Morgunblaðið - 01.03.1974, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1974 X \
■ ! IHVAÐ EB AÐ HEYBA? )
Bette Davis fer með eitt hlutverkanna f bíómyndinni á laugar-
dagskvöld.
A1IDMIKUDKGUR
6. mars 1974
18.00 Perseifur
Sovésk teiknimynd, byggð á
fornri grískri goðsögn.
Þýðandi Hallveig Thorlacius.
18.20 Skippf
Ástralskur myndaflokkur
fyrir börn og unglinga.
Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
18.45 Svona eru börnin
— í Tanzanfu
Norskur myndaflokkur um
líf og leiki barna í ýmsum
heimshlutum.
Þýðandi og þulur Ellert
Sigurbjörnsson.
19.00 Gftarskólinn
Gftarkennsla fyrir byrjend-
ur.
5. þáttur.
Kennari Eyþór Þorláksson.
19.30 Hlé
20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar
20.30 Konan mfn f næsta húsi
Nýr, breskur gamanmynda-
flokkur.
1. þáttur. ! nálægð þinni
Þýðandi Jón Thor Haralds-
son.
Myndaflokkur þessi greinir
frá ungum hjónum, sem
ákveðið hafa að skilja, en áð-
ur en Iögskilnaði er náð
þurfa þau að yfirstíga marg-
ar hindranir. Með aðalhlut-
verk í myndinni fara John
Alderton og Hannah Gordon,
sem margir munu kannast
við úr myndunum Hve glöð
er vor æska.
20.55 Undiráhrifum
Sænsk fræðslumynd um
áfengisnotkun. Meðal annars
eru útskýrð áhrif áfengis á
mannslíkamann, og þá fyrst
og fremst á heilann.
Þýðandi og þulur Dóra Haf-
steinsdóttur.
21.10 Krunkað á skjáinn
Þáttur með blönduðu efni
varðandi fjölskyldu og
heimili.
Umsjónarmaður Magnús
Bjarnfreðsson.
21.55 FráSenegal
Sænsk fréttamynd um bar-
áttu Senegal-manna fyrir
endurreisn tungu sinnar og
þjóðmenningar.
Þýðandi og þulur Örn
Ölafsson.
(Nordvision — Sænska sjón-
varpið)
22.35 Dagskrárlok
FÖSTUDtkGUR
8. mars 1974
20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar
20.30 Að Heiðargarði
Bandarískur kúrekamynda-
flokkur.
Táp og f jör
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
21.25 Landshorn
Fréttaskýringaþáttur um
innlend málefni.
Umsjónarmaður Ólafur
Ragnarsson.
22.05 Lftið skákmót f sjón-
varpssal
2. skák. Þátttakendur eru
Guðmundur Sigurjónsson,
hvitt, og Friðrik Ólafsson,
svart.
Skákskýringar flytur Guð-
mundur Arnlaugsson, rektor.
22.35 I ró og næði
Danskur
sjónvarpsleikþáttur.
Aðalhlutverk Henning Morit-
zen.
Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
Aðalpersónan er roskinn
fjármálamaður, sem varið
hefur stórfé til kaupa á
tækjabúnaði, sem tryggja
skal öryggi hans f heimahús-
um, og lýsir leikurinn sam-
skiptum hans við unga
stúlku, er hann hefur sér til
afþreyingar.
(Nordvision — Danska sjón-
varpið)
23.05 Ðagskrárlok
L4UG4RD4GUR
9. mars 1974
16.30 Jóga til heilsubótar
Bandarískur myndaflokkur
með kennslu f jógaæfingum.
17.00 Iþróttir
Meðal efnis eru íþróttafréttir
af ýmsu tagi og mynd úr
Ensku knattspyrnunni.
Umsjónarmaður Ómar Ragn-
arsson.
19.15 Þingvikan
Þáttur um störf Alþingis.
Umsjónarmenn Björn
Teitsson og Björn Þorsteins-
son.
19.45 Hlé
20.00 Fréttir
20.20 Veður og auglýsingar
20.25 Söngelska fjölskyldan
Bandarískur söngva- og
gamanmyndaflokkur.
Þýðandi Heba Júlíusdóttir.
20.50 Vaka
Dagskrá um bókmenntir og
listir.
