Morgunblaðið - 01.03.1974, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1974
39
EDSE-
ANNA
FRAMHALDSSAGA EFTIR
MAJ SJÖWALL OG
PER WAHLOÖ'
JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR
ÞÝDDI
44
aftur. Og þar kemur þú til sög-
unnar. Ef þú vilt og heldur, að þú
ráðir við það auðvitað. Þú átt að
verða hans næsta fórnardýr.
— Ósköp hljómar það notalega,
sagði Sonja Hansson og dró síga-
rettu upp úr pússi sinu.
— Þú ert svipuð Roseönnu í
hátt og við ætlum að biðja þig að
leika agnið. Það verður að gerast
á eftirfarandi hátt: Ilann er skrif-
stofustjóri í vöruflutningafyrir-
tæki. Þú ferð þangað og pantar
flutningabíl, daðrar dálitið við
hann og sérð til þess að hann fær
heimilisfang þitt og símanúmer.
Þú reynir að vekja áhuga hans.
Og svo getum við bara vonað.
— Þú hefur haft hann í yfir-
heyrslu? Er hann ekkert tortrygg-
inn?
— Við höfum sent frá okkur
tilkynningu, sem sennilega róar
hann.
— Eg á sem sagt að fleka hann.
Og hvernig á ég að fara að því? Og
ef það nú tekst?
— Þá skaltu ekki vera hrædd.
Við verðum alltaf á næstu grös-
um. En þú verður að setja þig vel
inn í málið fyrst. Lesa allar
skýrslur um Roseönnu málið. Það
er áríðandi. Þú verður að vera
Roseanna McGraw. Líkjast henni
— á ég við.
— Ég lék að vísu i skólaleikrit-
um í gamla daga, en þau afrek
hafa ekki verið skráð á spjöld
sögunnar .. .
— Við skulum nú sjá til með
þetta.
Martin þagði augnablik. Svo
sagði hann.
— Þetta er eina ráðið, sem við
höfum. Hann verður að fá ein-
hverja hvatningu, og hana verð-
um við að gefa honum.
— Allt i lagi. Eg reyni. Eg vona
að ég geti staðið mig. En auðvelt
verður þetta ekki.
— Fyrst skaltu fara í gegnum
allar skýrslurnar, bréfin, skeytin
og skoða allar myndirnar. Svo töl-
um við aftur saman.
— Núna?
— Já. í dag. Hammar mun sjá
um að þú fáir leyfi frá störfum
þínum á Bergsstöðinni. Við verð-
umlíka að skreppa heim tilþín og
skoða aðstæður. Auk þess verðum
við að láta smiða aukalykla. Hitt
kemur svo smátt og smátt.
Tíu minútum síðar kvaddi hann
hana, þar sem hún sat inni á skrif-
stofunni með þeim Kolberg og
Melander og var að byrja að fara i
gegnum skýrslurnar.
Seinna um daginn kom Alil-
berg. Hann hafði rétt tyllt sér
niður þegar Kolberg kom
þjótandi inn.
— Ahlberg fer heim á morgun
aftur, sagði Martin. — Hann ætti
að fá að sjá Bengtsson áður en
hann fer.
— Það verður að gerast mjög
gætilega, sagði Kolberg.
— Hann þekkir mig nú ekki,
hvernig sem á allt er litið, sagði
Ahlberg.
— Við skulum koma strax,
sagði Kolberg. Það er ys og þys
alls staðar. Eg sé ekki betur en
allir höfuðborgarbúarnir séu í
jólagjafakaupum.
Ahlberg klóraði sér í höfðinu.
— Æ, já, jólagjafirnar. Þeim
hafði ég alveg gleymt.
— Ég lika, sagði Martin. — Það
er að segja, ég man eftir þeim
öðru hverju, en meira er það nú
ekki.
Umferðin var skelfileg.
Klukkuna vantaði tvær mínútur í
fimm, þegar þeir hleyptu Ahlberg
út úr bílnum á Norrmalmstorgi og
sáu hann hverfa i fjöldánn.
