Morgunblaðið - 01.03.1974, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1974
Umfangsmikil björgunar-
störf yamarliðsins
í GÆR var á dagskrá í sameinuðu
þingi fvrirspurn frá Stefáni
Gunnlaugssyni (A) til utanríkis-
ráðherra um björgunarstarfsemi
varnarliðsins á Keflavíkurflug-
vellL Verður svar ráðherrans við
fyrirspurninni birt hér á eftir í
heild.
Stefán Gunnlaugsson lagði á
það áhverzlu, að tímabært væri að
athuga vandlega, hvaða starf
varnariiðið hefði lagt af mörkum
í björgunarmálum, ef sú væri
raunin. að varnarliðið færi úr
landinu bráðlega, því að þeim
þætti yrðum við isiendingar að
bæta á okkur.
Ráðherra sagði, að þetta væri
fyrst og fremst fjárhagsleg spurn-
ing og ef hafa ætti sams konar
rekstur í björgunarmálum og nú
væri á Keflavíkurflugvel 1L væri
enginn vafi á því, að um mjög
háar fjárhæðir væri að ræða.
Fyrirspurnir Stefáns
Gunnlaugssonar voru svohljóð-
andi:
1. Hve margar flugvélar og þyrlur
og af hvaða gerðum og hvaða önn-
ur tæki notar varnarliðið á Kefla-
víkurflugvelli við björgunar-
storf?
2. Hve mikinn mannafla notar
varnarliðið beint eða óbeint við
björgunarstörf?
3. Hve oft hefur björgunarsveit
varnarliðsins á Keflavíkurflug-
velli og aðrar deildir þess látið í té
aðstoð við fólk í nauðum statt að
beiðni opinberra aðila íslenskra á
árinu 1973? Hvemig flokkast
þessi aðstoð eftir tegundum
neyðartilfella?
4. Telur ráðherrann nokkuð því
til fyrirstöðu, að íslendingar gætu
tekið þessa björgunarstarfsemi að
sér?
Einar Ágústsson utanríkisráð-
herra svaraði:
„Svarið við fyrstu spurning-
unni er: 1 björgunarsveit varnar-
liðsins eru 3 flugvélar af
Herkúlesgerð og 3 stórar þyrlur
af HH 103 E- gerð. Þessi flugvéla-
kostur er svo aukinn með öðrum
flugvélumfrá varnarliðinu, þegar
sérstaklega stendur á, t.d. þegar
umfangsmikíi leit á stóru svæði
stendur yfir. Auk alls konar
tækja og viðleguútbúnaðar svo
sem klifurbúnaðar, sem tíðkast
hjá björgunarsveitum, má nefna
talstöðvar, snjóbelta-, vatna- og
fjal labifreiðir.
Önnur spurning fjallar um
mannaflann.
Svarið við henni er: Varnarliðið
hefur jafnan til taks 45 æfða
þyrluflugmenn og 94 flugmenn
fyrir Herkúlesvélarnar. 53
þessara manna eru eingöngu við
störf hjá björgunarsveitinni á
vöktum, en hinir eru til vara.
Landgöngulið flotans, 125 menn,
er þjálfað til björgunarstarfa á
landi og kallað út þegar á þarf að
halda svo og læknar og hjúkrun-
arlið. Auk þessa má nefna þá
menn, sem annast viðgerðir, eftir-
lit og þjónustu við flugvélar, bif
reiðar og tækjakost.
Þriðja spurningin er um það,
hve oft björgunarsveit varnarliðs-
ins hafi verið beðin um aðstoð á
árinu 1973 og hvernig flokkast
þessi aðstoð eftir tegundum
neyðartilfella? í sambandi við
þessa spurningu var leitað til
Slysavarnafélags íslands og hef-
ur borist þaðan skýrsla um þá
aðstoð, sem varnarliðið hefur lát-
ið í té frá því að þyrlurnar HIl 3 E
komu hingað til lands seint á ár-
inu 1971. Þar kemur fram m.a., að
á árinu 1972 hefur Slysavarna-
félagið leitað alls 23 sinnum til
varnarliðsins um aðstoð, en
skýrslan greinir aðeins frá þeim
þáttum, er snerta samstarf félags-
ins við varnarliðið. Ég tel þó ekki
ástæðu til að fara nánar út í þessa
aðstoð, þar sem í fyrirspurninni
er talað um aðstoð á árinu 1973,
en þá eru aðstoðarbeiðnir Slysa-
varnafélagsins alls 20 og eru eins
og hér greinir:
Þann 22. jan. kl. rúmlega 6 um
kvöldið óskaði S.O.R. varnarliðs-
ins þess, að S.V.F.l. skipulegði
leit báta norður af Garðskaga, þar
sem herþotan nauðlenti á sjónum
í aðflugi og væri flugmannsins
saknað. S.V.F.I. varð við þeirri
beiðni og undir miðnætti fannst
ýmislegt brak úr vélinni, er sann-
aði örlög vélar og flugmanns. 23.
