Morgunblaðið - 09.03.1974, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1974
29
ROSE-
ANNA
50
St. Erikstorgi og fór rakleitt
heim. Hann slökkti hér um bil
strax. Sennilega er hann stein-
sofnaður núna.
— Það var fyrir tilviljun, að
hún kom auga á hann, sagði Ahl-
berg.
— Hann getur hafa verið hér á
hverju kvöldi.
— Þó svo hafi verið, sannar það
ekkert.
— Ekki það?
— Kolberg héfur á réttu að
standa, sagði Martin.
— Já, það hef ég áreiðanlega.
Ég hef sjálfur laumast við hús hjá
kvenfólki, sent ég hef verið að
spá í.
Ahlberg yppti öxlum.
— Þá var ég að vísu mun yngri.
Heilmiklu yngri, reyndar.
Þeir héldu aftur á skrifstofuna
og settust.
Martin sagði ekkert. Hinir luku
við taflið. Svo reis Kolberg upp.
Velvakandi svarar i síma 10-100
kl. 1 0.30 — 1 1 30, frá mánudegi
til föstudags
% Starfsmönnum í
heilbrigðis- og
tryggingamála-
ráðuneyti fjölgað
um 125%
„Velvakandi.
Vinsamlega takið þetta til birt-
ingar í blaði yðar:
Nýlega kom greinargerð um
fjölgun starfsmanna í ráðuneyt-
um í fjölmiðlum, og kom þar i
ljós, að fjölgun fastráðinna starfs-
manna í ráðuneytunum f tíð nú-
verandi rikisstjórnar er úr 216 í
258.
Þegar nánar er að gætt kemur í
ljós, að þessi fjölgun er býsna
mismunandi eftir ráðuneytum, en
þó er ljóst, að fjölgunun hefur
orðið langmest i heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu. Þar
voru árið 1971 starfandi fjórir
fastráðnir menn, en eru nú 9,
þannig, að fjölgað hefur um 125%
í þessu eina ráðuneyti.
Áður en Magnús Kjartansson
tók við ráðherraembætti sinu var
vitað, að hann hefði ekki hugsað
sér að sitja aðgerðalaus í stóli
sínum, en er þetta nú ekki full-
mikið af þvi góða? Þetta væri
reyndar ekki tiltökumál ef störf
ráðuneytisins hefðu tekið ein-
hverjum stakkaskiptum, en það
er langt í frá eins og allir vita.
En þarna er það sem sagt komið
á hreint, að þessi ráðherra ætlar
— Við sækjum hann aftur til
yfirheyrslu og beitum hann eins
mikilli hörku og við getum, sagði
hann.
Enginn svaraði.
— Við byrjum upp á nýtt að
skyggja hann og notum nýtt fólk.
— Nei, sagði Ahlberg.
Martin nartaði i fingurna á sér.
Svo sagði hann.
— Er hún farin að verða
hrædd?
— Það held ég ekki, sagði Ahl-
berg. — Hún þarf meira til að láta
skelfast en þetta.
Þeir sögðu fátt fleira og að lok-
um hélt hver á sinn stað.
Daginn eftir var föstudagur. Nú
voru aðeins þrír dagar til fyrstu
mánaðamóta ársins og alltaf var
veður rakt og grátt. Um kvöldið
lagðist þoka yfir borgina.
Kiukkan tíu mínútur yfir níu
hringdi síminn og rauf kyrrðina í
skrifstofu Martins.
— Hann er kominn aftur.
Stendur við strætisvagnastöðina.
að verða afkastamestur í því að
raða á ríkisjötuna eftir þvi sem
frekast er kostur. Þá liggur næst
fyrir að spyrja: Getur einn ráð-
herra ráðið eins marga starfs-
menn í ráðuneyti sitt eins og hann
sjálfur vill?
Rikisstarfsmaður."
• Hvaðsegja
neytendur?
Sigrfður Sigurbjörnsdóttir
skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Nú, að loknum kjarasamning-
um, er darraðardansinn hafinn
fyrir alvöru og sú óumflýjanlega
staðreynd er nú loks að verða
almenningi ljós, að verðbólgan
mun éta upp kauphækkanir fyrr
en seinna. Þetta er raunar ekkert
nýtt, það hefur alltaf verið svona,
og verður líklega alltaf svona.
Það, sem mér finnst hins vegar
furðulegt, er það, hversu lítil
áhrif neytendur sem sameinað afl
hafa í þessu þjóðfélagi.
Neytendasamtök hafa verið
starfandi, en ekki hefur þess orð-
ið vart í mörg ár, að þessi samtök
láti mikið af sér leiða, og er það
mikill skaði.