Kolberg og Martin biðu úti fyrir
Berns.Tuttugu og fimm minútum
síðar kom Ahlberg. Hann klifraði
inn í aftursætið og sagði:
— Víst er þetta maðurinn frá
kvikmyndinni. Hann tók vagn
númer fimmtíu og sex.
— Með honum fer hann upp á
St. Erikstorg. Þar kaupir hann
mjólk, smjör og brauð og fer svo
heim. Borðar, glápir á sjónvarpið
og svo fer hann að hátta, sagði
Kolberg. — Hvar viljið þið fara
út?
— Hérna. Kannski við drífum
okkur í jólagjafirnar, sagði Mart-
in.
Daginn eftir hitti Ahlberg
konuna, sem átti að veiða Bengts-
son. Hún hafði aðeins komizt í
gegnum hluta af öllum skýrslun-
um.
Um kvöldið hélt Ahlberg heim
til Motala.
27. kafli.
Þetta urðu rauð jól. Maðurinn
sem hét Folke Bengtsson dvaldi
hjá móður sinni í Södertálje yfír
jólin. Martin Beck hugsaði til
hans sýknt og heilagt, meira að
segja meðan hann var að hlusta á
jólaguðsþjónustuna í útvarpinu.
Kolberg át yfir sig og lá i þrjá
daga á sjúkrahúsi.
Ahlberg hringdi á öðrum í jól-
um, kófdrukkinn.
Blöðin birtu nokkrar til-
kynningar, þar sem gefið var í
skyn, að bandariska lögreglan
VELVAKAIMOI
Velvakandi svarar í sima 10-100
kl. 1 0.30 — 1 1 30, frá mánudegi
til föstudags.
% Verkföllin
Guðný Gilsdóttir skrifar:
„Nýlega var tekið svo til orða í
útvarpsfrétt, að verkfall það, sem
nú er nýlokið, hafi verið með
þeim stærstu, er verið hafa. Eigi
veit ég það, en of stórt var það og
hörmung til þess að vita, að því,
sem Drottinn gefur úr djúpinu,
skuli vera fleygt í það aftur eða
eyðilagt á annan hátt.
Sumarið 1921 var togáraflotinn
bundinn allt sumarið. Það kom
sér illa fyrir þá, sem voru að Iosna
úr skóla eftir langt nám, áttu
skuldir og ekkert annað, nema
kannski konu og krakka. Ekki var
sá tími betri en þessi. Þegar
síðustu togararnir komu inn um
vorið var verkfallið skollið á, og
var reynt að fá sjálfboðaliða til að
hjálpa til við losun. Það tókst, og
þekkti ég tvær húsfreyjur, sem
tóku þátt í því starfi.
En hvers vegna þessi heimsku-
legu verkföll, sem alltaf gefa
minna af sér en það, sem nemur
þeirri verðhækkun, sem á eftir
kemur.
Geta vinnuveitendur ekki lagt
spilin á borðið og sýnt verkalýðn-
um það svart á hvitu ef halla-
rekstur er? Ég tel, að það bæri
góðan árangur.
% Móðurmálið
Ekki finnst mér nógu vel vand-
að orðfæri okkar elskulega
móðurmáls. Hví í ósköpunum að
vera að innleiða enskar setning-
ar?
Hafa Bretar til þess unnið með
aðförum sínum við strendur land-
ins, að við virðum þá þess?
,,Ég mundi segja" er setning,
sem si og æ er tönnlazt á. Þetta er
þó bæði lengra og óákveðnara en
ef sagt væri: „Ég tel", „ég held",
„ég vil“ eða annað, sem tungan á
betra. Sama er að segja um þetta
danska „síðan", — er ekki nóg að
segja fyrir mörgum árum, vikum
eða mánuðum? Þetta „síðan" er
aðeins málalenging og málvilla.
Þetta og ýmislegt fleira heyrist
daglega í útvarpserindum, en þar
er mest áríðandi, að vandað sé
málfarið.
Efnisvalið þyrfti líka að vanda
betur. Mér og fleiri hefur oft
blöskrað að heyra þann ófögnuð,
sem okkur er boðið að hlusta á.
