Morgunblaðið - 09.03.1974, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.03.1974, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1974 II F 22 022 RAUÐARÁRSTÍG 31 V______________/ LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR tel 14444*25555 wm BILALEIGA CAR RENTAL | STAKSTEINAR Stúdentaráð enn til skammar Sfðan vinstrimenn náðu tangarhaldi á stúdentaráði fyrir rúmum tveimur árum hefur því auðnast að verða sér oftar til skammar en búast mátti við á svo skömmum tfma. Ráðið hefur f tfma og ótíma sent frá sér ályktanir, sem ýmist hafa verið afkáralega út í hött eða lélegar þýðingar á fyrirmælum svonefnds „Al- þjóðasambands stúdenta“, sem er ríkisrekið áróðursbákn í austantjaldslöndunum og hef- ur innan vébanda sinna at- vinnustúdenta, sem eru þeir elztu, sem finnast á jörðinni. Allir muna eftir þvf, er stúdentaráð ákvað að reyna að koma í veg fyrir að Ófafur Jóhannesson gengi að „Ursiita- kostum“ Heaths f landhelgis- málinu. Auglýsti ráðið í öllum fjölmiðium, að það myndi gangast fyrir stofnun mikillar breiðfylkingar sem myndi koma í veg fyrir svik óprútt- inna stjórnmálamanna í Iffs- hagsmunamálinu. Var skorað á alla þá, sem samleið vildu eiga með stúdentaráði f myndun hinnar miklu fylkingar að gefa sig þegar fram. Eini aðilinn sem gaf til kynna, að hann vildi hafa eitthvað með stúdentaráð H.í. að gera var Æskulýðs- fylkingin, og mynduðu þessir tveir aðilar þá grennstu breið- fylkingu sem sögur fara af og hefur ekkert heyrzt af henni sfðar. Þvf þegar Lúðvfk Jósepsson ákvað, með skfrskot- un til ráðherrastólanna, að gangast inn á „svikin“, þá hvarf allur móður úr stúdentaráði og eftir það hafði ráðið ekki meira um málið að segja. Þannig hafa afrek þessa auma ráðs verið hvert af öðru. Nú síðast kórónaði það svo auman feril sinn með þvf að fá hingað atvinnuáróðursmenn frá fyrrnefndum „alþjóðasam- tökum" undir því yfirskini að um stúdentaleiðtoga frá araba- löndum væri að ræða. Mættu þessir fuglar á fund með stúdentum og sýndu þeim langa mynd frá heimsþingi æskunnar f Austur-Berlfn, en fundarefnið var barátta Palestínuaraba fyrir endur- heimt landa sinna!! Textinn með þessari þrautfúlu mynd var á rússnesku, en fundar- mönnum tif glöggvunar hafði verið komið fyrir arabfskum skriftexta inn á myndina. Á blaðamannafundi, sem þessir gestir „stúdenta" héldu, kom fram, að þeir leggja bless- un sfna yfir flugrán og hryðju- verk svo framarlega sem þau eru framin í pólitfskum tilgangi!! Um þær mundir, sem þessir gestir íslenzka stúdentaráðsins tjáðu sig með þessum hætti um þau óhugnan- legu hryðjuverk, sem gert hafa veröldina grárri og viðstyggi- legri að undanförnu, var enn eitt ódæði framið, er flugvél með meira en 300 farþegum var sprengd f loft upp eftir flugtak frá París. FuIIljóst er að flestir stúdentar, sem standa utan við þá þröngu klfku, sem nú stjórn- ar stúdentaráði H.I., vifl ekkert með slfka „gesti“ hafa að gera. Né