Morgunblaðið - 01.03.1974, Side 4
4
22-0-22-
RAUOARÁRSTÍG 31
v_______________/
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
7S 21190 21188
HI444 • 25555
mm
GA CAR RENTAL
/p* BÍLALEIGAN
V&1EYSIR
CAR RENTAL
•»24460
í HVERJUM BÍL
PIOrVlŒŒR
ÚTVARPOG STEREO
KASSETTUTÆKI
SKODA EYÐIR MINNA.
Shod b
UIGAK
AUÐBREKKU 44- 46.
SIMI 42600.
Bílaleiga
CAR RENTAL
Sendum
41660 - 42902
FERÐABILAR HF.
Bilaleiga. — Simi 81 260
Fimm manna Citroen G S stat-
ion. Fimm manna Citr,oen G S
8 — 22 manna Mercedes Benz
hópferðabílar (m. bílstjórum)
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1974
STAKSTEINAR
Áhyggjur —
áhyggjuleysi
ÞÖRARINN Þórarinsson Tíma-
ritstjóri eyðir í það leiðara í
gær að sýna lesendum fram á,
að sáiarástand sjálfstæðis-
manna sé slæmt vegna ástands-
ins f stjórnmálunum. Telur
hann vonir þeirra um, að
Bjarni Guðnason felli ríkis-
stjórnina hafa brugðizt hrapal-
lega og ekki séu heldur líkur á,
að rfkisstjórnin falli á varnar-
málunum.
Auðvitað eru sjálfstæðis-
menn áhyggjufuilir út af því
ástandi sem ríkir við stjórnvöl
þjóðarskútunnar. Þar rekur
allt á reiðanum. Ekki bólar á
því, að ríkisstjórnin hyggist
gera nokkrar ráðstafanir til að
sporna gegn þeirri gífurlegu
verðbólgu, sem tröllríður þjóð-
félagi okkar, og enn var kynt
kröftuglega undir við undirrit-
un kjarasamninganna. Ekki
bólar heldur á því, að rfkis-
stjórnin hyggist setja fram ein-
hverja skoðun á því, hversu
mikið sé unnt að leggja á fólkið
í landinu í sköttum, og miða
sfðan rfkisútgjöldin við það.
Þar er farin sú leið að ákveða
útgjöldin fyrst og teygja síðan
tekjuhliðina til að ná endum
saman. Og langt er teygt og enn
er teygt.
Ástandið, sem við blasir, er
ekki glæsilegt. Algjört stjórn-
leysi er eina lýsingin á efna-
hagsmálunum. Eftir mikil góð-
æri, bæði hvað snertir afla-
brögð og verðiag á erlendum
mörkuðum fyrir afurðir okkar,
er ekki annað sýnilegt en að
grfpa verði til gengisfellingar
til að skapa atvinnuvegunum
starfhæfan grundvöll. Má þó
vera, að það komi ekki í hlut
þessarar ríkisstjórnar að
bjarga þjóðinni út úr því feni,
sem við blasir. Já það er ekki
skrítið, þótt menn hafi áhyggj-
ur, hitt er alvarlegra, að rfkis-
stjórn Ólafs Jóhannessonar
virðist ekki hafa áhyggjur.
Ríkisstjórn
lýsingarorðanna
Og svo eru það öryggismálin.
Er nokkuð undarlegt, þó að
ábyrgir aðilar í þessu landi hafi
áhyggjur, þegar það liggur
alveg ljóst fyrir, að sjónarmið-
in, sem þar ráða, eru mjög svo
annarleg. Það er ekki hugsað
um öryggis- og varnarhagsmuni
Islands í þeim málum. Þar eru
hrossakaupin alisráðandi. Allt
gengUr út á að friða Alþýðu-
bandalagið og finna einhverja
gervilausn, sem ráðherrar þess
geta túlkað gagnvart sínu liði á
þann veg, að ekki sé um algjör
svik á öllum fyrri fyrirheitum
að ræða. Og millivegurinn hans
Einars er einhver sá dular-
fyllsti, sem um getur. Fyrst er
sagt, að Einar hafi fundið ein-
hverja millileið. Síðan er neit-
að að birta millileð Einars. Þá
er farið að hrósa Einari í Tím-
anum fyrir hina snjöllu milli-
leið, og hversu rólegur Þorgeir
Ljósvetningagoði geti nú hvflt
sfn lúnu bein, þegar merki
hans sé haldið svo hátt á loft.
Talað er um málið allt eins og
Iausnin sé fundin, en enginn
veit nema af afspurn, hvað f
henni felst.