Þeir, sem sjá að staðaldri blöð
og tímarit frá nágrannalöndum
okkar, vita, að þar eru starfandi
kröftug neytendafélög og m.a.s.
opinber neytendaráð, og fá þessir
aðilar miklu áorkað.
Það er ekki langt siðan neyt-
endur hér urðu sér meðvitandi
um það, að þeir gætu haft mikil
áhrif, ef þeir aðeins stæðu saman
og beittu sér, en alltaf st'endur á
því, að eitthvað raunhæft sé gert.
Þeir voru fimmtán sekúndum
fljótari núna en áður. Hálf
mínúta leið og Ahlberg gaf þá til
kynna, að hann væri á sínum stað.
Þessi endurtekning á atburðum
var nánast óhugnanleg. Maðurinn
Folke Bengtsson stóð i fjóra
klukkutíma á staðnum. Nokkrum
sinnum virtist hann ætla að
hringja. Einu sinni fékk hann sér
pylsu. Svo fór hann heim. Kol-
berg fylgdi honum fast á eftir.
Martin hafði orðið mjög kalt.
Hann flýtti sér niður á skrifstofu
sína og Kolberg kom skömmu
síðar.
— AHt rólegt.
— Sá hann þig?
— Hann gekk eins og svefn-
gengill. Ég held ekki hann hefði
tekið eftir því þótt fióðhestur
hefði gengið samhliða honum.
Martin hringdi til Sonju.
— Það er laugardagur á morg-
un. Ilann vinnur til klukkan tólf.
Fylgstu með honum þegar vinnu
hans lýkur og gríptu undir hand-
legginn á honum og segðu: „Hæ,
ég hef verið að bíða eftir þér.
Hvers vegna hringirðu aldrei?"
Eða eitthvað svoleiðis. Og svo læt-
urðu þar við sitja. Og reyndu að
vera ekki meira klædd en nauð-
synlegt er.
Hann þagði augnablik og bætti
svo við.
— Þú verður að leggja þig alla
fram.
Hann lagði tólið á og hinir tveir
störðu á hann.
— Hver er duglegastur að veita
eftirför svo að engin hætta sé á að
honum sé veitt athygli?
— Stenström.
— Sem sagt, frá því augnabliki,
sem hann kemur út úr skrif-
stofunni á að fylgjast með honum.
Stenström sér um það. Skýrsla
skal gefin um hvert hans fótmál.
Við megum aðeins fara af skrif-
stofunni einn f einu.
Ahlberg og Kolberg störðu enn
á hann, en hann tók ekki eftir því.
Klukkuna vantaði tuttugu og
tvær mínútur í átta, þegar starfs-
dagur Stenströms hófst.
Hann var í námunda við flutn-
ingafyrirtækið þangað til klukkan
var kortér yfir ellefu, þá gekk
Það stoðar litið fyrir okkur að
sitja álengdar með hendur i
skauti og horfa með aðdáun á það,
sem nágrannar okkar fá áorkað í
þessum málum.
% Verðlagseftirlit
frá neytendum
sjálfum
Hér er svo margt óunnið. Til
dæmis heyrir það til undantekn-
inga, að hér séu vörumerkingar.
Örfá fyrirtæki hafa þó séð sóma
sinn í því að ganga á undan með
góðu fordæmi og merkja þannig
eitthvað af framleiðslu sinni, en
þetta gerir þó lítið gagn þegar
lítið er um þetta. Neytendur hér
vita flestir ekki hvernig á að not-
færa sér vörumerkingar, vegna
þess hve óvanir þeir eru þeim.
Mikið hefur verið rætt um verð-
lagseftirlit hér — já, svo mikið, að
maður er nú næstum orðinn
ónæmur fyrir þeim umræðum.
Það hlýtur að liggja í augum uppi,
að eina virka verðlagseftirlitið
hlýtur að koma frá neytendum
sjálfum. Hér þarf að gefa álagn-
ingu á vöruog þjónustufrjálsa.og
þá geta menn treyst því, að neyt-
endur verða ekki lengi að átta sig
á því, hvar verðið er sanngjarnast
og fyrir hvaða þjónustu á að
borga í beinhörðum peningum.
Því miður virðist svo sem því
hafi verið komið inn hjá fólkinu í
þessu landi, að kaupmenn og
heildsalar séu einhverjir glæpon-
ar, sem ekki sé treystandi fyrir
neinu, og allra sízt þvi að verð-
leggja sjálfir vöruna, sem þeir
eru með á boðstólnum.
