Morgunblaðið - 01.03.1974, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 01.03.1974, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1974 Gísil, Eiríkur og Heigj s eftlr inglblðrgu Jónsdóttur „Mamma er stundum svo nízk,“ sagði Gísli. „Hún er alltaf að spara. Ég ætla að hella úr krukkunni f skálina." Og það gerði hann. Gísli hellti úr fullri krukku af lyftidufti í hrærivélarskálina. „Ég ætla að búa til stóra köku fyrst ég á annað borð er farinn að baka,“ sagði Gísli. „Þig langar áreiðanlega í margar sneiðar, þegar þú ert búinn að bragða á henni. Mamma verður líka hrifin, þvf að þá þarf hún ekki að baka í marga, marga daga.“ „Já, mamma verður hrifin,“ sagði Eiríkur og af þessu sjáið þið, að þeir vildu gleðja mömmu sfna, blessaðir drengi rnir. Gísli setti allt mögulegt út í deigið. Hann setti rúsínur og sardínur, kakó og kaffidreytil til að þynna það, þegar mjólkin var búin. Hrærivélin hrærði og hrærði og nú voru brúnar slettur innan um þær gulu og hvítu á veggjunum. Gísli bragðaði ádeiginu og sleikti út um. „Namm, namm,“ sagði Gísli. „Nú verður kakan fín.“ 1 2 3 4 5 6 7 L 8 9 Lítil krossgáta Hér eru 15 orS en aðeins níu þeirra eiga heima í krossgátunni. Geturðu fundið, hvaða orð það eru. — Til þess að auðvelda lausnina er einn stafur gefinn. arar — álit — kala — Kata — kona — ósar — stál — æsir — álita — elgur — latar — ódæði — skáka — talar — æstur. Eiríkur fékk líka að sleikja og bræðurnir voru kámugir um andlit og hendur. Gísli smurði form og hellti deiginu í formið og kakan hvarf inn í ofninn, sem stilltur var á mesta straum. Eftir stutta stund gægðist Gísli inn í ofninn. Kakan var farin að lyftast. Hún var bæði há og falleg. „Þarna sérðu, Eiríkur," montaðist Gísli. „Kakan er orðin stór. Þetta verður fín kaka, mikið fínni en kökurnar hennar mömmu. Nú skal ég alltaf baka fyrir hana á meðan hún er svona þreytt.“ „Ég get varla beðið,“ sagði Eiríkur og hann reyndi að ná f leifarnar af deiginu með tungubroddinum á sér. Þetta var einstaklega gómsætt deig. Eftir smástund lagði angandi kökuilm um íbúðina og Gisli og Eiríkur þöndu út nasirnar. En hvað þeir hlökkuðu til að bragða á þessari glæsilegu köku! „Heldurðu, að hún sé ekki að verða tilbúin?" spurði Eirfkur, sem var búinn að þrífa mestu kám- urnar úr andlitinu. Hann andaði djúpt að sér og ó, hvaða skelfing! Hann hrópaði: „Finnur þú ekki brunalykt, G ísli! “ Þeir þutu báðir fram í eldhús og Eiríkur benti þegjandi á ofnhurðina, en meðfram henni læddust út örlitlir reykjabólstrar. Gísli tók tusku og opnaði ofnhurðina. Kakan hans var komin upp fyrir formið og farin að ieka út í ofninn. Kakan varð sífellt stærri og stærri fyrir framan undrandi augu þeirra. Kakan fyllti innan skamms ofninn eins og stærðar blaðra og deigið fór að flæða út á gólf. „Almáttugur," sagði Eiríkur. „Ég hef aldrei á ævinni séð svona stóra köku fyrr!“ „Ég ekki heldur,“ sagði Gísli. „Ég hef víst látið of mikið af einhverju í hana!“ „Hvað eigum við að gera?“ spurði Eiríkur. „Slökkva á ofninum,“ bætti hann við og það gerði hann. „Hafa ofnhurðina opna,“ sagði Gísli og það gerð hann líka og deigið hélt áfram að streyma út úr ofninum eins og grauturinn úr potti kerlingarinnar litlu í Grimms-ævintýrum. „Mamma verður reið,“ sagði Eiríkur. „Þetta hefst allt af græðginni í þér,“ sagði Gísli. „Þú sagðist geta bakað kökur,“ hreytti Eiríkur út úr sér. (tylonni ogcTVlanni eftir Jón Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi „Sælar verið þér, húsfreyja. Gæti ég fengið að vera hérna í nótt?“ „Já, það er sjálfsagt. Gerið þér svo vel að koma inn“. Þegar við komum inn í bæjardyrnar, sagði ég við Harald: „Nú skal ég taka við stafnum yðar“. Hann rétti mér stafinn, sem var víst helmingi lengri en ég og mjög þungur. Ég setti hann í hornið við dyrnar. „Ég get líka tekið við byssunni yðar“, sagði ég svo. „Þakka þér fyrir, góði minn, en þess þarf ekki. Hana skil ég aldrei við mig“. Við fórum síðan með Harald inn í baðstofu. Þar beið Bogga eftir okkur. Han gekk til hennar, rétti henni höndina og sagði: „Sæl vertu“. „Sælir“, svaraði Bogga og bauð honum sæti við borðið. Haraldur þakkaði fyrir, reisti byssuna upp við vegg- inn og settist. „Hvað heitir maðurinn?“ spurði mamma nú. „Ég verð að biðja afsökunar á því, að ég gerði dreng- ina yðar hálfhrædda áðan, þegar þeir spurðu mig, hvað ég héti. Ég ætla því að segja yður það fyrirfram, að ég er ekki Halldór Helgason. Ég heiti Haraldur og er bróðir Halldórs. Við erum tvíburar“. Mamma brosti við og sagði: „Og þó að þér væruð Halldór, þá hefðum við víst ekkert að óttast“. „Það er líka satt“, svaraði hann. „Halldór hefur alltaf verið bezti drengur“. „Þér komið víst langt að. Við sáum til yðar efst uppi í fjalli“. „Já, ég kem beina leið frá Borg“. „Og voruð þér lengi á leiðinni?“ „Já, ég fór fram og aftur um fjallið langalengi“. „Þér eruð sennilega að leita að hestum eða fé?“ „Nei“, svaraði Haraldur brosandi. „Það er allt ann- að, sem ég er að leita að“. ITfettÖfnorgunlioffinu — Það eina sem þjófarnir hafa ekki tekið, eru skartgripirnir, sem þú hefur gefið mér. — Hann virðist nú ekki vera til stórræðanna, en ég held að hann dugi nú eitthvað samt. — Mamma, ég dey úr hungri, ef ég fæ ekki ís strax. — Jú takk fyrir . . . hann virðist fara bara vel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.