Morgunblaðið - 01.03.1974, Síða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1974
IMTTMm MORCUniBLADSIIVS
Sárlasnir Islendingar áttu
enga möguleika
Töpuðu 15-25 fyrir Tékkum, eftir 6-11 1 hléi
Þegar Tékkarnir sáu, að íslenzka
liðið var langt frá sínu bezta,
settu þeir upp hraða i leiknum og
í seinni hálfleiknum léku þeir
mjög vél. Beztu menn liðsins voru
þeir Jary og Koreny, hávaxnir
leikmenn báðir tveir, en þó liðleg-
ar vaxnir en margir handknatt-
leiksmenn frá Austur-Evrópu.
Þessir tveir leikmenn báru upp
allt spil tékkneska liðsins, en
miklu munaði einnig fyrir það, að
markvörður þess varði mjög vel.
Það sýnir vel yfirburði í leiknum,
að markvörður þeirra tók þá
áhættu f seinni hálfleiknum að
skjóta yfir þveran völlinn og í
mark Islendinganna og þar sem
Ölafur Benediktsson hafði hætt
sér of langt fram á völlinn tókst
honum að skora.
Mörk Islands í leiknum skor-
uðu: Axel Axelsson 8, Einar
Magnússon 2, Geir Hallsteinsson
2, Björgvin Björgvinsson 2 og
Gunnsteinn Skúlason 1.
Markhæstur í liði Tékkanna var
Jary, sem skoraði 8 mörk.
Tveimur Islendinganna, Axel
Axelssyni og Herði Kristinssyni,
var vísað af velli í 2. mín., og
Tékkarnir misstu einnig tvo
menn útaf.
Queens Park
sigraði
SKOTLAND vann Belgíu 2—1 í
leik liðanna í undankeppni
EUFA-bikarkeppni unglinga í
knattspyrnu, en leikur þessi var
háður í Skotlandi í fyrrakvöld.
Óvænt úrslit í HM
Axel Axelsson — átti langbezt-
an leik tslendinganna.
skyttur yfir utan — Axel og Geir
— og svo fjóra linumenn: Gunn-
stein, Auðun, Björgvin og Sigur-
berg. Þessi leikaðferð hafði gefizt
nokkuð vel á móti Norðmönnum á
dögunum, en gegn Tékkum brást
hún gersamlega. Engin ógnun var
af skyttunum og línumennirnir
voru klaufalegir og ólíkir sjálfum
sér. Fljótlega varð manni sú stað-
reynd ljós, að íslenzka liðið átti
enga möguleika — leikmennirnir
höfðu hreinlega ekki þrek tilþess
að leika — flensan sá um það.
Um miðjan fyrri hálfleikinn
náðí íslenzka liðið þó þokkalegum
leikkafla og minnkaði muninn
niður í tvö mörk, en síðan ekki
söguna meir. Þrátt fyrir góðan
stuðning líflegra áhorfenda tóku
Tékkarnir aftur öll völd í leiknum
og höfðu náð fimm marka forskoti
í leikhléi, 11:6.
Seinni hálfleikurinn var svo enn
verr leikinn af íslenzka liðinu og
um leið og Tékkarnir settu upp
hraðann slökuðu okkar menn á.
Þeir höfðu raunar ekkert úthald.
Munurinn jókst smátt og smátt og
í lokin varð hann tíu mörk 25:15.
Það var mikill munur á þessum
leik og leiknum gegn Noregi s.l.
mánudagskvöld. Það var ekki til
barátta í íslenzka liðinu í leikn-
um, engar keyrslur á línunni og
ógnun sáralítil í spili þess. í vörn-
inni var nær engin hreyfing á
leikmönnunum og Tékkarnir
fengu ráðrúm til að gera nánast
það, sem þeim sýndist. íslenzka
liðinu hafði verið fyrirskipað það
Vladimir Jary — skoraði átta
mörk I leiknum!
glæsilegum langskotum. Auðunn
Öskarsson og Sigurbergur Sig-
steinsson reyndu hvað þeir gátu,
en máttu sín lítils.Einar Magnús-
son ógnaði nokkuð í seinni hálf-
leiknum og skoraði þá tvö mörk,
en Tékkarnir voru fljótir að sjá
við honum — komu út á móti
honum f tíma og náðu að stöðva
hann, áður en hann gat lyft sér.