Meðan ég var í vetrarfríinu hefur sá sem tók að sér
sjúklingana mina læknað þá alla.
VELVAKAIMDI
FRAMHALDSSAGA EFTIR
MAJ SJÖWALL OG
PER WAHLOÖ
JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR
ÞÝDDI
hann inn i kaffistofuna, settist við
gluggann og beið.
Þegar kiukkuna vantaði fimm
mínútur í tólf varð hann var við
Sonju Hansson á horninu á Norr-
landsgötu.
Hún var í þunnri blárri kápu og
hafði bundið beltrð fast. Hún var i
rúllukragapeysu innan undir.
Hún hafði enga tösku og enga
húfu á höfðinu, sem hefði þó ekki
verið vanþörf á vegna veðursins.
Hún gekk yfir götuna og hvarf
úr sjónmáli.
Starfsfólk fyrirtækisins tók að
streyma út og að lokum kom
Bengtsson, og læsti á eftir sér.
Hann fór yfir götuna og þegar
hann var kominn nokkur skref,
kom Sonja Hansson hlaupandi til
hans. Hún greip i handlegg
honum, sagði eitthvað og horfði
beint framan i hann. Svo sleppti
hún takinu, en hélt áfram að tala,
síðan gekk hún nokkur skref,
snerist á hæli og hljöp áfram.
Stenström hafði séð andlit
hennar, og það hafði endur-
speglað ákafa og gleði. Hann dáð-
ist með sjálfum sér að ágætri
frammistöðu hennar.
Maðurinn stóð kyrr og fylgdi
henni með augunum. Hann gekk
nokkur skref, eins og hann ætlaði
að kalla á hana, en hætti við það,
ýtti höndunum niður i vasana og
gekk álútur áfram.
Stenström tók hatt sinn, borg-
aði og gekk gætilega út úr veit-
ingastofunni. Þegar Bengtsson
fór fyrir hornið, lokaði hann dyr-
unum á eftir sér og elti hann.
Á Klarastöðinni sátu Martin,
Ahlberg og Kolberg þegjandi.
Þegar síminn hringdi loksins
hafði Martin gripið tólið, áður en
fyrstu hringingunni var lokið.
— Það er Sonja. Eg held það
hafi gengið vel. Eg gerði eins og
þú sagðir mér að gera.
— Ágætt. Sástu Stenström?
— Nei, en hann hefur sjálfsagt
verið á næstu grösum. Eg þorði
ekki að lita um öxl, þegar ég hljóp
i burtu.
— Ertu kvíðin?
— Ekki vitund.
En gefur það ekki auga leið, að
það þarf ekki einu sinni að sýna
þeim neitt traust. Sá kaupmaður,
sem hefði meiri álagningu en aðr-
ir, f æri fljótlega á hausinn, og það
með braki og brestum.
% Dýr blóm
Eitt langar mig til að minnast á
hér, og það er hið gífurlega verð,
sem er á blómum, bæði þeim, sem
vaxa í pottum, og þeim, sem eru
afskorin.
Með mér starfar maður, sem
var á ferð í Kaupmannahöfn um
daginn. Hann sagðist hafa komið
þar að sem maður var að selja
túlípana, og kostuðu þeir um eina
krónu stykkið, þ.e.a.s um fjórtán
íslenzkar krónur. Hér kosta
túlípanar um 90 krónur stykkið,
og eru þannig margfalt dýrari en í
Danmörku.
Hér eru túlipanar ræktaðir í
gróðurhúsum með jarðvarma, eft-
ir því sem ég bezt veit, en í
Danmörku eru þeir innfluttir á
þessum árstima. 1 hverju liggur
þessi geysilegi verðmisinunur?
Hvað segja íslenzkir neytend-
ur? Er þetta litla dæmi ekki eitt
það, sem huga þarf að?
Eg hirði ekki um að taka fleiri
dæmi að þessu sinni, en vil leyfa
mér að skora’ á neytendur að
ranka nú við sér og fara að gera
eitthvað raunhæft í málunum.
Sigriður Sigurbjörnsdóttir."
Velvakandi getur að ýmsu leyti
tekið undir með Sigríði, en gæti
það verið, að frjáls álagning væri
á blómum hérlendis?
Messur á
morgun
Dómkirkjan. Messa kl. 11 árd. Sr.
Þórir Stephensen. Föstumessa kl.
2. Litania sungin. Passíusalmar.
Sr. Óskar J. Þorláksson. Barna-
samkoma kl. 10.30 í Vesturbæjar-
skólanum við Öldugötu. Pétur
Þórarinsson stud. theol. talar við
börnin. Séra Óskar J. Þorláksson.
