Morgunblaðið - 01.03.1974, Side 23

Morgunblaðið - 01.03.1974, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1974 23 hálfu til hjálpar og margir sigr- ar eru unnir í þeirri baráttu, en lokasigur vinst seint. Þessu stórkostlega vandamáli verSur aS gefa sívaxandi gaum og leita allra ráSatil úrbóta. Heilsugæzla og læknavísindi gefa mönnum von um stöSugt lengri og betri ævi. ViS þaS hækkar meSalaldur borgar- anna og „gömlu“ fólki fjölgar. Á siSustu árum hefur bæjar- félagiS eflt mjög starf sitt 1 þágu þessa fólks, starf sem áSur var óþarft og óþekkt. Eigi aS siSur eru vandamál eldri borgaranna mörg og af ýmsum toga spunnin. Flest hefur þetta fólk unniS langan starfsdag í þágu samborgaranna, margt greitt drjúgan sjóS til borgar- málefna og átt mikinn þátt i sköpun þeirra lífsþæginda, sem borgin býSur okkar. Þetta fólk hefur þvi vissulega verSskuldaS aS málefnum þess sé gaumur gefinn og reynt eftir föngum aS gera ellina þeim sem léttbærasta. Ég nefni þessi tvö málefni, áfengisvandamáliS og málefni eldri borgara. MeS því aS leggja rækt viS þau getum viS gert góSa borg betri. ValgarS Briem lögfræðingur. Valur Lárusson: Greið umferð Mér er þaS ánægjuefni að greina frá áhugamálum mínum á sviSi borgarmála. Ég hef stundað akstur hér í borginni yfir þrjátíu ára skeiS, aSallega á vörubifreið, og eru mér því umferSarmál, svo og allar framkvæmdir, sem lúta aS gatna- og vegagerS, mjög hug- stæS. GreiS umferS hlýtur ætíð aS vera ein meginforsenda þess að borg geti starfaS vel og má ef til vill segja, aS bylting sú í umferSartækni, sem orðið hefur, þ.e. bifreiSin, haf i mótaS nútima borgarsamfélag. —Enn erum viS þó í miSri ,,byltingu“, því bifreiðaaukning heldur stöðugt áfram, og hefur bif- reiSum hér í Reykjavík t.d. fjölgaS um 17% á síSastliðnum tíu árum. Til stórkostlegra vandræSa horfir vegna þessarar þróunar, þvi aS gatna- og vegakerfi hefur ekki getaS tekiS við henni. Má likja gatnakerfi höfuSborgarinnar viS krans- æSasjúkling, þar sem eilífir tappar og þrengsli hindra eSli- lega rás umferSar. Þarna er að verSa og reyndar þegar orSiS alvarlegt ástand, eins og t.d. má sjá af þvi, aS fólk er fariS aS slást um bílastæði. — Hér kemur til kasta læknanna, sem í þessu tilfelli eru tæknimenn, skipulagsfrömuSir i þjóSfélag- inu. Alvarlegustu umferSarvand- kvæSin hér á höfuSborgar- svæðinu eru þá aS mínu mati annars vegar að komast milli hinna ýmsu borgarhluta, og þar á ég ekki sizt viS HafnarfjarSar- veginn og hin erfiðu gatnamót við Miklubraut. Hins vegar eru það útakstursleiðirnar af borgarsvæðinu; til norðurs út á Vestur- og Suðurlandsveg og til suðurs út á Reykjanesbraut um áðurnefndan Hafnarfjarðar- veg. Það er skoðun mín, að „ofan- byggðavegur“ fyrir ofan Hafnarfjörð, Garðahrepp, Köpavog og Reykjavik, mundi leysa bæði þessi fyrmefndu vandamál að verulegu leyti: bifreiðar, sem ættu t.d. leiS á milli Breiðholts, Kópavogs og Hafnarfjarðar, gætu notað þennan veg — þungaumferð- inni á Haf narfjarðarvegi ámilli nýbyggingasvæðanna mætti beina upp á þennan veg — og siðast en ekki sizt mundu hér skapast nýjar tengingar út á þjóðvegina í báðar áttir, en það er einnig mikið öryggisatriði, ef eitthvert óhapp yrði eða fram- kvæmdir væru á hinum braut- unum. — Þannig gætu t.d. Breiðholtsbúar ekið beint út á Suðurlandsveg og á heimleið ekið beint fráRauðavatni niður í Breiðholt og mundi þá léttast mikið á Elliðaárvogshnútnum. Þessi vegur þarf ekki að verða dýr, hann gæti verið malarvegur í fyrstu, sem síðan mætti' malbika eða bæta eftir því sem hann sannar ágæti sitt. Valur Lárusson, bifre iðastjöri. Vigdís Pálsdóttir: Búum öldruðum betri aðstöðu SEM kona í atvinnulifinu finnst mér mjög skorta á að- stöðu til barngæslu í borginni. Sjónarmið mitt er, að þær kon- ur, sem óska heldur að starfa utan heimilis, eða vilja stunda nám, eigi þess kost að koma börnum sfnum fyrir á barna- heimilum. Hins vegar finnst mér ástæðulaust að þær fjöl- skyldur, sem nægar