Morgunblaðið - 01.03.1974, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1974
Utvarp Reykjavík
FÖSTUDAGUR
1. marz.
STÓR
KJÖRSEÐILL
Þeir ætla að fara að kjósa
til bæjar- og sveitarstjórna i
Danmörku og er kosninga-
hugur i mönnum mikill,
þrátt fyrir það að aðeins séu
nokkrar vikur síðan þing-
kosningar fóru fram þar í
landi.
I Kaupmannahöfn verða
kjörnir 55 borgarfulltrúar
og ljóst er, að listarnir verða
10—11, sem fram verða
bornir. Alls verða því 5—600
manns í kjöri — og það er
staðreynd, sem veidur kjör-
stjórninni þungum
áhyggjum. Á danska
þinginu voru nefnilega fyrir
nokkru síðan samþykkt lög
um að á kjörseðlunum í
Kaupmannahöfn yrði að
birta nöfn allra frambjóð-
enda allra lista. Kjörseðl-
arnir verða fyrir vikið
gríðarlega stórir og þungir.
Talið er, að hver þeirra
muni vega 65 grömm, verði
90 sm langur og 45 sm
breiður. Fyrir vikið komast
ekki fieiri en 200—250 kjör-
seðlar í hvern kjörkassa —
annars getur einn maður
ekki loftað kassanum, þar
sem hann er þungur fyrir.
Og þess vegna hefur kjör-
stjórnin orðið að kaupa 3.000
nýja kjörkassa, leigja um
500 borð vegna talningar-
innar og kaupa um 25 lestir
af pappír í seðlana. 240
æfðir teljarar verða að vinna
í yfirvinnu við að telja og
leigja verður stóran sal fyrir
talninguna, en með gömlu
seðlunum var unnt að láta
liðlega 100 teljara vinna
verkið og húskynni og borð
ráðhússins í Kaupmanna-
höfn nægðu. Og þá var ekki
nema eins dags verk til við-
bótar að fara yfir seðlana
með tilliti til útstrikana og
breytinga, en nú tekur það
verk væntanlega helmingi
lengri tíma.
Og svo er búið að reikna
það út, að allt þetta muni
gera kosningarnar mun
dýrari en ella fyrir borgar-
sjóðinn og þar með kjós-
endurna sjálfa. Ef kjör-
sóknin verður rúm 60%;
eins og í síðustu borgar-
stjórnarkosningum, mun
kostnaðurinn vegna hvers
greidds atkvæðis vera
130—150 kr. íslenzkar og
þætti víst hátt hér.
ANNA PRINSESSA
EIGNAST
STAÐGENGIL
Það þarf oft þolinmæði til að !
sitja fyrir hjá listmálara — um I
það eru bæði fyrirsætur og lista- I
menn sammála. Og Anna i
prinsessa af Bretlandi er ekki .
fræg fyrir mikla þolinmæði. En *
hún verður vafalítið afar eftirsótt I
af listmálurum, sem vilja fá að I
mála mynd af henni, og hún hefur i
þegar fundið lausn á því vanda- .
máli: Hún hefur eignazt stað- *
gengil — úr vaxi og trefjagleri, I
með hreyfanlegum kúluliða- I
mótum. Og þessa brúðu getur hún ■
afhent listamönnum, þegar hún _
sjálf er orðin leið á því að sitja J
fyrir.
Raunar er hún ekki sú fyrsta í I
brezku konungsfjölskyldunni til t
að eignast slíkan grip: Drottn- 5
ingin móðir hennar hefur átt sér ■
slíkan „tvibura" í 14 ár.
Verðið á brúðunni var um 125 |
þús fsl. kr. og forstjóri fyrirtækis- I
ins, sem hana framleiddi, segir: •
,,Ég held, að hirðinni hafi þótt J
tími til kominn fyrir önnu I
prinsessu að eignast eigin brúðu |
að loknu brúðkaupi hennar í I
nóvember sl. Þetta mun gera ■
henni lífið mun léttara, þegar J
listamenn vilja mála myndir af ■
henni. Hún getur setið fyrir |
tvisvar sinnum, stutta stund í I
einu, svo að þeir geti málað andlit ■
hennar, en síðan getur hún J
afhent þeim brúðuna, sem verður I
klædd í föt af henni sjálfri og sett |
í nákvæmlega sömu stöðu og hún
sat í, og síðan geta listamennirnir
dundað við að Ijúka við málverkið
og haft til þess nægan tíma.“
Einkaþerna prinsessunnar sá
um að taka mál af líkama hennar
til að gefa brúðugerðarfyrirtæk-
inu, en líkamsmálin eru leyndar-
mál. Hins vegar verður brúðunni
hiklaust breytt, ef vöxtur Önnu
tekur einhverjum breytingum.
1 sambandi við gerð þessarar
brúðu hefur komið fram, að
móðir Önnu, Elísabet drottning,
hefur gætt vel að línunum, því að
líkamsmál hennar hafa ekkert
breytzt í þau fjórtán ár, sem liðin
eru frá því að brúða hennar var
gerð, að sögn eiginkonu forstjóra
brúðugerðarfyrirtækisins.