21.30 Papanec
Danskur þáttur, þar sem rætt
er við bandaríska hönnuðinn
Victor Papanec, en hann er
einkum kunnur fyrir að taka
notagildi hluta fram yfir aðra
þætti.
Þýðandi Dóra Hafsteins-
dóttir.
(Nordvision — Danska sjón-
varpið)
22.00 Þau unnust með ærslum
(It’s Love I’m after)
Bandarísk gamanmynd frá
árinu 1937.
Leikstjóri Archie Mayo.
Aðalhlutverk Bette Davis,
Olivia de Havilland og Leslie
Howard.
Þýðandi Jón Thor Har-
aldsson.
Frægur leikari hefur ákveðið
að kvænast leikkonu, sem
ekki er síður fræg. En sam-
komulagið er ekki eins og
best verður á kosið, og versn-
ar þó um allan helming, þeg-
ar til sögunnar kemur ung
stúlka, sem játar leikaranum
ást sína.
23.30 Dagskrárlok
ÞAÐ mætti segja manni, að æði
margir útvarpshlustendur
muni leggja við eyrun, þegar
Jón Ásgeirsson byrjar lýsingu á
leik íslands og Danmerkur í
heimsmeistaramótinu í hand-
knattleik, sem lýst verður beint
frá Erfurt í A-Þýzkalandi á
sunnudag kl. 16.40. Landinn
hefur lengst af átt í hinum
mestu erfiðleikum um „dansk-
inn“ i handknattleik, og marg-
ur mun una vel við sigur Is-
lands í þessum leik hver sem
úrslit í öðrum leikjum liðsins
verða. Jóni Ásgeirsyni er líka
einkar lagið að-halda linunni
heitri, þegar hann lýsir hand-
knattleikskeppni á erlendri
grund, og hér verður hann
væntanlega í essinu sínu.
1 dagskrá sunnudagskvölds-
ins vekur annars athygli manns
þátturinn Lao-tse og Daoism-
inn, sem þeir Páll Heiðar og
Dagur Þorleifsson kokka í sam-
einingu. Margur man eftir þátt-
um þeirra félaga um þjóðarleið-
Dagur Þorleifsson.
toga síðari heimsstyrjaldarinn-
ar fyrir fáeinum árum, sem var
hið áheyrilegasta efni. Dagur
tjáði okkur, að þessi þáttur yrði
með svipuðu sniði, en hann er
raunar hinn fyrri af tveimur,
þar sem kynntir er tveir megin-
straumar kínverskrar trúspeki
— Daoisminn og Konfúsíusism-
inn. Verkaskiptingin milli
þeirra Páls og Dags er þannig,
að Páll setur þáttinn saman, en
Dagur semur og les ásamt Hirti
Pálssyni og Vilborgu Dag-
bjartsdóttur. Inn í lesturinn er
svo skeytt fornri kinverskri
tónlist.
Trúspeki Lao-Tse er ekki
með öllu framandi fyrir hér-
lenda. Hennar gætir nokkuð í
íslenzkum bókmenntum, því
vitað er, að bæði Þörbergur og
Laxness höfðu mikið yndi af
Daoisma um tima og eimir enn
eftir af honum hjá hinum síðar-
ÝMISLEGT bitastætt mátti finna i
sjónvarpinu i siðustu viku, en
minnisstæðastar verða þó tveir
heimildamyndir — önnur um
brezka njósnarann Philby, hin um
baráttuna gegn krabbameini i
Bandarikjunum.
Myndin um Philby var gerð af
hugkvæmni og itarleg, fyrst og
fremst frábær blaðamennska.
Hinn langi ferill hans var rakinn
af slikri nákvæmni, að
manni fannst nánast ekk-
ert smáatriði hafa þar orðið
út undan. Augljóst var, að
skortur á myndefni hefur verið
helzta vandamálið, sem aðstand-
endur myndarinnar áttu við að
glima, en ekki verður annað séð
en þeir hafi leyst það með sóma.
Filmubútarnir,' er sonur Philbys
kom með frá Sovétrikjunum af
föður sinum, hafa lika verið hrein-
asti hvalreki, og athyglisvert
hversu vel tókst að skeyta þessa
búta inn i frásögnina — aftur og
aftur — án þess að einhæft yrði.
