Morgunblaðið - 01.03.1974, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1974
Valdimar Kristinsson:
Borgir og
bgggðajafnvœgi
Kortið sýnir kerfi borga og bæja og helztu þjónustutengsi, sem
rætt er um f greininni.
Leggja þyrfti bundið slitiag á allan hringveginn og helztu hiiðar-
vegi fyrir aidamót.
1 SlÐASTA hefti Fjármálatfð-
inda birtist grein eftir Vaidimar
Kristinsson undir yfirskriftinni
hér að ofan. En undirfyrirsögnin
hljóðar svo: „Efiing Akureyrar
og myndun borgar á Austurlandi
er, ásamt lagningu góðs hringveg-
ar, lykillinn að gróskumiki lli
byggð í öllum landsfjórðungum.“
Greinin er skrifuð f tilefni þess,
að tíu ár eru liðin sfðan Valdimar
birti grein sína um „þróunar-
svæði á Islandi“, en hún vakti
mikla athygli á sfnum tfma. Er
þróun sfðasta áratugar lyst f þess-
um efnum og ákveðnar hugmynd-
ir markaðar en fyrr.
Morgunblaðinu þykir rétt að
gefa sem flestum kost á að kynn-
ast efni greinarinnar og birtirþvf
hér stuttan útdrátt úr henni.
Brejdingarnar á byggðinni síð-
ustu 10 árin hafa orðið þær helst-
ar, að á höfuðborgarsvæðinu
bjuggu tæplega 51% þjóðarinnar
1962, en tæplega 54% 1972. Þetta
er minni hlutfallsleg aukning
heldur en áratugina á undan, en
mundi þó með svipuðu áfram-
haldi leiða til þess, að á höfuð-
borgarsvæðinu byggju nær tveir
þriðju hlutar þjóðarinnar um
næstu aldamót. Þróunin er því öll
á sama veg og hún hefur verið
áður.
Að einu leyti hafa forsendur
breyst verulega frá því, sem var
fyrir 10 árum. Þá var talað um, að
landsbúar yrðu sennilega
360—380 þús. um næstu aldamót,
en nú er talað um 310—330 þús.
Þarna gæti munað hvorki meira
né minna en heilli borg eða stór-
um borgarhluta á höfuðborgar-
svæðinu.
Nú búa 113 þús. manns i
Reykjavík og nágrenni, en 210
þús. á öllu landinu; það er tæp
100 þús. utan höfuðborgarsvæðis-
ins, og er vel hugsanlegt, að sú
tala hækki lítið næstu 20—30 ár-
in. Samkvæmt því gætu íbúarnir
á höfuðborgarsvæðinu orðið 200
þús. um aldamóf, og yrðu þá eðli-
leg ibúðarsvæði líklega fullbyggð
frá Hafnarfirði að hlíðum Esju, ef
ekki hefði orðið meiri dreifing í
nærsveitir, eins og siðar verður að
vikið.
Byggðastefna.
Nú er það kallað „byggða-
stefna" að stuðla að „jafnvægi i
byggð landsins“. Hugtökin eru
nokkuð óljós, en í meginatriðum
skilst þó, hvað við er átt. Ljóst er,
að hingað til hefur byggðastefnan
ekki tekist í þeim skilningi, að
sifellt hallar á hinar dreifðu
byggðir, en bæirnir eflast, eink-
um við Faxaflóann. Þar með er
ekki sagt, að þessi stefna hafi að
öllu leyti mistekist. Enginn veit,
hver byggðaþróunin hefði orðið,
ef ekki hefði verið veitt fé árum
og áratugum saman til að reyna
að jafna aðstöðuna um allt land í
vegamálum, símamálum, orku-
málum; með skólabyggingum á
afskekktum stöðum, jöfnunar-
verði á bensíni og þannig mætti
lengi telja. Ef allur þessi kostnað-
ur væri gerður upp og þjóðhags-
legi hagnaðurinn á móti, má vel
vera, að stefnan hafi að nokkru
leyti brugðist. En þá yrði sagt, að
mannlegi þátturinn mundi vega
þarna vel upp á móti. Fólk mætti
búa, þar sem það vildi, og ætti
kröfu á hendur þjóðfélaginu um
góða þjónustu. Um þetta sjónar-
mið má að sjálfsögðu deila, en um
hitt verður ekki deilt, að góða
þjónustu er ekki hægt að veita á
erfiðum og afskekktum stöðum,
og það jafnvel ekki þótt peningar
væru engin hindrun.