Markverðirnir Hjalti Einarsson
og Ólafur Benediktsson áttu enga
möguleika gegn skyttum 'Tékk-
anna, sem voru hinar fjölhæfustu
og skutu mikið föstum langskot-
um utan frá punktalínu.
Þeir, sem hvíldu í gær, voru
G unnar Einarsson úrFH.Gunnar
Einarsson, Haukum, Gísli Blöndal
og Ólafur H. Jónsson. Þeir tveir
síðastnefndu lágu i rúminu og var
stranglega bannað að fara út úr
húsi. Það sýnir ef til vill glögglega
ástand íslenzku leikmannana.
Þeir Ólafur og Gísli voru að vísu
verst haldnir, en hinir voru ýmist
í þann veg að ná sér aftur eftir
pestina, eða að byrja að fá
hana. Hver getur krafizt þess, að
maður með 39 stiga hita f fyrra-
dag geti leikið landsliek af fullum
krafti í gær, en það mátti þó
Gunnsteinn Skúlason gera.
í upphafi leiksins virtust Tékk-
arnir ekki ýkja sterkir, þeir fóru
sér hægt, greinilega hræddir við
andstæðingana. Þeir hafa ekki
góða reynslu af ísienzka landslið-
inu, en landinn hefur jafnan átt
tiltölulega góða ieiki gegn þeim.
Danir unnu — Svíar töpuðu
MJÖG óvænt úrslit urðu I
tveimur leikjum f lokakeppni
heimsmeistarakeppninnar í
handknattleik I gærkvöldi.
Spánn sigraði Svfþjóð með 15
mörkum gegn 14 í miklum bar-
áttuleik, þar sem Svfþjóð hafði
haft betur allan fyrri hálfleik-
inn og hafði tvö mörk yfir f hléi
9:7. 1 seinni hálfleik léku Spán-
verjarnir hins vegar af miklum
og óvæntum krafti og náðu að
skora sigurmark sitt skömmu
fyrir leikslok.
Þá kom það ekki síður á
óvart, að Danir skyldu sigra
Vestur-Þjóðverja í Karl Marx
Stadt. Urslit leiksins urðu 12:11
fyrir Danina, eftir gífurlega
spennandi lokamfnútur. Þegar
aðeins nokkrar sekúndur voru
til leiksloka, var staðan jöfn
11:11, en þá var dæmt vitakast
á Danina. Hinn frægi leikmað-
ur Vestur-Þjóðverjanna, Hansi
Schmidt, var sendur fram til
þess að framkvæma vítakastið,
en honum brást svo bogalistín
að danski markvörðurinn hálf-
greip knöttinn og gat sent hann
fram á Jörgen Frandsen, sem
var fljótur upp og skoraði sig-
urmark Dananna. Urslit þessa
leiks þýða það nánast fyrir ís-
lendinga, að engir möguleikar
eru á því, að þeir nái þriðja sæti
í riðlinum og fái þannig að
leika um 9.—12. sætið.
Urslit leikja i HM í gærkvöldi
urðu annars þessi:
Island — Tékkóslóvakía
15—25 (11—6)
V-Þýzkaland — Danniörk
11—12
Rúmenía — Pólland
18—14 (10—6)
Svíþjóð — Spánn
14—15 (9—7)
A-Þýzkaland —Japan
34—14 (13—9)
Sovétríkin — Bandaríkin
40—11 (16—6)
Júgóslavía — Búlgaría
25—17 (11—7)
Ungverjaland — Alsír
30—10 (12—5)
Eftir þetta fyrsta leikkvöld
eru þeir Axel Axelsson og
Vladimir Jary markhæstu leik-
menn keppninnar, hvor um sig
hefur skorað 8 mörk. Sovét-
mennirnir Kuljow og Krazow
hafa skorað 7 mörk.
