Morgunblaðið - 09.03.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.03.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1974 15 Sovézkur rithöfundur: Biður um aðstoð fyr- ir Pyotr Grigorenko Moskvu, 8. marz, NTB, SOVÉZKI rithöfundurinn Ana- toli Levitin-Krasnov hefur skrifað Alþjóðasamtökum sósíal- ista og beðið þau um að beita sér fyrir því, að Pyotr Grigorenko fyrrum hershöfðingi verði látinn laus úr geðveikraspítala, þar sem hann hefur setið vegna andstöðu við stjórnina síðan 1970. Levitin-Krasnov er þekktur andófs- og trúarrithöfundur og Fangaflutninga fyrir listaverk? London, 8. marz, AP. BREZKA blaðið The Times fékk á fimmtudaginn senda örmjóa ræmu af lérefti, sem talið er líklegt að hafi verið skorið af málverkinu „Gítar- leikaranum“ eftir hollenzka sautjándu aldar listamanninn Jan Vermeer, en því var stolið úr listasafni í London fyrir tveimur vikum. Með léreftsræmunni fylgdi miði, þar sem þess var krafizt, að tvær írskar stúlkur, sem dæmdar voru í ævilangt fangelsi fyrir að særa 200 manns i sprengjuárásum, yrðu fluttar i fangelsi í Dublin. írski lýðveldisherinn hefur hins vegar neitað að vera viðriðinn þjófnaðinn. Listfræðingar hafa eðlilega miklar áhyggjur af listaverk- inu, sem er metið á 4,6 mi 11 jónir dollara. Það róaði þá nokkuð, að léreftsræman, sem þeir fengu, er kunnáttusamlega skorin. Frekari rannsóknir þurfa að fara fram til að ganga alveg úr skugga um, hvort ræman er af mynd- inni, en listfræðingar telja það mjög líklegt. Myndin er af listaverki Vermeers, sem metið er á 4,6 milljónir dollara. Óvissa er enn ríkjandi um örlög kirkjunnar á Spáni Madrid, 8. marz, NTB LEIÐTOGAR kaþólsku kirkjunn- ar á Spáni áttu í dag fund með sendiherra páfans í Madrid vegna predikunar Antonio Anoveros biskups í Bilbao, en hún varð til þess, að sambandið milli spönsku stjórnarinnar og páfagarðs versnaði svo mjög, að haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að Franco sé þess albúinn að rifta Stúdentar mótmæla Stokkhólmi, 8. marz. AP.NTB. HÓPUR stúdenta ruddist inn í sendiráð Irans í Stokkhólmi, síð- degis, til þess að mótmæla aftök- unum í Iran síðustu daga. Lög- reglumenn slógu samstundis hring um sendiráðið og hóf við- ræður við stúdentana. Eftir að hafa haldið byggingunni í hálfa klukkustund gáfust stúdentarnir upp. Þeir voru allir handteknir, en verður að líkindum sleppt í kvöld. Mótmælaaðgerðir þessar fóru friðsamlega fram, að sögn fréttastofnana. samningunum, sem ríkið gerði við páfagarð árið 1953. Franeo boðaði einnig ríkis- stjórn sína saman til fundar í dag til að fjalla um þetta mál. Sam- kvæmt samningnum frá 1953 hef- ur rfkið ekki rétt til að handtaka biskupa kirkjunnar, en Franco hefur aftur neitunarvald við skip- un þeirra. Það virðist nokkuð ljóst, að stjórnin muni sætta sig við þá lausn mála, að Anovero Repúblikanar tapa í kosningum Skatt- svik Washington, 8. marz, NTB. FJÖLDI bandarfskra borgara, sem höfðu yfir eitt hundrað þúsund dollara í árstekjur, borgaði ekki tekjuskatt til bandarfska rfkisins, og í hópi þessa fólks voru fjórir millj- ónamæringar. Það var öld- ungadeildarþingmaður demó- krata, Walter Mondale, sem kom fram með þessar upplýs- ingar. Nixon forseti kemur