1 þeim tilfellum, þar sem ekki
er hægt að flytja viðunandi þjón-
ustu til fólksins, verður að flytja
fólkið til þjónustunnar. Ekki er
hægt að gera kröfur um það, sem
enginn mannlegur máttur fær við
ráðið, en á hinn bóginn væri ekki
óeðlilegt, að hið opinbera keypti
eignir af því fólki, sem getur ekki
fengið sómasamlegt verð fyrir
jarðir sínar og hús, tilþess að það
hafi ráð á að koma sér fyrir á
hagstæðari stöðum. Um mikil-
væga stefnubreytingu af þessu
tagi mætti ekki ríkja algjört
handahóf, þannig þyrfti að af-
marka þau svæði um allt land, þar
sem ekki verður séð fram á, að
koma megi á viðunandi þjónustu,
og láta fólkið þar ganga fyrir um
aðstoð til flutninga.
Oft er á það bent, hve tilteknir
litiir staðir leggi mikið til gjald-
eyrisöflunar þjóðarbúsins, þótt
ýmis aðstaða hjá þeim sé oft hin
erfiðasta. Þessi dæmi eru án efa
yfirleitt rétt, þó að jafnframt ætti
einnig að taka tillit til kostnað-
arins, eins og áður segir, og hafa í
huga, að gjaldeyrisöflun er ekki
einasta markmið þjóðfélagsstarf-
seminnar. En það er önnur hlið á
þessu máli, sem sjaldan eða aldrei
er talað um. Getur þjóðfélagið
ætlasttil, að fólk búi við margvis-
legt aðstöðu- og öryggisleysi, sem
óviðunandi þykir nú til dags, bara
af því að það aflar mikils gjald-
eyris? Talað er um „peninga-
sjónarmið“ með lítilsvirðingu af
minna tilefni. Þegar ekki er hægt
að bæta aðstöðuna og öryggið, svo
að viðunandi megi teljast, verður
þá ekki að draga byggðina nokkuð
saman, jafnvel þótt það kosti eitt-
hvað minni gjaldeyri? Svo þarf þó
alls ekki að vera, svo sem sjá má
af framlagi Vestmannaeyinga til
þjóðarbúsins.
Stjórnmálabaráttan og
,Jireppapólitíkin“ hafa oft mjög
slæm áhrif á byggðamálin. Þetta
er að mörgu leyti skiljanlegt, en
er engu að síður jafnalvarlegt fyr-
ir því. Árangursrík byggðastefna
hlýtur að mismuna stöðum, velja
liklegustu vaxtarpunktana og
stuðla svo að eflingu þeirra, að
þeir taki að vaxa að mestu af
sjálfum sér. Þannig myndast
kjarnar, sem geta bætt aðstöðu
heilla héraða og landshluta,' og
mótvægi myndast við aðdráttarafl
annars staðar frá.
Um síðustu aldamót fór Reykja-
vfk að taka við aðflutningi þeirra,
sem vildu ekki una við einhæfni
íslenskra sveita og sjávarþorpa og
höfðu áður farið til Kaupmanna-
hafnar eða Ameríku. Æ síðan hef-
ur Reykjavík gegnt þessu hlut-
verki fyrir allt landið, nema hvað
segja má að Akureyri hafi haft
svipuð áhrif i Eyjafirði og að
nokkru leyti víðar um Norður-,
land. Áhrif minni bæja úti á landi
í þessu sambandi eru auðvitað
nokkurs viðri, en eru þó hverf-
andi, eins og sjá má af því meðal
annars, að allir kaupstaðir lands-
ins, sjö að tölu, utan Suðurlands
(og Akureyrar) hafa samtals að-
eins litlu fleiri ibúa en Akureyri
ein, þótt hún hafi svo aðeins íbúa-
fjölda á við tiunda hluta höfuð-
borgarsvæðisins.
Þegar nú íbúar og framámenn á
hverjum stað ásamt með stjórn-
málamönnum allra flokka í við-
komandi héraði leggjast á eitt um
að dreifa fjármagninu og aðstöð-
unni nokkuð jafnt yfir allt svæð-
ið, verður afleiðingin sú, sem hér
hefur blasað við í hálfa öld, að
ekkert raunverulegt mótvægi
skapast á móti höfuðborginni.
Mikil árangur næst sjaldan án
fórna og það, sem hér þarf að
„fórna“, er að leyfa einum bæ í
hverjum landshluta að vaxa langt
fram úr öðrum. Þá er þjónustan
komin og fjölbreytni atvinnulifs-
ins orðin slík, að ekki er allt leng-
ur háð Reykjavik eins og áður, og
landshlutinn og landið í heild efl-
ist að sama skapi. Það þarf víð-
sýni fjölda fólks og stjórnmálaleg-
an kjark til að leysa þennan
vanda, en taki ekki nægjanlega
margir og öflugir aðilar að sér
forystuna, þá verður „byggða-
stefna“ á íslandi sama kákið út
öldina, eins og hún hefur verið til
þessa.