tekjur hafa, fái niðurgreidd gjöld vegna barnagæslunnar, en borgin styðji áfram við bakið á þeim, sem á þurfa að halda. Af sömu ástæðu er mjög brýnt að skólar borgarinnar séu einsett- ir, þannig að barnið og ungling- urinn þurfi ekki að hlaupa úr og í skólann mörgu sinnum á dag. Húsnæðismál ungs fólks er mjög alvarlegt vandamál. Borg- in ætti að byggja upp litlar íbúðir til að leigja ungu fólki, sem er að hefja búskap. íbúðir þessar ættu að leigjast á sann- gjörnu verði, og mundu á þann hátt létta mjög erfiðleika þess fólks, sem stundar nám og hef- ur hafið búskap. Einnig tel ég, að þetta mundi mjög stuðla að því, að ungt fólk geti fljótt eign- azt eigið húsnæði, því fyrir þá, sem neyðast til að leigja íbúðir á okurverði, er mjög erfitt að leggja peninga til ibúðarkaupa. Jafnframt ætti að gefa þessu unga fólki kost á að kaupa íbúð- irnar á kostnaðarverði ef það óskar eftir því. Auk þess ber borginni að stuðla að því að gefa ungu fólki kost á að kaupa íbúðir i eldri hverfum borgarinnr í stað þess að hópa því í nýju hverfið, þannig að t.d. á sama tíma og skólar nýju hverfanna eru margsettnir, ern skólar gömlu hverfanna hálftómir eða búið að leggja þá niður. Æskulýðs- og íþróttamál eru málaflokkar, sem vert er að veita meiri athygli en gert er. Borgaryfirvöldum ber að sjá frjálsum félögum fyrir hús- næðisaðstöðu til að reka starf- semi sína, og auk þess að halda námskeið fyrir leiðtoga og leið beinendur. En þó eru alltaf málaf lokkar, sem hin frjálsa fé- lagsstarfsemi nær ekki til og ber þá Æskulýðsráði að sjá um þá þætti. Einnig ber að styðja betur við bakið á hinum frjálsu íþróttafé- lögum borgarinnar. Því vist er, að á þann hátt er iþróttastarf- semi rekin á heilbrigðasta og ekki sfzt ódýrasta hátt. Aður en ég lýk þessum vanga- veltum, vil ég ekki láta hjá líða að minnast á gamla fólkið. Mér sem ungri konu finnst skamm- arleg sú aðstaða, sem gamla fólkið í borginni býr við. Það fólk, sem lagt hefur grundvöll- inn að þessari borg, sem býður ungu fólki að búa í fallegri, hreinni og mjög vistlegri borg, á skilið annað og betra en þá aðstöðu, sem það hefur í dag. Sú aðstaða er þér og mér til hreinnar skammar og við skul- um sjá sóma okkar í þvi að stórbæta aðstöðu þeirra. Hugsjón mín er, að ibúar borgarinnar geti búið við lifs- öryggi, geti stundað áhugamál sín við sem beztar aðstæður og án tillits til aldurs, heimilis- ástæðna, fjárhags og ekki sízt fyrir þá, sem eiga við likamleg eða andleg vandamál að striða. Vigdís Pálsdóttir, flugfreyja. Þorbjörn Jóhannesson; Kjósum Sjálf- stæðisflokkinn ÞEXIAR Morgunblaðið ætlar að sýna mér þann heiður að kynna mig fyrir Reykvíkingum vegna væntanlegs prófkjörs borgar- stjórnrkosninganna að vori, verð ég að lýsa þakklæti mínu fyrir hugulsemina. Helzta áhugamál mitt er að fá sem allra flesta Reykvíkinga til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, svo að hann geti haldið áfram tuga ára uppbyggingu i Reykja- vík. Við, sem erum komin á miðj- an aldur, minnumst svo margs, sem gert hefur verið til hags- bóta fyrir íbúana. En það er samt margt, sem þarf að gera og framkvæma bæði vegna stór- aukins íbúafjölda og örrar tækniþróunar. Við finnum öll fyrir því ef t.d. rafmagnslaust verður í 1 til 2 klukkutima á heimilum eða vinnustað, en þess á milli tökum við það sem sjálfsagðan hlut að hafa nægj- anlega orku, svo að eitt dæmi sé nefnt. Bæði hita — og raforka krefst endurbóta og áframhald- andi uppbyggingar. Heil- brigðisþjónustu þarf að stór- auka, svo að viðhalda megi sem mestri starfsorku meðal íbú- anna. Skipulagsmál þurfa áframhaldandi endurskoðunar og endurnýjunar við með vænt- anlega sameiningu nágranna- byggðarkjarnanna í framtíð- inni að leiðarljósi. Á þennan hátt mætti tryggja betur at- vinnumál, útgerð, verzlun og iðnað auk allra annarra hags- munamála íbúanna. Þorb jörn Jóhannesson kau pmaður. Þorvaldur Þorvaldsson; Greiðar akstursleiðir 1 ÖRT vaxandi borg eins og Reykjavík hlýtur