heldur vilja þeir ganga inn f þau „alþjóðasamtök" stúdenta sem lögðu blessun sfna yfir blóðbaðið í Ungverjalandi og innrásina f Tékkóslóvakfu. Það er gott dæmi um þessi samtök og þjónslund þeirra við Moskvu og reyndar beina stjórnun þaðan, hvernig þau brugðust við, þegar Alexander Solzhenit- syn var neyddur til að yfirgefa ættjörð sfna. Þá þögðu þessi samtök þunnu hljóði, en hins vegar töldu þau, fyrir nokkru, að Pablo Neruda, sem lá hel- sjúkur af krabbameini, hefði látizt af völdum valdaráns fasistanna f Chile, og af þvf tilefni efndu „alþjóðasamtök- in“ til verulegra mótmæla. En um Solzhenitsyn-málið var ekkert sagt. Að því er ekki hægt að draga nema tvær á- lyktanir: Annars vegar þá, að „alþjóðasamtökin" séu sam- mála gerðum Sovétstjórnar- innar eða hins vegar að þau fái ekki komið fram mótmælum sfnum vegna ritskoðunar. Þvf miður er sennilegra, miðað við reynslu, að fyrri tilgátan sé hin rétta. Stúdentum er sæmst að taka völdin af stúdentaráðsklfkunni og tryggja að hún gangi ekki f alþjóðasamtök kommúnista á móti vilja þeirra. FERÐABÍLAR HF. Bílaleiga — Sími 81260 Fimm manna Cítroen G. S. station Fimm manna Citroen G S 8—22 manna Mercedes Benz hópferðabílar (m. bílstjór- um) SKODA EYÐIR MINNA. Shooh utejut AUÐBREKKU 44-46. c SiMI 42600. /pz bílaleigan ^SIEYSIR CAR RENTAL V24460 í HVERJUM BÍL PIONEER ÚTVARP OG STEREO KASETTUTÆKI Bókhaldsaðstoð meðtékka- færslum BÚNAÐAR- BANKINN I DAG hefst úrtökumótið um landsliðssætin í karla- og unglingaflokkunum og verður spilað í félagsheimili Flug- félagsins við Síðumúla. 20 pör sóttu um f karlaflokki (eða rétt- ara sagt flokki eldri spilara), en 21 par f unglingaflokki. Karlaflokkur Arni Guðmundsson— Bernharður Guðmundss., Rvík Arni Þorvaldsson — Sævar Magnússon, Hf Ásmundur Pálsson — Hjalti Elfasson, Rvík Bragi Erlendsson — Ríkharður Steinbergss., Rvík Gísli Hafliðason — Jón Magnússon, Rvík Guðlaugur R. Jóhannsson — örn Arnþórsson, Rvík Gunnar Guðmundsson — Örn Guðmundsson, Rvík Gylfi Baldursson — Sveinn Helgason, Rvík Hallur Símonarson — Þórir Sigurðsson, Rvík Hannes Jónsson — Oliver Kristóferss., Rvík Hörður Arnþórsson — Þórarinn Sigþórsson, Rvík Jakob Armannsson — Páll Hjaltason, Rvik Jakob R. Möller — Jón Hauksson, Rvík Karl Sigurhjartarson — Guðmundur Pétursson, Rvík Sigfús Þórðarson — Vilhjálmur Pálsson, Self Símon Símonarson — Stefán Guðjohnsen, Rvfk Varapör: Anton Valgarðsson — Sigtryggur Sigurðss., Rvík Armann Lárusson — Lárus Hermannsson, Kóp — 0 — Unglingaflokkur Björn Eysteinsson — Ólafur Valgeirsson, Hf Björn Friðþjófsson — Jósteinn Kristjónsson, Rvík Egill Guðjohnsen — Jóngeir Steinarsson, Rvík Guðmundur Sveinsson — Þórir Sigursteinss., Rvík Helgi Ingvarsson — Kjartan Jónsson, Rvík Helgi Jónsson — Helgi Sigurðsson, Kóp Hermann Lárusson — Sverrir Armannsson, Kóp Jón Baldursson — Sigurður Sverrisson, Rvík Jón Gíslason — Snjólfur Ólafsson, Rvík Jón P. Sigurjónsson — Ólafur