Vegamál.
Þéttbýlið og varanleg vegagerð
styðja hvort annað. Vegirnir efla
þjónustukjarnana og gera fólki i
heilum landshlutum fært að not-
færa sér aðstöðuna, sem þeir
skapa.
Með varanlegri vegagerð, og
væntanlega með henni einni, er
hægt að jafna aðstöðuna verulega
milli flestra landshluta.
Spítalar, skólar og félagsheimili
nýtast þá fyrir stærri svæði en
áður, og sama er að segja um
flesta aðra þjónustu. Fjarlægðin i
kólómetrum skiptir ekki höfuð-
máli, heldur sá timi, sem fer í að
komast á áfangastað. Þeir, sem
geta komist á einum til tveimur
tímum eftir góðum vegi til góðs
þjónustukjarna, verða að teljast
vel settir, og reyndar að jafnaði
því betur sem fefðin er styttri. En
nú er fámennið hér slíkt, að hver
sem þróunin verður í þessum mál-
um úti á landi í fyrirsjáanlegri
framtíð, er hætt við, að sér-
hæfðustu þjónustu verði aðeins
að finna í Reykjavík og nágrenni.
Flugsamgöngur hafa að visu mik-
ið bætt úr fyrir nokkrum stöðum,
en þær geta aldrei komið í staðinn
fyrir gott vegakerfi nema að
nokkru leyti, eihs og Vestmanna-
eyingar geta manna best borið
vitni um. Góður hringvegur um
landið mun einmitt gjörbreyta
allri aðstöðu og gera það byggi-
legt í nýjum skilningi. Þegar var-
anleg vegagerð hefur náð hring-
inn, mun flest fólk verða í mesta
lagi dagleið í bíl frá öðrum lands-
hlutum, og milli helstu byggða-
kjarnana verður aðeins fárra
klukkustunda þægileg ferð, svo
sem um 6 tímar milli Reykjavíkur
og Akureyrar og innan við 4 tímar
milli Akureyrar ogEgilsstaða.
Hvers vegna áhyggjuefni?
Þótt margir hafi áhyggjur af
byggðaþróuninni i landinu, hafa
ekki allir slíkar áhyggjur, og þeir
geta með réttu bent á ,að Reykja-
vík sé ekki stórborg á alþjóðlegan
mælikvarða. Höfuðborgarsvæðið
er aðeins stórt á íslenskan mæli-
kvarða, en eins og drepið hefur
verið á hér að framan, fara kost-
irnir við áframhaldandi stækkun
þess smám saman minnkandi,
jafnfram því sem ókostirnir fara
vaxandi. Þessir ókostir geta birst i
margvíslegum myndum, svo sem í
samgöngumálum og umgengnis-
háttum. Eru það ekki í rauninni
fáir, sem mundu vilja sjá höfuð-
borgarbyggðina flæða yfir alla
Mosfellssveit og Kjalarneshrepp
þegar á næstu áratugum? Þróun-
in til „borgrikis" samræmist held-
ur ekki ásetningnum um að halda
uppi sjálfstæðu þjóðfélagi á 103
þús. fekólómetra Iandi.
Til þess að nýta landið og fá
fram eðlilega samkeppni, þarf að
vera öflug byggð f öllum lands-
hlutum, en þar með er ekki sagt,
að byggja þurfi útnes og afdali,
frekar en þurft hefur að byggja
miðju landsins og annað hálendi,
tilþess að allt byggilegt land væri
í byggð. Aðstæðurnar hafa aðeins
breyst. Sumt það, sem áður var
kallað byggilegt, erþað ekki leng-
ur miðað við nútíma kröfur og
þægindi. Því fyrr sem skilningur
á þessari staðreynd eykst.þvi fyrr
verða byggðamálin tekin raun-
hæfum tökum á Iandi hér.
En að fleiru ber að hyggja. Við
lifum í vályndri veröld og á
kenjóttu landi. Aldrei hefur verið
talið hyggilegt að láta öll eða nær
öli sín egg í eina körfu. Á þennan
hátt skapar ör stækkun Reykja-
vikur og nágrennis þjóðfélaginu
einnig ákveðna hættu. Eru örlög
Vestmannaeyja nærtækasta dæm-
ið þar um.