ávallt að vera við mörg aðkallandi vandamál að etja, fólksfjölgunin kallar á auknar íðbúðabyggingar, og ný og fjölmenn hverfi rísa upp á skömmum tíma. Þessum hverf- um þarf að sjá fyrir margs kon- ar þjónustu, byggja þarf skóla, barnaheimili og leikvelli. Skapa þarf aðstöðu til margs konar félagslegrar starfsemi og má þar nefna gerð iþróttavalla, sundlauga og félagsheimila til að skapa skilyrði fyrir holl og þroskandi viðfangsefni til handa æsku borgarinnar. Þá eru verkefni við gerð gatna og gangstíga mjög mikil- væg, svo og frágangur og upp- græðsla auðra svæða, hinna svokölluðu grænu belta. Vegna tilkomu nýrra og stórra íbúða- hverfa eins og Árbæjar og Breiðholts er mjög nauðsynlegt að gera sem fyrst greiðar og öruggar akstursleiðir, sem tengja þessi hverfi við umferð- arnet borgarinnar á eðlilegan hátt. Einnig er það mjög aðkall- andi að tengja gatnakerfi borg- arinnar við þjóðvegakerfið, þannig að umferð geti verið greið og örugg. Með gerð nýju brúnna á Elliðaár og lagningu Vesturlandsvegar var stórt spor stigið í átt að því að lagfæra akstursleiðir út úr borginni, en betur má. Tenging Suðurlands- vegar er ófullnægjandi og skap- ar óþægindi og hættu. Lagning Reykjanesbrautar frá Elliðaárvogi til Hafnarfjarðar er orðin brýn nauðsyn og er furðulegt tómlæti rikisvaldsins í því máli, þar sem fjárveiting- ar Alþingis til þessa vegar nema einungis smá upphæðum og sýnir þetta hug núverandi stjórnvalda til fólksins, sem á þessu svæði býr. 1 árslok 1973 nam bifreiða- eign Reykvikinga rúmlega 26.000 bifreiðum og er ánægju- legt til þess að vita, að svo margir skulu eiga bifreið til eig in nota. En miklum fjölda öku- tækja fylgir mikil umferð og slysahætta, sem hér er, því mið- ur, miklu meiri en vera ætti. Þrátt fyrir mikið og gott starf margra aðila, svo sem Umferð- arráðs, Umf erðarnefndar Reykjavíkur, Slysavarnafélags Islands, Lögreglunnar i Reykja- vík og margra annarra aðila, er ástandið í þessum málum ekki sem skyldi. Því hefur oft verið haldið fram, að umferðarmenn- ing okkar íslendinga væri ekki á háu stigi. Það kann vel að vera og þá er að reyna að bæta úr því. Beztu leiðina til þess tel ég að gera umferðarfræðslu að skyldunámsgrein í öllum barna- og gagnfræðaskólum landsins og sérmennta þarf nægan fjölda kennara til að sinnaþessu starfi. Ekki sýnist samt áhugi yfir- valda í menntamálum mikill í þessa átt, því að i grunnskóla- frumvarpi því, sem nú liggur fyrir Alþingi, er ekki minnzt einu orði á slíka fræðslu og má það furðu sæta, þar sem þessi mál eru snar þáttur í lífi hvers manns. Verkefnin í vaxandi borg eru mörg og til þess að leysa þau, þarf samhentan borgarstjórnar- meirihluta. Eg bona, að Reyk- víkingar beri gæfu til þess í komandi borgarstjórnarkosn- ingum að fela sjálfstæðismönn- um það hlutverk. Þeir hafa sýnt það, að þeir eru þess trausts verðir. Þorvaldur Þorvaldsson bifreiðarstjóri. Markús Örn Antonsson; Jafnvægi í byggð borgar Segja má, að prófkjörið um næstu helgi marki upphaf kosningabaráttunnar fyrir borgarstjórnarkosningamar i maí. Við sjálfstæðismenn höf- um í samræmi við grundvallar- hugsjónir okkar ákveðið að láta atkvæði flokksmanna og annars stuðningsfólks flokksins ráða úrslitum um skipan sterks og sigurstr^iglegs framboðslista. í þvi vali verðum við úr fyrri borgarstjórn og borgarráði dæmdir með hliðsjón af eigin verkum á liðnu kjörtimabili, en nýjum og áhugasömum flokks- systkinum jafnframt veitt tæki- færi til beinnar aðildar að mót- un og framkvæmd borgarmála- stefnunnar. Þetta kjörtimabil, sem senn á að enda, hefur verið viðburða- ríkt. Sá háttur hefur um langt skeið verið hafður i starfi borgarstjórnarmeirihluta Sjálf- stæðisflokksins, að einstakir borgarfulltrúar hafa gerzt tals- menn hans i vissúm málaflokk- um Þetta fyrirkomulag tryggir yfirsýn okkar sem ábyrgs meirihlutaflokks yfir margbrot- ið starf nefnda og ráða í borgar- Sjá nœstu I síðu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.