Brúðan hennar Önnu hefur enn
ekki verið notuð við gerð mál-
verks, en hins vegar hefur brúðan
komið að góðum notum á sýningu
þeirri, sem haldin var í London
á brúðargjöfum þeirra Önnu og
Marks; þar var brúðan klædd í
brúðarkjól Önnu og höfð til sýnis
við hlið gjafanna.
7.00 Morgunútvarp
Vcðurfivgnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl 7.20. Frcttir kl.
7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00.
Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund bamanna kL 8.45: Þor-
leifur Hauksson byrjar lestur þýðingar
sinnar á sögunni „Elsku Míó minn'*
cftir Astrid Lindgren.
Morgunleikfinii kl. 9.20. Tilkynningar
kL 9.30.
ÞingfiÝttirkl. 9.45. Léttlög á milli liða.
Spjallað við bændur kl. 10.05.
Morgunpopp kL 10.25: Ike og Tina
Turner syngja.
Morguntónleikar kL 11.00: F’ritzNeum-
eyer og kammerhljómsveit leika Sem-
balkonsert í d-moll eftir Carl Philipp
Emanuel Bach. / Nýja fílharmóniu-
sveitin leikur Sinfóníu í B-dúr op. 10
nr. 2 eftir Johann Christian Baeh. /
Filharmóníusveitin í Berlin leikur
Brandenborgarkonsert nr. 5 í D-dúr
eftir Jóhann Sebastian Baeh.
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.25 FYéttir og verðurf regnir. Tilkynn-
ingar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Siðdegissagan: „Platero og ég" eft-
irJuan Ramón Jiminéz
CMga Guðrún Árnadóttir og Erlingur
Gislason leikari Ijúka flutningi sögunn-
arí þýðingu Guðbergs Bergssonar (6).
15.00 Miðdegistónleikar: Tónlist eftir
Franz Liszt
Vladimir Asjkenazý leikur kon-
sertetýður á píanó.
A skjánum
FÖSTUDAGUR
1. mars 1974
20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar
20.30 Að Heiðargarði
Bandarískur kúrekamyndaflokkur.
Tíðindaiaust íTucson
Þýðand i Kristmann Eiðsson.
21.25 Landshorn
Fréttaskýringaþáttur um innlend mál-
efnl
Umsjónannaður Eiður Guðnason.
'22.05 ,JIárið" I Israel
Bresk mynd, tekin í ísrael, þegar rokk-
söngleikurinn „Hárið" var scttur þar á
svið. Fylgst er með æfingum og rætt
við leikarana og fúlk á förnum vegi.
Þ> ðandi og þulur Óskar Ingimarsson.
22.35 Dagskrárlok
LAUGARDAGUR
2. mars 1974
16.30 Jóga til heilsubóta
Bandariskur myndaflokkur með
kennsluí jógaæfingum.
Þýðand i og þul ur Jón O. Eswald.
17.00 Iþróttir
Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson.
19.15 Þingvikan
Þáttur um störf Alþingis.
Umsjónarmenn Björn Teitsson og
Björn Þorsteinsson.
19.45 Hlé
1 KVÖLD kl. 20.05 eru
sinfónískir tónleikar í útvarps-
dagskránni. Á verkefnaskránni
eru þrjú verk, öll velþekkt og
vinsæl, og listamennirnir eru
sömuleiðis í háum gæðaflokki,
ef svo má að orði komast.
Fyrst verður leikinn forleik-
ur að óperu Mozarts, „Don Gio-
vanni", og stjórnar Colin
Davies leik Fílharmóníuhljóm-
sveitinni í Lundúnum.
Þá leikur Isaak Stern fiðlu-
konsert Bartóks með sinfóníu-
hljómsveitinni í Filadelflu und-
ir stjórn Eugene Ormandys, og
að síðustu er fyrsta sinfónía
Beethovens, leikin af Fíl-
harmóníuhljómsveit Berlínar,
sem Herbert von Karajan
stjórnar.
Sumum kann nú að virðast
það vera að bera í bakkafulian
lækinn að bera lof á listamenn-
ina og tónlistina, sem þeir
flytja í kvöld, en nú eru tón-
listarunnendur orðnir svo góðu
vanir, að þeir eru líklega farnir
að taka tónlistarflutning út-
varpsins sem sjálfsagðan hlut.
Til dæmís er það löngu hætt að
vera nokkur viðburður, að frá-
bærir tónlistarmenn leiki listir
sínar í útvarpinu. Hins vegar
virðist svo sem sjónvarpið hafi
ekki sinnt tónlistinni sem
skyldi, eða hvers vegna hefur
reglulegum hljómleikum
Sinfóníuhljómsveitarinnar
ekki verið ætlað rúm í sjón-
varpsdagskránni?
Margir munu minnast hljóm-
listarþátta Leonards Bernsteins
&
Margaret Price syngur þrjá madrigala
við Ijóð eftir Petrarka; James
Lockhardt leikur á píanó.