H. Ólafsson, Rvík Kristín Ólafsdóttir — Ragna Ólafsdóttir, Rvfk Logi Þormóðsson — Hjálmtýr Baldursson, Kvík Maghús Theódórsson — Sigfús Árnason, Rvík Ólafur Lárusson — Sigurjón Tryggvason, Rvík Sveinbjörn Guðmundsson — Viðar Jónsson, Rvík Varapör: Hróflfur Hjaltason — Oddur Hjaltason, Kóp Arsæll Másson — Magnús Ólafsson, Rvík Landsliðsnefnd: Júlíus Guðmundsson Ingi Eyvinds Ólafur Þorsteinsson Karlalandsliðið mun fara út til keppni á Evrópumótið f ísrael, en unglingarnir á Evrópumótið í Kaupmanna- höfn. Að þessari keppni lokinni munu 8 efstu pörin æfa og keppa innbyrðis í hvorum flokki. Keppnisstjóri í dag verð- ur Guðmundur Kr. Sigurðsson og hefst keppnin kl. 1. Spiluð verða 120 spil. A.G.R. ORÐ í EYRA Á grunnskólastígi Loksins er þá byrjað að hanna og senda á markað bæk- ur fyrir nemendur á grunn- skólastígi, þó það skólastig sé ekki til eftir íslenzkum lögum. Var það ekki seinna vænna, því ekki er um auðugan garð að gresja í bókmenntalegum ebbnum fyrir fólk á því stígi. Má annars undarlegt heita, að fyrst nú skuli byrjað að útbúa lesebbni fyrir þetta gáfnastig, því grunnskólanemdin hefur verið að dunda sér við lagasmíð árum saman, þó þfngmenn hafi ekki séð ástæðu til að lögfesta afurðir hennar. Við alvörumenníngarvitar, sem höldum okkur ótíentéruð- um og öpptúdeit í menntamál- um aungvusíður en maggnús- torfi, höfum líka alltaf haft grunnskólann í sigtinu. Það er nebblega svo menníngarlegt að tala um grunnskóla. Hvur getur eigilega leingur komizt af með jafngamaldags orð og barna- skóli og úllíngaskóli? Það er tæpast, að maður geti la-rt að skrifa þau rétt.EðaGaggfræða- skóli? Reyndar var einkvur forn- gripur að æsa sig útaf því á dögonum, að gaggfræðaskól- arnir yrðu hundrað ára á næst- unni og það væri kostuleg ammælisgjöf að leggja þá nið- ur á aldarammælinu. Það væri nær að leggja viður grunn- skólanemdina, sem hefði greinilega ekki slitið barns- skónum enn. Og eins mætti leggja maggnústorva niður mennfngunni að kostnaðar- lausu. Auðvitað mótmælti Jakob svona pfpi kröftuglega og benti á, að grunnskólinn er nútíminn og nabbnið geníalt, þó svo það hafi orðið fyrir misheyrn í síma. Og það er alveg klárt, að mikill hluti svokallaðrar skóla- æsku, sem æskusnobbarnir seigja vera svo ebbnilega og gáfaða, er mátulega grunnfær til að vera í grunnskóla allan liðlángan daginn og rúmlega það. Jakobi er eingin launúng á því, að honum þykir sómi að því að vera á grunnskólastigi, þó það sé ekki til. En væntan- lega stendur það nú til bóta, þvf kannski gefst þíngmönnum kostur á að samþykkja þennan eftirmálsburð svenskra fyrir nemdina og ráðherrann, áður en sauðburður hefst að ráði. Enda væri nú annaðhvort, fyrst grunnskólastígið er staðreynd, hvað sem háttvirtir alþíngis- menn seigja. Að minnsta kosti fæst von- andi úr því skorið með vordög- um, hvað þfngmenn eru á grunnskólastígi og hverjirei.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.