Sannleikurinn er sá, að milli-
leið Einars er ekki birt vegna
þess, að með því mundi skolla-
leikurinn innan rfkisstjórnar-
innar afhjúpaður. Þar vilja
menn vinna fyrir luktum dyr-
um, þó að þeir lýsi þvf fögrum
lýsingarorðum, hvað bak við
dyrnar gerist.
Já, það er rétt hjá Þórarni
Tímaritstjóra, aðal lýsingar-
orðasmiði ríkisstjórnarinnar,
að sjálfstæðismenn hafa
áhygggjur af því, hvernig
stjórn þjóðarinnar er nú kom-
ið. Og það er ekki bara Sjálf-
stæðisflokkurinn, sem hefur
áhyggjur. 55.000 kjósendur í
landinu hafa opinberlega lýst
áhyggjum sfnum af einu af
þýðingarmestu málunum,
öryggismálunum. Það er þó það
mál, þar sem andstæð sjónar-
mið hafa talið sig byggja á rök-
um. Þá eru eftir efnahagsmál-
in, en enginn reynir að halda
þvf fram, að þar byggi stefna
ríkisstjórnarinnar á rökum,
einfaldlega vegna þess, að ekki
er um neina stefnu að ræða.
Þar er allt látið ráðast. Hversu
margir islendingar væru ekki
tilbúnir til að lýsa áhyggjum
sínum vegna þeirra? Því verður
ekki svarað hér — þar verður
hver að svara fyrir sig.
Alþjóðlegur bænadagur kvenna
í DAG, föstudag, er alþjóðlegur
bænadagur kvenna. Að degin-
um standa alþjóðasamtök og
eru í dag haldnar samkomur
víða um heim, þar sem lesnir
eru somu ritningarkaflarnir og
sömu bænaefnin borin fram. —
í ár sáu japanskar konur um
undirbúning bænadagsins, og
yfirskriftin er: Drottinn, gjör
þú oss að friðflytjendum.
Hér á landi hefur dagurinn
verið undirbúinn af fulltrúum
frá þjóðkirkjunni, Frikirkjunni
í Reykjavík, KFUK, Hvíta-
sunnusöfnuðinum, Aðvent-
kirkjunni, Hjálpræðishernum
og Kristniboðsfélagi kvenna.
i dag og kvöld verða samkom-
ur og bænastundir viða um
land. I Reykjavik eru samkom-
ur haldnar í Fríkirkjunni, og i
kvöld hefst samkoman þar kl.
8,30. Allar konur eru þar vel-
komnar.
Á myndinni eru konur í und-
irbúningsnefnd bænadagsins
hér.
Símalína til Grenivíkur
Blaðinu hefur borizt eftirfar-
andi frá póst- og símamála-
stjóra:
I LAUGARDAGS Morgunblað-
inu 23/2 1974 er grein frá Birni
skrifuð 17.2. 1974 á Grenivík
um óviðgerðar símalíriur til
Grenivikur. i þessari grein
kemur fram misskilningur um
þörf á einhverri formlegri
beiðni frá símstöðvarstjóra i
Grenivík til þess að hafnar séu
viðgerðir.
Bilanir eru kannaðar strax
frá aðalsímstöðvum, þegar vit-
að er um sambandsleysi.
1 þessu tilfelli var strax Ijóst
á þriðjudegi 12. febrúar um
sambandsleysi við Grenivik.
Könnun á viðgerðarmöguleik-
um var gerð strax og færð og
aðstæður leyfðu, og þegar að
ljóst var, að til þyrfti efni frá
Reykjavík voru gerðar ráðstaf-
anir til að fá það. Bráðabirgða-
sambandi á einni línu var kom-
ið á laugardaginn 16. febrúar.
Frá mánudegi 18. febr. hefur
verið unnið stöðugt að viðgerð
og í vikunni var bætt við vinnu-
flokk frá Húsavík, sem hafði
lokið viðgerðum í Axarfirði.
Fjölsímasamband komst á í
dag 25/2 1974, þannig að sjálf-
virkt símasamband er komið í
lag.
Til frekari leiðréttingar á
misskilningi um formlega
beiðni skal þess getið, að það er
regla að hefja viðgerðir strax
og aðstæður leyfa, þaðan sem
vinnuhópar hafa aðsetur, þótt
ekki hafi náðst samband við
viðkomandi stöðvarstjóra.
íslenzki hákarlinn oí
mengaður en þorskur-
inn við beztu heilsu
Eins og kunnugt er þá hefur
mengaður fiskur valdið stór-
slysum og jafnvel dauða fólks.
Oft á tfðum er það hátt kvika-
si lf ursinnihald í fiskinum, sem
valdið hefur þessari mengun.
