ Benedikt:
„Nema að við getum bara lagt
þetta allt niður, það myndi þá
sýna sig hvort þjóðin hefur f raun
efni á þessu yfirþyrmandi
menntakerfi, sem skilar svo ákaf-
lega takmörkuðu."
Steingrfmur: „Stór hluti af
fólkinu f skólunum virðist bara
hafa ógagn af menntakerfinu. Að
minnsta kosti er það ekki ennþá
farið að skila fólki, sem er á
neinn hátt þroskaðra við skólaslit
en fólk, sem lætur sér það lynda
að vinna hin almennu störf í þjóð-
félaginu, fólkinu, sem líklega er
vfðsýnast og fordómalausast al-
mennt séð. Það hefur ekki þótt
þroski á tslandi að hengja sig á
snaga."
Benedikt: „Það er nú svo komið
með sjómennskuna, að menn
velja þetta starf ekki afsjálfsdáð-
um, en einnig ec þannig komið,
að þeir, sem hafa ánetjazt
menntakerfinu, eru eins og
þorskar á þurru landi yfirhöfuð
ef þeim er ekki hossað af
persónulegum tengslum eftir að
þeir hafa lokið námi eða sýna
einstæðan dugnað og framtak.
Þessu ættu stjórnvöld að gera sér
grein fyrir, skóli er ekki aðeins
eitthvert kerfi, sem hrifsar til sfn
einstaklinga og hengir þá upp á
snaga og heldur þeim svo fast við
einskorðaðar brautir, það er til
nokkuð, sem heitir skóli lffsins,
líf einstaklingsins f vinnu og leik
með náunganum."
-á.j.
KOSTURINN stóð á bryggjunni,
alls kyns matvörur og annað sem
til þarf f hversdagsbaráttunni.
Nokkrir sjómenn byrjuðu að
handlanga kostinn niður f bátinn
við bryggjuna, en alls lágu 7 bát-
ar þarna í röð. Það var lognstilla f
Sandgerðishöfn. Við fylgdum
þeim, sem voru að handlanga
kostlnn yfir f yzta bátinn í röð-
inni, Ljósa SF 2, bát sem er ný-
keyptur til Sandgerðis.
Stefán Þorsteinsson, 17 ára
gamall Reykvfkingur, var að
dunda á þilfarinu ásamt félaga
sfnum Jóhannesi Einarssyni, sem
einnig er úr Reykjavík og er 16
ára gamall. Þetta er fyrsta vertfð-
in hjá þeim báðum, en Jóhannes
var aðeins bdinn að fara einn túr.
Hann kvaðst hafa verið í
Fellaskóla s.l.-' vetur. Þeir
sögðu, að þeim líkaði sjó-
mennskan vel og kváðust ætla að
stunda hana eitthvað áfram, því
launin væru góð ef vel fiskaðist.
Stefán sagði, að þeir hefðu ver-
ið á lfnu frá vertfðarbyrjun og
ætluðu að vera það f vetur, en
ekki hefði gengið of vel fram að
þessu, enda leiðindatfð. Þeir
félagar sögðu, að margir af kunn-
ingjum þeirra væru sjómenn og
áhugi fyrir sjómennsku hjá ung-
Um mönnum væri talsvert mikilL
Rabbað við
sjómenn
um borð í
Ljósá SF 2
í Sandgerði
Skip við skip
og stefni f land.
Jóhannes Einarsson
Stefón Þorsteinsson.
Steingrfmur Nikulásson.
Benedikt Andrésson.