15.45 Lcsin dagskrá næstu viku
16.00 Frét tir. Tilkynningar. 16.15 Veður-
f reg ni r.
16.25 Popphornið
17.10 Frá heimsmeistaramótinu f hand-
knattleik: Island—V.Þýzkaland
Jón Ásgeirsson Iýsir frá Erfurt í Aust-
ur-Þýzkalandi.
17.45 Framburðarkenns la I dönsku
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsias.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 Frét taspegill
19.40 Þingsjá
Ævar Kjartansson sér umþáttinn.
20.05 Sinfónfskirtónleikar
21.00 Málverkafalsarinn mikli
Halldór Stefánsson rithöfundur tók
saman. Hjörtur Pálsson les fyrri hluta
fráscfeunnar.
21.30 (}t varpssagan: „Tristan og Isól"
eftirJoseph Bédier
Einar 01. Sveinsson prófessor þýddi.
Kristin Anna Þórarinsdóttir leikkona
les (11).
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir
Lestur Passfusálma (17)
22.25 Ummvndanir
Sex goðsögur í búningi rómverska
skáldsins Övíds með tónlist eftirBenja-
min Britten. í öðrum þætti les Kristján
Árnason þýðingu sína á sögunni um
Faeþón og Kristján Þ. Stephensen leik-
ur á óbó,
22.50 Draumvfsur
Sveinn Amason og Sveinn Magnússon
kynna lög úr ýmsum áttum.
23.50 Fréttirí stut tu máli. Dagskrárlok.
*
20.25 Söngelska fjölskyldan
Bandariskur söngva- og gamanmynda-
flokkur.
Þýðandi Heba Júliusdóttir.
20.50 Ugla sat á kvisti
„Bítlaæðið".
í þessum þætti eru rifjaðar upp minn-
ingar frá árunum 1962—70, en cinmitt
á þeim árum kom fram í EYiglandi
hljómsveitin The Béatles, eða „Bítlarn-
ir", og verður hér fjallað um áhrif
þeirra á íslenskt músiklif á þessum
tima
Sýnd verða brot úr allmörgum sjón-
varpsupptökum og koma þar meðal
annars fram hljómsveitimar Hljómar,
Óðmenn, Flowers, Stormar og Náttúra.
Einnig koma við sögu í þættinum
Bítlamir sjálfir, Rolling Stones. Beach
Boys og fleiri.
Ums jón a rm aðu r J ón a s R. J óns son.
21.35 Reikistjörnurnar
Bandarisk fræðslumynd um stjörnu-
fræði og vaxandi þekkingu manna á
reikistjörnum þeim, sem næstar eru
jörðu.
Þýðandiog þulurGuðrún Jörundsdótt-
ir.
22.05 Frið þeim, sem inn gcngur
Sovésk biómynd.
Þýðandi Lena Bergmann.
Myndin gerist í Þýskalandi á síðasta
dégi heimsst>rjaldarinnar siðari og lýs-
ír hörmungum eiastaklinga úr hinum
stríðandi herjum.
23.30 Dagskrárlok
í sjónvarpinu fyrir nokkrum
árum. Þessi þættir voru vinsælt
sjónvarpsefni og prýðilegir að
allri gerð, og er ekki að efa, að
margir myndu vilja fá þessa
þætti eða aðra hliðstæða í sjón-
varpið á ný.
I KVÖLD kl. 21.25 verður á
dagskrá fréttaskýringaþáttur-
inn Landshorn, og að þessu
sinni verður brugðið út af venj-
unni og áðeins fjallað um eitt
efni. Þ.e. verkföll og kjara-
samninga. Þetta eina efni er
svo viðamikið og margþætt, sér-
staklega þessa dagana, að ekki
er nein ofrausn að ætla þvi heil-
an þátt. Stjórnandinn að þessu
sinni er Eiður Guðnason, og
ræddum við lítillega við hann
um þáttinn. Hann sagði að rætt
yrði um aðdraganda og áhrif
kjarasamninganna I bráð og
lengd, vinnubrögð I samningun-
um og lítillega minnzt á breyt-
ingar á tekjuskatti og sölu-
skatti.
Hann sagði enn óljóst hverjir
kæmu fram I þættinum auk um-
sjónarmannanna, en ákveðið
væri að leita til fulltrúa stjórn-
arandstöðunnar og talsmanns
ríkisstjórnarinnar, auk þess
yrði rætt við fólk, sem annað-
hvort hefði sérþekkingu á þess-
um málum eða hefði komið sér-
staklega við sögu I kjarasamn-
ingunum. Þá yrði fjallað um
ýmsa innviði sjálfrar samninga-
gerðarinnar og það hvernig
haga mætti málum til að bæja
frá verkföllum.
ffclk f
fréttum
Börge Schmidt borgarstjóri m.eð sýnishorn áf
risakjörseðlinum.
20.00 Frétttr
20.20 Veður og auglýsingar
ffclk í
fjclmiélum « - 4