Morgunblaðið - 12.02.1974, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRUAR 1974
15
# Teikningar lögreglunnar af
mannræningjunum þremur —
stúlkan er hvít, en mennirnir
tveir blakkir. Segir Weed
unnusti Patriciu, að þau hafi
framkvæmt ránið af feikilegu
öryggi og skipulagningu eins og
„þrautþjálfuð hersveit", og svo
til ekkert sagt hvert við annað.
Án þess að nokkuð sé víst um
tilgang ránsins, telja Hearst og
iögreglan, að hugsanlega sé það
ætlun samtakanna að fá tvo af
liðsmönnum þeirra, sem nú
sitja í fangelsi vegna dularfulls
morðmáls, látna lausa.
HVAÐ VILL SYMBIO-
NESÍSKI FRELSISHERINN?
ENN hefur ekkert frekar heyrzt frá hinum dularfullu hermdarverkasamtök-
um, Symbionesíska frelsishernum, sem á mánudag í síðustu viku rændu
Patriciu Hearst, dóttur blaðakóngsins Randolph Hearst. Hér sjáum við myndir
af helztu persónum þessa máls, sem vakið hefur mikið umtal og blaðaskrif í
Bandaríkjunum og víðar, — ekki sízt vegna þess, að ekkert er vitað um tilgang
mannránsins, né heldur er vitað mikið um, hvers konar hópur Symbionesíski
frelsisherinn er.
# Patricia Hearst, tvítugur
erfingi milljóna. Henni var
rænt, er þrír liðsmenn
Symboinesíska frelsishersins
börðu að dyrum í íbuð hennar
sl. mánudag.
# Steven Weed, 26 ára unnusti
Patriciu, en hann er nú að jafna
sig eftir slagsmálin við mann-
ræningjana. Weed var í ibúð-
inni, er mannránið átti sér stað,
en tókst að komast undan þrátt
fyrir að honum hafi verið veitt
þungt höfuðhögg með stórri
vínflösku. Hann hefur lofað
ræningjunum því, að hvorki
hann sé Patricia muni bera
vitni gegn þeim, ef þeir láti
hana lausa heila á húfi.
# Randolph Hearst faðir
fórnarlambsins og, að þvi er
virðist, skotspónn mannráns-
ins. I bréfi frá ræningjunum
segir, að Hearst sé „óvinur
fólksins“ og að Patricia sé í
haldi sem „strfðsfangi". Sjálfur
segir Hearst, að hann hafi
ástæðu til að halda, að dóttir
hans sé á lifi, þótt þögn ræningj
anna um lausnargjaldið sé
ógnvænleg. „Kannski að þeir
séu bara að láta okkur svitna",
segir Hearst.
Berjast fyrir 50
HERFERÐ fyrir 50 mílna fisk-
veiðimörkum umhverfis Bretland
er nú hafin fyrir forgöngu Don
Listers, framkvæmdastjóra Con-
Kaupmannahöfn 11. febr. Ntb.
FYLGI Venstreflokksins í Dan-
mörku, sem er nú við stjórn undir
forystu Pauls Hartlings, hefur
bætt við sig 3.7% atkvæða, síðan
hann tók við. Nýtur flokkurinn
fyigis 16% kjósenda, en hafði
12.3% í kosningunum. Voru nið-
urstöður þessarar skoðanakönn-
unar, sem Observastofnunin í Ar-
ósum gekkst fyrir, birtar um
helgina.
Teheran, 11. febr. Ntb.
RÖSKLEGA eitt hundrað her-
menn féllu eða særðust i landa-
mæraátökum milli íraka og írana
um helgina, að því er opinberar
heimildir i Teheran greina frá. I
fréttum frá Teheran segir, að ír-
akst lið hafi ráðizt til atlögu sið-
solidated Fisheries útgerðarinnar
í Grimsby, að þvf er brezka tíma-
ritið Fishing News International
skýrir frá í janúarhefti sínu. Það
Þar kemur fram, að fylgi jafn-
aðarmanna hefur aukizt um 2%
og er nú 28%, Framfaraflokkur
Glistrups hefur misst 3% og hef-
ur 13%, Radikale Venstre njóta
stuðnings 11%, íhaldsflokkurinn
hefur 8%, Miðdemókratar 5%,
SF 5% og Kristflegi þjóðarflokk-
urinn og Réttarsambandið hafa
4%. Vinstrisósialistar njóta
stuðnings aðeins 1 %
degis á sunnudag og hafi skrið-
drekar og brynvagnar verið fót-
gönguliðum til aðstoðar. Var gert
áhlaup á landamæravarðstöðvar í
Mehran og Rezaabadhéruðunum.