Laugarneskirkja. Messa kl. 2 siðd.
Barnaguðsþjónusta kl. 10.30. Séra
Garðar Svavarsson.
Hallgrimskirkja, Barnaguðsþjón-
usta kl. 10 árd. Guðfræðistúdent-
ar. Messa kl. 11. árd. Séra Páll
Pálsson predikar. Sr. Jakob Jóns-
son.
Neskirkja. Barnasamkoma kl.
10.30. Séra Frank M. Halldórsson
Guðsþjónusta kl. 2. Munið fórnar-
viku kirkjunnar. Séra Jóhann S.
Hlíðar.
Fíladelfía í Keflavík. Guðsþjón-
usta kl. 2. Sunnudagaskólarnir í
Njarðvík og Keflavík kl. 11 árd.
Kársnesprestakall. Barnasam-
koma i Kársnesskóla. Guðsþjón-
usta í Kópavogskirkju kl. 11. Séra
Arni Pálsson.
Digranesprestakall. Barnaguðs-
þjónusta í Víghólaskóla kl. 11.
Guðsþjónusta í Kópavogskirkju
kl. 2 síðd. Séra Þorbergur
Kristjánsson.
Arbæjarprestakall. Æskulýðs- og
fórnarvika kirkjunnar. Barna-
samkoma kl. 10.30. Æskulýðs-
guðsþjónusta kl. 2 í Arbæjar-
skóla. Ungt fólk aðstoðar. Kvöld-
vaka Æskulýðsfélagsins i skólan-
um kl. 8.30. Fjölmennið og styðjið
hjálpastarf kirkjunnar fyrir
nauðstadda i Eþíópiu. Sr. Guð-
mundur Þorsteinsson.
Fíladelfía Reykjavík. Safnaðar-
guðsþjónusta kl. 2 síðd. Almenn
guðsþjónusta kl. 20. Einar Gísla-
son
Breiðholtsprestakall. Sunnudaga-
skólarnir kl. 10.30. Guðsþjónusta í
Fellaskóla kl. 2 síðd. Séra Lárus
Halldórsson.
Bænastaðurinn Fálkagötu 10.
Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Sam-
koma kl. 4. Þórður M. Jóhannes-
son.
Grensásprestakall. Guðsþjónusta
í tilefni af æskulýðs- og fórnar-
viku kirkjunnar kl. 11. árd. Æsku-
lýðskór KFUM & K flytur söng-
bálkinn Eþíópía eftir séra Hauk
Ágústsson. Útvarpað verður frá
athöfninni. Sr. Halldór S.
Gröndal.
Dómkirkja Krists, konungs i
Landakoti. Lágmessa kl. 8.30 ár-
degis. Hámessa kl. 10.30 árd. Lág-
messa kl. 2 síðd.
Langholtsprestakall. Barnasam-
koma kl. 10.30 árd. Sr. Arelíus
Níelsson. Guðsþjónusta kl. 2 síðd.
— Ræðuefni: Trúa menn enn á
kraftaverk? Sr. Sigurður Haukur
Guðjónsson. Óskastundin kl. 4
síðd. Sigurður Haukur Guðjóns-
son.
Háteigskirkja, Lesmessa kl. 9.30
árd. Barnaguðsþjónusta kl. 10.30
árd. Séra Arngrímur Jónsson.
Messa kl. 2 síðd. Séra Jón Þor-
varðsson.
Fríkirkjan Reykjavik. Barnasam-
koma kl. 10.30. Guðni Gunnars-
son. Messa kl. 2 siðd. Séra Þor-
steinn Björnsson.
Fríkirkjan Hafnarfirði. Barna-
samkoma kl. 10.30. árd. Guðs-
þjónusta kl. 2 síðd. Ungt fólk að-
stoðar. Aðalfundur safnaðarins
eftir messu. Sr. Guðmundur Ósk-
ar Ólafsson.
K irk j u vogskirk j a. Fórnarvikan.
Guðsþjónusta kl. 2 síðd. tekið við
gjöfum til Konsó. Séra Jónas
Gíslason.
Bústaðakirkja. Barnasamkoma
kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta klukk-
an 2 siðd. — Opið hús í Æskulýðs-
heimilinu frá kl. 8.30 siðdegis. —
Séra Ólafur Skúlason.
Keflavíkurkirkja. Messa kl. 5
siðd. Barnaguðsþjónusta kl. 11
árd. Séra Björn Jónsson.
Vtri-Njarðvíkursókn. Skátamessa
í Stapa kl. 2. Séra Björn Jónsson.
Framhald á bls. 23.