Morgunblaðið - 01.03.1974, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1974
Grímur S. Norðdahl:
SEINN TIL SVARS
Eftirfarandi bréf er ritað haust-
ið 1972, en, eins og segir í þvt,
geymt þar til ég hafði aflað mér
fullra heimilda um þau atriði,
sem eignarréttinn varða
Á síðasta sumri sendi égþað til
formanns Búnaðarféiags Islands.
Eg hefi ekkert svar fengið og veit
ekki til, að það hafi nokkurs
staðar komið fram og er þetta þó
mál, sem varðar flesta bændur
landsins, og það vill svo til, að í
þessu bréfi eru sterk rök gegn
gerræðafullu og illa unnu jarða-
lagafrumvarpi, sem nú liggur fyr-
ir Alþingi.
Hr. formaður,
samkvæmt stuttu tamtali síð-
asta haust og ábendingu um, að
rétt væri, að ég sendi Búnaðarfé-
lagi íslands línu um hina furðu-
legu lífsreynslu mína við að
endurreisa búskap á Ulfarsfelli i
Mosfellssveit.
Þar er ég fæddur og uppalinn
og dvaldist til þritugs, þar af 6
síðustu árin sem fyrirvinna heim-
ilisins.
Slikt uppeldi gefur raunhæfa
þekkingu í íslenzkum búskap.
Sem fullorðinn og fjárráða maður
kaupi ég jörðina ásamt bróður
mínum, sem þar bjó. Síðar urðum
við ásáttir um að skipta jörðinni
milli okkar til helminga. Okkur til
aðstoðar við það voru þeir Svein-
björn Jónsson hrl. og Pálmi
Einarsson þáverandi landnáms-
stjóri, sem annaðist skipti lands-
ins af mikilli samvizkusemi.
Meðal annars tók hann fullt til-
lit til aðstöðu til sumarbústaða-
landa, sem eru jarðarhlunnindi.
Þá varð og að samkomulagi, að
bróðir minn fengi hús öll, en ég
þeim mun meira af landi. Að vísu
var ég nokkuð tregur til að skipta
á mínum hluta í húsunum og
landi, en gat ekki mótmælt rökum
aðstoðarmanna okkar, að ég fengi
minn hluta af sameiginlegu verð-
mæti jarðarinnar og ef ég ein-
hvern tima vildi byggja eða búa á
mínum hluta, þá væru þarna
verðmæti, sem ég gæti ráðstafað
eins og mér bezt hentaði.
Allt þetta gerði ég sem full-
veðja maður og fjár míns ráðandi.
Síðar var þessi réttur tekinn af
mér og mér meinað að selja land,
sem ég gat án verið, og þar með
líka meinað að eignast ræktun,
tæki og hús, sem ég gat ekki án
verið, hvað hafði hinar alvarleg-
ustu afleiðingar.
í rauninni er þetta hið sama og
taka af manni fjárforræði. Eftir
20 ára dvöl i kaupstað átti ég litla
íbúð og jarðarhluta minn skuld-
lausan. Þá var það ráð tekið að
flytjast að Ulfarsfelli, jörðin
hafði verið i eyði i 4 ár og mikill
áhugi barna minná að flytjast i
sveit. Við hjónin vissum, að þetta
yrði erfitt verk, en I fjárhagslega
tvísýnu lögðum við ekki. Árið
1961 hóf ég búskap á Ulfarsfelli,
keypti húsin og nokkuð af túni og
landi, sem tilheyrði hinum hlut-
anum.
Auðvitað varð ég að selja ibúð-
ina og nokkuð. af landi til að kosta
ræktun og aðrar nauðsynlegar
framkvæmdir. Þetta er lffsins
saga „býlin sneidd og aukiri'. Það
er ekki hlutverk stjórnvalda að
grípa hér inn I með valdníðslu og
þjösnaskap. Árið 1967 hafði ég
þrefaldað túnin, taldi mig búinn
að yfirstíga byrjunarörðug-
leikana og stóð í nokkuð fjárfrek-
um framkvæmdum. Þá tók
hreppsnefndin að beita ströngu
byggingabanni, samkvæmt ný-
legum „skipulagslögum". Það
verkaði þannig, að umsamin kaup
gengu til baka, en ég sat eftir með
skuldimar, t.d. varð ég að fá
framlengingu á áburðarvíxli í
Búnaðarbanka, sem ég hafði ætíð
greitt á umsömdum tíma, sem
verkaði þannig, að vorið 1968 gat
ég ekki.fengið vixil til áburðar-
kaupa. Áfleiðingin varð sú, að ég
gat ekki borið á nema 3/5 af
túnunum og allt of seint.