þarna einnig við sögu, þar sem í Ijós hefur komið, að árin 1971 og 1972 greiddi hann innan við 1700 dollara f tekjuskatt. Washington, 6. marz. NTB—AP. t ÞRIÐJA skiptið í ár unnu demó- kratar sæti í fulltrúadeild Banda- ríkjaþings, sem um langa hríð hefur verið talið öruggt vígi repúbiikana, er frambjóðandi demókrata, Tom Lukeií, bar sigurorð af frambjóðanda repú- biikana, Hillis Grandsson, í Cinci- natti í Ohio. Stjórnmálafrétta- ritarar telja, að úrslit þeirra aukakosninga, sem fram hafa farið undanfarið og þar sem mjög hefur hallað á repúhlikana, sýni, að Watergatemálið og óvinsældir Nixons eiga þar stóran hlut í. I Santa Barbara i Kaliforníu sigraði þó frambjóðandi repúblik- ana, Robert Lagomarsino, fulltrúa demókrata og er það eini sigur repúblikana í aukakosn- ingum til þingsins, sem fram hafa farið undanfarið. Athygli vakti yfirlýsing Lago- marsino, er ljóst var, að hann hafði sigrað. Sagði hann, að sigur hans syldi þó alls ekki túlka sem traustyfirlýsingu við Repú- blikanaflokkinn. Er talið, að fleiri fulltrúar repúblikana muni fylgja fordæmi Lagomarsino og reyna að sverja af sér algera fylgispekt við flokkinn og Nixonstjórnina. Þess skal getið til marks um fylgistap repúblikana iCincinatti, að í síðustu kosningum þar 1972 fékk frambjóðandi repúblikana 120 þús atkvæði, en demokratar 50 þús. Nú fékk Luken aftur á móti fimm þúsund fleiri atkvæði en mótframbjóðandi hans. biskup fari úr landi, en hann hef- ur neitað að verða við þeirri skip- un stjórnarinnar. í predikuninni, sem stjórninni er svona i nöp við, hvatti biskupinn til þess að Böskum í norðurhéruð- um Spánar yrði veitt aukið frelsi. Stjórnin hefur að undanförnu staðið að „laga og réttar“ herferð viða um landið i kjölfar morðsins á Carroero Blanco fyrrverandi forsætisráðherra. Öfgamenn úr röðum Baska hafa sagt, að þeir hafi staðið að morðinu, og stjórn- in hefur beitt sér sérstaklega fyrir því að halda kyrrð og ró í norðurhéruðunum. Ekki var búið að skýra frá niðurstöðum af fund- um kirkjunnar manna og ríkis- stjórnarinnar í gærkvöldi. Forystumönnum NAT0- landa boðið til Briissel? Brussel, 8. marz. NTB. BANDARÍKJASTJÓRN hefur á prjónunum áætlanir um að bjóða forystumönnum Atlantshafs- bandalagsríkjanna til Brussel til að hitta Nixon Bandarfkjaforseta, ef hann gerir alvöru úr þvf að fara í ferðalag til Vestur-Evrópu í lok apríhnánaðar, að því er upp- lýst var f dag. Ætlunin er, að Nixon skrifi hann lýsti Grigorenko sem sann- færðum marxista og ötulum baráttumanni hreyfingar verka- lýðsins. Grigorenko, sem er 66 ára gamall, var lagður inn á geð- veikraspítala eftir að hann lýsti opinberlega yfir stuðningi sinum við Krimtatarana, sem krefjast þess að fá að snúa til heimalands sins. Þeir voru á sínum tíma sendír til Siberíu, sakaðir um að hafa unnið með nasistum. Síðar var þeim í orði leyft að snúa aftur, en stjórnvöld hafa ekkert gert til að hjálpa þeim að koma sér fyrir á nýjan leik, þvert á móti hafa þau lagt hindranir i götu þeirra. I janúar í ár fram- lengdi nefnd geðlækna dvöl Grigorenkos um hálft ár, þrátt fyrir að tveim vestrænum geð- læknum, sem heimsóttu hann í október, hefði verið sagt, að hann yrði útskrifaður í árslok 1973. I bréfi sinu