Hansi Schmidt misnotaði víta-
kast á sfðustu stundu.
Frá Agústi I. Jónssyni blaðamanni Mbl. f Karl Marx Stadt.
Það var engin von til þess.að fárveikir leikmenn fslenzka handknatt-
leikslandsliðsins næðu að ógna hinum sterku Tékkum í fyrsta leik
okkar í lokakeppni heimsmeistarakeppninnar. Leiknum hlaut að Ijúka
með tapi og lokatölurnar urðu 25:15 fyrir Tékka, eftir að staðan f
leikhléi hafði verið 11:6.
Eftir látlausa, en virðulega
setningarathöfn hófst fyrsti leik-
urinn, sem fram fer hér í suður-
hluta Þýzka alþýðulýðveldisins,
leikur Islands og Tékkóslóvakiu.
Norsku dómararnir flautuðu leik-
inn á og ekki voru liðnar margar
mínútur þar til að tékknesku leik-
mennirnir höfðu tekið forystuna.
Fyrstu sóknarlotur íslenzka liðs-
ins fóru í vaskínn, Sigurbergur
missti knöttinn, Geir tók of mörg
skref og Axel skaut framhjá. Fyrr
en varði var staðan orðin 3:1 fyrir
Tékka, og höfðu þeir þó verið
einum færri, þar sem leikmanni
frá þeim var vísað af velli í tvær
mínútur, þegar í upphafi leiksins.
i byrjun leiksins reyndi ís-
lenzka Iiðið að leika með tvær
fyrir leikinn að reyna að fara sér
eins hægt og unnt væri og halda
knettinum, en það tókst ekki. Til
þess lék vörn Tékkanna af of
miklum krafti og of framarlega.
Bezti leikmaður islenzka liðsins
í þessum leik var Axel Axelsson.
Hann skoraði átta mörk, flest með
Gunnsteinn Skúlason — með 39 stiga hita f fyrradag, lék samt
landsleikinn f gær.
VERÐUR RÓTARBURST?
Fararstjórarnir íslenzku voru
ekki betur haldnir en leikmenn-
irnir í gærdag. Þannig mætti t.d.
Karl Benediktsson landsliðsþjálf-
ari til leiksins sárlasinn, var með
rúmlega 39 stiga hita. Eftir Ieik-
inn við Tékka hitti ég Jón
Erlendsson að máli. Hann var að
vonum niðurdreginn eftir þennan
ósigur og raunir íslenzka lands-
liðsins. — Þetta var lélegt, eins og
við mátti reyndar búast, eftir það,
sem á undan var gengið, sagði
Jón, — en Tékkarnir eru góðir og
Sjá og
íþróttir
bls. 26
geta vafalaust náð langt í keppn-
inni. Um íslenzka liðið er ekki
iengur spurning um handknatt-
leiksgetu heldur heilsufar. Ef
strákarnir verða ekki búnir að ná
sér betur í kvöld fáum við rótar-
burst gegn Vestur-Þjóðverjum.
Það, sem ég óttast mest, er, að það
kunni að h'afa alvarleg eftirköst
að fara með leikmennina út í erf-
iðan leik, svona illa á sig komna,
en auðvitað verður maður þó að
vona hið bezta.
Skotland
sigraði
EINN leikur fór fram í ensku 1.
deildar keppninni í knattspyrnu i
fyrrakvöld. Queens Park Rangers
sigraði Burnley 2—1. Einnig fór
fram einn leikur i 2. deildar
keppninni, Aston Villa og Bolton
Wanderesgerðu jafntefli 1—1.