íranir svöruðu árásinni en eftir
nokkrar klukkustundir drógu að-
ilar lið sin til fyrri stöðva.
mílum
vekur athygli, að það skuli vera
Lister, sem hefur forystu um
þetta mál, Því hann hefur oftar en
einu sinni lýst því yfir — m.a. í
viðtölum við Morgunblaðið — að
hann myndi aldrei viðurkenna
réttinn til útfærslu í 50 mílur. 1
frétt Fishing News segir, að List-
er telji sig hafa stuðning tólf tog-
araskipstjóra í Grimsby og að
hann hyggist fyrst í stað reyna að
afla hugmyndinni fylgis meðal
þingmanna þessa héraðs. Lister
segir, að íslenzk veiðiskip hafi
næstum því þurrkað upp síldina
umhverfis Orkneyjar og þvf verði
Bretland að hefjast handa við
verndun stofnanna í Norðursjón-
um.
„Vernd verður að koma á í
Norðursjónum eins og alls staðar
annars staðar," segir Don Lister i
viðtali við Fishing News Inter-
national, en fjölmargir skipstjór-
ar hafi staðfest, að ofveiði eigi sér
stað á þessum miðum.
„Mér er ljóst,“ segir Lister, „að
ýmsir munu vera mér ósammála
um þörf á vernd á nálægum mið-
um. En þeir, sem eru ósammála
munu vera þeir, sem láta sér
hagnað dagsins í dag meiru skipta
en framtíðarhagsmuni fiskiðnað-
arins.“
Venstre vinnur á
Átök Irana og Iraka
Mótmæli í Moskvu
SOVEZKT lögreglulið leysti i dag
upp mótmælafund, sem var hald-
inn úti fyrir aðalbækistöðvum
sovézka kommúnistaflokksins.
Handteknir voru yfir tuttugu
manns, þar af voru 2 bandarískir
blaðamenn frá UPI. Þeim var
sleppt nokkrum klukkutímum
siðar. Voru þeir að hafa viðtöl við
þá andófsmenn.
Fólk það, sem safnaðist þarna
saman, var, að sögn NTB frétta-
stofunnar, Eistlendingar, sem
hafa sótt um leyfi til að flytjast úr
landi en verið neitað. Kona ein,
sem þarna var með tvo syni sína,
hlekkjaði sig við staur og tók það
lögregluna næstum tvo klukku-
tima að losa hana.
Forvígismanni
Glistrupflokks
sparkað
Flensborg, Kaupmannahöfn,
ll.febr. NTB.
SAMEIGINLEG yfirlýsing, sem
einn helzti forvigismaður Fram-
faraflokks Mogens Glistrups og
Nýnasistaflokkurinn í A-Hoistein
í V-Þýzkalandi gáfu út um helg-
ina, hefur vakið gífurlega athygli
í Danmörku. Málavextir eru þeir,
að einn fulltrúa flokksins I Köge,
Egon Brun Kasmussen, fór f
heimsókn til Austur-Holstein um
helgina og ræddi þar við formann
NPD, Hans Hervard Hain. Munu
þeir hafa látið þau orð falla að
fundi loknum, að Framfaraflokk-
ur Glistrups og NPD ættu margt
sameiginlegt og æskileg væri
einhvers konar samvinna milli
þeirra.
Glistrup hefur ákveðið, að
Rasmussen skipi þriðja sæti á
lista Framfaraflokksins við kosn-
ingar til bæjarráðs í Hróarskeldu.
Gaf Glistrup út yfirlýsingu i dag,
þar sem hann sagði, að vart væri
Hugði
Kissinger
á afsögn?
Chicago 11. febrúar — NTB.
HENRY Kissinger, núverandi
utanrtkisráðherra Bandaríkj-
anna, velti því f alvöru fyrir sér
að segja af sér embætti ráðgjafa
forsetans í öryggismálum árið
1971 eftir. að leynilegar upplýs-
ingar höfðu 1 stórum stíl „lekið“
milli ráðuneyta þegar stríðið
milli Indlands og Pakistans stóð
yfir, að þvf er blaðið Chicago Sun
Times hefur f dag eftir heimild-
um, sem standa nálægt Kissinger.
