Morgunblaðið - 01.03.1974, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1974
Sigurboði Þorgeirs-
— Minningarorð
son
F. 28.7. 1956,
D. 19.2. 1974.
Þínir vegir eru órannsakanleg-
ir, ó Drottinn: Þannig hljótum við
að hugsa, þegar ungmenni í sín-
um bjartasta æskublóma er hvatt
á burt í skyndingu eins og blóm,
sem fellur á einni frost-nóttu.
Ungmennið er með hugann fullan
af framtíðarvonum og draumum,
sem einnig fjölskyldan hefur
vænzt svo mikils af. Sigurboði
Þorgeirsson var fæddur og uppal-
inn i Hafnarfirði á Garðavegi 9.
Þar ólst hann upp i hópi margra
systkina og leikfélaga, barnanna
á efri hæðinni. A samskipti þessa
stóra barnahóps bar aldrei neinn
skugga, þau undu glöð í skjóli
bernsku og æsku, leidd af góðum
og kærleiksrikum foreldrum á
báðum hæðum hússins. Þess
vegna er svo þungur harmur
kveðinn að báðum fjölskyldunum
við hið snögglega fráfall hins
unga manns. Einkum sakna ung-
mennin vinar i stað. Sérstaklega
sendir Þórdís Sölvadóttir, ein
systranna af efri hæðinni, hjart-
ans kveðjur og þökk fyrir sam-
verustundirnar en hún og Sigur-
boði voru alveg einstaklega sam-
rýnd, þótt hún væri talsvert eldri
og sé nú búsett annars staðar, þá
geymir hugurinn enn minningar
um elskulegan ungan dreng, sem
dreyminn og prúður brosti við
vori og sól og leitaði trausts hjá
henni, ef eitthvað var óskiljanlegt
litium kolli og hún þá eins og
eldri systir kom til móts til að
leysa vandann. Já, heimur bernsk
unnar með brosum sinum og tár-
um, yndislegasta paradís mann-
legs lífs. Hversu fastmótaðar eru
ekki minningar þess tima í hug-
um okkar og myndir vonanna.
Sigurboði Þorgeirsson var dag-
farsprúður, hlýlyndur piltur, sem
vann sér vinsemd samferða-
manna sinna, hvort sem þeir voru
ungir eða aldnir. Hann hafði
áhuga á íþróttum eins og margir á
hans aldrei og vonaði að geta náð
þar nokkrum árangri, en svo
kenndi hann einhvers slappleika
og eftir mjög stutta dvöl ásjúkra-
húsi til rannsóknar var hann lát-
inn. Drottinn kallar og við verð-
um að hlýða því kalli, hvar sem
við erum stödd og hvernig sem
við erum stödd. Jesús segir: Sjá, í
Matthildur Sveinsdóllir
frá Mörk — Minning
húsi föður míns hef ég búið yður
stað. Já, ó þá náð að eiga Jesúm,
einkavin í hverri þraut.
1 hans forsjá felum við Sigur-
boða Þorgeirsson, vininn okkar
kæra og biðjum hann að láta
náðarljósið bjarta lýsa gegnum
húmsins tjöld. Foreldrum og
systkinum vottum við okkar inni-
legustu samúð í þeirra stóru sorg.
Fjölskyldan
Garðavegi9 (uppi),
Hafnarfirði.
Fædd 4. nóv. 1890.
Dáin 21. febr. 1974.
Síminn hringdi og orðin: Hún
Matta er dáin, bárust mér til
eyrna. Þennan undurfagra vetrar-
morgun'var ég ekki með hugann
við árið 1932, en þegar þessu fyrr-
nefnda samtali lauk, fór ég að
hugsa um öll þau mörgu ár, er
liðin eru síðan ég, þá 7 ára snój,
var boðin velkomin á rausnar-
heimilið Mörk á Akranesi. Sú, er
það gerði, var Matta, þessi bros-
hýra góða kona, sem var vinkona
móður minnar, og nú naut ég
þess.
Ég man vel er hún sagði: „Seztu
á þennan stól, þér finnst kannski
gaman að sitja á þessum gamla
stréstól" og svo sannarlega átti ég
oft eftir að setjast á þennan stól,
því að þær urðu margar heim-
sóknir mínar til Möttu.
Sem barn var ég ekki of dugleg
að hjálpa til, en að ,,hjálpa“ Möttu
í slátri, það vildi ég gera. Þær
tóku mörg slátur húsmæðurnar í
þá daga og það var reglulegt slát-
ur, engu hent, allt varð að bezta
mat í höndum þessara heiðurs-
kvenna, sem bara voru húsmæð-
ur, eins og sagt er i dag, en nú eru
t Maðurinn minn, JÓHANN GUÐMUNDSSON, kaupmaður, Steinum, Austur-Eyjafjallahreppi, lést að heimili sínu 2 7. febrúar. t ÞURÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Stóra-Knarrarnesi, Vatnsleysuströnd, verður jarðsungin frá Kálfatjarnarkirkju, laugardaginn 2. marz kl. 2.
Jónina Jónsdóttir. Börn, tengdabörn og barnabörn.
t HERBERTJÓNSSON, Hveragerði, lést 25 þ m. á Sjúkrahúsinu Selfossi. Jarðsett verður frá Hveragerðis- t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu við fráfall og útför, JÓHANNESAR FINNSSONAR.
kirkju laugardaginn 2. marz kl. 2 e.h. Bjarnfríður Leósdóttír, Leó Jóhannesson,
Árni Filippusdóttir og aðstandendur. Steinunn Jóhannesdóttir, Einar Karl Haraldsson, Hallbera Jóhannesdóttir, móðir og systkini hins látna.