jan., Ieit haldið áfram á Faxaflóa
af þyrlum varnarliðsins og bátum
frá Akranesi. Kl. um 2 var
S.V.F.I. tilkynnt um eldsumbrotin
í Vestmannaeyjum. Var þá þegar
haft samband við yfirmenn
varnarliðsiris og þess óskað, að
frekari leit á Faxaflóasvæði yrði
hætt, en þyrlur og þær flugvélari,
er gætu lent í Vestmannaeyjum,
yrðu þegar hafðar til reiðu vegna
fólksflutninga frá Vestmannaeyj-
um. Var þegar orðið við þeirri
beiðni og þar með hófst hinn
ómetanlegi þáttur varnarliðsins
við hjálp og aðstoð í Vestmanna-
eyjum.
2. febrúar: Leitar- og
björgunarflugvél af Herkúles-
gerð tók þátt í leit að vélbátnum
Maríu RE 84 með fjögurra manna
áhöfn, er farist hafði í róðri
kvöldið áður, án þess að nokkurt
neyðarkall heyrðist frá bátnum.
Þyrlur varnarliðsins voru hafðar
til reiðu, ef á þyrfti að halda.
11. til 21. febrúar: Alla þessa
daga stóð yfir ein umfangsmesta
leit f sögu SVFÍ og jafnframt
erfiðasta, en ILfebrúar fórst Sjö-
niÞinci
stjarnan KE 8 á leið frá Færeyj-
um til Islands. Tíu manna áhöfn
komst í tvo gúmmíbáta. Leitar- og
björgunarflugvélar af Herkúles-
gerð fóru tíu leitarleiðangra.
Flugtími þeirra samtals 64,5
klukkustundir og Ieitarsvæðið
16.500 fersjómilur. 27. febrúar
um kvöldið óskaði SVFl eftir
sjúkraflugi til Ölafsvíkur, vegna
veikrar konu, er þurfti að koma í
sjúkrahús. Þyrla varnarliðsins
var þegar send áleiðis, en varð frá
að hverfa vegna dimmviðris og
snjókomu á utanverðu Snæfells-
nesi.
I. marz: Þyrla varnarliðsins
leiðaði innanverðan Faxaflóa um
Snæfellsnes að vélbátnum Islend-
ingi HU 16, tveggja manna áhöfn,
sem farið hafði frá Reykjavík
daginn áður áleiðis til Hvamms-
tanga og ekkert frekar af ferðum
hans frést, sömuleiðis leitaði
Herkúlesvél ádjúpslóðum.
II. mars sótti þyrla varnarliðs-
ins alvarlega slasaðan íslenskan
sjómann til Stykkishólms, en
flugbrautin þar var ófær vegna
aurbleytu. Herkúlesvél aðstoðaði
við sjúkraflug þyrlunnar.
27. mars aðstoðuðu þyrlur frá
varnarliðinu við leit að Beach-
Craft flugvélinni TF Vor, er
týnst hafði á leið frá Akureyri til
Reykjav'íkur með 5 mönnum.
Þyrlan flutti lík mannanna til
Reykjavíkur, auk þess flutti þyrl-
an rannsóknarnefnd slyssins að
flaki flugvélarinnar.
6. apríl sótti þyrla varnarliðsins
fárveika konu að Staðarfelli í Döl-
um og flutti hana til Reykjavíkur,
þar sem hún var lögð á sjúkrahús.