Segja heimildirnar, að Kissinger
hafi verið vonsvikinn vegna þess
að Hvfta húsið lét það hjá Hðast í
heilan mánuð að verja hann gegn
ásökunum um að hann hefði stað-
ið fyrir „lekanum".
Utanríkisráðherrann á að hafa
sagt vinum sínum, að hann hafi
verið sannfærður um, að rann-
sókn ein, sem framkvæmd var af
njósnaflokki Hvíta hússins, hafi
verið tilraun ráðgjafa Nixons,
þeirra H.R. Haldeman og John
Ehrlichman, til að draga úr áhrif-
um Kissingers. Kissinger ákvað
hins vegar að halda áfram störf-
umm þegar upp komst, að skrif-
stofumaður i varnarmáladeild
Hvíta hússins stóð fyrir „lekan-
um.“
Brezkur tog-
ari týndur
Osló, 11. febrúar, AP.
BREZKS togara með 36 manna
áhöfn er saknað og var siðast
vitað um ferðir togarans, er hann
var 80 sjómílur út af norður-
strönd Finnlands. Ekkert hefur
heyrzt frá togaranum síðan á
föstudag.
Norskur togari fórst fyrr i dag á
þessum slóðum og er óttazt um
afdrif ellefu manna. Björgunar-
sveitir leita brezka togarans úr
lofti og á sjó og einnig er svipazt
um eftir norsku sjómönnunum,
sem eru týndir.
hægt að hugsa sér ólíkari flokka,
þar sem NPD setti ríkið yfir ein-
staklinginn, en Framfaraflokkur-
inn setti einstaklinginn yfir rikið.
Sagði Glistrup, að Ijóst væri, að
Brun Rasmussen hefði ekki skilið
hugmyndafræði flokks síns.
Brun Rasmussen brást hins
vegar hinn versti við og sagðist
hafa verið f vinarheimsókn hjá
Hain, sem hann hefði kynnzt i
fyrrasumar. Teldi hann fulllangt
genéið ef hann mætti ekki hafa
tengsl við kunningja sina, nema
flokkurinn ræki hann fyrir vikið.
Hins vegar mun það staðreynd,
að Brun Rasmussen sat fund mað
fulltrúum NPD um helgina og þar
lýsti hann yfir, að flokkarnir
hefðu mjög svipaða stefnuskrá, til
dæmis í skattamálum.
LibÝa:
Þjóðnýtir
bandarísk
fyrirtæki
Beirut, 11. febr., NTB. AP.
RÍKISSTJÖRN Líbyu hefur
ákveðið að þjóðnýta til fulls þrjú
bandarisk oliufyrirtæki í landinu
og í Tripoliútvarpinu var sagt, að
þetta yrði mjög alvarlegt áfall
fyrir hagsmuni Bandarikjanna í
Arabaheiminum. í september sl.
ákveð stjórnin að þjóðnýta 51%
af fyrirtækjunum og hagsmunum
þeirra og sagðist mundu láta þjóð-
nýta þau alveg ef þau sættu sig
ekki við skilmála stjórnarinnar.
Utvarpið í Tripoli benti á, að
ákvörðunin um þetta hefði verið
tekin um svipað teyti og orku-
málaráðstefnan margumtalaða er
að hefjast í Washington. Fyrir-
tækin þrjú framleiða aðeins 5%
af olíuframleiðslu landsins.
Topp-
fundur
Araba-
leið-
toga
Kairó 11. febr., NTB.
í UNDIRBÚNINGI er fundur
æðstu manna nokkurra arabískra
leiðtoga og verður hann að líkind-
um haldinn f Káiró, enda mun
Sadat Egyptalandsforseti hafa átt
frumkvæði að þessum fundi.
Verður þar rætt um, hvernig
Arabaríkin skuli beita „olíuvopn-
inu“, svo og um stefnu þeirra
gagnvart ísrael.
Búizt er við, að fulltrúar frá
Saudi Arabiu, Kuwait, Alsír,
Marokkó og Sýrlandi sitja fund-
inn.
NTB-fréttastofan segir senni-
legt, að fundarstaðurinn verði við
Aswan.