önnur dráttarvélin varð ekki
endurnýjuð, sem sagt mér voru
gerðir fjárhagsörðugleikar.
Minnkandi hey — minnkandi bú-
stofn — minnkandi tekjur — þar
með stöðvun á ræktun og öðrum
framkvæmdum. „Þú værirlfklega
betur staddur nú með súrheys-
turn og súgþurrkun en þótt þú
eigir mýrarsund eða móabörð,"
sagði landnámsstjóri við mig í
óþurrkunum 1969.
Árið 1971 seldi ég það, sem
eftir var af kúastofninum, 8 kýr
(18 hafði ég flutt með mér í sveit-
ina) og þá voru þær taldar sem
atvinnutekjur af skattayfirvöld-
um. Er nokkurrí stétt annarri en
bændum reiknað til atvinnutekna
sala lausafjár? Nú má segja, að
ekki skipti miklu máli þótt búand-
karli sé troðið um tær, en fleiri
hafa fundið fyrir því en ég.
Á svæðinu milli Bláfjalla.og
Esju hafa verið bönnuð fjárhús,
hesthús, hænsnahús, verkfæra-
hús o.s.frv., o.s.frv., svona til að
sýna, hver valdið hafl Sér þó
hver heilvita maður, að langt
verður þar til borg byggist yfir
það land. En hér hafa skaðvæn-
legir og skuggalegir hlutir gerzt.
Ingólfur Arnarson nam land
eins og öllum er kunnugt og bjó i
Reykjavík. Þá var ísland ekki
talið réttarfarsríki, en réttarfars-
reglur voru fluttar út hingað, sem
og annar menningararfur kyn-
stofnsins. Eignarrétti Ingólfs
fylgdi ekki aðeins að mega gefa
eða selja af Iandnáminu, heldur
einnig að mega rista torf og reisa
hús, beita og slá og yfirleitt not-
færa sér eignina eins og hver og
einn hafði vit og vilja til.
Eignarréttur er samnefnari
allra þessara réttinda. Hann er
grundvöllur laga og þar með þjóð-
Iífsins. Hann er lýstur friðhelgur
i stjórnarskránni og hann má ekki
skerða nema almennings heill
krefji, enda komi fullt verð fyrir.
Nú hefirþessi réttur verið mjög
skertur með skipulagslögunum
frá 1964, án þess að almennings
heill krefji eða nokkuð verð komi
fyrir.
HVERNIG IVIA ÞAÐ GERAST?
Hér lagði ég frá mér pennann
og þar með komst bréfið ekki í
réttar hendur fyrir siðasta
búnaðarþing. Sá, að hér var ég
kominn út á hálan ís að fara að
Framhald á bis. 43
Námslán og dreifbýlisstyrkur
Stjórnandi: Karsten And-
ersen Q Einleikari: Björn
Ólafsson Q Beethoven:
FiSlukonsert í D-dúr Q
Cæsar Franck: Sinfónía í
d-moll
Stór
stund
Það var stór stund og viðburð-
ur, sem fjölmiðlar hefðu mátt
gefa meiri gaum, er Björn Ölafs-
son, fyrrverandi konsertmeistari,
flutti fiðlukonsert Beethovens.