Eldfjallasvæði landsins liggur
fyrst og fremst frá suðvestri og
suðri til norðausturs. Sjálf
Reykjavík liggur að vísu rétt utan
við þetta svæði, en ekki er þaðan
langt í Hafnarfjarðarhraun eða
Rauðhólana. Af þessum ástæðum
gæti verið varlegra að byggja
meira tii norðurs, en minna á
hraunum og í lægðum, sem liggja
frá gömlum eldstöðvum.
Jarðskjálftar eru önnur hætta,
sem varla hefur verið gefinn
gaumur sem skyldi. Mjög erfitt
mun að átta sig á, um hve mikla
hættu er að ræða i þessu sam-
bandi, auk þess sem staðbundin
atriði geta ráðið miklu i hverju
tilviki. Ljóst mun þó, að á Vest-
fjörðum og á Austfjörðum er
þessi hætta langminnst hérlendis,
en liklega mest fyrir miðju Norð-
urlandi og á Suðsuðvesturlandi.
Akureyri er þó utan við mesta
áhættusvæðið og Reykjavík
væntanlega líka. En í þessum ef n-
um hefur áhætta þjóðarinnar
aukist, þar sem mjög hefur fjölg-
að á hættumeiri svæðum, en
fækkað á hinum. Eitt af því, sem
mælir með stórvirkjunum á
Austurlandi og uppbyggingu iðn-
aðar og þéttbýlis í þvi sambandi,
er einmitt dreifing jarðskjálfta-
áhættunnar.
Fleirí sérstakar hættur geta
steðjað að, svo sem styrjaldar-
átök, sem mæla með dreifingu
byggðar. En ný stórstyrjöld yrði
mannkyni ef til vill slik ragnar-
rök, að ekki þyrfti um að binda.
Vaxtarskilyrði landshlutanna.
Akureyri er einni staðurinn
utan höfuðborgarsvæðisins, sem
hefur fjölbreytt atvinnulíf og
þjónustu. Þar hefur verið lagður
margvíslegur starfsgrundvöllur,
svo sem með léttum iðnaði, sem
auðvelt er að bæta við, ef fólkinu
fjölgar og önnur aðstaða batnar.
Þróunin þarna stefnir í rétta átt,
en fólksfjölgunin á Akureyri og í
nærliggjandi héruðum er of hæg,
til þess að verulegt mótvægi skap-
ist á móti Suðvesturlandi. Áþessu
þyrfti vissulega að verða breyt-
ing, og hefur þótt einna líklegast
tilárangurs að efnatil stóriðjuá.
svæðinu og þá helst f nágrenni
Akureyrar, til þess að aðalkjarn-
inn geti náð hagkvæmnisstærð lít-
illar borgar. Þróun orkumála á
Norðurlandi síðustu misserin eyk-
ur ekki bjartsýni i þessum efnum.
Langlinur frá Þjórsá og siðan
hugsanlega frá Austurlandi geta
aldrei að fullu veitt sama öryggi
og orkuver i nærsveitum. Þó er
vel hugsanlegt að tengja þetta allt
saman og hefja stóriðju. Mundi
það mjög stuðla að því, að hægt
yrði að efla svo Akureyri og
styrkja nágrannahéruðin, að þar
yrði einn helsti vaxtarpunktur
þjóðfélagsins. Á miðhluta Norð-
urlands, frá Skagafirði að Skjálf-
anda, búa nú samtals yfir 25 þús.
manns. Ef Akureyri næði 30 þús.
fbúa markinu og aðrir bæir i
nágrenninu efldust um leið, gæti
heildarmannfjöldinn þama náð
um 50 þúsundum um aldamót.
Austurlandi svipar á margan
hátt tii Vestfjarða, og þróunín i
þessum landshlutum hefur orðið
lík fram til þessa, en þó er veiga-
mikill mismunur aðstæðna á
nokkrum sviðum, sem kann að
skipta miklu í framtíðinni.
Fljótsdalshérað er mjög aðlað-
andi landsvæði og gott til búsetu.
Þar eru Egilsstaðir í örum vexti,
enda eru þeir samgöngumiðstöð
fjarðanna á landi og fyrir flutn-
inga í lofti.
Opnun hringvegarins mun hafa
sérstaka þýðingu fyrir Austur-
land. Allir flutningar til og frá
Reykjavik verða mun auðveldari
og þessi landshluti kemst í þjóð-
braut sem aldrei fyrr. Að vísu
þyrfti að krækja fyrir Lónsheiði
Og fleiri vegabætur þarf að gera,
sem væntanlega fylgja í kjölfar
Framhald á bls. 27.