Þá var einnig verulegur akkur i
samtölunum við fulltrúa brezku og
bandarisku leyniþjónustunnar,
sem störfuðu með Philby á sinurri
tima, og fróðlegt að kynnast því
nefnda. Samkvæmt goðsögunni
var upphafsmaður Daoismans
(Dagur kallar hann jafnan því
nafni, aðrir segja Taoismi) —
Lao Tse, samtimamaður
Konfúsíusar, en nokkrum árum
eldri, og Konfúsíus á að hafa
látizt 479 fyrir Krist. Lao Tse er
sagður höfundur Bókarinnar
um veginn, sem er stutt spak-
mælasafn og þar er að finna
grundvallarkenningar Daoism-
ans. Það er í .gegnum þetta
spakmælasafn að kenningar
Lao Tse bárust alla leið hingað
til íslands, því að hér muii Bók-
in um veginn vera til i tveimur
ef ekki þremur þýðingum.
„Lao-Tse og Daoisminn hafa
verið i töluverðri tízku hér á
Vesturlöndum upp ásíðkastið,”
sagði Dagur. „I þessum þætti
tökum við fjölda tilvitnana úr
Tao te Ching (Bókinni um veg-
inn), drögum fram samanburð
úr öðrum trúarbrögðum og lýs-
um helztu áhrifum, sem hann
hefur haft á nútimann. Þau
lýsa sér ekki hvað sízt i gegnum
Zenismann, sem orðið hefur
geysi vinsæll i Bandarikjunum,
já og á sér orðið töluverða hefð
t.d. í Kaliforníu og þar í
kring. „Til frekari skýringa má
geta þess, að Zenismi er eins
konar sambland af Daoisma og
Búddisma, og á traustastar ræt-
ur i Japan, en hér á Vesturlönd-
um náði hann fyrst verulegri
fótfestu í röðum beatnikkanna
og nú síðar meðal hippa.
Eins og fyrr segir munu þeir
Páll og Dagur siðar taka fyrir
Konfúsíus og kenningar hans.
Dagur tók það fram, að þegar sá
þáttur var gerður hafi menn-
ingarbyltingin nýrri i Kina
ekki verið farin að beina eins
ákveðið spjótum sínum gegn
Konfúsíusi, sem nú á síðustu
vikum og mánuðum er orðinn
tákn alls hins illa þar i landi.
Nú litur út fyrir, að anno
1974 ætli að verða ár konunnar
hjá útvarpinu. Fyrir fáeinum
dögum þótti það tíðindum sæta,
að kona var ráðin til að lesa
Passíusálma séra Hallgríms. Til
að kóróna þetta hefur svo verið
ákveðið, að kona hefji lestur
fornsögu í útvarpinu ámiðviku-
dagskvöld. Konan er Silja Aðal-
steinsdóttir og sagan, sem hún
les, er Gísla saga Súrssonar.
„Jú, ég fékk að velja söguna
sjálf,“sagði Silja í stuttu spjalli
við okkur. „Aðdragandinn að
því, að ég valdi mér hana, var
sá, að ég skrifaði um hana rit-
gerð til kandídatsprófs i fyrra-
vor og kynntist henni æði vel
fyrir bragðið. Þá uppgötvaði ég,
að hún er bæði aðgengileg,
skemmtileg, já, og talsvert
spennandi saga,' og mér fannst
hún hafa verið sett dálítið hjá i
samanburði við ýmsar aðrar sög
hversu ólíkar þessar stofnanir eru
að uppbyggingu þrátt fyrir allt.
Helzt saknaði maður þess að fá
ekki meira að vita um „heila"
þann I KGB, sem átti heiðurinn að
þvi að planta Philby og félögum
hans tveimur svo eftirminnilega
innan brezku leyniþjónustunnar.
Það var sennitega eins gott fyrir
Vesturlönd, að Stalin karlinn sá
fljótlega fyrir honum.
