Morgunblaðið - 12.02.1974, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRUAR 1974
Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson:
Undanfarið hefur mönnum orð-
ið tíðrætt um loðnu og er það
eðlilegt, þar sem loðnuafurðir eru
nú að verða með stærstu liðum i
framleiðslu og útflutningi.
Þessar athugasemdir beinast
eingöngu að frystri loðnu, en f því
efni hafa birzt mjög villandi frá-
sagnír, sem ýmist eru byggðar á
röngum eða ófullnægjandi upp-
lýsingum, samfara ókunnugleika
þeirra, sem um hafa fjallað. Þetta
hefur jafnvel leitt til þess, að m.a.
hefur af ýmsum verið spurt í
fullri alvöru, hvort hægt væri að
selja nokkra loðnu, og af fram-
leiðendum, hvort viðlit væri að
frysta loðnu.
1. Mér vitanlega hafa útflytj-
endur hér getað selt allt það magn
af loðnu, sem þeir óskuðu og
treystu sér til að framleiða, og var
þvi raunar þegar ráðstafað fyrir
síðustu áramót.
2. Nokkur ágreining.ur var
um verð milli kaupenda og
seljenda og má slíkt fremur
teljast regla en undantekn-
ing í sölu okkar afurða og þá
einnig að nokkurn tima geti tekið
að samræma verðsjónarmiðin.
Staglazt er á, að umsamið verð sé
lægra en við var miðað í Verðlags-
ráði, þegar hráefnisverð var
ákveðið og gefið beint eða óbeint í
skyn, að loðnuvinnsla sé óhagstæð
og takmarkist af þessum sökum.
Alit er þetta út i hött. Það hefur
nú sýnt sig, að söluverð hafa kom-
izt í að vera innan við eitt prósent
frá þeím verðum, sem hráefnis-
verð var miðað við í Verðlagsráði
og frávik eru ekki meiri frá degi
til dags, en búast má við með
marga gjaldmiðla á „floti“. Þetta
atriði hefði því haft mjög óveru-
leg áhrif á verðlagningu í Verð-
lagsráði, þótt henni hefði verið
frestað. Þvi má svo bæta við, að
Norðmenn höfðu ákveðið sitt hrá-
efnisverð á undan okkur og i því
efni byggt á svipuðu söluverði og
hér var gert.
3. Þótt undarlegt sé, þá hafa
þeir, sem mest fjölyrða um þessi
mál, ekki minnzt á meginvanda-
málið í sambandi við loðnufryst-
inguna, sem byggist á miklum
verðmun eftir flokkun loðnunnar,
þ.e. hlutfalli hrygnu í framleiðsl-
unni, og sem hefur miklu meiri
þýðingu en eitt eða tvö prósent á
hvem flokk í söluverðum. Sem
dæmi um þetta má nefna, að
Norðmenn fengu 24% hærra
meðalsöluverð fyrir sina loðnu á
síðasta ári heldur en við, og er þá
einungis reiknað með að þeir hafi
fengið sama markaðsverð og við
fyrir hvern flokk.
Næst stærsta vandamálið hefur
raunar heldur ekki verið minnzt
Nokkrar
athugasemdir
um loðnumál
á, en það er flutningur framleiðsl-
unnar. Það er ógaman að þurfa að
ákveða skipakomur með nokk-
urra mánaða fyrirvara til afskip-
ana á vöru, sem er jafn óviss í
tima og magni og loðnan er, þegar
jafnframt þarf að taka tillit til
mjög takmarkaðs geymslurýmis
frystihúsanna og það sérstaklega
í byrjun vetrarvertíðar, sem er
aðalframleiðslutimi frystihús-
anna á loðnusvæðinu.