Kvikasiifur og kvikasiifurs-
sambönd, sem lenda í sjónum,
breytast smátt og smátt fyrir
áhrif gerla i methylkvikasi lfur,
sem er aðgengilegra fyrir fisk-
inn, en fiskurinn mengast bæði
gegnum munn og tálkn. Áhrif
kvikasilfurs á manneskjuna
geta verið skelfileg, eins og
bezt sást I Minamata í Japan,
þar sem fjöldi fólks veiktist og
dó eftir að hafa neytt að stað-
aldri fisks, sem innihélt um 10
mg/kg af kvikasilfri. Aðalsjúk-
dómseinkennin eru alvarlegar
og varanlegar skemmdir á
taugakerfi og heilabúi, ásamt
heyrnarleysi og blindu.
Þetta varð m.a. til þess, að
margar þjóðir hafa lögfest hjá
sér ákvæði um leyfilegt magn
af kvikasilfri imatvælum ogþá
einnig i fiski, Meðal þeirra
landa sem þetta hafa gert eru
mörg helztu viðskiptalönd ís-
lendinga eins og V-Þýzkaland,
Bandaríkin, Danmörk, Svíþjóð,
Japan, ítalía og Spánn. Nokkuð
er mismunandi hvað þessar
þjóðir leyfa mikið kvikasilfurs-
innihald i hverju kilói, en yfir-
leitt er það á bilinu frá 0..—1.0
mg/kg.
Um nokkurt skeið hafa is-
lenzkir vísindamenn rannsakað
kvikasilfursinnihald í fiski við
island, en þessar rannsóknir
hófust i ársbyrjun 1971 fyrir
atbeina Sölumiðstöðvar hrað-
Lýsa velþóknun á brott-
rekstri Solzhenitsyns
ÞJOÐ ERNISFLOKKUR Mennta-
skólans við Hamrahlíð lýsir hér
með velþóknun sinni á þeirri
ákvörðun sovézku ríkisstjórnar-
innar að vísa rithöfundinum og
landráðamanninnm Alexander
Solzhenitsyn úrlandi.
Teljum við, að athafnir hans
brjóti í bága við landslög í Sovét-
rikjunum og beri honum þess
vegna að gjalda þess.
Fordæmum við tillögur nokk-
urra islenzkra þingmanna um að
bjóða honum búsetu hér á landi.
Virðingarfyllst,
Miðstjórn flokksins:
Ifeimir Þór
Sverrisson,
Breki Karlsson,
Andri Árnason,
Júiíus Kagnarsson.
frystihúsanna. Síðan hefur
mikill fjöldi sýna frá fisk-
vinnsiustöðvum ýröllum lands-
hlutum verið efnagreindur,
Rannsóknirnar hafa leitt i ljós,
að kvikasilfursmagnið er í lang-
flestum tilfellum langt undir
leyfilegum mörkum. Einustu
undantekningarnar eru raun-
verulega hákarl og hámeri, en
auk þess er magnið yfirleitt
hærra kvikasilfursmagn en er i
islandsfiskinum og athuganir
Isotopcentralen í Kaupmanna-
höfn hafa leitt i ljós, að fiskur
frá Færeyjum og Grænlandi
inniheldur yfirleitt meira
kvikasilfur en fiskur frá ís-
landi.
Kvikasilfursinnihald í is-
lenzka þorskinum hefur mælzt
frá 0,01—0,06 mg/kg og í ýs-
unni 0,06—0,07. Aftur á móti
hefur kvikasilfurinnihald í há-
karl reynst allt að 2,7 mg i kilói.
Bændur óttast
kalskemmdir
á túnum
GEYSILEG svella- og snjóalög
liggja nú yfir túnum viða um
land og eru bændur uggandi
um, að túnin verði fyrir kal-
skemmdum ef svellalögin hald
ast lengi fram eftir vori. Und-
anfarna daga hefur verið nokk-
ur þíða sunnanlands og sums
staðar annars staðar og Mbl.
spurði því Halldór Pálsson bún-
aðarmálastjóra, hvort ástandíð
hefði ekki breytzt til batnaðar.
Halldór kvað lítið hafa ennþá
tekið upp af klakanum, en ef
langvarandi þíða kæmi, t.d. nú
á góunni, myndi þetta líklega
allt blessast. „Meðan enn er
vetur, er i sjálfu sér allt i lagi,
þótt svellalögin séu mikil,‘‘
sagði Halldór, ,,en ef ástandið
verður ennþá það sama, þegar
vorið á að vera komið, þá er
mikil hætta á ferðum." Sagði
hann, að þá væri mikil hætta á
rotkali. En ef tíð væri góð nú á
næstunni, yrði þetta líklega allt
í lagi, a.m.k. væri hann ekkert
sérlega svartsýnn ennþá.
:
V