Þeim,sem fylgzt hafa með þróun
tónlistar hérlendis, var þetta
meira en venjulegir tónleikar, því
Björn hefur öðrum fremur lagt
hortistein þann, er íslenzkt tón-
listarlíf hvílir á. Þá er ekki síður
mikilvæg sú staðreynd á hvern
hátt búið hefur verið að einleik-
urum okkar og virðist engan
varða hvort þeim eru búin þau
skilyrði, að hæfileikar þeirra
megi þroskast þjóðinni til gagns
og gleði. Það er ekki ofsögum
sagt, að Björn hafi fórnað sér
fyrir þá hugsjón, að þjóðin yrði
læs á mál tónanna, með kennslu
og hljómleikahaldi síðastliðin 35
ár. Það var auðfundið á leik
hljómsveitarinnar, að þetta var
þeim stór stund og áheyrendur
þökkuðu Birni, ekki aðeins fyrir
góðan leik, heldur einnig starf
hans í þágu íslenzkrar tónmenn-
ingar. Það kenndi nokkurs
óstyrks í leik hans, sem ef til vill
stafar af því hve langt er liðið
síðan hann hefur leikið opinber-
lega, eða því sem næst 6 ár. Þrátt
fyrir það brá víða fyrir stórfögr-
um leik, eins og til dæmis í hæga
kaflanum. Á efra sviði fiðlunnar
var tónninn hreinn og fagur og
minnti mann á draum Björns, að
fullkomna sig í list sinni og leika
fyrir þjóðir. Vonandi sér Björn
draum sinn rætast i nemendum
Tðnllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
sínum og það er ekki minna um
vert, en að sigra sjálfur. Sam-
kvæmt áætlaðri efnisskrá Sin-
fónfuhljómsveitarinnar átti að
frumflytja hljómsveítarverk eftir
Leif Þórarinsson, Ljómur, sem
því miður féll niður án þess að
ástæður væru tilgreindar.
Sinfónían í d-moll eftir Cæsar
Franck er fagurt og erfitt verk í
flutningi. Það verð ég að segja, að
sjaldan hef ég hrifizt eins af leik
hljómsveitarinnar. Víða brá fyrir
snilldarleik eins og til dæmis i
unison-samleik horns og klari-
netts. Þá var öll mótun verksins
afar vel útfærð og er mér ekki
grunlaust um, að sérlega vel hafi
verið æft. Það sýnir, að hljóm-
sveitin getur gert vel, þegar vel
og samvizkusamlega er unnið og
stjórnanda er meira í mun að Iaða
fram fagurt og glæsilegt tónmál,
en að sýna sjálfan sig.
Jón Asgeirsson.
Grenivík, 13. febrúar.
ÞAR kom, að vetur karlinn gerði
okkur grikk svo um munaði. A
laugardaginn, þegar menn voru
sem óðast að búa sig undir þorra-
blótið, sem halda átti um kvöldið,
brast hann á með stórhrið. Á
sunnudaginn var hið versta veð-
ur, en á mánudag virtist ætla að
stytta upp og var komið allgott
veður upp úr hádegi. En Adam
var ekki lengi í Paradis frekar en
fyrri daginn, og þegar leið á
kvöldið brast hann á með bleytu-
hrið og norðaustan hvassviðri. A
tólfta timanum fór rafmagnið og
símasambandslaust varð stuttu
síðar. Á þriðjudagsmorgun, þ.e. í
gær, var vitlaust veður og þeir
fáu, sem hættu sér út fyrir dyr,
sáu ekki einu sinni niður á tærnar
á sér. En eftir því sem leið á
daginn fór meira að rofa til og þá
þóttust menn sjá, að ekki væri allt
með felldu með rafmagns- og
simalínur. Fyrstu verulegar frétt-
ir af því heyrðum við raunar í
útvarpinu í morgun eftir rafveitu-
starfsmönnum, sem komu hér út
eftir í gærkvöldi til að athuga
málið. 56 staurar munu vera
brotnir milli Laufáss ogGrenivík-
ur, en sú vegalengd er um 10 km.