til Hans Janitchek formanns Alþjóðasamtaka sósíal- ista segir Levitin-Krasnov, að samtökin geti ekki látið hjá liða að gripa í taumana vegna manns, sem gleymdi ekki, að hann ætti rætur sinar í fólkinu þrátt fyrir að hann væri gerður að hershöfð- ingja. Grigorenko var sviptur herfor- ingjatign sinni og gerður að óbreyttum hermanni eftir að hann hafði gagnrýnt stefnu Sovétleiðtoganna á flokksfundum árið 1964. Síðan hann var lagður inn á geðsjúkrahús hafa tvær nefndir lýst hann undlega heil- brigðan, en dómstóll hefur ógilt úrskurð þeirra. f fyrra var hann fluttur af sjúkrahúsi fvrir glæpamenn, á vanjulegt sjúrahús fyrir utan Moskvu. undir tvo samninga meðan hann er i Brussel, sem snúast um sam- skipti Bandaríkjanna- og banda- lagsþjóða þeirra í Atlantshafs- bandalaginu. Um sama leyti verður þess og minnst að 25 ár eru liðin frá stofnun NATO. Talsmenn Atlantshafsbanda- lagsins i Brussel, svo og Banda- rikjastjórnar eru bjartsýnir á að slíkum fundi megi koma i kring. Wilson vill ekki í Downing- stræti 10 London, 8. marz NTB. HAROLD Wilson, forsætis- ráðherra Breta, ætlar ekki að flytja inn í forsætisráð- herrabústaðinn við Down- ingstræti 10, að því er sagt var frá í London í dag. Hefur VV'ilson í hvggju að nota skrifstofurnar í húsinu, en að öðru leyti mun hann búa nieð fjölskvldu sinni á hennar fyrra heimili við Smith Square. Þegar Wflson var síðast forsætisráðherra bjó hann í Downingstræti, en kevpti sér síðan hús, fáeinum dög- um eftir að hann tapaði kosningunuin 1970. Það hús er rétt hjá aðal- bækistöðvum brezka Verka- mannaflokksins og sömu- leiðis aðeins spottkorn frá Downingstræti. Fundir í London um takmörkun á veiði Norðursjávarsíldarinnar Þrándheimi, 8 marz, NTB. SAMNINGAFUNDIR lun alþjóð- legan sáttmála um takmörkun á sfldveiðum f Norðursjó hefst í London á mánudaginn. Fundirnir eru haldnir á vegum Norðaustur- Atlantshafsfiskveiðinefndarinn- ar og eru boðaðir aukalega til að fjalla sérstaklega um þetta mál. Norðursjávarsildin hefur verið mikið ofveidd undanfarin ár. Fyrst með hinum miklu hring- nótaveiðum Norðmanna upp úr 1960 og síðar af Dönum. Danir hafa hingað til ekki fengizt til að takmarka þessar veiðar, en i und- irbúningnum undir fundina í London hafa þeir nokkuð vikið frá fyrri stefnu sinni. Noregur hefur á siðustu tveim til þrem árum sett mjög strangar takmarkanir á þessar veiðar, til viðbótar við alþjóðareglur. Fiski- fræðingar hafa í skýrslum sínum lýst miklum áhyggjum vegna Norðursjávarsildarinnar, og fyrir liggur, að hrygningargeta stofns- sins hefur minnkað um 70 prósent siðan 1965. Arið 1972 voru 80 prósent aflans ókyn- þroska sild og fiskifræðingar segja, að ef hrygningargeta stofnsins verði enn minnkuð muni það hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir viðgang stofns- ins og þá um leið veiðar á honum um ökomin ár. Alþjóðleg samvinnunefnd vísindamanna hefur lagt til, að stefnt verði að þvi að tvöfalda stofn fullorðinnar sildar á fjö.i urra ára timabili Samkvæmt út- reikningum þeirra er hægt að auka heildarveiðarnar úr 500 þús- und lestum upp i 900 þúsund lest- ir, ef veidd yrði fullþroska sild i staðinn fyrir ungsíld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.