Leikrit á borð við „Opnar dyr“ vil
ég taka sem dæmi. Aðalefnið var
drykkjuskapur og kvennafar. Við
fullorðna fólkið getum lokað og
gerum það, en gera unglingarnir
það? Ætli þeir hugsi ekki sem svo
— a.m.k. sumir hverjir — að
svona sé lífið?
0 Kvöldbænir
Hvílikur mismunur á því and-
rúmslofti, sem börn og unglingar
alast upp í nú og þvi, sem var
fyrir 60—70 árum. Þá var siðalær-
dómur Helga Hálfdanarsonar
kenndur fyrir fermingu og í
heiðri hafður af ungum sem
öldruðum.
Nú spyr ég: Gerir útvarpsráð
sér grein fyrir þeirri ábyrgð, sem
hvílir á þeim, sem efnisvali ráða?
Auðvitað ber útvarpsráð alla
ábyrgðina á gjörðum þjóna sinna.
Ef vel væri á haldið gætu útvarp
og sjónvarp verið mestu og beztu
menningartæki þjóðarinnar.
Fyrir mörgum árum, já áratug-
um, var beðið um kvöldbæn í út-
varpi. Þær óskir hafa verið endur-
teknar síðan, en það hefur verið
árangurslaust.
Vestmannaeyingar fengu þessu
þó til leiðar komið, og stóðu vonir
til, að áframhald yrði á því, en sú
von brást.
% Þarfasti
þjónninn
Nú er um það talað að vernda
fornar minjar, enskiptarskoðanir
um það, hvað vernda skuli.
Mér verður hugsað til þess, er
ég geng um gatnamót Hverfisgötu
og Laugavegar, hvort nokkur þjóð
önnur sýni liðna timanum svo
mikla vanvirðu sem við gerum. Á
þessum stað svöluðu þreyttir og
þyrstir hestar þorsta sínum eftir
löng og erfið ferðalög. Vatnsþróin
var brotin niður og sjoppa sett I
staðinn — ein unglingatálbeitan í
viðbót.
Hefði það ekki verið verðug
viðurkenning við þarfasta þjón-
inn að hafa þarna fallega styttu af
hesti með pósttöskur. Hesturinn
vann sitt verk með prýði þar til
bíllinn leysti hann af — kom
manni og pósti á leiðarenda og sat
aldrei fastur í fönninni.
Með beztu kveðjum til þeirra,
er þessar linur lesa.
Guðný Gilsdóttir."
% Grasköggla-
framleiðsla
Stefán Sigfússon, sem er frarn-
kvæmdastjóri fyrir búrekstrinum
í Gunnarsholti, hringdi vegna
greinar, sem birtist sl. þriðjudag
og fjallaði um graskögglagerð.
Vildi Stefán leiðrétta það, sem
þar kom fram, þ.e.a.s. að gras-
kögglaframleiðsla væri nýlunda
hér á landi og ennfrem.ur það, að
þar hefðu Brautarholtsbræður
verið brautryðjendur.
Stefán benti á það, að
graskögglar hefðu fyrst verið
framleiddir hér árið 1964 og hefði
það verið í Gunnarsholti. Síðan
hefði verið farið að framleiða
kögglana á Stórólfsvallarbúinu
árið 1971, og árið 1972 hefði verið
farið að búa þá til i Brautarholti.
Framleiðsla grasmjöls hefði
verið undanfari kögglafram-
leiðslu. Brautryðjandi á því sviði
var Klemenz á Sámsstöðum, en
hann byrjaði að framleiða gras-
mjölið árið 1948. Síðan var farið
að framleiða grasmjöl á Stórólfs-
vallarbúinu árið 1962, 1963 í
Brautarholti og í Gunnarsholti
árið 1964.
% Um daginn
og veginn
Rósa B. Blöndal skáldkona
talaði úm daginn og veginn í út-
varpinu sl. mánudag, og hefur
Velvakandi verið beðinn fyrir
þakkir nokkurra lesenda til henn-
ar fvrir erindið.