29. maí sótti þyrla varnarliðsins
hermann til Akraness, er slasast
hafði í umferðarslysi.
19. júlí aðstoðaði þyrla varnar-
liðsins við að losa eins hreyfils
flugvél úr sandbleytu á Skeiðar-
ársandi og lenti þar með tvo
erlenda jarðfræðinga, fylgdi
þyrlan vélinni til Reykjavíkur.
15. júli. Þyrla frá varnarliðinu
ásamt Herkúlesvél aðstoðuðu við
leit að lítilli flugvél af gerðinni
Moony 21 FF-REA, er týnst hafði
á leiðinni frá Reykjavík til Þórs-
hafnar með fjórum um borð.
18. júlí flutti þyrla varnarliðs-
ins slasaðan mann, er fallið hafði
af hestbaki og hálsbrotnað, frá
bænum Hátúnum í Skriðdal til
Egilsstaða, þar sem áætlunarflug-
vél beið mannsins og flutti á
sjúkrahús í Reykjavík.
27. júlí sótti þyrla varnarliðsins
fárveikan botnlangasjúkling um
borð í m.s. Goðafoss, er staddur
var um 150 sjómílur suðvestur af
Garðskaga á leið frá Bandaríkjun-
um til Islands og flutti hann á
spítala íReykjavík, þar sem hann
var samstundis skorinn upp.
Leitar- og björgunarflugvél af
Herkúlesgerð var send á vettvang
til að staðsetja og fylgjast með
ferðum skipsins og gegndi jafn-
framt hlutverki radíóvita eins og
jafnan í slíkum ferðum til að auð-
velda flug þyrlunnar á meðan á
sjúkrafluginu stóð.
3. ágúst sótti þyrla varnarliðs-
ins fársjúkan, pólskan sjómann af
verksmiðjutogaranum Víbró, er
var um 90 sjómílur suður af
Reykjanesi og flutti hann til
Reykjavíkur, þar sem hann var
lagður á sjúkrahús. Herkúlesvél
aðstoðaði og fylgdist með þyrl-
unni meðan á fluginu stóð.
8. ágúst sótti þyrla varnarliðs-
ins fjóra menn, þar af þrjá
slasaða, og flutti þá til Reykjavík-
ur. Eins hreyfils flugvél af gerð-
inni Cessna 177 TF-BKA hafði
hlekkst á í flugtaki á flugbraut-
inni að Skálmanesi á Barða-
strönd.
25. ágúst bjargaði þyrla varnar-
liðsins dönskum flugmanni af
Cessna 310 vél, er nauðlenti á
sjónum í aðflugi á Keflavíkur-
flugvöll. 13 mínútum eftir að flug-
vélin lenti á sjónum var flug-
manninum bjargað af þyrlunni.
26. til 27. ágúst leitaði þyrla frá
varnarliðinu ásamt froskmönnum
úr björgunarsveitinni að íslensk-
um kafara, er fenginn var til að
staðsetja flak flugvélarinnar, er
nauðlenti ásjónum daginn áður.
28. ágúst sótti þyrla varnarliðs-
ins móður og nýfætt barn til
Hafnar í Hornafirði og flutti þau
til Reykjavíkur, þar sem bæði
voru lögð á fæðingardeildina.
Móðirin hafði misst mikið blóð við
fæðinguna og íslenskur læknir
Framhald á bls. 43
Ellert B. Schram um olíuskattinn:
Óútfyllt ávlsun á reikn-
ing skattborgaranna
FRUMVARP til álagningar sér-
staks gjalds til að draga úr áhrif-
um olíuverðhækkana var á mið-
vikudag afgreitt sem lög frá
Alþingi. Felur það í sér álagn-
ingu 1% gjalds á söluskattsstofn,
og er gert ráð fyrir, að þannig
verði unnt að afla ríkisstjóði
tekna, sem nema um 700 milljón-
um á ársgrundvelli. Samkvæmt 2.
grein laganna er svo gert ráð fyr-
ir, að tekjum af gjaldi þessu verði
ráðslafað samkvæmt sérstökum
iögum, og verður frumvarp þess
efnis væntanlega lagt fyrir Al-
þingi í næsta mánuði.