í Verðlagsráði og yfirnefnd
Verðlagsráðs var mikill ágrein-
ingur um hráefnisverð á loðnu á
þessari vertíð. Þessi ágreiningur
byggðist að mestu á, við hvaða
flokkun loðnunnar og þar með
meðalverð skyldi miðað. Af hálfu
seljenda var þvi haldið fram, að
sú mikla vélvæðing í flokkunar-
vélum, sem ráðgerð var, ger-
breytti aðstæðum og því eðlilegt
að miða hráefnisverð að verulegu
leyti við hæstu verðflokka og lág-
an vinnsiukostnað. Af hálfu full-
trúa kaupenda var bent á, að var-
lega bæri að fara í þessum efnum
og líta á þessa vertið sem reynslu-
tíma á, hvernig þessar vélar skil-
uðu sínu hiutverki. Fulltrúum
seljenda var einnig bent á, að við
núverandi aðstæður bæri að
stefna að því, að nýta frystigetu
frystihúsanna eftir fremsta
megni, og þá einnig með nætur-
og helgidagavinnu, þegar hráefni
væri fyrir hendi. Þá skyldi enn-
fremur hafa f huga, að þessi
vinnsla yrði það hagkvæm fyrir
frystihúsin, að þau tækju hana
fram yfir annað, þann skamma
tima, sem loðnan er frystingar-
hæf. Ekkert af þessu fékk hljóm-
grunn hjá fulltrúum seljenda og
náðist því ekki samkomulag um
hráefnisverð.
Hins vegar var þvinguð fram
hrein bráðabirgðalausn með nú-
gildandi hráefnisverði. sem byggð
ist á því, að verð skyldi endur-
skoða eftir viku vinnslu með til-
liti til reynslu fyrirfram ákveð-
inna frystihúsa. Miðað var við 1.
marz, en sú dagsetning varð
þannig til, að í fyrra hófst fryst-
ing loðnu 8. febrúar, en nú höfðu
fiskifræðingar spáð, að loðnan
yrði nokkuð seinna á ferðinni og
var því miðað við, að vinnsla hæf-
ist 18. febrúar, og að fyrrgreindar
upplýsingar lægju þá fyrir að
viku liðinni, eða 25. febrúar, og
nýtt verð gæti þvi tekið gildi að
þeim athuguðum, eða 1. marz.
Nú hefur komið í Ijós, að varn-
aðarorð fulltrúa fiskkaupenda
höfðu við rök að styðjast. Að vísu
hefur sú flokkun náðst á pappírn-
um, sem gengið var út frá i yfir-
nefnd Verðlagsráðs við ákvörðun
hráefnisverðs, en það hefur ein-
ungis gerzt með því, að raða mikl-
um fjölda fólks til flokkunar frá
vélunum, og jafnframt þýtt, að
stærri frystihús hafa ekki unnið
nema með innan við hálfum af-
köstum, miðað við frystigetu.
Ýmsir byrjunarerfiðleikar og
vankantar hafa komið fram, sem
ekki er óeðliiegt, þegar um er að
ræða nýjar og áður óreyndar vél-
ar við okkar aðstæður, en þetta
hefur bæði tafið framleiðslu og
leitt til mikils aukakostnaðar. Þá
er nú ljóst, að afköst flestra þess-
ara véla eru mun minni en al-
mennt var búizt við, og að þær
flokka ekki loðnuna jafn mikið og
ýmsir höfðu gert sér vonir um.
Mér kæmi ekki á óvart, þótt
loðnubátar hafi orðið fyrir nokkr-
um vonbrigðum með það tak-
markaða magn, sem þeir hafa
raunverulega selt í frystingu (ég
segi raunverulega, því þótt tals-
verðu njagni hafi verið keyrt í
frystihúsin, þá skiptir eingöngu
það magn máli, sem nýtt er), þar
sem hráefnisverðið hefur krafizt
flokkunar i hæstu verðflokka. Sú
takmarkaða reynsla, sem nú
þegar er fengin, virðist þvi benda
tilþess, að fulltrúar seljenda, hafi
gert umbjóðendum sínum útgerð
ar- og sjómönnum, bjarnargreiða
með óbilgjömum verðkröfum og
síður en svo ástæða til að óska
þeim til hamingju með verðlagn-
ingu loðnunnar.
Af þessu leiðir þá einnig, að
útflutningur okkará frystri loðnu
verður minni í ár en efni stóðu til,
og þótt vitað sé, að Japanir kjósa
helzt að fá sem mest af 100%
hrygnu, eða sem allra hæst
hrygnuhlutfall, og stefna beri að
þvi, að svo geti orðið, þá þýðir
ekki að ætla sér hraðar i þessn
tilliti, en framleiðslutækni í
frystihúsunum leyfir.