Kona á Akranesi hringdi og
vildi lýsa ánægju sinni með mál
Rósu. Hún sagði, að langt væri
síðan mælt hefði verið af svo
mikilli einurð og festu i þættin-
um, en sérstaklega vildi hún
þakka Rósu fyrir orð hennar um
fóstureyðingafrumvarpið. Það
hefðu verið tímabær orð, og ósk-
andi, að fleiri yrðu til að taka i
sama streng.
Þá hringdi Margrét Jónsdóttir
og óskaði hún þess, að Mbl. fengi
erindi Rósu til birtingar. Þess er
að geta, að útvarpserindi eru ekki
birt í Mbl. nema í undantekn-
ingartilfellum, og þá helzt þegar
einhver eftirmáli hefur orðið.
Maður, sem vildi ekki láta
nafns getið, en sagðist vera at-
vinnurekandi suður með sjó, vildi
einnig koma þakklæti sínu á
framfæri og sagði Rósu áreiðan-
lega hafa mælt fyrir munn
margra, sérstaklega um varnar-
málin. Hann lét þess getið í leið-
inni, að hann hefði gengið um
með lista fyrir „Varið land“ og
hefði allt starfsfólk sitt skrifað
undir. Meira að segja hefði sumt
þeirra komið að máli við sig að
fyrra bragði og spurt, hvort hann
gæti ekki útvegað eyðublöð til að
skrifa á.
B33 SIG6A V/öGpt £ ‘ÍILVERAW
— Frjálslyndi...
Framhald af bls. 20
stofnaður og farinn að safna til
sín nokkuð af þeim atkvæðum,
sem áður höfðu óskert farið til
Frjálslyndaflokksins. Árið
1910 missti Frjálslyndi
flokkurinn umtalsvert fylgi, —
en hélt þó valdaaðstöðu sinni.
Arið 1915 var Asquith lávarður
í forystu fyrir samsteypustjórn,
en árið eftir varð ágreiningur
milli arma i flokknum, Asquith
lávarðar annars vegar og Lloyd
George hins vegar. Sá síðar-
nefndi varð svo forsætisráð-
herra í samsteypustjórn, sem
studdist mjög við íhaldsflokk-
inn.
Enn molnaði af flokknum í
ágreiningi, sem reis upp árið
1931 vegna myndunar þjóð-
stjórnar James Ramsey
MacDonalds og síðar Winstons
Churchills árið 1945. Eftir
styrjöldina fór fylgi Frjáls-
lynda flokksins mjög dvínandi
og í kosningunum árið 1955
fékk flokkurinn aðeins sex full-
trúa kjörna í Neðri málstofuna,
eða 2,7 prósent atkvæða. Siðan
hefur fylgi flokksins haldið
áfram að minnka, þar til áallra
siðustu árum, að hann hefur
verið að rétta sig við. Aldrei
hefur þó straumurinn til hans
verið jafn augljós og nú og
virðast menn hafa trú á núver-
andi leiðtoga hans, Jerome
Thorpe. Verður því á allan hátt
forvimilegt að sjá, hvað flokk-
urinn ber úr býtum nú. Sá
flokkur, sem um langa hrið var
forystuflokkur í brezkum
stjórnmálum, en fékk árið 1970
enn aðeins sex þingmenn
kjörna.
VERKSMIDJU
ÚTSALA!
Opin þriðjiidaga kl.2-7e.h. og
föstudaga kl.2-9e.h. -
A UTSOLJUNNI:
Flækjulopi Vefnaöarbútar
Hespulopi Bílateppabútar
Flækjuband Teppabútar
Endaband Teppamottur
Prjónaband
Reykvlkingar reynió nyju hradbrautina
upp i Mosfellssveit og verzlið á útsölunni.
Á
ALAFOSS HF
MOSFELLSSVEIT
MATUR
„er mannsins megin”
Munið okkar vinsælu
köldu boró og hinn
skemmtilega „kabarett”
Leigjum út sali fyrir
fjölmenna og fámenna
mannfagnaði.
VEITINGAHÚSIÐ GUESIBÆ
(Útgaröur) simi 85660