Bandaríska myndin um barátt-
una gegn krabbameini vestan hafs
var einnig sérlega vel unnin —
bæði að formi og innihaldi. Hér
kom fram gnótt upplýsinga um
stöðu krabbameinsrannsókna og
lækninga á okkar tlmum, og ýmis-
legt var þar að finna, sem manni
hefur ekki verið Ijóst hingað til. Til
að mynda hversu læknum þar
vestra hefur miðað vel áfram i
lækningu Hodkins-meinsins.
Samt sem áður var þess dyggilega
gætt i allri myndinni að vekja ekki
of mikla bjartsýni um að siguryfir
krabbameini væri á næsta leiti.
Þá fór heldur ekki hjá því, að
myndin vekti mann til umhugsun-
ar um það hversu stórþjóðirnar
standa miklum mun betur að vigi
en smáþjóðirnar i þessari baráttu
Eugene O’Neill — síðasti hluti
trílðgíu hans er á dagskrá á
fimmtudagskvöld.
ur, eins og t.d. Njálu, sem alltaf
er verið að lesa. Gísla saga er
nefnilega á ýmsan hátt sérstæð
fornsaga-----hún er Sálfræði-
leg skáldsaga, þar sem segir
mun meira af líðan og tilfinn-
ingum söguhetjunnar en titt er
i öðrum fornsögum okkar. Hún
er lika bæði ljóðræn og falleg,
og þó að drepinn sé maður á
hverri siðu breytir það engu
þar um.“
Silja taldi það lfka mikið
framfaraspor, að núna væri
loksins valin góð og gild íslend-
ingasaga sem útvarpssaga.
„Hér áður fyrr var þetta sér-
stakur dagskrárliður í útvarpi,
sem hét Lestur úr fornsögum.
Annálaðir íslenzkufræðingar
voru þá gjarnan fengnir til að
lesa sögurnar og mér er ekki
grunlaust um, að það hafi haft
fráhrindandi áhrif á einhverja
útvarpshlustendur, þeir hafi
hugsað sem svo, að slíkur lestur
væri ekki neitt fyrir þá. Hins
vegar held ég, að Gísla saga
hafi einmitt flesta kosti góðrar
útvarpssögu — hér finnum við
örlagaþrungna atburði, ástir og
hatur og siðast en ekki sizt stig-
vaxandi spennu.”
Silja játti þvi, að sér þætti
fáránlegt, að ekki skyldi fyrr
hafa verið fengin kona til að
lesa úr fornsögunum í útvarpið
en kvaðst viss um, að því ylli
ekki visvitandi vantraust for-
ráðamanna útvarpsins á hæfni
kvenna til upplestrar á þessu
efni heldur hlyti hér að vera
um athugunarleysi að ræða. En
hvað sem athugunarleysinu lið-
ur, er hitt eins víst, að konan
sækir nú fram á öllum vígstöðv-
um og virkin falla eitt af öðru.
Að síðustu skal aðeins vakin
athygli á þvi, að á fimmtudags-
kvöld er á dagskrá siðasti hluti
i trílógiu Eugene O’Neill —
Eigi má sköpum renna.
— með þvi að geta leyft sér að
virkja færustu sérfræðinga á
hverju sviði og beint kröftum
þeirra i einn farveg. Eins kom hér
glöggt fram hversu munurinn á
rannsóknaraðstöðu er hróplega
mikill, en það er einmitt á rann-
sóknarstofunum. sem stærstu
sigrarnir hafa unnizt að undan-
förnu. Hitt er þó huggun, að bar-
áttan gegn krabbameininu er haf-
in yfir öll landamæri. stjórnmála-
erjur og hugmyndafræðilegar deil
ur, og vissulega munu smáþjóðirn-
ar njóta þess verks, sem nú er
unnið á þessu sviði hjá stórþjóð-
unum.
Kvikmyndin á laugardagskvöld
sýndi manni svart á hvítu hversu
misjafnlega kvikmyndirnar stand-
ast timans tönn. Apartment þótti
á sínum tima „öðru vísi" kvik-
mynd, þvi að mórallinn í henni var
talsvert frábrugðin þvi, sem þá
rikti innan amerisku kvikmyndar-
innar. Siðan eru liðin mörg ár og
margar kvikmyndir hafa siðan
gengið mun lengra en Apartment,
svo að á skjánum 1974 varð
Apartment ósköp yfirborðskennd
og fremur tilþrifalitil kvikmynd.
GLUGG