í dag hefur verið hér sæmileg-
asta veður og ástandið farið að
verða mönnum ljósara. Síminn er
í svipuðu ásigkomulagi og raf-
Blaðinu hafa borizt eftirfarandi
ályktanir frá Nemendaráði Stýri-
mannaskólans:
Nemendaráð Stýrimanna-
skólans ályktar að aðild
nemenda skólans að námslána-
kerfi framhaldsskóla hafi ver-
ið mikilvægur áfangasigur. Þó
vill ráðið gagnrýna, að við ákvörð-
un réttar nemenda til námsláns
skuli miðað við brúttótekjur, en
ekki nettótekjur, þ.e. tekjur að
frádregnum opinberum gjöldum
og skólakostnaði.
Jafnframt telur félagið, að
æskilegt væri að finna annað
form fyrir mat á lánshæfni nema,
þar sem ákveðið tekjumark verði
ekki til að firra þá rétti sínum til
námsláns. Það er álit ráðsins, að
núverandi reglur hafi orðið til að
fá nemendur til að hætta vinnu,
þegar tekjuhámarki hafi verið
náð, til að firra sig ekki rétti til
námsláns. Hlýtur því núgildandi
kerfia
Jafnframt telur félagið, að
æskilegt væri að finna annað
form fyrir mat á lánshæfni nema,
þar sem ákveðið tekjumark verði
ekki tii að firra þá rétti sínum til
magnið, margir staurar brotnir,
linan slitin eða lögð niður að jörð.
T.d. er engu líkara í kringum
læknisbústaðinn en þar hafi ein-
hver risavaxin ófreskja fengið
brjálæðiskast og brotið, slitið og
snúið saman í eina bendu allt,
sem náð varð í af rafmagns- og
símalínum.
Fleira hjálpaði til með eyðilegg-
inguna en veðurofsinn einn. Mörg
snjóflóð hafa fallið hér í nágrenn-
inu, meira að segja á stöðum, þar
sem engin dæmi eru um snjóflóð
áður. Rétt sunnan viðbæinn Ás-
hól féll snjóflóð á 600—800 m
féll snjóflóð á 600—800 m
breiðum kafla og annað minna
milli Áshóls og Laufáss. Rétt
norðan við Lómatjörn féll mikið
flóð og annað milli íbúðarhússins
og rafstöðvarinnar í Hléskógum.
Á þessum stöðum hafa ekki fallið
snjóflóð áður svo vitað sé.
Beggja vegna við Skarð í Dals-
mynni féllu snjóflóð. Það sem fór
norðan við sópaði með sér brúnni
á Græfilsgilinu og klippti þar með
á vegarsambandið milli Akureyr-
ar og Húsavíkur. Þá er veiði-
mannahús, sem stóð niðri við
Fnjóská, komið hátt upp í hlíð
hinum megin árinnar.
Eins og stendur er hér vand-
ræðaástand vegna rafmagnsleys-
isins. Fólk, sem hitar hús sín með
rafmagni, er farið að flýja á náðir
námsláns. Það er álit ráðsins, að
núverandi reglur hafi orðið til að
fá nemendur til að hætta vinnu,
þegar tekjuhámarki hafi verið
náð, til að firra sig ekki rétti til
námsláns. Hlýtur því núgildandi
kerfi að vera þjóðhagslega óhag-
kvæmt. Sérstaklega yrði þetta
slæmt, ef nemar úr Sjómanna- og
Stýrimannaskólanum færu að
leika þennan leik, þar sem slikt
gæti orðið til verulegrar röskunar
á útgerð fiskiskipaflotans að sum-
arlagi.
Nemendaráð Stýrimannaskól-
ans í Reykjavík leyfir sér að vekja
athygli viðkomandi stjórnvalda á
þvímikla misræmi, er á hefur
orðið í framkvæmd greiðslu dreif-
býlisstyrks til nemenda úr dreif-
býli. Leyfir það sér I
því sambandi að benda á,
að nemandi úr dreifbýli,
sem kemst yfir ákveðið tekju-
mark, fær hvorki notið náms-
láns né greiðslu dreifbýlis-
styrks, þrátt fýrir þann auka-
kostnað, er viðkomandi verður
fyrir vegna greiðslu leiguhúsnæð-
is, fæðis og þjónustu, umfram
heimagöngunemanda. Þar sem
þeirra, sem nota gamla lagið. Allt
gas, svo og hvers konar hitunar-
tæki seldust upp á augabragði í
útibúi KEA á staðnum. Sumir eru
svo illa staddir, að þeir eiga ekki
nema kertisstúf til að hita upp og
lýsa hús sin með.