þær margar horfnar yfir landa-
mærin. Matta var svo sannarlega
ein af þessum konum.
Það gat verið kærkomið að fá
vinkonu í heimsókn, sem hafði
áhuga á því að halda í ristla og
þeir voru anzi margir, ef ég man
rétt. Það var oft hlegið dátt í
kjallaranum í Mörk þessa haust-
daga. Húsmóðirin átti margar
litlar vinkonur, er höfðu áhuga á
því að hjálpa, og Matta var frábær
verkstjóri; svo lauk hverjum
„vinnudegi“ okkar með veizlu.
Já, Matta var mikil húsmóðir i
þess orðs fyllstu .merkingu. Hún
var um árabil bústýra hjá öldruð-
um foreldrum sínum, hjónunum
Mettu H. Hoffmann og Sveini
Guðmundssyni. Þau urðu mörg
jólaboðin í Mörk. Kær vinkona
mín, sem nú er látin, dvaldi um
tíma hjá foreldrum mínum á
Akranesi. Eftir lát hennar barst
mér dagbók, er hún hafði skrifað
um árabil, um heimsóknir, ferða-
lög o.fl. og á einni blaðsíðunni var
skráð þessi frásögn: „Á annan í
jólum 1932 var okkur boðið til
Matthildar Svéinsdóttur ásamt
öllum úr Haraldarhúsi og þar var
nú glatt á hjalla.“ Svo telur þessi
velgerðarkona mín upp allar veit-
ingar, er á borðum voru, og endar
frásögnina á þessum orðum:
„Eftir súkkulaði og mat var spilað
langt fram á kvöld. Þetta var nú
boð í lagi og mikið skemmti ég
mér vel.“ Eg vil gera þessi orð að
mínum.
+
Móðir okkar og tengdamóðir,
MARÍA VILHJÁLMSDÓTTIR,
Mávahlíð 8,
lézt i Landspítalanum 1 8. febrúar. Jarðarförin hefur farið fram.
Sigriður Einarsdóttir, Þorgeir Jónsson,
Björg E. Pétursson, Ásgeir Pétursson,
Villa M. Einarsdóttir, Ólafur Kjartansson,
Einar Einarsson, Margrét Sigurðard..
Magnús Einarsson.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUNNLAUGURMARKÚSSON,
Munkaþverárstræti 12.
Akureyri,
andaðist i Fjórðungssjúkrahúsinu, Akureyri, sunnudaginn 24. febrúar.
Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju, laugardaginn 2 marz kl 1 30
Þeim, sem vildu minnast hins látna er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri.
Sigrún Gunnlaugsdóttir,
Halla Gunnlaugsdóttir, Þráinn Jónsson,
Kolbrún Gunnlaugsdóttir, Jón B. Helgason,
Anna Sverrisdóttir, Frank Shaw,
og barnabörn.
t
Konan mín, móð*r okkar, tengdamóðir og amma,
MARÍA INGUNN GUÐMUNDSDÓTTIR,
Sólheimum 23,
verður jarðsungin 2. marz frá Fossvogskirkju kl 10.30. Blóm eru
vinsamlega afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hennar er bent á
líknarstofnanir.
Benedikt Einarsson, börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför,
SALOMONS LOFTSSONAR, .
Hraunbæ 44,
Ragnheiður Vilmundardóttir, börn og systkini hins látna.
t
Hjartanlegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð, vináttu og veitta
ómetanlega hjálp vegna veikinda og fráfalls eiginmanns, föður, tengda-
föður og afa,
GUÐMUNDAR PÁLSSONAR,
Hvolsvelli.
G uð blessi ykkur öll.
Guðrún Sveinsdóttir,
Leifur Guðmundsson,
Laufey Steindórsdóttir,
Steindór Guðmundur Leifsson,
Gunnar Rúnar Leifsson,
Sara Leifsdóttir.
Eftir lát foreldra sinna fluttist
Matta suður til Reykjavíkur. Þá
urðu þáttaskil í lífi hennar. Möttu
var fleira vel gefið en að vera góð
húsmóðir. Hún hafði hlotið góða
menntun á yngri árum, auk
kvennaskólanáms hlaut hún
skólagöngu í Danmörku. Matta
var óþreytandi að bæta við tungu-
málakunnáttu sína. Þetta vega-
nesti notaðist henni vel, er hún
fór að vinna að ýmsum störfum í
Reykjavík. En hugurinn dvaldi
löngum á Skaga og þar kvaddi
hún þessa tilveru.
í Reykjavík eignaðist Matta
fallegt heimili. Ég bar gæfu til
þess að dveljast oft hjá henni og
alltaf tók á móti mér sama bros-
hýra konan, er forðum bauð mér
sæti á gamla sérkennilega stóln-
um. Eftir að ég fluttist suður lágu
Ieiðir okkar oft saman á hennar
heimili eða mínu, og var móðir
mín þar oft viðstödd, enda fágæt
vinátta þeirra á milli. Hversu oft
voru þær ekki búnar að njóta
samvista hvor annarrar. Þær áttu
t
Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda
samúð og vináttu vegna andláts
og jarðarfarar systur minnar,
ÁGÚSTUWENDEL
F.h. vandamanna,
Andrés Wendel.