Hér er um að ræða framleng-
ingu á öðru prósentustiginu á
söluskattsstofninn, sem lagður
var á með lögum um Viðlagasjóð
frá síðasta ári. Á þriðjudag var
hins vegar framlengt hitt pró-
sentustigið, sem áfram rennur til
Viðlagasjóðs.
Þótt umrætt frumvarp hafi ver-
ið lagt fyrir Alþingi af ríkis-
stjórninni, að höfðu samráði við
alla þingflokka, þá spunnust um
það talsverðar umræður f neðri
deild. Aðeins einn þingmaður,
Ellert Schram, greiddi þó frum-
varpinu mótatkvæði, og var því
sfðan vfsað til efri deildar. Efri
deikl afgreiddi svo frumvarpið
eftir þrjár umræður með því að
afbrigði voru veitt.
Formaður fjáhags- og viðskipta-
nefndar, Vilhjálmur Hjálmars-
son (F) geri grein fyrir meðferð
fruriívarpsins í nefndinni og
sagði, að það hefði náðst sam-
komulag um efni þess. Einstakir
nefndarmenn hefðu þóundirritað
með fyrirvara.
Ingólfur Jónsson (S) sagði, að
þeir í minnihluta nefndarinnar
hefðu undirritað með fyrirvara,
þar sem ekki hefði legið ljóst fyr-
ir, á hvern hátt hefði átt að ráð-
stafa þessum gjöldum. Það hefði
hins vegar verið ljóst, að hér væri
um svo vandasamt verk að ræða,
að ekki hefði unnizt timi til að
Ijúka því fyrir mánaðamót, en
nauðsyn hefði borið til, að unnt
yrði að heimta gjöldin frá því
tímamarki.
Varpaði Ingólfur þeirri spurn-
ingu til viðskiptaráðherra, hvort
ekki væri að hans mati opin leið
til að ákvarða niðurgreiðslur til
atvinnuhúsnæðis jafnt sem íbúð-
arhúsnæðis, þótt í þessu frum-
varpi væri aðeins gert ráð fyrir
því síðarnefnda, þegar frumvarp
um ráðstöfun gjaldsins yrði lagt
fyrir Alþingi. Það hlyti að liggja i
augum uppi, að til þess lægi
ámóta nauðsyn.
Lúðvfk Jösepsson viðskiptaráð-
herra sagði, að með samþykkt
þessa frumvarps væri ekki á
neinn hátt komið i veg fyrir, að
unnt væri að ákvarða nánar um
ráðstöfun fjárins, þegar frumvarp
þess efnis yrði lagt fyrir þingið.
Með því að samþykkja þetta frum-
varp nú fyrir mánaðamótin
myndi vinnast tími til að athuga
þessi mál nánar.
Ellert B. Schram (S) kvaðst
álíta, að þetta mál væri enn eitt
dæmið um það, að ríkisstjórnin
megnaði engan veginn að halda
um stjórntaumana. Átaldi Ellert
síðan stjórnarandstöðuna harð-
lega fyrir stöðu hennar I þessu
máli. Hér væri aðeins um það að
ræða, að Alþingi ætlaði að af-
henda þessari óráðsíuríkisstjórn
óútfyllta ávísun á reikning skatt-
borgaranna, sem hún gæti síðan
ráðstafað að eigin geðþótta. Lík-
legast væri, að hér ætti að fara að
koma á nýju styrkjakerfi, a.m.k.
þyrftu sjálfstæðismenn ekki að
reikna með að verða hafðir með í
ráðum um ráðstöfun gjaldsins,
ekki þyrfti nema Bjarna Guðna-
son eða Alþýðuflokkinn til að
þessu gjaldi yrði ráðstafað í al-
gjörri óþökk sjálfstæðismanna.
Hér væri um það að ræða, að
rfkisstjórnin væri að skáskjóta
málum i gegnum þingið með
dyggri aðstoð stjórnarandstöð-
unnar. Ekki lægi neitt fyrir um
það, hvernig þessum málum yrði
varið í heild, heldur væri bara
komið með 1% hækkun á sölu-
skattsstofn í dag og væntanlega
5% hækkun á mánudag. Hér
væri hreinlega verið að snúa á
stjórnarandstöðuna. Hún væri lát-
in taka inn nýjar skattlagningar I
smá skömmtum, og teldi hann það
sizt við hæfi stjórnarandstöðunn-
ar að stuðla að framgangi nýrrar
skattlagningar.