Skóla-
fólk
hjá
Morgun
blaÖinu
BERGÞÓRA Einarsdótt-
ir, 15 ára nemandi í 4.
bekk B í Laugalækjar-
skóla, dvaldi hjá okkur á
Morgunblaðinu í eina
viku og kynnti sór blaða-
mennskustarfið og blaða-
útgáfu. Hún valdi sér það
verkefni að fá viðtal við
Ólaf Jóhannesson for-
sætisráðherra, en hann
sá sár ekki fært að veita
henni nokkrar mínútur
af tíma sínum, svo hún
ákvað að bregða sér í
Alþingishúsið stundar-
korn og hitta þingmenn
að máli. Fer grein
hennar hér áeftir:
Brotalamir I hyggingum
íþróttahúsa
Ég gekk niður í Alþingishús
um klukkan hálf tvö á hroll-
köldum miðvikudegi, með það
verkefni upp á vasann að ræða
Spáð í tóninn
hjá
þingmönnum
Bjami Guðnason.
Skotizt
inn í
Alþingis
húsið
Ellert B. Schram
lítillega við 2—3 þingmenn, og
hafði þá aðallega í huga Bjarna
Guðnason og Ellert B. Schram.
Eg var búin að telja kjark í
migniður allt Austurstræti, og
labbaði því beint inn, hug-
rekkið uppmálað.
Starfsmenn I þinghúsinu
buðu mér að setjast í forstof-
una og hefja veiðar. Eftir dá-
litla stund kom Bjarni Guðna-
son inn og ég fór á stjá. Eg
reyndi að vera sem gáfulegust á
svipinn, stikaði að Bjarna og
bar fram erindið. Hann sagði
það velkomið að svara nokkrum
spurningum.
Min fyrsta spurning var,
hvort skólarnir og það, sem
þeim viðkemur, hafi breytzt
mikið frá hans skólaárum.
Bjarni setti upp heimspeki-
legan svip, og sagði, að það væri
meira kennt af náttúrulegum
fræðum nú en fyrr og þá hafi
verið erfiðara að stunda nám en
nú. Þá barst talið að íþróttum,
en eins og margir vita, var
Bjarni góður knattspyrnu-
maður og einnig áhugamaður í
handbolta. Álit hans á þessum
málum var það, að of litif
áherzla væri lögð á likamleg-
ar æfingar í skólum, að visu
kæmi þar inn í húsnæðisvanda-
mál varðandi íþróttaiðkanir.
Þá bar ég upp þá spurningu,
hvaða knattspyrnuliði hann
spáði sigri i íslandsmótinu f
sumar. Bjarni brosti og sagði:
,jEg er fyrrverandi liðsmaður í
VÍKINGI og ég vona að því liði
gangi vel.“
Að lokum spurði ég um
áhugamál hans utan þinghúss.
Hann kvaðst hafa gaman að
lestri og svo knattspyrnu. Og
þar með slapp Bjarni Guðna-
son.
Að halda sér við efnið til
að ná árangri.
En mannaveiðunum var ekki
lokið, næst sveif ég á Ellert
Schram, hann var ekkert nema
liðlegheitin, og þar með var
mér heimilt að spyrja.
Eg byrjaði eins á Ellert eins
og ég hafði byrjað á Bjarna, og
spurði fyrst um skólamálin. Ell-
ert kvaðst starfa í menntamála-
nefnd, og vinna um þessar
mundir að grunnskólafrum-
varpinu og þar af leiðandi vera
talsvert inni i málinu, en i aðal-
atriðum væri fyrirkomulag i
skólum mjög líkt og alltaf hefur
verið. Þá komu íþróttirnar inn i
spilið, en hann er einnig lands-
kunnur knattspyrnumaður.
Ellert sagði, að til að ná veru-
legum árangri yrði að halda sér
við efnið, sem stundum vildi þó
verða erfitt, en skipti þó öllu
máli.
Næst spurði ég hvort hann
hefði frá upphafi ætlað sér að
verða þingmaður. Ellert brosti
breitt og sagði: „Þegar ég var
yngri hugsaði ég eingöngú um
líðandi stund, og hugaði lítið að
framtíðinni."
Að lokum spurði ég Ellert
hvernig hann ætlaði að verja
sumarfrfinu sínu. „Fara upp í
sveit og skella mér á hestbak,"
sagði Ellert, og þar með kvaddi
ég Alþingishúsið.