Vondandi lagast ástandið eitt-
hvað fljótlega, þvi að von er á
flóabátnum Drangi í kvöld með
vörur í útibúið og 10 kw rafstöð,
sem sett verður upp og tengd við
þorpið. Þessi 10 kw segja að vísu
lítið, en ættu að geta bjargað fisk-
inum, sem til er í frystihúsi Kald-
baks h/f, frá skemmdum, jafnvel
gefið okkur einhvern yl. í ráði er
einnig að fá stærri dieselstöð
austan af fjörðum, meðan verið er
að koma línunni í lag aftur.
Svo kemur líka einhvern tíma
vor.
14.2.
Nú er rafstöðin, sem Drangur
kom með í gærkveldi, komin i
gang. Þó er aðeins búið að tengja
við þorpið og ekki hægt að hafa
straum nema á hluta í einu. Nú er
unnið áð því að hengja upp línuna
út á frystihúsið, en á þeirri línu er
einnig læknisbústaðurinn og
skólahúsið. Hvenær því verki lýk-
ur er ekki gott að segja um, en
það verður varla næsta sólar-
hring.
Björn.
álíta verður, að stjórnvöld hafi í
reynd viðurkennt aðstöðumun
þennan, er það lágmarkskrafa, að
nemendum sé, án tillits til tekna,
úthlutað dreifbýlisstyrknum, en
vandséð, nema núgildandi laga-
ákvæði um námslán og dreifbýlis-
styrk hafi nú þegar mjög neikvæð
og lamandi áhrif á áhuga nem-
enda til öflunar tekna svo sem
unnt er. Sérstaklega er vert að
geta þess, að þegar er fengið for-
dæmi fyrir því, að í skólum, sem
ekki eru enn innan námslánakerf-
isins, er dreifbýlisstyrkur
greiddur nemum, án tillits til
tekna. Ættu þau rök sérstaklega
að mæla með, að lagabreytingar,
ef með þarf, um framangreint
atriði verði gerðar.
Mótmæla
„rangfærslum”
Eramkvæmdastjórn Nemenda-
félags Menntaskólans við Hamra-
hlið sér sig knúða til að mótmæla
alvarlegum rangfærslum í fund-
arsamþykkt svonefnds „borgara-
flokks M.H.“, sem birtist í Morg-
unblaðinu 15. febrúar sl.
„BorgarafIokkur“ þessi vekur
þar athygli á og mótmælir „sam-
þykkt nemendafélags MH“ um
herstöðvamálið, sem sögð er hafa
birzt í dagblaðinu Þjóðviljanum
fyrir skömmu. Þá er og fullyrt, að
á þann fund, er samþykkt Nem-
endafélagsins hafi verið gerð hafi
„óæskilegum nemendaráðsmönn-
um“ ekki verið boðið.
Hið sanna í þessu máli er, að
Nemendafélag M.H. hefur enga
samþykkt gert um herstöðva-
málið, enda þyrfti tilþess ályktun
skólafundar. Þar af leiðandi
hefur aldrei birzt nein ályktun
um málið i Þjóðviljanum frá
Nemendafélagi M.H. Hins vegar
gerði Nemendaráð M.H. sam-
þykkt um herstöðvamálið 24.
janúar sl., og var sú ályktun
kunngjörð nemendum skólans.
Alyktun Nemendaráðs var hins
vegar aldrci send til fjölmiðla, og
aldrei birt þar.
Með þetta í huga leyfir fram-
kvæmdastjórn Nemendafélags
M.H. sér að mótmæla eindregið
villandi ályktunum frá félagsskap
örfárra öfgamanna, sem sett hafa
leiðinlegan blett á virðingu
Menntaskólans við Hamrahlíð.
Virðingarfyllst,
Bolli Héðinsson,
forseti Nemendaráðs.
Guðmundur Magnússon,
ritari Nemendaráðs.
Febrúar-fréttabréf frá Grenivík