Vissulega væri hér um að ræða
vanda, sem þyrfti að lesya. Það
væri þó skýlaust álit sitt, að hann
mætti leysa innan ramma tekju-
öflunar ríkisins, sem markaður
hefði verið með í fjárlögum. Lúð-
vík Jósepsson sagði, að aðdrag-
andi þessa máls hefði verið sá, að
Sjálfstæðisflokkurinn hefði sent
ríkisstjórninni bréf í endaðan
janúar, þar sem skorað hefði ver-
ið á hana að leggja fram tillögur
um ráðstafanir vegna hækkunar
oliuverðs til að koma í veg fyrir
aðstöðumun þeirra, sem nota olíu
til húsahitunar og annarra. Þetta
hefði ríkisstjórnin gert, og hefðu
stjórnarandstöðuflokkarnir talið
þann kostinn vænstan, sem
greindi í frumvarpinu. Varðandi
það, hvort aðeins ætti að vera um
að ræða jöfnun aðstöðumunar til
hitunar íbúðarhúsnæðis sagði
ráðherrann það sína skoðun, að
niðurgreiðslur ættu ekki að ná til
atvinnuhúsnæðis.
Pétur Sigurðsson (S) átaldi þá
ákvörðun að ætla að afgreiða
þetta mál fyrr en ljóst væri,
hvernig gjaldinu yrðí ráðstafað.
Þá kvaðst hann vilja benda á, að I
desember hefðu verið gerðir
samningar við ríkisstarfsmenn,
þar sem tekið hefði verið tillit til
þess uggvænlega ástands, sem þá
hefði verið i orkumálum heims.
Nú hefðu hins vegar verið gerðir
samningar við aðra launþega, og
hefði þar ekki í neinu verið tekið
tillit til slíks ástands. Enda liti nú
allt út fyrir, að úr þvi væri að
rætast.
Loks beindi þingmaðurinn
þeim tilmælum til ráðherra, að
athugaðir yrðu möguleikar á hag-
stæðari samningum um olíukaup.
Bjarni Guðnason (Ff) sagði
sina afstöðu, eins og margra ann-
arra þingmanna mótast af því,
hvernig ráðstöfun fjárins yrði
hagað. Kvaðst hann telja, að hag-
stæðast yrði að afhenda olíufélög-
unum gjaldið og halda þannig i
við olíuverð. Með því móti yrði
komið i veg fyrir, að um þessar
niðurgreiðslur hlæðist skrifstofu-
bákn, sem hefði í för með sér
mikinn kostnað.
Gunnar Thoroddsen (S) sagði
það rétt, að fyrir réttum fjórum
vikum hefði þingflokkur Sjálf-
stæðisflokksins sent ríkisstjórn-
inni bréf, þar sem farið hefðí ver-
ið fram á, að úrbætur yrðu gerðar
á þvi vandamáli, sem sýnt hefði
verið að skapaðist vegna hækkuri-
ar olíuverðs. I því bréfi hefði
einnig verið bent á þann mun á
aðstöðu, sem skapaðist fyrir at-
vinnurekstur í þessu sambandi.
Ríkisstjórnin hefði siðan haft
samráð við hann og formann Al-
þýðuflokksins, Gylfa Þ. Gíslason,
um þessar ráðstafanir, sem þeir
hefðu talið æskilegri heldur en að
hækka útsvör, sem einnig hefði
verið um að velja. Þingflokkur
Sjálfstæðisflokksins stæði þvi að
samþykkt þessa frumvarps, en að
sjálfstögðu áskildu einstakir þing-
menn sér rétt til að láta i ljós
öndverða skoðun í þessu máli sem
öðrum.
Loks sagði Gunnar, að þar sem
samkvæmt þessu frumvarpi væri
gert ráð fyrir, að ráðstöfun gjalds-
ins yrði ákveðin síðar, hefði hann
talið eðlilegra, að ekki væri kveð-
ið neitt á um, til hverra nota ætti
að verja gjaldinu, þ.e.a.s. að fella
hefði átt niður orðin „til ibúðar-
húsa“ í frumvarpinu.